Mest lesið

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
1

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
3

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
WOWlandið
4

Birgitta Jónsdóttir

WOWlandið

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
5

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
6

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn
7

Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn

·

Ætla að sitja á upplýsingum um málin sem leiddu til stjórnarslita fram yfir kosningar

Dómsmálaráðuneytið fer meðvitað á svig við ákvæði upplýsingalaga og mun ekki afgreiða 29 daga gamla upplýsingabeiðni um embættisfærslur ráðherra fyrr en eftir helgi.

ingibjorg@stundin.is
johannpall@stundin.is

Dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að fylgja ákvæðum upplýsingalaga við afgreiðslu á upplýsingabeiðni Stundarinnar um málsmeðferð og embættisfærslur ráðherra í málunum sem leiddu til þess að stjórnarsamstarfi var slitið í september. 

Þetta er ljóst af samskiptum Stundarinnar við upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, Jóhannes Tómasson, sem sagði um eftirmiðdaginn í dag að ólíklegt væri að ráðuneytið myndi afgreiða beiðni blaðsins fyrir lok vinnudags. „Það verður þá ekki fyrr en eftir helgi,“ sagði Jóhannes. 

Aðspurður hvort ráðuneytið, þ.e. yfirstjórn þess, væri meðvitað um að lögbundinn frestur til að svara upplýsingabeiðninni hefði runnið út fyrr í vikunni játti Jóhannes því. Hann sagðist ekki geta gefið neinar ástæður fyrir því að beiðnin væri afgreidd með þessum hætti. 

Ákvæði um málshraða ekki fylgt

Frestur vegna afgreiðslu upplýsingabeiðni er 20 dagar samkvæmt 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Alls hafa 29 dagar, þar af 21 virkur dagar, liðið síðan Stundin sendi ráðuneytinu beiðni um aðgang að gögnum er snerta málsmeðferð og embættisfærslur ráðherra og samskipti milli ráðuneyta í tengslum við veitingu uppreistar æru og upplýsingagjöf þar um, einkum hvað varðar mál þeirra Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar. 

Beiðnin er birt í heild hér að neðan en hún er útbúin í samráði við lögfræðing. Farið er farið fram á aðgang að gögnum sem telja má ljóst að ráðuneytinu beri lagaleg skylda til að veita á grundvelli upplýsingalaga en jafnframt er óskað eftir því að 11. ákvæði upplýsingalaga, um aukinn aðgang, verði virkjað. Umrætt ákvæði felur í sér heimild heimild stjórnvalda til að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er.

Að því er fram kemur í 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga ber stjórnvaldi að skýra fyrirspyrjanda frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta ef beiðni hefur ekki verið afgreidd innan sjö daga frá því að hún berst. Ráðuneytið hefur ekki fylgt þessari reglu í samskiptum við Stundina og ekki svarað þremur ítrekunarpóstum þar sem vísað var sérstaklega til umræddra lagaákvæða. 

Eftirfarandi upplýsingabeiðni var send starfandi ráðherra, ráðuneytisstjóra, upplýsingafulltrúa, ritara ráðherra og staðgengli upplýsingafulltrúa þann 29. september:

Stundin óskar eftir aðgangi að neðangreindum gögnum og upplýsingum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í ljósi atburða og umræðu undanfarinna vikna vísar Stundin jafnframt til 11. gr. laganna um aukinn aðgang, þ.e. heimild stjórnvalda til að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er.  

1. Óskað er eftir minnisblaði dómsmálaráðuneytis til dómsmálaráðherra, með viðkvæmum persónuupplýsingum afmáðum ef þess þarf, þar sem mælt var með því að maður, sem fékk 18 mánaða fangelsisdóm fyrir brot gegn 1. og 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, fengi uppreist æru. Spurt er hvenær umsóknin barst ráðuneytinu, hvenær mælt var með því við dómsmálaráðherra að skrifa undir tillögu um uppreist æru mannsins og hvenær ráðherra tók þá ákvörðun að skrifa ekki að svo stöddu undir tillöguna.

