Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Segir stöðu Sjóðs 9 og Glitnis hafa verið ótengda

Ummæli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra eru á skjön við þær ályktanir um Sjóð 9 og Glitni sem dregnar eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í gær að Sjóður 9 og staða hans í aðdraganda hrunsins hefði í raun verið ótengd stöðu Glitnis á þeim tíma.

„Þetta er peningamarkaðssjóður, þetta eru víxlar og ýmsar aðrar kröfur á fyrirtæki út um allan bæ og er í raun og veru óskylt því nákvæmlega hver staða Glitnis var á þessum tíma,“ sagði hann í viðtali við RÚV í gær þegar hann svaraði fyrir innlausn sína úr Sjóði 9 dagana fyrir setningu neyðarlaganna.

Ummæli Bjarna eru á skjön við þær ályktanir um Sjóð 9 og Glitni sem dregnar eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Þar er rakið hvernig „sláandi hátt hlutfall eigna sjóðsins“ var bundið í Glitni banka og félögum tengdum honum. Niðurstaðan er sú að staða Sjóðs 9 og staða Glitnis hafi einmitt verið náskyld – svo notað sé orðalag sambærilegt því sem forsætisráðherra notar – í aðdraganda hrunsins.

„Í maí 2007, um það leyti sem stærð sjóðsins náði hámarki, fór fjárfesting sjóðsins í verðbréfum þessara félaga í 73% af heildarverðbréfaeign sjóðsins og eru þá innlán í Glitni banka ekki meðtalin,“ segir í rannsóknarskýrslunni. Bent er á að í sjóðnum hafi orðið gríðarleg samþjöppun eigna í félögum sem voru augljóslega nátengd hvort sem er rekstrarlega og/eða gegnum eignarhald. „Það mátti því ætla að það hefði marktæk áhrif á greiðslugetu félaganna ef kæmi til gjaldþrots eins aðila.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Deilan um útboð Isavia: 230 milljóna gróði af verslun 66° Norður í Leifsstöð

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Fréttir

Launahækkanir forstjóra „ógeðslegt misrétti“

Fréttir

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið

Pistill

Þar var einu sinni svo gott að djamma og djúsa

Fréttir

Ráðuneytið segir kosningaloforð Eyþórs óheimilt

Mest lesið í vikunni

Pistill

Lærði að lifa af

Afhjúpun

Sigmundur Davíð lét setja upp stuðningssíður í nafni annarra

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir

Einn ríkasti hópurinn losnar við fasteignaskatta samkvæmt loforðum Eyþórs

Úttekt

Okurlán Netgíró og tengslin við smálánafyrirtækin

Reynsla

Í lífshættu í hlíðum Marokkó