Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hótað vinnuflokki og lögfræðingum fyrir að reisa tjald

Land­eig­andi hót­ar konu í Ár­nes­hreppi á Strönd­um að vinnu­flokk­ur verði send­ur til að taka nið­ur tjald, þar sem hún held­ur nám­skeið um þjóð­menn­ingu. Mað­ur­inn á einn sjötta hluta jarð­ar­inn­ar, en hún fékk leyfi hjá öðr­um. Hann boð­ar millj­óna kostn­að, en hún seg­ist hafa lagt allt sitt í verk­efn­ið.

Hótað vinnuflokki og lögfræðingum fyrir að reisa tjald
Elín Agla Briem Átti sér þann draum að halda námskeið í hirðingjatjaldi á Ströndum, þar sem gestir fengju öðruvísi upplifun af því að heimsækja landið, auk þess að læra handverk horfinna kynslóða. Mynd: Facebook / Elín Agla Briem

„Það er verið að reisa mannvirki sem ég er á móti,“ segir Gísli Baldur Jónsson, matsveinn á eftirlaunum í Reykjavík og eigandi að einum sjötta hluta jarðarinnar Seljaness milli Ófeigsfjarðar og Ingólfsfjarðar á Ströndum, þar sem til stendur að reisa tjald fyrir námskeiðshald.

Gísli Baldur er andsnúinn því að reist verði tjald á jörð sem hann á ásamt öðrum, en telur að nýhafnar vegaframkvæmdir af hálfu virkjanafyrirtækisins Vesturverks verði af hinu góða og kveður umdeildar fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á svæðinu, við svokallaða Hvalárvirkjun, „ekki breyta nokkrum sköpuðum hlut“. Hann hefur sent aðstandanda tjaldsins, Elínu Öglu Briem þjóðmenningarbónda, bréf með hótun um aðgerðir sem munu kosta hana „milljónir“, að hans sögn.

Draumur um tjald

Bréf til hreppsnefndarLandeigandinn sendir hreppsnefnd tilkynningu vegna tjaldsins og svo annað bréf á Elínu Öglu Briem, sem stendur að því, þar sem segir að leitað verði til sýslumanns og lögfræðinga.

Elín Agla segist vera einstæð og eignalaus móðir í árstíðarbundinni vinnu sem hafi átt þann draum í fimm ár að halda námskeið á Seljanesi um þjóðmenningu og líf fyrr á öldum. Hún hefur meðal annars hlotið styrk frá verkefninu Brothættum byggðum til þess að reisa tjald í stíl mongólskra hirðingja, um 30 fermetrar að stærð, sem tekið verður niður fyrir haustið. Elín fékk leyfi þess hluta landeigenda sem dvelja á svæðinu til að reisa tjaldið á viðarpalli og segir hún að ummerki verði lítil sem engin. „Ég hef lagt allt mitt í að kaupa efnið og koma þessu af stað,“ segir hún.

Að sögn Elínar á tjaldið að hýsa „starfsemi þjóðmenningarbúskaps og þjóðmenningarskóla, að hlúa að lífinu og hinu smáa. „Þetta er búinn að vera draumur minn í mörg ár, að reisa svona tjald í Árneshreppi,“ segir hún.

Þegar Elín fékk 800 þúsund króna styrk fyrir tjaldinu frá verkefninu Brothættum byggðum, sem styðja á við „einstakt menningarlandslag og náttúru“,  var ekki tilgreint hvar tjaldið ætti að rísa. 

Vill breyta upplifun gesta

„Þegar ég sótti fyrst um styrk fyrir tjaldinu átti ávinningurinn að verkefninu að vera að skapa góða gesti með því að vera góður gestgjafi. Á tímum þessarar risavöxnu ferðamennsku, þar sem þú kaupir alla þjónustu, þá þarftu ekki að kynnast neinum. Þá ertu ekki góður gestur. Þá áttu bara heimtingu á hlutum. En samband við gestgjafa er öðruvísi, það snýst um að taka ábyrgð á staðnum, að kynnast staðnum. Svo er mikil áhersla á handverk, að rifja upp gamalt handverk, þannig að við getum búið til hvað sem er og getum getum lifað án rafmagns og án olíu. Fyrsta námskeiðið í þessu er haldið helgina 12. til 14. júlí og þá höfum við boðið sérstökum gestum,“ segir hún.

Erlendur gesturBóndinn, rithöfundirinn og tónlistar Stephen Jenkinson er væntanlegur á námskeið í hirðingjatjaldi í Árneshreppi, sem einn landeigenda vill að verði fjarlægt.

Von er á gestum til landsins vegna námskeiðsins, meðal annars kanadíska bóndanum og rithöfundinum Stephen Jenkinson. Auk þess verður kennt að spinna á landnámssnældu, hópur kvæðakvenna verður viðstaddur námskeiðið og kanadísk söngkona syngja fyrir viðstadda. 

Jenkinson hefur áður komið á Strandir og segir Elín Agla að haldin hafi verið hátíð fyrir alla íbúa og 80 námskeiðsgesti undir lok síðustu heimsóknar.

Margir eigendur að landinu

Gísli Baldur sendi ekki eingöngu kröfubréf á Elínu Öglu, heldur stílaði hann annað bréf á hreppsnefnd Árneshrepps, byggingarnefnd Árneshrepps og byggingarfulltrúa Árneshrepps. „Mér undirrituðum, eigenda að 1/6 hluta jarðarinnar Seljaness í Árneshreppii, hefur borist til eyrna að til standi að reisa einhvreskonar samkomutjald í landi Seljaness. Því mótmæli ég harðlega og banna alfarið að nokkuð slíkt sé gert í óþökk minni. Allar framkvæmdir aðrar en vegabætur, sem stendur til að framkvæma á Seljanesi, eru hér eftir harðbannaðar,“ segir í bréfinu. 

