Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Það sem Þórhildur Sunna ætlaði að segja á hátíðarfundi Alþingis

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir og aðr­ir þing­menn Pírata ákváðu að snið­ganga af­mæl­is­há­tíð full­veld­is­ins vegna Piu Kjærs­ga­ard, þing­for­seta Dana. Hún hætti við að flytja ræðu um þá ógn sem heims­byggð­inni staf­ar af ras­isma, þjóð­rembu og ein­angr­un­ar­hyggju.

Það sem Þórhildur Sunna ætlaði að segja á hátíðarfundi Alþingis

Píratar hafa sætt harðri gagnrýni vegna ákvörðunar þingflokksins um að sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna ræðuhalda Piu Kjærsgaard, þingforseta Dana.

Pia er þekkt fyrir útlendingaandúð, harða innflytjendastefnu og baráttu gegn fjölmenningu og íslam. Töldu Píratar óboðlegt að mæta á fundinn og heiðra „manneskju sem ber hvorki virðingu fyrir manneskjum af öðrum uppruna en sínum eigin, né grunngildum allra heilbrigðra lýðræðissamfélaga.“

Vísir greindi frá því á fimmtudag að Þórhildur Sunna hefði ætlað að flytja ræðu þar sem þjóðernispopúlismi Piu Kjærsgaard yrði gagnrýndur. Eftir andvakanótt hefðu hún og aðrir þingmenn ákveðið að réttast væri að sniðganga hátíðarfundinn. „Ég gat ekki, samvisku minnar vegna, haldið einhverja ræðu, því sama hvað ég myndi gagnrýna Piu mikið og það sem hún stendur fyrir, væri ég samt á sama tíma að normalísera það að hún skuli vera heiðursgestur á hátíðarsamkomu fullveldisafmæli Íslendinga,“ sagði Þórhildur við Vísi.is

Stundin fékk Þórhildi Sunnu til að flytja ræðuna, enda birtast þar þau sjónarmið sem lágu til grundvallar ákvörðun Pírata. Hér að neðan má sjá ræðuna ásamt dönskum texta, en fjallað hefur verið umtalsvert um viðbrögð Íslendinga við komu Piu Kjærsgaard þar í heimalandi hennar.

Kæru Íslendingar,

Tilefni þessarar hátíðarsamkomu hér á Þingvöllum er að Ísland varð fullvalda ríki fyrir hundrað árum, eftir að undirritun og samþykkt Alþingis á sambandslögum Íslands við Danmörku var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þar um. Það er vissulega ærið tilefni til fagnaðar. 

Alþingi samþykkti, þjóðin var spurð. Og þjóðin gaf alþingi samþykki sitt. Þá, og þá fyrst, varð Ísland fullvalda þjóð. 

Fyrir ekki svo löngu kom forystufólk þeirra flokka, sem nú eiga fulltrúa á Alþingi, sér saman um þá þingsályktunartillögu sem við ræðum hér í dag. Þetta er góð tillaga um tvö afar ólík en að sama skapi ágæt mál. Hún gengur annars vegar út á að koma – aftur – á fót barnamenningarsjóði, og hins vegar löngu tímabær smíði á nýju hafrannsóknaskipi. Og tilefnið er, sem fyrr segir, dagurinn sem samningur um sambandslögin var undirritaður af fulltrúum Íslands annarsvegar og nýlenduveldisins Danmerkur hinsvegar.

Skipasmíðarinnar hefur verið þörf lengi og það er okkur þess vegna bæði ljúft og skylt að styðja ríkisstjórnina í þeirri fyrirætlan um að láta loksins verða af henni, sem reyndar hafði þegar birst í fjármálaáætlun.

Og með því að blása nýju lífi í lamaðan barnamenningarsjóð styðjum við það dýrmætasta sem við eigum; því í börnunum okkar býr sjálf framtíðin, og það er sannarlega mikilvægt að rækta menningu þeirra og lýðræðisvitund. Ég legg því glöð nafn mitt við þá ákvörðun að efla þann sjóð á ný.

En um leið hlýt ég að staldra við þá menningu sem við, fullorðna fólkið, og þá sér í lagi við, valdhafar þessa lands, búum börnum okkar á íslandi í dag og spyrja: Hvaða menningarlegu fyrirmynd bjóðum við íslenskum börnum upp á?

Ég spyr mig, hvort það sé til fyrirmyndar að valdhafar þjóðarinnar fagni sjálfstæði hennar 17. júní, afgirt, aðskilin og varin umgengni við íslenskan almenning?

Ég spyr mig, hér og nú, hvort það sé til fyrirmyndar að við, kjörnir fulltrúar íslensku þjóðarinnar, ásamt öðrum útvöldum fulltrúum valdsins, hérlendis sem erlendis, röltum niður Almannagjá Þingvalla, vöggu lýðræðisins, til að fagna fullveldi íslensku þjóðarinnar, en meinum þeirri sömu, fullvalda þjóð, þeim sama almenningi, að rölta niður sömu almannagjá hinnar fullvalda, íslensku þjóðar?

Og ég spyr mig – og ykkur – hvort það sé við hæfi á hundrað ára afmæli fullveldisins, að valdhafar geri ítrekað lítið úr réttmætum kröfum dýrmætrar kvennastéttar sem gerir kraftaverk á hverjum degi?

Og ég spyr mig – og ykkur – hvers konar fyrirmyndir eru valdhafar, sem sýna konunum sem taka á móti börnunum okkar jafn mikla lítisvirðingu og núverandi, fullvalda ríkisstjórn gerir? 

Og ég spyr mig – og ykkur, fullvalda, íslenska þjóð, hvað lesa ber í það, þegar íslenskir valdhafar gerast sífellt fjandsamlegri útlendingum sem hingað leita, til náms, til leiks og starfa og síðast en ekki síst, útlendingum sem hingað leita, sem hingað flýja, í leit að öryggi og friði? 

Því við bjóðum hættunni heim. Hættunni á rasisma, þjóðrembu  og einangrunarhyggju.

Bókstaflega. Ekki í formi flóttafólks og hælisleitenda. Ekki í formi erlendra ríkisborgara sem hingað leita eftir íslenskum ríkisborgararétti í von um betra líf. Heldur í formi popúlískra og allt að því fasískra, norrænna stjórnmálamanna, sem er boðið hingað sérstaklega í tilefni aldarafmælis íslensks fullveldis. Og við spyrjum okkur, eðlilega, hvað lesa beri í það, þegar íslenskir valdhafar bjóða hingað rasískum, allt að því fasískum, forseta þings okkar gömlu herraþjóðar, án nokkurra fyrirvara um, hvort viðkomandi sé fulltrúi lýðræðislegra gilda eða ómengaðs rasisma? 

Því við skulum ekki fara í neinar grafgötur með það, góðir Íslendingar, að fulltrúi danska þingsins á þessu fullveldis-húllumhæi okkar er fulltrúi úreltrar og forkastanlegrar kynþáttahyggju. Fulltrúi þings okkar fornu nýlenduherra, sem við buðum hingað í einhverju undarlegu þakklætisskyni fyrir eitthvað sem við Píratar áttum okkur ekki á, og sem ávarpar þessa samkomu; hún er jafnframt fulltrúi óttans, tortryggninnar og hatursins; óttans við hið óþekkta og tortryggninnar og hatursins gagnvart öllum þeim sem eru öðruvísi.

Fulltrúi tortyggni og haturs í garð allra þeirra, sem ekki eru af hennar aríska uppruna; allra, sem ekki eru dönsk. Í garð útlendinga, sem sagt. Til dæmis Íslendinga. Því það er nú svo, að nokkurn veginn alstaðar í heiminum eru Íslendingar jafn útlenskir og Afganar, Rússar og Pakistanar. Jafnvel útlenskari.  

Við, Píratar á Alþingi Íslendinga, hörmum og fordæmum þátttöku stofnanda hins danska rasistaflokks Dansk folkeparti í þessum sögulegu hátíðarhöldum Alþingis hér á Þingvöllum, í tilefni eitt hundrað ára fullveldis Íslands.

Um leið spyrjum við okkur óhikað um lýðræðisvitund og lýðræðisvilja Alþingis almennt; Alþingis, sem nú hefur hundsað kröfu íslensku þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá í sex ár. Því það eru að verða sex ár síðan íslenska þjóðin samþykkti. Með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, að ný stjórnarskrá stjórnlagaráðs skyldi verða grunnurinn að nýrri stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Samt bólar ekkert á þeirri stjórnarskrá. Á því fullveldi. 

Og nú stend ég hér og vildi að ég gæti sagt ykkur hér og nú að forystumenn allra flokka á Alþingi Íslendinga væru sammála um að fara að lýðræðislegum vilja þjóðarinnar og eigin loforðum um nýja stjórnarskrá, sem  samin var af þjóðinni – eina, lögmæta stjórnarskrárgjafanum og okkar æðsta valdgjafa. En sú er því miður ekki raunin. Ég get aðeins sagt afsakið og fyrirgefið – og lofað því, að um leið og við fáum einhverju um það ráðið – þá fáið þið að ráða. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
7
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
9
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
10
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu