Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Efni sím­tals Dav­íðs Odds­son­ar og Geirs Haar­de stang­ast á við síð­ari málsvörn Geirs, sem sagð­ist síð­ar hafa „tek­ið rétta ákvörð­un“ þeg­ar hann hafi „leyft“ bönk­un­um að falla. Þvert á móti lagði hann sig fram um að lána Kaupþingi 100 millj­arða króna af fé rík­is­ins til að halda bank­an­um á floti.

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“
Geir Haarde Lánaði Kaupþingi í hruninu vitandi að peningarnir fengjust varla endurgreiddir. Mynd: Pressphotoz

„Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in,“ sagði Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, við Davíð Oddsson, þá seðlabankastjóra, þegar þeir ákváðu að lána 100 milljarða króna til Kaupþings á degi íslenska bankahrunsins, vitandi að peningarnir fengjust að öllum líkindum ekki til baka. 

Símtal þeirra tveggja daginn sem neyðarlög voru sett vegna bankahrunsins 6. október 2008, sem hljóðritað var í seðlabankanum, hefur loksins verið birt. Það er Morgunblaðið, sem Davíð ritstýrir, sem birtir símtalið, og er fullyrt í grein blaðsins að Davíð hafi ekki vitað af upptökunni. Símtalið hefur verið umtalað allt frá hruni, þar sem talið var að það gæti veitt innsýn í atburði og ákvarðanaferla í efnahagshruninu. Telja má að íslenska ríkið hafi á endanum tapað 35 milljörðum króna á ákvörðuninni sem tekin var í símtalinu.

Í símtalinu kemur fram að allir bankarnir séu að fara á hausinn og að Kaupþing þurfi lán til að lifa af í nokkra daga. „Já, en þá er að við erum ekki með pen­ing í þetta,“ segir Davíð Oddsson. „Við erum að fara alveg niður að rass­gati og við ætlum meira að segja að draga á Dan­ina sem ég tal­aði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.“

Þá boðar Davíð að veð verði gegn láninu í FIH-bankanum í Danmörku. „Því þá við megum ekki, sko, við megum ekki setja íslenska ríkið á galeið­una,“ segir hann.

„Nei, nei þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in,“ tekur Geir undir.

Lán án fyrirsjáanlegrar endurgreiðslu

Íslensk yfirvöld lánuðu Kaupþingi 100 milljarða króna, vitandi að lánið fengist að öllum líkindum endugreitt. Samtalið hefst að frumkvæði Davíðs sem vill koma á framfæri hversu gagnlítið það er að veita lánið: „Sæll það sem ég ætl­aði að segja þér, sko, sko, við út af fyrir sig getum í dag skrapað saman 500 millj­ónir evra en nátt­úr­lega, en erum þá komnir inn að beini og þá gætum við hjálpað Kaup­þingi í ein­hverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Lands­bank­anum líka, sko,“ segir Davíð. Geir tekur undir það og segir „nei“.

„Ég býst við því að við fáum ekki þessa pen­inga til baka.“

„Þú ert að tala um það að við eigum frekar að reyna að hjálpa Kaup­þingi,“ áréttar Davíð. „Ég býst við því að við fáum ekki þessa pen­inga til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósann­indi eða við skulum segja ósk­hyggja.“

FIH-bankinn líka í vanda

Í símtalinu kemur fram af hálfu Davíðs að gegn láninu til Kaupings sé fari seðlabankinn fram á veð í FIH-bankanum í Danmörku. Eftir efnahagshrunið tók seðlabankinn við eign á FIH-bankanum. Síðar kom í ljós að sá banki var í verulegum vandræðum og þurfti danska ríkið að bjarga honum. Árið 2010 var greint frá því að bakinn hefði verið seldur, og var látið í það skína að íslenska ríkið hefði í raun komið út úr viðskiptunum með hagnaði. Þá kom fram að seðlabankinn fengi greitt að fullu, en síðar varð ljóst að bankinn fékk aðeins staðgreiddan rúman helming upphæðarinnar, um 39 milljarða króna. Í Morgunblaðinu, sem ritstýrt er af fyrrverandi seðlabankastjóra, og Viðskiptablaðinu, var fullyrt að seðlabankinn hafi verið svikinn í sviðkiptunum og að hann hefði átt að fá 100 milljarða króna.

Áður hafði Glitnir, með Þorstein Má Baldvinsson í stjórnarformennsku, farið fram á hjálp á fundi með Davíð Oddssyni í Seðlabankanum 25. september en fengið synjun frá Davíð. Eftir fundinn seldu margir lykilstarfsmenn Glitnis, og fleiri tengdir aðilar, meðal annars núverandi forsætisráðherra og fjölskyldumeðlimir hans, bréf sín í peningamarkaðssjóðnum Sjóði 9 fyrir miklar fjárhæðir. 

Segist hafa leyft bönkunum að falla

Áður, í samtali við AFP fréttastofuna árið 2011 í tengslum við málsvörn sína fyrir Landsdómi, hefur Geir greint frá því að hann hafi tekið „rétta ákvörðun“ í málefnum bankanna með því að „leyfa þeim að falla“. Í símtalinu kemur hins vegar fram að íslensk yfirvöld hafa ekki möguleika á að fá meira fé til að lána bönkunum. „Við urðum að leyfa þeim að falla. Þeir urðu gjaldþrota. Og það kemur í ljós að þetta var það rétta,“ sagði Geir. Þá sagði hann: „Við björguðum landinu frá því að verða gjaldþrota.“

„Við urðum að leyfa þeim að falla.“ 

Daginn eftir ræðu Geirs og setningu neyðarlaganna sendi Seðlabankinn frá sér yfirlýsingu að frumkvæði Davíðs Oddssonar. Þar kom fram að bankinn hefði fengið vilyrði um 620 milljarða króna lán frá Rússlandi, til að takast á við vandræði bankanna. „Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, tilkynnti formanni bankastjórnar Seðlabankans í morgun að staðfest hefði verið að Rússland myndi veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra ... Putin forsætisráðherra Rússlands hefur staðfest þessa ákvörðun,“ sagði í tilkynningu Seðlabankans. Ekkert varð af láninu. Fljótlega kom fram að yfirlýsingin hafði verið send í bráðræði, áður en málið hefði verið til lykta leitt.

Seðlabankinn gagnrýndur fyrir lán

Seðlabankinn varð tæknilega gjaldþrota eftir hrun. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar árið 2009 var bankinn harðlega gagnrýndur fyrir svokölluð „ástarbréf“, lán Seðlabankans með litlum veðum upp á 345 milljarða króna til smærri fjármálafyrirtækja, sem runnu til bankanna. „Fyrir liggur að hinir föllnu bankar öfluðu sér lausafjár með lánum frá minni fjármálafyrirtækjum sem aftur fengu lán frá Seðlabankanum gegn ótryggum veðum. Spyrja má hvers vegna Seðlabankinn brást ekki fyrr við þessum „leik“ bankanna og herti kröfur um veð gegn lánum til minni fjármálafyrirtækja. Að mati Ríkisendurskoðunar hefði þetta getað dregið úr því tjóni sem ríkissjóður og Seðlabankinn sátu uppi með eftir fall bankanna,“ sagði í skýrslunni.

Símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde*

* Eins og það birtist í Morgunblaðinu, sem ritstýrt er af öðrum þátttakanda símtalsins

Davíð Odds­son seðla­banka­stjóri: Halló.

Rit­ari Geirs H. Haarde for­sæt­is­ráð­herra: Gjörðu svo vel.

Dav­íð: Halló.

Geir: Sæll vertu.

Dav­íð: Sæll það sem ég ætl­aði að segja þér, sko, sko, við út af fyrir sig getum í dag skrapað saman 500 millj­ónir evra en nátt­úr­lega, en erum þá komnir inn að beini og þá gætum við hjálpað Kaup­þingi í ein­hverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Lands­bank­anum líka, sko.

Geir: Nei.

Dav­íð: Þú ert að tala um það að við eigum frekar að reyna að hjálpa Kaup­þingi.

Geir: Það slær mig þannig sko og mér fannst þeir vera líka á þeirri línu í gær­kvöldi alla­vega þessir Morgan menn.

Dav­íð: Ég býst við því að við fáum ekki þessa pen­inga til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósann­indi eða við skulum segja ósk­hyggja.

Geir: En eru þeir ekki með ein­hver veð?

Dav­íð: Við myndum aldrei lána það og við ætlum að bjóða þetta gegn 100% veði í FIH banka.

Geir: Já.

Dav­íð: Og þá verðum við að vita að sá banki sé veð­banda­laus.

Geir: Já.

Dav­íð: Því þá við megum ekki, sko, við megum ekki setja íslenska ríkið á galeið­una.

Geir: Nei, nei þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in.

Dav­íð: Já, já ert þú ekki sam­mála því að við verðum að gera ýtr­ustu kröf­ur?

Geir: Jú, jú.

Dav­íð: Já.

Geir: Ég held að þeir muni leggja mikið á sig til að reyna samt að að upp­fylla þær, sko.

Dav­íð: Já, já, já, já það er bara eina hættan er sú að þeir séu búnir að veð­setja bréfin og þá geta þeir ekki gert þetta, sko.

Geir: Já, já og hvað myndum við koma með í stað­inn?

Dav­íð: Ja, það veit ég ekki, þá verðum við bara að horfa á það en það, við erum bara að tala um ýtr­ustu veð, erum að fara með okkur inn að beini þannig að við verðum að vera algjör­lega örugg­ir.

Geir: En er Lands­bank­inn ekki með neitt slíkt sem hann geti látið okkur hafa?

Dav­íð: Já, en þá er að við erum ekki með pen­ing í þetta. Við erum að fara alveg niður að rass­gati og við ætlum meira að segja að draga á Dan­ina sem ég tal­aði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.

