Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stjórn Jónshúss sendir forsætisnefnd erindi um notkun Samherja á húsinu

Eig­in­mað­ur for­stöðu­manns Jóns­húss, Hrann­ar Hólm, skráði dótt­ur­fé­lag Kýp­ur­fé­lags Sam­herja til heim­il­is í Jóns­húsi í Kaup­manna­höfn. Sam­herji stund­ar fisk­veið­ar í Afr­íku og not­ar Kýp­ur sem milli­lið í við­skipt­un­um vegna skatta­hag­ræð­is. Hrann­ar hef­ur beð­ið stjórn Jóns­húss af­sök­un­ar á gerð­um sín­um.

Stjórn Jónshúss sendir forsætisnefnd erindi um notkun Samherja á húsinu
Stjórnin útskýrir málið Stjórn Jónshúss hefur sent forsætisnefnd Alþingis, sem Steingrímur J. Sigfússon fer fyrir sem formaður, erindi um af hverju útgerðarrisinn Samherji var með eignarhaldsfélag í eigu félags síns á lágskattasvæðinu Kýpur skráð í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

Stjórn Jónshúss í Kaupmannahöfn hefur sent forsætisnefnd Alþingis útskýringar á því af hverju þessi eign íslenska ríkisins var notuð til að hýsa eignarhaldsfélag sem er í eigu Kýpurfélags Samherja, Esju Shipping, á árunum 2017 og 2018.  Erindi stjórnarinnar barst til forsætisnefndar á föstudaginn og er það skrifað af Þorsteini Magnússyni, aðstoðarskrifstofustjóra Alþingis og formanni stjórnar Jónshúss. Félagið heitir Tindholmur Dk Aps. 

Stundin sagði í síðustu viku frá notkuninni á Jónshúsi, sem var heimili Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur, eiginkonu hans, þegar þau bjuggu í Kaupmannahöfn á nítjándu öld. 

Ekki liggur hins vegar ennþá fyrir af hverju Samherji vildi stofna félag í Danmörku og notaði til þess heimilisfang Jónshúss í gegnum Hrannar Hólm, viðskiptaráðgjafa og körfuboltaþjálfara sem jafnframt er eiginmaður forstöðumanns Jónshúss.

Þetta er ekki útskýrt í bréfi stjórnar Jónshúss til forsætisnefndar enda virðist Hrannar ekki hafa vitað þetta sjálfur. „Ég vil svo sem ekki vera að tjá mig um þetta,“ sagði hann við Stundina. „Það er ekki mitt að gera það, finnst mér. Ég var bara að aðstoða þarna. En það gerðist aldrei neitt með þetta félag. Ég gæti bara sagt eitthvað rangt því ég veit það ekki almennilega og var bara ráðinn til að stofna þetta. Ég vil bara segja sem minnst af því ég man þetta ekki alveg. Það er svo mikið um alls konar svona hluti, verið að gera og græja, og ég man þetta bara ekki.“

AfsökunarbeiðniHrannar Hólm hefur beðið afsökunar á að hafa selt Samherja afnot af heimilisfang Jónshúss.

Baðst afsökunar

Í bréfinu er jafnframt tekið fram að Hrannar hafi beðist afsökunar á því að hafa notað Jónshús sem heimilisfang þessa dótturfélags Kýpurfélags Samherja. Danska félagið var stofnað árið 2016  og var því slitið í fyrra án þess að nein starfsemi væri nokkru sinni í því.

„Hrannar viðurkenndi í samtali við undirritaðan að skráning félagsins í Jónshúsi hefði verið mistök og hugsunarleysi af hans hálfu og að hann hefði átt að finna aðra leið en að nota Øster Voldgade 12 sem heimilisfang og hefur hann beðist afsökunar á þessum gjörningi.“

Eins og Stundin hefur fjallað um notar Samherji Kýpur sem miðpunkt alþjóðlegra viðskipta sinna, meðal annars til að halda utan um eignarhald á útgerð í Afríku og selja þaðan fisk til landa í álfunni. Mikil viðskipti eiga sér stað á milli Kýpurfélaga Samherja og annarra félaga í eigu Samherja víðs vegar um heiminn, einnig á Íslandi, eins og greint hefur verið frá í blaðinu. Danska félagið átti því væntanlega að vera liður í þessu fyrirtækjaneti Samherja en útgerðin frá Akureyri á annað samnefnt dótturfélag í Færeyjum sem einnig er notað í alþjóðlegum viðskiptum Samherja. 

