Vestfirðir
Svæði
Rafmagn víða farið af um norðanvert landið

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið

Rafmagnslaust á Sauðárkróki, Dalvík og Húsavík. Miklar truflanir á rafmagni á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Allir norðanverðir Vestfirðir keyrðir á varafli.

Segja Hvalárvirkjun munu rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um nær helming

Segja Hvalárvirkjun munu rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um nær helming

Náttúruverndarsamtökin ÓFEIG fengu vísindamenn frá háskólanum í Leeds til að meta áhrif virkjunar.

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

Tekjulistinn 2019

Aðilar í sjávarútvegi skipa efstu sætin á listanum yfir tekjuhæstu einstaklinga Vestfjarða.

Hótað vinnuflokki og lögfræðingum fyrir að reisa tjald

Hótað vinnuflokki og lögfræðingum fyrir að reisa tjald

Landeigandi hótar konu í Árneshreppi á Ströndum að vinnuflokkur verði sendur til að taka niður tjald, þar sem hún heldur námskeið um þjóðmenningu. Maðurinn á einn sjötta hluta jarðarinnar, en hún fékk leyfi hjá öðrum. Hann boðar milljóna kostnað, en hún segist hafa lagt allt sitt í verkefnið.

Strandamaður stöðvaði framkvæmdir: „Það verður bara að koma í veg fyrir þetta“

Strandamaður stöðvaði framkvæmdir: „Það verður bara að koma í veg fyrir þetta“

Vesturverk hóf í gær framkvæmdir við veglagningu í Ingólfsfirði á Ströndum, sem fyrsta hluta virkjanaframkvæmda sem munu hafa veruleg áhrif á náttúru svæðisins. Elías Svavar Kristinsson, sem ólst upp á svæðinu, stefnir að friðlýsingu lands síns og berst gegn framkvæmdum vegna virkjunar.

Vilja tvö vindorkuver á Vesturlandi

Vilja tvö vindorkuver á Vesturlandi

Metin verða umhverfisáhrif allt að sextíu vindmyllna samtals, annars vegar í Reykhólasveit og hins vegar í Dalabyggð.

Vann launakröfu í héraðsdómi en er óviss um að fá borgað

Vann launakröfu í héraðsdómi en er óviss um að fá borgað

Réttindabrot á vinnumarkaði

Sara Qujakitsoq vann nýverið launamál í Héraðsdómi Vestfjarða. Hún kom til Íslands frá Grænlandi árið 2017 og vann á gistiheimili um sumarið en fékk aðeins hluta launa sinna útborguð. Eigandi gistiheimilisins mætti ekki fyrir dómi og hefur gefið út að hann ætli aldrei að borga henni.

Börnin segja frá séra Gunnari

Börnin segja frá séra Gunnari

Sex konur sem Stundin ræddi við segja séra Gunnar Björnsson hafa áreitt sig þegar þær voru á barns- og unglingsaldri. Atvikin áttu sér stað yfir meira en þriggja áratuga skeið á Ísafirði, Flateyri og Selfossi þegar Gunnar var sóknarprestur og tónlistarkennari. Gunnar segir að samviska sín sé hrein.

Friðlýsing hafi jákvæðari áhrif en Hvalárvirkjun

Friðlýsing hafi jákvæðari áhrif en Hvalárvirkjun

Friðlýsing Drangajökulsvíðerna hefði að öllu leyti jákvæðari áhrif á atvinnusköpun og umhverfi en fyrirhuguð virkjun, að því er segir í skýrslu ráðgjafarfyrirtækis fyrir hönd umhverfisverndarsinna.

Arnarlax lofar bót og betrun út af níu strokulöxum

Arnarlax lofar bót og betrun út af níu strokulöxum

Níu af ellefu eldislöxum sem veiddust í íslenskum ám og Hafrannsóknastofnun upprunagreindi koma frá Arnarlaxi. Stjórnarformaður Arnarlax harmar slysasleppingarnar. Leigutakar laxveiðiáa á Norðurlandi þar sem tveir eldislaxar veiddust segja niðurstöðuna slæma.

Telur verðmæti laxeldisleyfa vera 100 til 150 sinnum hærra en greitt er

Telur verðmæti laxeldisleyfa vera 100 til 150 sinnum hærra en greitt er

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir að ef miðað er við það sem greitt er fyrir leyfi til sjókvíaeldis á laxi í Noregi sé verðmæti þeirra leyfa sem veitt voru á norðanverðum Vestfjörðum 31 til 56 milljarðar króna.

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilnefndi Illuga Gunnarsson sem formann stjórnar Orkubús Vestfjarða. Gegnir hann nú þremur stöðum sem ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa valið hann í eftir að hann hætti í stjórnmálum. Tekjur hans af þessu, auk biðlauna, hafa verið að meðaltali rúm 1,1 milljón á mánuði.