Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi
Landsréttur hefur gert ómerka frávísun héraðdsdóms Reykjavíkur á máli Jóns Baldvins Hannibalssonar sem varðar kynferðislega áreitni. Flytja þarf frávísunarmálið að nýju.
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt
1862
Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
Yfirdeild MDE átelur Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fyrir þátt hennar í Landsréttarmálinu. Hæstiréttur og Alþingi, þá undir meirihluta Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, fá einnig gagnrýni. Yfirdeildin segir gjörðir Sigríðar vekja réttmætar áhyggjur af pólitískri skipun dómara.
FréttirSkipun dómara við Landsrétt
227929
Íslenska ríkið brotlegt í Landsréttarmálinu með einróma niðurstöðu yfirdeildar MDE
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu komst í dag að þeirri niðurstöðu að Sigríður Andersen, þá dómsmálaráðherra, hafi gerst brotleg við skipan dómara við Landsrétt.
FréttirSkipun dómara við Landsrétt
1346
Björn Leví: „Áslaug Arna var óvart að dissa Sigríði Andersen“
Björn Leví Gunnarsson segir nýskipaðan dómara við Landsrétt, Ásmund Helgason, hafa verið metinn hæfastann af því að hann hafði áður ólöglega verið skipaður við Landsrétt.
FréttirBarnaverndarmál
2301.537
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
Rannsókn á meintum kynferðisbrotum föður gegn barni var felld niður án læknisskoðunar og Barnahússviðtals, en í kjölfarið komu fram yfirlýsingar frá konum sem segja manninn hafa misnotað þær í æsku. Dómstólar telja að „það þjóni hagsmunum barnsins að það njóti meiri og samfelldari umgengni við föður“ og hafa úrskurðað um umgengni án eftirlits.
FréttirSkipun dómara við Landsrétt
Óvirkir landsréttardómarar sækja um stöðu landsréttardómara
Réttaróvissan vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu olli því að fjórir landsréttardómarar hafa ekki kveðið upp dóma svo mánuðum skiptir. Nú hafa tveir þeirra, Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir sótt um stöðu sem nýlega losnaði við Landsrétt.
Fréttir
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um málskot aftrar því að Hæstiréttur taki afstöðu til afleiðinga dóms MDE að landsrétti
„Mun Hæstiréttur ekki taka afstöðu til afleiðinga dómsins að landsrétti nema hann verði annaðhvort endanlegur eða niðurstaða hans látin standa óröskuð við endurskoðun en alls er óvíst hvenær það gæti orðið,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar þar sem áfrýjunarbeiðni er hafnað.
FréttirSkipun dómara við Landsrétt
Ekki aðhafst vegna aukastarfs dómara
„Verkefni því sem þú vísar til lauk áður en Davíð Þór Björgvinsson dómari hóf störf við réttinn“, segir í svari frá skrifstofustjóra Landsréttar. Nefnd um dómarastörf telur hins vegar að reglur um aukastörf dómara gildi allt frá þeim tíma sem dómari hefur verið skipaður í embætti.
FréttirSkipun dómara við Landsrétt
Forseti Landsréttar greiddi atkvæði gegn bókun dómstólasýslunnar
„Fjórir dómarar við réttinn geta að óbreyttu ekki tekið þátt í dómstörfum,“ segir meðal annars í bókun sem stjórn dómastólasýslunnar samþykkti í síðustu viku. Allir stjórnarmenn greiddu atkvæði með bókuninni nema Hervör Þorvaldsdóttir forseti Landsréttar.
FréttirSkipun dómara við Landsrétt
Dómararnir fjórir fái ekki ný mál
Beðið er eftir upplýsingum frá Landsrétti um hvenær dómsstigið tekur aftur til starfa.
FréttirSkipun dómara við Landsrétt
Þórdís Kolbrún verður dómsmálaráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun sinna bæði dómsmálaráðuneytinu og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Bjarni Benediktsson segir ekki útilokað að Sigríður Andersen snúi aftur í ráðuneytið seinna á kjörtímabilinu.
Fréttir
Viðkvæm dómsmál í uppnámi: Réttaróvissan slæm fyrir börn og foreldra
„Það er mjög brýnt að eyða þeirri óvissu sem hefur skapast í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu,“ segir Tómas Hrafn Sveinsson, formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.