Bréfið í heild sinni

Bréf Þorsteins Magnússonar, formanns stjórnar Jónshúss, er birt hér í heild sinni:

„Til forsætisnefndar.

            Í dag birtist í prentútgáfu blaðsins Stundarinnar frétt undir fyrirsögninni „Dótturfélag Kýpurfélags Samherja skráð í Jónshúsi“          

            Í fréttinni segir að eignarhaldsfélag Samherja hafi átt danskt dótturfélag sem skrá var í Øster Voldgade 12 (Jónshúsi) í Kaupmannahöfn og að stofnandi félagsins hafi verið Hrannar Hólm eiginmaður Höllu Benediktsdóttur forstöðumanns Jónshúss.

Í framhaldi af fréttinni ræddi ég við Höllu og Hrannar.

            Aðalatriðin eru þessi:

            1. Hrannar á og rekur eins-manns-fyrirtæki (d. enkeltmandsvirksomhed) sem heitir KEF 11 v/Hrannar Hólm. HH starfar að ýmis konar fyrirtækjaráðgjöf, ferðamálum og þjálfun.

            2. Í nóvember 2017 tók KEF 11 að sér verkefni fyrir félag sem heitir Esja Shipping sem hefur aðsetur á Kýpur og er í eigu Sæbóls Fjárfestingafélags á Íslandi. Það félag er síðan í eigu íslensku félagana Samherja, Fjárfestingafélagsins Fjarðar og Eignarhaldsfélagsins Steins. Verkefnið sem KEF 11 tók að sér fólst meðal annars í því að stofna nýtt félag sem hét Tindhólmur. HH var stofnandi félagsins, því stofnandi með danskt lögheimili varð að vera til staðar. HH var jafnframt stjórnarmaður í Tindhólmi. Lögheimilsskráning í Øster Voldgade 12 (Jónshúsi) var hugsuð sem bráðabirgðaráðstöfnun til að tryggja að póstur sem bærist félaginu kæmist í réttar hendur á stofnunartíma þess, en ætlunin var að Tindhólmur mundi fljótt opna skrifstofu í Kaupmannahöfn. En áður en til þess kom að opna skrifstofu og hefja starfsemi fékk HH fyrirmæli um að slíta félaginu og tók það ferli nokkrar vikur, en búið var að slíta því í mars 2018. Félagið var því aðeins skrá með lögheimili í Øster Voldgade 12 (Jónshúsi) í fáeina mánuði og aldrei var nein starfsemi í félaginu.

            3. Í frétt Stundarinnar er rætt við Hrannar og þar kemur líka skýrt fram að engin starfsemi hafi verið í félaginu og að búið sé að slíta því.

            4. Hrannar viðurkenndi í samtali við undirritaðan að skráning félagsins í Jónshúsi hefði verið mistök og hugsunarleysi af hans hálfu og að hann hefði átt að finna aðra leið en að nota Øster Voldgade 12 sem heimilisfang og hefur hann beðist afsökunar á þessum gjörningi.

            5. Halla forstöðumanni hússins var algjörlega ókunnugt um skráningu áðurgreinds félags í Jónshúsi. Sama gildir um stjórn Jónshúss.

            6. Þessi frétt tengist því að Stundin mun vera að rannsaka starfsemi Samherja erlendis.

            Það má bæta því við að samtök sem hafa starfsemi í Jónshúsi, t.d. kórarnir og Íslendingafélagið hafa í gegnum tíðina fengið að skrá lögheimili sitt á Øster Voldgade 12 (Jónshúsi) í Kaupmannahöfn, enda eru þessi samtök hluti af þeirri starfsemi sem fram fer í húsinu.

            Með kveðju,

Þorsteinn Magnússon“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi
FréttirSamherjamálið

Fé­lag Sam­herja sem átti út­gerð­ina í Namib­íu seldi kvóta sinn á Ís­landi

Eign­ar­halds­fé­lag­ið sem Sam­herji not­aði til að halda ut­an um rekst­ur sinn í Namib­íu seldi fisk­veiðikvóta sinn á Ís­landi til ís­lensks dótt­ur­fé­lags Sam­herja ár­ið 2020. Þetta fyr­ir­tæki, Sæ­ból fjár­fest­ing­ar­fé­lag, var í 28. sæti yf­ir stærstu kvóta­eig­end­ur á Ís­landi um vor­ið 2019. Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins kem­ur fram hvernig reynt hef­ur ver­ið að skera á tengsl þess við Ís­land í kjöl­far Namib­íu­máls­ins.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár