Úttekt

„Þetta sírennsli úr ríkissjóði á ekki að eiga sér stað“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ítrekað borið saman kostnað við móttöku flóttamanna og skort á úrræðum fyrir fátækt fólk á Íslandi. Inga segir umræðuna byggða á misskilningi. Gagnrýni hennar beinist eingöngu að kostnaði við móttöku fólks sem svo ekki fær leyfi til að búa á Íslandi. Flokkur fólksins vill bara taka á móti um 50 kvótaflóttamönnum á hverju ári og segir einn þingmaður flokksins að þetta sé vegna húsnæðisskorts á Íslandi.

„Í þessu ofsa­veðri búa ein­hverjir með­bræður okkar í hjól­hýsum í Laug­ar­dalnum og enn aðrir eru algjör­lega án nokk­urs skjóls. Þetta eru þeir sem eru efna­hags­legir flóttamenn í eigin landi, fátæk­astir í orðs­ins fyllstu merk­ingu og eiga virki­lega bág­t,“ skrifaði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem kominn er á Alþingi með fjóra þingmenn, á Facebook-síðu flokksins í febrúar og bar saman stöðu þessa fólks og hælisleitenda sem koma til Íslands og spurði svo að því hvort ásættanlegt væri að á sama tíma kæmu hælisleitendur til Íslands sem ríkið hefði kostnað af. Skrifunum var reyndar síðar eytt af Facebook-síðu flokksins líkt og Inga hefði sagt eitthvað sem hún vildi ekki standa fyrir og sæi eftir en pistill hennar fór á rafrænt flug á netinu. 

Með þessum orðum vildi Inga meina að Íslendingum væri mismunað til að aðstoða ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Fréttir

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

Ríka Ísland

Ríka Ísland

Leiðari

Hvers virði eru völdin?

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Fréttir

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum