Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Eyþór Arnalds, stjórnmálamaður og fjárfestir, er stjórnarmaður í 26 eignarhaldsfélögum og fyrirtækjum. Hann vill verða næsti borgarstjóri í Reykjavík og sækist eftir oddvitasætinu hjá Sjálfstæðisflokknum. Eyþór ætlar að hætta öllum afskiptum af viðskiptalífinu ef hann verður oddviti.

Eyþór Arnalds, stjórnmálamaður og fjárfestir, sem býður sig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, er stjórnarmaður í 26 eignarhaldsfélögum og fyrirtækjum. Fullyrða má að enginn virkur þátttakandi í stjórnmálum á Íslandi, kjörinn fulltrúi eða einstaklingur, sem hefur gefið það út að hann vilji verða kjörinn fulltrúi, sé eins stórtækur í atvinnulífinu og Eyþór Arnalds.  Meðal annarra frambjóðenda sem vilja oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins eru Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. 

Eyþór var áður, frá 2010 til 2014, oddviti sjálfstæðismanna í sveitarstjórn Árborgar á Suðurlandi og sinnti hann þar stjórnmálum og viðskiptum samhliða. Slíkt tíðkaðist í nokkrum tilfellum meðal stjórnmálamanna á Íslandi á árunum fyrir hrunið 2008 og má meðal annars nefna Bjarna Benediktsson, þáverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem var stofnandi og stjórnarformaður stærsta olíufélags landsins, N1, samhliða starfi sínu á Alþingi.  Bjarni hætti hins vegar formlegum afskiptum af viðskiptum og stjórnum fyrirtækja eftir hrunið 2008 og situr ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Sögðust hlæjandi og í kaldhæðni hata karlmenn og eru nú tekin í gegn á netinu

Fréttir

Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Aðsent

400 manns senda Katrínu Jakobsdóttur opið bréf vegna „vanrækslu stjórnvalda“ í máli Hauks

Fréttir

Tíu launahæstu forstjórarnir með 7,6 milljónir að meðaltali á mánuði

Fréttir

Yfirlýsing frá Trans Ísland vegna niðurlægjandi umfjöllunar í ósamræmi við veruleikann

Fréttir

Kallar tilmæli Svandísar „veruleikafirringu“ – Ljósmæður telja sig hafa gert samning

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Fréttir

Sögðust hlæjandi og í kaldhæðni hata karlmenn og eru nú tekin í gegn á netinu

Viðtal

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Fréttir

Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Aðsent

400 manns senda Katrínu Jakobsdóttur opið bréf vegna „vanrækslu stjórnvalda“ í máli Hauks