Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Skjöl úr dóms­mála­ráðu­neyt­inu sýna að gætt var sér­stak­lega að því að for­seti fengi sem minnst að vita um bak­grunn og brot manna sem fengu upp­reist æru. Guðni for­seti er samt eini hand­hafi rík­is­valds sem baðst af­sök­un­ar á þætti sín­um í að veita kyn­ferð­is­brota­mönn­um upp­reist æru.

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

„Minnisblaðið á ekki að fara til forseta og ber að eyða því í pappírstætara að fundi loknum.“ Þessi málsgrein kemur fyrir í bréfum sem ritari innanríkisráðherra sendi ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins og ríkisráðsritara þann 16. september 2016, sama dag og tillögur um uppreist æru Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar komu á borð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.

Umrædd bréf fylgdu ekki þeim skjalapakka sem fjölmiðlar fengu frá dómsmálaráðuneytinu í september. Eins og Stundin hefur áður greint frá varð dómsmálaráðuneytið ekki við beiðni nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um að afhenda öll tiltæk gögn í málum Downey og Hjalta fyrir kosningar.  hefur þó verið veittur aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. 

Fékk almennar og ónákvæmar upplýsingar

Í minnisblöðum um beiðnir Downeys og Hjalta um uppreist æru kemur skýrt fram fyrir hvaða brot á almennum hegningarlögum þeir voru dæmdir.

Tilgreint er að Robert Downey hafi verið „dæmdur í 3 ára óskilorðsbundna refsivist fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum“ Um Hjalta er tekið fram að hann hafi verið „dæmdur í 5 ára og 6 mánaða óskilorðsbundna refsivist fyrir kynferðisbrot“. 

Bréfin sem Guðni fékk á sitt borð hafa ekki að geyma upplýsingar af þessu tagi. Þar kemur eingöngu fram að Hjalti Sigurjón og Robert Downey hafi verið dæmdir í fangelsi fyrir brot á almennum hegningarlögum og að skilyrði til veitingar uppreistar æru séu uppfyllt. 

Ef vilji hefði staðið til þess að kanna sérstaklega bakgrunn mannanna sem áttu að fá uppreist æru hefði forsetaskrifstofan getað flett upp dómunum yfir þeim á vef Hæstaréttar. Hins vegar bera ráðherrar ábyrgð á öllum stjórnarathöfnum samkvæmt stjórnarskrá og ekki er venjan að forsetaembættið leggist í rannsóknarvinnu áður en forseti veitir stjórnarathöfnum gildi með undirskrift sinni. 

Svo virðist sem gætt hafi verið sérstaklega að því að forseti fengi eingöngu mjög almennar og yfirborðskenndar upplýsingar um mennina sem átti að veita uppreist æru. Sjálfur hefur Guðni greint frá því að hann hafi ekki vitað neitt um þá. „Ég fæ engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms,“ sagði hann í viðtali við Stöð 2 þann 16. júní síðastliðinn. 

Þegar innanríkisráðuneytið sendi ríkisráðsritara tillögur um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar og Roberts Downey þann 16. september 2016 var vakin athygli á því að afrit af minnisblaði fylgdi tillögunni en að það ætti ekki að fara til forseta.

Gera má ráð fyrir að um sé að ræða staðlað bréf. Stundin hefur sent dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort svo sé og óskað eftir sams konar bréfum í málum annarra umsækjenda um uppreist æru. 

Guðni sá eini sem baðst afsökunar

Guðni Th. Jóhannesson forseti boðaði konurnar sem voru beittar kynferðisofbeldi af Roberti Downey á unglingsárunum og stóðu að vitunarvakningunni #Höfumhátt til fundar við sig þann 9. nóvember síðastliðinn og bað þær afsökunar á að hafa skrifað undir tillögu um uppreist æru Roberts. 

„Ég var ánægð með að hann steig fram, tók ábyrgð á sín­um hlut í mál­inu og baðst inni­legr­ar af­sök­un­ar,“ sagði Glódís Tara, ein kvennanna, í viðtali við Mbl.is sama dag. „Hann sagði að það að skrifa und­ir svona og eiga þátt í því að þess­ir menn hafi fengið upp­reista æru og að hafa valdið okk­ur þess­um sárs­auka liggja þungt á hon­um. Hann vildi sjálf­ur, per­sónu­lega, biðjast af­sök­un­ar á sín­um hlut í mál­inu.“

Guðni er eini ráðamaðurinn sem hefur tekið þetta skref gagnvart þolendum Downeys, en áður hafði hann mælt sér mót við brotaþola og fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Sigurjóns Haukssonar og beðið hana afsökunar á þætti sínum í að veita Hjalta uppreist æru.

Eftir að ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins var slitið beittu íslensk stjórnvöld sér sérstaklega gegn því að fjallað væri um þátt kvennanna, og átaksins #Höfumhátt í umfjöllun erlendra fjölmiðla um stjórnarslitin.

Á sama tíma hélt Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, því ítrekað fram að hugur Sjálfstæðisflokksins hefði ávallt verið hjá brotaþolunum og þeim sem ættu um sárt að binda.

„Þau hlusta ekki, svara ekki þegar við leitum til þeirra með spurningar,“ sagði Nína Rún Bergsdóttir, ein kvennanna í samtali við Stundina þann 21. október. „En samt nýta þau sér okkur brotaþola í pólitískum tilgangi með yfirlýsingum á borð við að „samúð Sjálfstæðismanna hafi alltaf verið hjá brotaþolum“, að flokkurinn „standi með brotaþolum og aðstandendum þeirra“. Hvernig geta þau leyft sér að tala svona um okkur opinberlega þegar þau þora ekki, geta ekki eða vilja ekki tala við okkur í eigin persónu?“

Gögn, sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, fékk frá dómsmálaráðuneytinu á grundvelli upplýsingalaga í síðustu viku og Stundin fékk afrit af, benda til þess að við veitingu uppreistar æru hafi þess verið gætt sérstaklega að forseti hefði ekki vitneskju um hvers kyns brotamenn hann væri að sæma óflekkuðu mannorði með undirskrift sinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
6
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár