Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Snappari sendi frá sér yfirlýsingu um sögusagnir af meintu sjálfsvígi manns

„Ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hef­ur fyr­ir­far­ið sér,“ seg­ir Jó­hann­es Gísli Eggerts­son snapp­ari, í yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir þess efn­is að mað­ur hefði svipt sig lífi í kjöl­far tál­beitu­að­gerð­ar hans. Í síð­ustu viku birti hann mynd­band af manni sem hafði mælt sér mót við 14 ára stúlku. Lög­regl­an veit­ir eng­ar upp­lýs­ing­ar en seg­ir að slíkt tál­beitu­mál sé til rann­sókn­ar.

Snappari sendi frá sér yfirlýsingu um sögusagnir af meintu sjálfsvígi manns
Snapchat Jóhannesar Horft hefur verið 176 þúsund sinnum á myndband Jóhannesar á Facebook.

Jóhannes Gísli Eggertsson, sem er með vinsælan Snapchat-reikning undir nafninu Jóa Lífið, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann greindi frá sögusögnum þess efnis að maður, sem hann myndbirti í tálbeituaðgerð síðasta föstudag, hefði jafnvel svipt sig lífi. Jóhannes hafði ekki fengið staðfestingu á þessum sögusögnum þegar hann birti yfirlýsinguna á Facebook, en sagðist líta svo á að „ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hefur fyrirfarið sér“.

Tekið skal fram að engar heimildir benda til þess að maðurinn hafi svipt sig lífi og eru yfirlýsingar þess efnis á samfélagsmiðlum byggðar á sögusögnum.

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, neitaði að svara spurningum um málið þegar Stundin leitaði upplýsinga þar. Hann staðfesti þó að lögreglan hefði til rannsóknar mál sem leiða má beint af tálbeituaðgerð óbreytts borgara undanfarna viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur beðið fólk um að birta ekki myndbönd af þessu tagi, heldur senda þau til lögreglu.

Myndbandið hefur verið skoðað 180 þúsund sinnum á Facebook. Hér er andlit mannsins afmáð.

Jóhannes villti á sér heimildir á netinu þar sem hann þóttist vera fjórtán ára stúlka og eftir samtal við manninn, sem nefndi sig gradurgamli4, mælti hann sér mót við hann, undir því yfirskyni að hún fengi ís. Þá hafði Jóhannes, sem 14 ára stúlka, beðið manninn um mynd af honum. Áður hafði maðurinn spurt hvort henni þætti í lagi að hann væri 52 ára gamall. Hann upp öll samskipti við manninn og birti beint á Snapchat, sem og á síðu sinni á Facebook. Maðurinn þvertók fyrst fyrir að hafa mælt sér mót við fjórtán ára stúlku en viðurkenndi síðan að hann hefði gert það til að bjóða henni upp á ís, „ekkert annað“. Hann grátbað Jóhannes um að birta ekki myndbandið. „Ekki eyðileggja líf mitt,“ sagði maðurinn og Jóhannes spurði hvernig hann væri að því, þegar hann hefði sjálfur sóst eftir samneyti við unga stelpu og menn sem gerðu slíkt mættu eiga von á því að hann myndi mæta á svæðið til þess að afhjúpa þá. Hann sagði manninum, sem hann hafði áður kallað „kvikindi“, til syndanna og greindi frá reiði sinni, áður en hann birti ekki bara myndbandið heldur einnig öll samskipti sem höfðu farið á milli tálbeitunnar og mannsins, með viðkvæmum myndum og upplýsingum um manninn.

Um leið og Jóhannes greindi frá því í yfirlýsingu sinni á Facebook að hann hefði engar heimildir fyrir meintu sjálfsvígi, aðeins sögusagnir, sagðist hann hafa lært mikið af þessu. „Mun ég í næsta skipti blörra fyrir andlitið á því myndskeiði sem almenningur fær og svo afhenda lögreglu upprunalega myndbandið,“ skrifar Jóhannes. „Ég vil líka láta það fylgja að ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hefur fyrirfarið sér.“ 

Snapparinn á að baki brotaferil 

Sjálfur á Jóhannes að baki afbrotaferil og var í nóvember 2016 dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik úr vefverslun ELKO. 

Í þrjú skipti áður hlaut hann refsidóma fyrir auðgunarbrot, að því er fram kemur í umfjöllun DV. Hann var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára í maí 2012. Þá var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði bundna skilorði, í janúar 2014 fyrir margvísleg brot, meðal annars fyrir að selja sama símann þrisvar sinnum á bland.is. Síðar sama ár var hann dæmdur í eins mánaða fangelsi fyrir fjársvik, skilorðsbundið til tveggja ára.

Í uppgjörsviðtali við DV í mars 2015 sagði hann:  „Fortíðin mun alltaf elta mig en ég þarf bara að fá tíma til að sýna fólki hvernig ég er orðinn í dag. Ávinna mér traust.“

Hann hefur komið víða við, sér í lagi í netviðskiptum, selt hjálpartæki ástarlífsins, stofnað tónlistarveitu og rekið slúður- og knattspyrnuvefi. Þá greindi DV frá því að hann hefði keypt lénið Frettatiminn.is í janúar síðastliðnum og að fréttir merktar honum hefðu birst á síðunni.

Undanfarið hefur hann vakið athygli fyrir Snapchat-reikning sinn en þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann lagði gildru fyrir meinta kynferðisglæpamenn. Í samtali við Ísland í dag, sem sýnt var á Stöð 2 í kvöld, sagðist hann hafa orðið fyrir kynferðisbroti sextán ára gamall.

Yfirlýsing Jóhannesar í heild sinni

Ég birti fyrir stuttu myndband af aðila sem var að sækjast eftir samneyti við 14 ára stúlku (Maðurinn sjálfur fæddur 1966).

Myndband þetta hefur farið allt of hratt um netið og átti ég í raun ekki von á eins miklum viðbrögðum komu.

Að mér skilst þá ganga sögusagnir um það að aðilinn sem um ræðir sé látinn en engin staðfesting hefur komið á því.

Það sem ég hef lært á þessu er mjög mikið og mun ég í næsta skipti blörra fyrir andlitið á því myndskeiði sem almenningur fær og svo afhenta lögreglu upprunalega myndbandið.

Ég vill þakka fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið og alla þá sem höfðu samband við mig þegar sagan um að hann hefði fyrirfarið sér fór af stað.

Ég vill líka láta það fylgja að ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hefur fyrirfarið sér.

Hann er tilbúinn að skemma líf 14 ára stúlkna og guð má vita hversu mörg líf honum hefði tekist að skemma hefði hann ekki verið böstaður.

Ég tek mér nú smá frí frá snappinu, síðunni og öllu sem tengist "Jóa Lífið" en kem sterkur til baka eftir smá tíma. 

Ég er samt ekki hættur, það er of mikið af þeim þarna úti og þeir verða stöðvaðir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár