Þessi grein er rúmlega 10 mánaða gömul.

Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“. „Ég þarf ann­að­hvort að ger­ast „tálm­un­ar­móð­ir“ og vera með­höndl­uð sem slík af kerf­inu, eða að senda dótt­ur mína í að­stæð­ur þar sem ég veit að hún er ekki ör­ugg, af því ég trúi henni og trúi öðr­um sem hafa sagt frá kyn­ferð­is­brot­um hans,“ seg­ir móð­ir­in.

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“. „Ég þarf ann­að­hvort að ger­ast „tálm­un­ar­móð­ir“ og vera með­höndl­uð sem slík af kerf­inu, eða að senda dótt­ur mína í að­stæð­ur þar sem ég veit að hún er ekki ör­ugg, af því ég trúi henni og trúi öðr­um sem hafa sagt frá kyn­ferð­is­brot­um hans,“ seg­ir móð­ir­in.

„Ég vona að frásögn mín geti orðið til þess að hjálpa litlu frænku minni, aftra því að hún verði skilin eftir ein með þessum manni.“

Þetta segir ung kona sem nýlega lagði fram yfirlýsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi hálfbróður síns þegar hann var táningur og hún fimm ára gömul.

Móðir konunnar hefur undirritað yfirlýsingu sem styður frásögnina. „Með þessu er ég bara að gera það litla sem ég get til að hindra að maður sem ég veit að misnotaði dóttur mína þegar hún var lítil stúlka haldi áfram slíkri hegðun,“ segir hún í samtali við Stundina. 

Þá hefur þriðja konan, sem einnig tengist manninum fjölskylduböndum, lagt yfirlýsingu fyrir dóm þar sem hún segir hann hafa brotið gegn sér þegar hún var barn og hann á framhaldsskólaaldri.

Ástæðan fyrir því að frásagnirnar eru nú lagðar fram, mörgum árum eftir að meint brot áttu sér stað, er sú að maðurinn stendur í forsjárdeilu við barnsmóður sína og hefur sætt rannsókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn barnungri dóttur þeirra. 

Lögregla lauk rannsókn kynferðisbrotamálsins án þess að rætt væri við barnið í Barnahúsi eða læknisskoðun framkvæmd. Hafa tvö dómsstig nú úrskurðað um að maðurinn skuli fá að umgangast stúlkuna án eftirlits meðan forsjármálið er leitt til lykta. Barnsins vegna er fjallað með almennum hætti um málið hér á eftir, án ítarlegra lýsinga og án þess að nein nöfn komi fram.

Hafnaði ásökunum um kynferðisbrot

Barnsmóðir mannsins leitaði til barnaverndarnefndar og lögreglu síðasta haust og greindi frá hegðunarbreytingum og frásögnum stúlkunnar sem henni fannst benda sterklega til kynferðislegrar misnotkunar. Þá upplýsti hún um að maðurinn fengi ítrekað holdris þegar hann væri með barnið, hegðaði sér undarlega í kringum það og sýndi kynfærum þess óeðlilegan áhuga.

Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður af lögreglu auk þess sem leitað var í tölvum hans þar sem ekkert saknæmt fannst. Sagðist hann alltaf hafa átt auðvelt með að fá lítils háttar holdris, hann fengi það jafnvel við það eitt að stúlkan hoppaði í fangið á honum, en það væri ekki kynferðislegs eðlis. Hann bæri engar kynferðislegar hvatir til stúlkunnar og ásakanir um kynferðisbrot ættu ekki við rök að styðjast.

Læknisskoðun ómöguleg vegna „ósamvinnuþýði stúlkunnar“

Meira en mánuður leið milli þess að málið var tilkynnt til barnaverndarnefndar og stúlkan var send í læknisskoðun í Barnahúsi. Samkvæmt gögnum málsins var það „skortur á sérfræðingum sem framkvæma þess háttar skoðanir“ sem olli töfunum. Þegar framkvæma átti skoðunina hrökk stúlkan í baklás, harðneitaði að klæða sig úr fötunum og fór að gráta. „Ekki tókst að framkvæma læknisskoðun vegna ósamvinnuþýði stúlkunnar í skoðuninni,“ segir í niðurstöðu könnunar barnaverndarnefndar sem lokaði málinu skömmu síðar.

Móðir féllst á það með starfsmönnum Barnahúss að það væri óþarflega mikið inngrip að svæfa stúlkuna svo læknisskoðun gæti farið fram. Síðar komst hún að því að afstaða lögreglu hafði verið önnur: lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild hafði, samkvæmt lögregludagbók, lagt áherslu á það í samskiptum sínum við barnaverndarstarfsmann að barnið yrði svæft og læknisskoðun framkvæmd. 

Í dagbók lögreglu er haft eftir barnaverndarstarfsmanni að málið sé „orðið leiðinlegt umgengnismál og að móðir neitaði að afhenda barnið til föður á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir“. Lögreglan lauk rannsókninni þann 21. febrúar 2019 og barnavernd lokaði málinu 15. mars. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Enginn vill kannast við rasisma
Úttekt

Eng­inn vill kann­ast við ras­isma

Ras­ismi er mik­ið í um­ræð­unni þessa dag­ana en jafn­vel hörð­ustu kyn­þátta­hat­ar­ar vilja oft­ast ekki kann­ast við ras­ista-stimp­il­inn og segja hug­tak­ið ekki eiga við sig. Orð­ið sjálft er þó tölu­vert yngra en marg­ir kynnu að halda og hef­ur skil­grein­ing­in tek­ið breyt­ing­um. Við skoð­um bæði sögu orðs­ins og sögu þeirr­ar kyn­þátta­hyggju sem það lýs­ir.
77. spurningaþraut: Eitt mesta hraungos sögunnar, hvar varð það?
Þrautir10 af öllu tagi

77. spurn­inga­þraut: Eitt mesta hraungos sög­unn­ar, hvar varð það?

Auka­spurn­ing­ar: Hver er reffi­legi ungi mað­ur­inn á efri mynd­inni? Og hver er stúlk­an á neðri mynd­inni? Hinar tíu af öllu tagi eru aft­ur á móti þess­ar: 1.   Í hvaða kjör­dæmi er Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins formað­ur? 2.   Hvernig er fram­hald­ið á þess­um orð­um: „Baul­aðu nú Bú­kolla mín ...“ 3.   Hvað heit­ir þorp­ið í Pat­reks­firði? 4.   Hverj­ir urðu heims­meist­ar­ar í...
Sjáanlegt réttlæti
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Sjá­an­legt rétt­læti

Það er ekki nóg að mylla rétt­læt­is­ins mali, við þurf­um líka að sjá hana mala.
Söguhetjur og skúrkar í stjórnmálum
Símon Vestarr
Blogg

Símon Vestarr

Sögu­hetj­ur og skúrk­ar í stjórn­mál­um

Skáld­ið Muriel Ru­keyser skrif­aði eitt sinn að al­heim­ur­inn væri gerð­ur úr sög­um, ekki úr atóm­um. Þetta skilj­um við öll. Al­heim­ur­inn sem slík­ur er auð­vit­að sam­sett­ur úr frum­eind­um — eng­inn nema enda­tímaspá­menn með skegg nið­ur að hnjám og lög­heim­ili í Laug­ar­vatns­helli myndu and­mæla því — en hér er­um við ekki að tala um efn­is­heim­inn sjálf­an. Við er­um að tala um al­heim­inn...
Rasískt kynferðisofbeldi gegn konum af asískum uppruna
Úttekt

Rasískt kyn­ferð­isof­beldi gegn kon­um af asísk­um upp­runa

Stund­in ræddi við fjór­ar ís­lensk­ar kon­ur af asísk­um upp­runa, Díönu Katrínu Þor­steins­dótt­ur, Donnu Cruz, Önnu Jia og Dýrfinnu Benitu, sem eiga það sam­eig­in­legt að hafa lent í rasísku kyn­ferð­isof­beldi og kyn­ferð­is­leg­um ras­isma frá því þær voru á grunn­skóla­aldri. Þær segja þol­in­mæð­ina að þrot­um komna og vilja skila skömm­inni þar sem hún á heima.
76. spurningaþraut: Við hvaða fljót stóðu hinar dularfullu menningarborgir?
Þrautir10 af öllu tagi

76. spurn­inga­þraut: Við hvaða fljót stóðu hinar dul­ar­fullu menn­ing­ar­borg­ir?

Auka­spurn­ing­ar: Hvað heit­ir skip­ið á efri mynd­inni? Hvað heit­ir kon­an á neðri mynd­inni? Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Fyr­ir nokkr­um ár­um kom út fyrsta hljóm­plata Vík­ings Heið­ars Ólafs­son­ar pí­anó­leik­ara á snær­um þýska út­gáf­uris­ans Deutsche Grammoph­o­ne. Þar lék hann ein­göngu verk eft­ir eitt og sama tón­skáld­ið. Hvað var það? 2.   Hvað heit­ir per­són­an sem Will Fer­rell leik­ur í mynd­inni um Eurovisi­on? 3.   Hvað er...
Vakning 2020
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Pistill

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Vakn­ing 2020

Hvað ef við gæt­um hætt við þetta ár?
Jörðin eftir endalok mannkynsins, formleysi og búrlesk
Stundarskráin

Jörð­in eft­ir enda­lok mann­kyns­ins, form­leysi og búr­lesk

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 10.-30. júlí.
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
ÚttektBruninn á Bræðraborgarstíg

Upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar um elds­voð­ann: „Við ber­um í raun og veru enga ábyrgð“

Um ábyrgð eft­ir brun­ann í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur benda mis­mun­andi að­il­ar inn­an borg­ar­yf­ir­valda hver á ann­an. Upp­lýs­inga­stjóri seg­ir borg­ina ekki bera neina ábyrgð gagn­vart leigj­end­um íbúð­ar­inn­ar, en vel­ferð­ar­svið seg­ir þvert á móti að borg­in beri rík­ar skyld­ur til að að­stoða þá.
Fyrir Ísland
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Fyr­ir Ís­land

Þeg­ar út­lend­ing­arn­ir komu og björg­uðu ís­lensku efna­hags­lífi stóðu land­vætt­ir vakt­ina, vörðu sín vígi og vörn­uðu þeim upp­göngu.
Peningar tala sænsku
Hallgrímur Helgason
Pistill

Hallgrímur Helgason

Pen­ing­ar tala sænsku

Hall­grím­ur Helga­son skrif­ar um kaup Stor­ytel á For­laginu.
Jóhannes hafnar ásökunum fjölda kvenna: „Sannleikurinn kemur í ljós“
FréttirMeðhöndlari kærður

Jó­hann­es hafn­ar ásök­un­um fjölda kvenna: „Sann­leik­ur­inn kem­ur í ljós“

Jó­hann­es Tryggvi Svein­björns­son hafn­ar því að hafa fram­ið þau brot sem hann er ákærð­ur fyr­ir og seg­ir kon­urn­ar ljúga. Þeg­ar hann var innt­ur eft­ir því hvort hann hefði brot­ið á öðr­um kon­um skellti hann á.