Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Segir stöðu Sjóðs 9 og Glitnis hafa verið ótengda

Ummæli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra eru á skjön við þær ályktanir um Sjóð 9 og Glitni sem dregnar eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í gær að Sjóður 9 og staða hans í aðdraganda hrunsins hefði í raun verið ótengd stöðu Glitnis á þeim tíma.

„Þetta er peningamarkaðssjóður, þetta eru víxlar og ýmsar aðrar kröfur á fyrirtæki út um allan bæ og er í raun og veru óskylt því nákvæmlega hver staða Glitnis var á þessum tíma,“ sagði hann í viðtali við RÚV í gær þegar hann svaraði fyrir innlausn sína úr Sjóði 9 dagana fyrir setningu neyðarlaganna.

Ummæli Bjarna eru á skjön við þær ályktanir um Sjóð 9 og Glitni sem dregnar eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Þar er rakið hvernig „sláandi hátt hlutfall eigna sjóðsins“ var bundið í Glitni banka og félögum tengdum honum. Niðurstaðan er sú að staða Sjóðs 9 og staða Glitnis hafi einmitt verið náskyld – svo notað sé orðalag sambærilegt því sem forsætisráðherra notar – í aðdraganda hrunsins.

„Í maí 2007, um það leyti sem stærð sjóðsins náði hámarki, fór fjárfesting sjóðsins í verðbréfum þessara félaga í 73% af heildarverðbréfaeign sjóðsins og eru þá innlán í Glitni banka ekki meðtalin,“ segir í rannsóknarskýrslunni. Bent er á að í sjóðnum hafi orðið gríðarleg samþjöppun eigna í félögum sem voru augljóslega nátengd hvort sem er rekstrarlega og/eða gegnum eignarhald. „Það mátti því ætla að það hefði marktæk áhrif á greiðslugetu félaganna ef kæmi til gjaldþrots eins aðila.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

Fréttir

Sveinbjörg um þéttingu byggðar: „Höfum misst bæði hundinn okkar og köttinn okkar“

Fréttir

Tryggvi Þór og Friðjón könnuðu aðstæður til raforkuframleiðslu í Dölunum fyrir GAMMA

Fréttir

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Fréttir

Margt helsta áhrifafólk landsins fagnaði með Davíð

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Umboðsmaður fór fram á að ráðuneytið leiðrétti villandi svör

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina