Lögmaður kærður fyrir að misnota aðgang Innheimtustofnunar
Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur kært lögfræðing fyrir að hafa í að minnsta kosti sjö ár notað aðgang stofnunarinnar að CreditInfo sem hann er sagður hafa komist yfir með ólögmætum hætti. Á tímabilinu á hann að hafa flett upp tugum kennitalna í kerfum CreditInfo og aflað sér þannig upplýsinga um fjárhagsleg málefni fólks og lögaðila.
Fréttir
Nefndarmenn nefndar um eftirlit með lögreglu virkir í Sjálfstæðisflokknum
Allir nefndarmenn nefndar um eftirlit með starfsháttum lögreglu hafa tengsl við Sjálfstæðisflokkinn á einn eða annan hátt. Tveir af þremur meðlimum nefndarinnar eru virkir meðlimir í flokknum en sjá þriðji var skipaður í nefndina af ráðherra flokksins.
Fréttir
Heimilisofbeldi eykst og tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar
Hegningarlagabrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 20 prósent miðað við meðaltal síðustu tólf mánaða. Fjölgun hefur orðið á tilkynningum um afbrot í flestum brotaflokkum, bæði milli mánaða og miðað við lengri tímabil.
Fréttir
Mál Bjarna Ben bíður enn afgreiðslu ákærusviðs
Sóttvarnarbrot í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta, bíður enn afgreiðslu á ákærusviði lögreglu. Tíu mál er varða sóttvarnarbrot hafa beðið í meira en fjóra mánuði. Einn virkur dagur er þar til málið kemst í þann flokk.
Fréttir
Sölvi Tryggvason ber af sér sögur um ofbeldi
Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður segir ekkert til í sögum um að hann hafi keypt kynlífsþjónustu og síðan gengið í skrokk á vændiskonu. Hann birtir málaskrá lögreglu síðasta mánuðinn máli sínu til stuðnings.
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi
Hrelli- og barnaklámi dreift á síðu sem lögreglan nær ekki til
Nafnlausir Íslendingar koma saman á grófu spjallborði þar sem nektarmyndum af fólki er dreift án leyfis og fólki í kynlífsvinnu gefnar umsagnir. Reglulega er deilt eða óskað eftir myndum af nafngreindum stúlkum undir lögaldri. Lögreglan fylgist með síðunni og síðum þar sem vændi er auglýst.
Fréttir
Mikil fjölgun ofbeldis- og fíkniefnabrota
Mun fleiri ofbeldisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í mars en að meðaltali síðustu mánuði. Tilkynningar um heimilisofbeldi eru 28 prósent fleiri fyrstu þrjá mánuuði ársins en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár. Fjöldi fíkniefnabrota hefur rokið upp.
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi
Klám ekki forgangsmál hjá lögreglunni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki sinnt málum undanfarin ár sem varða refsingu við framleiðslu og dreifingu á klámi, líkt og því sem birtist á vefsíðunni OnlyFans.
Fréttir
Saka lögreglu um að misnota valdheimildir sínar
Sjömenningar sem voru handteknir með vísan í 19. grein lögreglulaga segja yfirvöld vera að glæpavæða samstöðu með fólki á flótta og brjóta gegn stjórnarskrárvörnum rétti sínum til að mótmæla.
RannsóknMorð í Rauðagerði
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
Fréttir
Lögreglan rannsakar greiðslur fullorðinna til barna fyrir kynferðislegar myndir
Tæplega tugur slíkra mála er á borði kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Líklegt er talið að um fáa fullorðna einstaklinga sé að ræða og líklega ekki mikið fleiri en tvo. Auka þarf fræðslu til barna um hegðun á netinu verulega að mati aðstoðaryfirlögregluþjóns.
Fréttir
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.