Bréfið er undirritað af Gísla Baldri, en vottað af dóttur og dóttursyni Péturs Guðmundssonar í Ófeigsfirði, sem selt hefur vatnsréttindi vegna Hvalárvirkjunar og er einn helsti stuðningsmaður virkjunarinnar. Gísli segir systkini sín einnig styðja bréfið, þótt þau séu ekki tilgreind í því, og að því sé helmingur landeigenda að Seljanesi andsnúinn hirðingjatjaldinu.

„Ég fékk leyfi hjá landeiganda á Seljanesi, Sveini Kristinssyni, til að setja upp pall fyrir tjaldið. Og hann veitti þetta leyfi fyrir hönd síns ættboga,“ segir Elín Agla. 

DrangaskörðMargir þekkja Drangaskörðin, sem sýnileg eru af svæðinu og rísa nærri bænum Dröngum.

Helming á móti Sveini og ættingjum hans sem kenndir eru við Dranga, norðan og vestan við Drangaskörð, sem vilja friðlýsa land sitt til að halda því ósnortnu, eiga hins vegar afkomendur reykvísks kaupmanns, sem erfði hluta jarðarinnar Seljaness af föður sínum. Gísli Baldur er sonur kaupmannsins og kveðst hann vera á svæðinu „alltaf af og til“. Langafi hans bjó þar, auk ömmu hans, og svo fór faðir hans þangað í sveit. Gísli Baldur er 81 árs.

Styður vegaframkvæmdir en ekki tjaldið

FramkvæmdirnarFjöldi fólks hefur komið Elínu Öglu til hjálpar við að uppfylla drauminn um hirðingjatjald í Árneshreppi. Hún segir þess gætt að röskun á náttúru verði sem minnst, enda séu holur grafnar fyrir pallinn sem fylla megi upp í.

Yfirstandandi vegaframkvæmdir eru á vegum Vesturverks, sem vill stofna til virkjanaframkvæmda á Ófeigsfjarðarheiði og ofan Eyvindafjarðar, norðan og vestan Seljaness. Til þess þarf að breikka og hækka veg í Ingólfsfirði, og breyta legu vegarins, svo koma megi stórvirkum vinnuvélum um sveitina, þar sem nú er engin heilsársbyggð.

Gísli Baldur segist ekki hafa áhyggjur af virkjanaframkvæmdunum. „Ég fór þarna fyrir 40 árum og skoðaði þetta,“ segir hann um virkjanasvæðið. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fossar rýrni og hverfi, eins og gert er ráð fyrir í umhverfismati. „Það kemur bara í ljós,“ segir hann.

Í fyrradag stöðvaði íbúi á Ströndum, Elías Svavar Kristinsson af Dröngum, vegaframkvæmdir með því að standa í vegi fyrir skurðgröfu. „Menn eru að leggjast fyrir skurðgröfurnar,“ segir Gísli Baldur og kveður réttast að berjast gegn framkvæmdum fyrir dómstólum. Minjastofnun stöðvaði síðan framkvæmdirnar aftur í gær tímabundið, þar sem ekki hafði verið greint hvaða áhrif þær hefðu á fornminjar á svæðinu.

Gísli segir stuðning ríkja við að leggja nútímalegri veg, þótt hluti íbúa vilji varðveita ásýnd svæðisins fyrir komandi kynslóðir og verja ósnortin víðerni fyrir framkvæmdum. „Það vilja það allir, nema þessir menn sem eru að mótmæla því.“

Þar sem vegurinn endarSeljanes liggur á milli Ingólfsfjarðar og Ófeigsfjarðar. Vegurinn var lagður á áttunda áratugnum og endar í Ófeigsfirði. Hafnar eru framkvæmdir við að breikka og hækka veginn og breyta legu hans til að rúma þungaflutninga vegna virkjanaframkvæmda.

Stendur fastur á kröfunni

Elín Agla og stuðningsmenn hennar hafa haldið áfram að reisa pall undir hirðingjatjaldið í dag. Hún hóf að reisa pallinn 18. maí síðastliðinn og er því stutt í að tjaldið verði reist fyrir fyrsta námskeiðið sem halda á 12. til 14. júlí. Hún hyggst því ekki verða af kröfu Gísla Baldurs um að fjarlægja allt sem lagt hefur verið í verkið.

„Ég býð vinnuflokknum upp á kaffi ef hann mætir. Reyni að vera góður gestgjafi,“ segir hún.

„Ég býð vinnuflokknum upp á kaffi ef hann mætir.“

Gísli Baldur kveðst aðspurður ekki bakka með aðgerðir sínar. „Þetta stendur í bréfinu, það sem verður gert. Ég hef engu við þetta að bæta.“

Í bréfinu, sem stílað er á Elínu Öglu, segir orðrétt:

„Verði ekki nú þegar horfið frá þessum framkvæmdum og allt sem þegar hefur verið framkvæmt fjarlægt og öll ummerki löguð, verður sendur vinnuflokkur úr Reykjavík og allt slíkt gert á þinn kostnað. Einnig verður leitað til sýslumanns og ef þarf til lögfræðinga um fullnustu í þessu máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
5
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu