Mest lesið

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
1

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða
2

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
4

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Myndin af Pence
5

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
6

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist
7

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·

Fjármálaeftirlitið leit á þingmenn sem innherja

Bjarni Benediktsson, núverandi forsætisráðherra, var í hópi þeirra sem Fjármálaeftirlitið skilgreindi sem innherja samkvæmt skýrslu sem KPMG vann fyrir skilanefnd Glitnis í lok ársins 2008.

Fjármálaeftirlitið leit á þingmenn sem innherja
Metinn innherji Strangar reglur gilda um innherjaviðskipti.  Mynd: Johannes Jansson
johannpall@stundin.is

Bjarni Benediktsson, núverandi forsætisráðherra, var í hópi þeirra sem Fjármálaeftirlitið skilgreindi sem innherja samkvæmt skýrslu sem KPMG vann fyrir skilanefnd Glitnis í lok ársins 2008. RÚV greindi frá þessu í gærkvöldi, en Stundin hafði fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar og skyldmenna hans á grundvelli gagna úr Glitni banka áður en Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti lögbannsbeiðni á frekari fréttaflutning byggðan á umræddum gögnum í síðustu viku. 

Í frétt RÚV kemur fram að FME hafi skilgreint þá sem komu að undirbúningi þjóðnýtingar Glitnis sem innherja, meðal annars þingmenn, embættismenn og ýmsa ráðgjafa. Í lögum um verðbréfaviðskipti er innherji skilgreindur sem aðili sem hefur að jafnaði aðgang að innherjaupplýsingum, svo sem vegna aðildar að stjórn, rekstri eða eftirliti eða vegna annarra starfa á vegum útgefanda fjármálagerninga, eða býr yfir innherjaupplýsingum af öðrum ástæðum.

Bjarni Benediktsson var viðstaddur neyðarfund um framtíð Glitnis í höfuðstöðvum Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, nóttina áður en íslenska ríkið fékk bankann í fangið þann 29. september 2008. Frá þessari aðkomu Bjarna var greint í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, en á fundinum kom fram að staða Glitnis væri „gríðarlega alvarleg“ eins og haft er eftir einum fundarmanni í skýrslunni. 

Stundin, Reykjavik Media og The Guardian greindu frá því þann 6. október síðastliðinn að Bjarni Benediktsson hefði selt allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október árið 2008.

Í kjölfarið steig Bjarni fram í fjölmiðlaviðtölum, meðal annars RÚV, Stöð 2 og í Morgunblaðinu, og þvertók fyrir að hafa á þeim tíma búið yfir innherjaupplýsingum eða trúnaðarupplýsingum af neinu tagi um Glitni. 

Engu að síður voru Bjarni og aðrir þingmenn á lista Fjármálaeftirlitsins yfir innherja hjá Glitni. Í því felst að litið var svo á að vegna stöðu sinnar hefðu þeir aðgang að innherjaupplýsingum eða byggju yfir vitneskju sem teldist til innherjaupplýsinga.

Áður hefur Stundin greint frá því að svo virðist sem Bjarni hafi miðlað upplýsingum um starfsemi Fjármálaeftirlitsins til Glitnismanna, en Bjarni hefur vísað því alfarið á bug að hafa búið yfir trúnaðarupplýsingum um það sem fram fór hjá FME þessa daga. 

Stundin hefur áður fjallað um það hvernig Bjarni Benediktsson var losaður undan skuldbindingum vegna 50 milljóna kúluláns sem hann hafði tekið persónulega hjá Glitni og skuldin færð yfir á eignarhaldsfélag föður hans, Hafsilfur ehf, sem síðar var slitið eftir að skuldir þess höfðu rokið upp úr öllu valdi.

Slitastjórn bankans tók málið til sérstakrar skoðunar eftir hrun og taldi að með skuldskeytingunni hefði bankinn gefið eftir kröfur sem ellegar hefðu verið meiri líkur á að greiddust. Var sérstaklega bent á að hvergi væri fjallað um gjörninginn í fundargerðum bankans og enga bókun væri að finna um málið. Slitastjórnin taldi sig ekki geta farið fram á að skuldskeytingunni yrði rift í ljósi þess að of langt var liðið frá því að gjörningurinn átti sér stað. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
1

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða
2

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
4

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Myndin af Pence
5

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
6

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Hamingja er
2

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Stuð í Feneyjum
3

Stuð í Feneyjum

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
4

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
5

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið
6

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Hamingja er
2

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Stuð í Feneyjum
3

Stuð í Feneyjum

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
4

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
5

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið
6

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
4

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
4

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·

Nýtt á Stundinni

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

Lífsgildin

Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

·
Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

Ólafur Margeirsson

Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

·
Hamingja er

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

·
Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

·
Vinir sem sameinuðust í matarást

Vinir sem sameinuðust í matarást

·