2. Óskað er eftir öllum málsgögnum er varða ákvörðun dómsmálaráðherra um að veita ekki fleiri einstaklingum uppreist æru og hefja endurskoðun á lagaákvæðum er varða uppreist æru sbr. 1. og 2. tl. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Sérstaklega er óskað upplýsinga um tímasetningu þess þegar ráðherra hóf vinnuna. Óskað er eftir tölvupóstum, minnisblöðum, dagbókarfærslum, fundargerðum eða öðrum gögnum sem staðfesta að ráðherra hafi sett vinnuna af stað, eða lagt drög að henni með einhverjum hætti, áður en umræða hófst um mál Roberts Downey þann 15. júní 2017. 

3. Óskað er eftir dagbókarfærslum, fundargerðum, minnisblöðum, tölvupóstum og öðrum sambærilegum gögnum er varða samskipti dómsmálaráðherra við forsætisráðherra þar sem forsætisráðherra var tilkynnt að faðir hans væri á meðal meðmælenda Hjalta Sigurjóns Haukssonar.

4. Óskað er eftir öllum tiltækum gögnum, dagbókarfærslum, fundargerðum, minnisblöðum, tölvupóstum eða öðru, um þá ákvörðun ráðuneytisins að birta engar upplýsingar um mál Roberts Downey og meðmælendur hans. 

5. Í 20. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands segir að ráðherra skuli leita álits ráðuneytis til að tryggja að ákvarðanir og athafnir hans samræmist lögum. Óskað er eftir öllum tiltækum gögnum um lögfræðilega ráðgjöf sem ráðherra kann að hafa fengið innan ráðuneytisins áður en ráðherra ákvað að hafa samband við forsætisráðherra þann 21. júlí og greina honum frá því að Benedikt Sveinsson væri einn af meðmælendum Hjalta Sigurjóns Haukssonar. 

6. Í ljósi umræðu um að samskiptin við forsætisráðherra þann 21. júlí hafi verið til komin vegna rannsóknarskyldu ráðherra er óskað eftir öllum tiltækum gögnum um þá athugun sem fram fór af hálfu ráðherra sjálfs, eða í ráðuneytinu almennt, á hugsanlegri aðkomu forsætisráðherra að veitingu uppreistar æru til Roberts Downey eða annarra. 

7. Óskað er eftir öllum tiltækum upplýsingum, með viðkvæmum persónuupplýsingum afmáðum ef þess þarf, um afgreiðslu ráðuneytisins á fyrirspurn Stundarinnar sem send var þann 6. september 2017 og ítrekuð margsinnis. Sérstaklega er óskað eftir afritum af tölvupóstum vegna málsins eða áframsendingum umrædds tölvupósts. Þá er óskað eftir upplýsingum um samskipti dómsmálaráðherra og/eða aðstoðarmanns hans við forsætisráðherra og/eða aðstoðarmanna hans vegna málsins, efni þeirra samskipta, hvenær samskiptin fóru fram og með hvaða hætti.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
1

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
3

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
WOWlandið
4

Birgitta Jónsdóttir

WOWlandið

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
5

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
6

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn
7

Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn

·

Mest deilt

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
1

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
3

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
4

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
5

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár
6

Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

·

Mest deilt

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
1

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
3

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
4

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
5

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár
6

Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

·

Mest lesið í vikunni

Réttur reiðra karla
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Réttur reiðra karla

·
Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið
2

Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið

·
Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins
3

Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
4

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“
5

Anna Bentína Hermansen

„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
6

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·

Mest lesið í vikunni

Réttur reiðra karla
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Réttur reiðra karla

·
Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið
2

Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið

·
Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins
3

Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
4

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“
5

Anna Bentína Hermansen

„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
6

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·

Nýtt á Stundinni

Snapað og sníkt á lyfjamarkaðnum

Lára Guðrún

Snapað og sníkt á lyfjamarkaðnum

·
Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

·
Andlitið undir hinum tveimur

Símon Vestarr

Andlitið undir hinum tveimur

·
Jón Steinar vill að Katrín reki Má úr Seðlabankanum

Jón Steinar vill að Katrín reki Má úr Seðlabankanum

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
Trölli er víða

Freyr Rögnvaldsson

Trölli er víða

·
Minni stöðugleiki fyrir fjölskyldur hér en í nágrannalöndum

Guðmundur Gunnarsson

Minni stöðugleiki fyrir fjölskyldur hér en í nágrannalöndum

·
Algjör lúxus að vera vegan í dag

Algjör lúxus að vera vegan í dag

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Klukkan ellefu, þann ellefta ellefta 1918

Stefán Snævarr

Klukkan ellefu, þann ellefta ellefta 1918

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·