Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Pistill

Að skemma dómstól án afleiðinga – hugartilraun um spillingu

Gunnar Jörgen Viggósson spyr hvaða ályktanir megi draga af hegðun dómsmálaráðherra við skipan dómara við Landsrétt

Ímyndum okkur ráðherra í einhverju þjóðríkinu sem ber að skipa hóp dómara í nýtt dómstig. Kannski einhvers staðar í Afríku eða Austur-Evrópu. Lögum samkvæmt skilar fagleg hæfnisnefnd rökstuddum tillögum um dómaraefni til ráðherra. Ráðherrann kýs að víkja frá tillögunum án rannsóknar og haldbærs rökstuðnings og þar með gegn lögum ― þvert á ráðgjöf og leiðbeiningar sérfræðinga. Ímyndum okkur að ráðherra skipti fjórum tilnefndum út fyrir aðra fjóra úr hópi umsækjenda og a.m.k. tveir þeirra sem ráðherra fjarlægir hafi verið viðriðnir stjórnmálaöfl sem eru ráðherra ekki að skapi, og a.m.k. einn sem ráðherra velur í staðinn tengist ráðherra persónulega og annar sé maki samstarfsmanns og flokksfélaga ráðherra. Þá hafi vefrit undir ritstjórn ráðherra áður hæðst að öðrum þeirra sem ráðherra fjarlægði af lista vegna pólitískra skoðana hans.

Hefði þetta nú raunverulega gerst í fjarlægu landi væri flestum létt að draga þá ályktun að um augljósa spillingu væri að ræða. Það þætti fullkomlega fráleitt að leyfa ráðherranum að njóta einhvers vafa að um ræddi saklaus mistök sem leiddu til skipunar á tengdum aðilum andstætt lögum og ráðleggingum, og missis þeirra sem ekki eru ráðherra samstíga í skoðunum. Miklu nærtækara væri að álykta að þar væru á ferðinni atvinnuofsóknir. Þegar þú ert tekinn út fyrir sviga og færður niður fyrir aðra án eðlilegra skýringa eru það ofsóknir ― skýr skilaboð frá ráðherra og hans flokki: Þú getur ekki vænst starfsframa í dómskerfinu ef þú setur þig upp á móti Sjálfstæðisflokknum. Að sama skapi myndu eflaust margir velta því alvarlega fyrir sér hvort ekki væri réttast að ráðherra yrði látinn sæta lagalegri ábyrgð vegna framgöngu sinnar, þ.e. að hann yrði dreginn fyrir þartilgerðan dómstól: Landsdóm. Í lögum um ráðherraábyrgð segir einfaldlega varða ábyrgð ráðherra að brjóta gegn íslenskum lögum, hvort sem er af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Hæstiréttur hefur þegar staðfest að um lögbrot var að ræða, og ef almenn skynsemi hefur ekki verið felld úr gildi sést að í besta falli gerðist ráðherra sek um stórkostlegt hirðuleysi með því að hunsa lögfræðiráðgjöf og allar ráðleggingar sérfróðra. Brot Sigríðar gegn lögum um ráðherraábyrgð er þannig mun skýrara en í tilfelli Geirs H. Haarde sem fyrst og fremst var saksóttur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að gera hitt og þetta en ekki fyrir að hafa framið bein, virk og sönnuð lögbrot eins og í tilfelli Sigríðar Á. Andersen. Slík framfylgd laga er þó auðvitað útilokuð meðan Sigríður er völduð af Katrínu Jakobsdóttur og samtryggingu stjórnmálamanna.

Því miður er það svo að afneitun og trú á hið góða í manninum, sérstaklega þegar undir eru hagsmunir og völd, hræðsla við að taka ákvarðanir þegar mikið liggur við, og önnur mannleg mein geta keyrt einstaklinga og heilu samfélögin út í algjöra vitleysu. Um það eru dæmin óteljandi. Sjálfur segi ég heyr á endemi; Spilling er ekki eitthvað sem gerist bara annars staðar, gott fólk getur gert vonda hluti, og ábyrgð er ekki ósanngjörn. Sigríður getur ekki einu sinni viðurkennt mistök og verður að fara. Minna má það varla vera eftir að hafa eitrað traust til dómstóla um fyrirsjáanlega framtíð og skemmt heilt dómstig. Nema lausnin liggi bara í fleiri reglum eins og forsætisráðherra leggur til ― sem dómsmálaráðherrar og forsætisráðherrar framtíðarinnar geta svo dundað sér við að brjóta án afleiðinga? 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Fréttir

Í gullstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði

Fréttir

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar vildi kristna grunnskóla

Mest lesið í vikunni

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

FME mat hæfi Hauks hjá Íbúðalánasjóði áður en hann hóf stórfelld íbúðakaup