Samfélagsmiðlar
Flokkur
Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis

Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis

·

Yfir 800 manns eru í sölukeðju Young Living ilmkjarnaolíu á Íslandi. Fyrirtækið sætir hópmálsókn í Bandaríkjunum fyrir pýramídasvindl og sögðu sölumenn vörurnar geta læknað Ebóla-smit. Íslenskar konur sem dreifa vörunum segja tengslamarkaðssetningu nauðsynlega til að kenna fólki um virkni ilmkjarnaolíu.

Fer í mál við Facebook

Fer í mál við Facebook

·

Í undirbúningi er málsókn listakonunnar Borghildar Indriðadóttur á hendur Facebook, með aðstoð alþjóðlegu samtakanna Freemuse sem berjast fyrir frelsi kvenna í listum. Facebook eyddi öllum vinum Borghildar, aðeins tveimur dögum áður en hún frumsýndi verk sitt á Listahátíð í Reykjavík síðastliðið sumar.

Ferilskráin og samfélagsmiðlarnir

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Ferilskráin og samfélagsmiðlarnir

Alma Mjöll Ólafsdóttir
·

Hvað hefði gerst ef mestu listamenn sögunnar hefðu haft aðgang að samfélagsmiðlum? Hefði tjáningu þeirra mögulega verið fullnægt þar og þeirra stærstu verk aldrei litið dagsins ljós?

Snappari sendi frá sér yfirlýsingu um sögusagnir af meintu sjálfsvígi manns

Snappari sendi frá sér yfirlýsingu um sögusagnir af meintu sjálfsvígi manns

·

„Ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hefur fyrirfarið sér,“ segir Jóhannes Gísli Eggertsson snappari, í yfirlýsingu um sögusagnir þess efnis að maður hefði svipt sig lífi í kjölfar tálbeituaðgerðar hans. Í síðustu viku birti hann myndband af manni sem hafði mælt sér mót við 14 ára stúlku. Lögreglan veitir engar upplýsingar en segir að slíkt tálbeitumál sé til rannsóknar.

Ráðuneytum og stofnunum heimilt að „blokka“ fólk á samfélagsmiðlum

Ráðuneytum og stofnunum heimilt að „blokka“ fólk á samfélagsmiðlum

·

Forsætisráðherra segir ráðuneytum og ríkisstofnunum heimilt að „blokka“ notendur á samfélagsmiðlum og eyða ummælum í ákveðnum tilvikum. Ekki sé skylda að svara erindum sem berast í gegnum slíka miðla.

Sögðust hlæjandi og í kaldhæðni hata karlmenn og eru nú tekin í gegn á netinu

Sögðust hlæjandi og í kaldhæðni hata karlmenn og eru nú tekin í gegn á netinu

·

Forsprakkar fyrir réttindum trans einstaklinga á Íslandi hafa sætt gagnrýni og uppnefnum fyrir orð sem látin voru falla í kaldhæðni í hlaðvarpi í desember síðastliðnum, en er fjallað um á DV.is í dag. Alda Villiljós og Sæborg Ninja segja frétt DV um að þau telji karlmenn eiga skilið að deyja algjöran útúrsnúning.

Forstjóra Cambridge Analytica lýst sem galdramanni á vefsíðu Advania

Forstjóra Cambridge Analytica lýst sem galdramanni á vefsíðu Advania

·

Var rekinn eftir uppljóstranir um mútur og kúganir. Fyrirtækið beitti óhreinum meðölum í kosningabaráttum víða um heim. Fyrirlestur forstjórans í Hörpu á síðasta ári sagður magnaður

Reiði eina leyfilega tilfinningin

Reiði eina leyfilega tilfinningin

·

Fjöldi karlmanna hefur deilt reynslusögum á samfélagsmiðlum undir myllumerkingu #karlmennskan. Áreiti vegna áhugamála, grátur og íþróttir eru meðal umfjöllunarefna. Doktorsnemi í félagsfræði segir karlmenn oft skorta rými til að vera manneskjulegir.

„Íslensk stjórnvöld munu borga þér fyrir að búa þar og giftast konunum þeirra“

„Íslensk stjórnvöld munu borga þér fyrir að búa þar og giftast konunum þeirra“

·

Myndband hvetur útlendinga til að giftast íslenskum konum, þar sem yfirvöld muni gefa þeim hús.

Facebook leyfir áfram nafnlausar áróðursauglýsingar fyrir íslensku sveitarstjórnarkosningarnar

Facebook leyfir áfram nafnlausar áróðursauglýsingar fyrir íslensku sveitarstjórnarkosningarnar

·

Pólitískar auglýsingar fjármagnaðar af nafnlausum aðilum verða ekki leyfðar í framtíðinni, samkvæmt svari Facebook til Stundarinnar. Hins vegar verður ekki gripið til aðgerða fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Nafnlausir aðilar fjármögnuðu áróðursefni sem birtist meira en milljón sinnum fyrir íslenskum kjósendum.

Inngrip í íslensku alþingiskosningarnar

Inngrip í íslensku alþingiskosningarnar

·

Flest bendir til þess að íslenskir kjósendur hafi séð neikvæðar auglýsingar gegn andstæðingum Sjálfstæðisflokksins mörgum milljón sinnum. Formaður flokksins hefur ekki fordæmt nafnlausar auglýsingar.

„Perri“ sem þykist vera Bubbi reynir að nálgast konur

„Perri“ sem þykist vera Bubbi reynir að nálgast konur

·

„Sækir í stúlkur á mínu nafni,“ segir Bubbi Morthens, um aðila sem stofnaði falskan aðgang á Instagram merktan honum.