Geir: Já.

Dav­íð: En við erum búnir að tala við banka­stjór­ana þar og þeir eru að íhuga að fara yfir þetta.

Geir: Um.

Dav­íð: Það tekur tvo til þrjá daga að kom­ast í gegn.

Geir: Já.

Dav­íð: En við myndum skrapa, Kaup­þing þarf þetta í dag til að fara ekki á haus­inn.

Geir: Já, en það er spurn­ing með þá, fer þá Lands­bank­inn í dag?

Dav­íð: Já, þá myndi hann fara í dag á haus­inn vænt­an­lega.

Geir: Og Glitnir á morg­un?

Dav­íð: Og Glitnir á morg­un.

Geir: Já.

Dav­íð: Lands­bank­anum verður vænt­an­lega lokað í dag bara.

Geir: Já.

Dav­íð: Við vitum ekki, reyndar vitum við ekki hvort það er árás á Kaup­þing Edge. Við gerum ráð fyrir því þeir hafa ekki sagt okkur það enn­þá.

Geir: Er það á Ices­a­ve?

Dav­íð: Það eru farnar 380 millj­ónir út af Ices­ave punda og það eru bara 80 millj­arð­ar.

Geir: Þeir ráða aldrei við það, sko.

Dav­íð: Nei, þeir ráða aldrei við neitt af því, sko, en þetta er það besta leiðin ef við getum afskrifað allar skuldir þjóð­ar­innar þó að það muni valda vand­ræðum í Evr­ópu þá en þeir bara hjálp­uðu okkur ekki neitt þannig að það er ha...

Geir: Já, já.

Dav­íð: Þannig að þetta er nú...

Geir: Heyrðu, ég var að spá í að halda hérna fund klukkan eitt og ætl­aði að biðja þig að koma þangað annað hvort einan eða með þeim sem þú vilt hafa með með öllum for­mönnum stjórn­mála­flokk­anna.

Dav­íð: OK.

Geir: Og Fjár­mála­eft­ir­lit­inu?

Dav­íð: Já.

Geir: Til að fara yfir þetta og...

Dav­íð: En það, getur þú ekki haft það Jónas ekki Jón Sig­urðs­son það er óeðli­legt að...

Geir: Jónas, hann var hjá okkur í morg­un.

Dav­íð: Og hvað ertu að hugsa um að?

Geir: Ég myndi vilja að það yrði farið í fyrsta lagi yfir frum­varpið án þess kannski að afhenda þeim það en...

Dav­íð: En hvað mega menn vera ein­lægir?

Geir: Ég er búinn að vera mjög ein­lægur við þá.

„Ég er búinn að vera mjög ein­lægur við þá.“

Dav­íð: Já.

Geir: Ég er eig­in­lega búinn að segja þeim þetta allt.

Dav­íð: OK.

Geir: Ég segi bara að við erum bara hérna að tala hérna saman í fyllstu ein­lægni um alvar­leg­ustu vanda­mál sem upp hafa komið í þjóð­fé­lag­inu og ég treysti ykkur til að fara ekki með það.

Dav­íð: Já, já.

Geir: Og það hafa þeir virt held ég enn­þá.

Dav­íð: Ja, þeir hafa sagt ein­hverjum af örugg­lega en það er bara, þú getur aldrei haldið lok­inu.

Geir: Nei.

Dav­íð: Fast­ara en þetta á.

Geir: Nei, en...

Dav­íð: Klukkan eitt eða hvað?

Geir: Bara hérna hjá mér í rík­is­stjórn­ar­her­berg­inu.

Dav­íð: Hérna niðri í stjórn­ar­ráði?

Geir: Já.

Dav­íð: OK.

Geir: Spurs­málið er svo hérna...

Dav­íð: Ég kem bara einn held ég, það er betra að vera þarna fámennt en fjöl­mennt.

Geir: Já og þá myndum við fara almennt yfir heild­ar­mynd­ina.

Dav­íð: Já.

Geir: Og af hverju þessi lög eru nauð­syn­leg.

Dav­íð: Já, já.

Geir: Og svo er ég að plana það þannig að lögin verði orðin að lögum um sjöleyt­ið, mælt fyrir þeim klukkan fjög­ur, þing­flokks­fundir klukkan þrjú og það ætti að skapa okkur rými til þess að...

Dav­íð: Mælt fyrir þeim klukkan fjög­ur?

Geir: Já.

Dav­íð: OK.

Geir: Já, er það ekki rétti tím­inn?

Dav­íð: Jú, jú, jú, jú, jú, jú.

Geir: Ég er búinn að und­ir­búa það að þetta geti fengið hraða afgreiðslu og þeir ...

Dav­íð: Já, já.

Geir: Hafa haft góð orð um það.

Dav­íð: Fínt er.

Geir: OK bless, bless.

Dav­íð: Bless.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
8
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
3
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
7
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár