Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Þetta sírennsli úr ríkissjóði á ekki að eiga sér stað“

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, hef­ur ít­rek­að bor­ið sam­an kostn­að við mót­töku flótta­manna og skort á úr­ræð­um fyr­ir fá­tækt fólk á Ís­landi. Inga seg­ir um­ræð­una byggða á mis­skiln­ingi. Gagn­rýni henn­ar bein­ist ein­göngu að kostn­aði við mót­töku fólks sem svo ekki fær leyfi til að búa á Ís­landi. Flokk­ur fólks­ins vill bara taka á móti um 50 kvóta­flótta­mönn­um á hverju ári og seg­ir einn þing­mað­ur flokks­ins að þetta sé vegna hús­næð­is­skorts á Ís­landi.

„Í þessu ofsa­veðri búa ein­hverjir með­bræður okkar í hjól­hýsum í Laug­ar­dalnum og enn aðrir eru algjör­lega án nokk­urs skjóls. Þetta eru þeir sem eru efna­hags­legir flóttamenn í eigin landi, fátæk­astir í orðs­ins fyllstu merk­ingu og eiga virki­lega bág­t,“ skrifaði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem kominn er á Alþingi með fjóra þingmenn, á Facebook-síðu flokksins í febrúar og bar saman stöðu þessa fólks og hælisleitenda sem koma til Íslands og spurði svo að því hvort ásættanlegt væri að á sama tíma kæmu hælisleitendur til Íslands sem ríkið hefði kostnað af. Skrifunum var reyndar síðar eytt af Facebook-síðu flokksins líkt og Inga hefði sagt eitthvað sem hún vildi ekki standa fyrir og sæi eftir en pistill hennar fór á rafrænt flug á netinu. 

Með þessum orðum vildi Inga meina að Íslendingum væri mismunað til að aðstoða hælisleitendur. Þrátt fyrir að þessum skrifum Ingu hafi verið eytt þá hefur hún ítrekað haldið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu