Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bakþankar Fréttablaðsins sagðir „móðgun við þolendur heimilisofbeldis“

„Af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eig­in­konu sinni?“ spyr bak­þanka­höf­und­ur Frétta­blaðs­ins, Lára G. Sig­urð­ar­dótt­ir, í pistli um skað­leg áhrif áfeng­is. Pist­ill­inn hef­ur ver­ið gagn­rýnd­ur fyr­ir að aflétta ábyrgð­inni af of­beld­is­mönn­um. „Það eru of­beld­is­menn beita of­beldi og engu ut­an­að­kom­andi er nokk­urn­tím­ann þar um að kenna,“ seg­ir María Lilja Þrast­ar­dótt­ir.

Bakþankar Fréttablaðsins sagðir „móðgun við þolendur heimilisofbeldis“
Gagnrýnin á skrif Láru María Lilja Þrastardóttir gagnrýnir pistil Láru harðlega og segir hættulegt að halda uppi slíkum hatursáróðri. Mynd: Kristinn Magnússon

„Af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni?“ spyr bakþankahöfundur Fréttablaðsins í dag, Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsufræðum. „Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. Flestir sem neyta áfengis tengja áfengi við slökun því etanól hægir á boðefnaskiptum í heilanum. Á sama tíma minnkar etanól dómgreind og athyglisgáfu, sem getur aukið árásarhneigð við minnsta tilefni.“

Pistill Láru, sem ber heitið Skaðvaldurinn, fjallar um skaðleg áhrif áfengis og tengsl neyslu þess við ofbeldi. „Það að maður gangi í skrokk á konu sinni eftir áfengisneyslu er einungis brot af birtingarmynd þessa mesta skaðvalds sem sögur fara af,“ segir Lára, sem lýsir atviki þar sem hún stendur við færiband á flugvelli í Evrópu og bíður eftir töskunni sinni þegar örvæntintarfull óp skera, þegar íslenskur karlmaður var að ganga í skrokk á eiginkonu sinni. „Ferðafélagar snúa manninn niður þar til öryggisverðir flytja hann á brott. Í nokkurra metra radíus við ofbeldismanninn liggja ótal litlar áfengisflöskur á víð og dreif.“

Pistil Láru má lesa í heild sinni á Vísi.

Móðgun við þolendur ofbeldis  

Pistillinn hefur vakið hörð viðbrögð kvenna sem hafa staðið framarlega í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, og gagnrýna þá nálgun að áfengi sé rót vandans. Sóley Tómasdóttir segir: „Fréttablaðið kaupir þennan pistil og birtir eins og ekkert sé sjálfsagðara árið 2017. Um að áfengi sé rót kynbundins ofbeldis. Eins og ekkert sé athugavert við það. Drasl,“ segir Sóley.   

María Lilja Þrastardóttir bendir síðan á að þótt hún hafi oft orðið full hafi hún aldrei gengið í skrokk á maka sínum: „Það eru ofbeldismenn beita ofbeldi og engu utanaðkomandi er nokkurntímann þar um að kenna. Þar fyrir utan er líka snarundarlegt að Fréttablaðið hafi dælt út þessum skaðræðispósti í hvert hús, athugasemdalaust. Það er beinlínis hættulegt að halda uppi slíkum hatursáróðri. Þetta er victim-blaming af verstu sort. Við erum komin lengra en þetta,“ segir María Lilja á Facebook. 

„Það eru ofbeldismenn beita ofbeldi og engu utanaðkomandi er nokkurntímann þar um að kenna.“ 

Á femínískri Facebooksíðu KÞBAVD, sem stendur fyrir Konur þurfa bara að vera duglegri, var birt mynd af pistlinum, þar sem búið er að strika út hluta af setningu og skrifa yfir hana. Þar sem áður stóð „sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum,“ segir nú „sökudólgurinn er karlinn sem lemur konuna en ofbeldi karla gegn konum er heimsfaraldur sem yfirvöld hafa kerfisbundið horft framhjá alla tíð. Slíkt hefur þau áhrif að við höfum tilhneigingu til að horfa fram hjá honum raunverulega sökudólgi og reynum að afsaka hann og gjörðir hans með utanaðkomandi áhrifavöldum, svo sem áfengi, í stað þess að setja sökina þangað sem hún raunverulega á heima, hjá gerandanum og gerandanum einum.“ 

Með deilingu á myndinni segir að bakþankar Fréttablaðsins séu „móðgun við konur og móðgun við þolendur heimilisofbeldis.“

Ný útgáfaBúið er að breyta textanum á þá vegu að menn beri ábyrgð á ofbeldi sem þeir beita og ekkert afsaki það.

Um þriðjungur lýsti skaðlegum áhrifum áfengis 

Í rannsókn Ingibjargar Þórðardóttur á ofbeldi karla gegn konum í nánum parasamböndum var sérstaklega skoðað hvort tengsl séu á milli áfengisneyslu og ofbeldis. Rannsóknin var meistaraverkefni hennar í félagsráðgjöf og byggði á úttekt á gerendum sem hafa leitað í úrræðið Karlar til ábyrgðar, meðferðarrúræði fyrir karla sem beita ofbeldi. Þar lagði Ingibjörg upp með sex rannsóknarspurningar, meðal annars þessa: Eru karlar sem beita ofbeldi í parsamböndum líklegir til þess að eiga við áfengis og/eða vímuefnavanda að stríða?

Út frá þeim upplýsingum sem lágu fyrir við framkvæmd rannsóknarinnar var ekki unnt að draga ályktanir af áfengisvanda þátttakenda, en hins vegar var það persónulegt mat 28 prósent gerenda að undanfarið ár hefðu þeir hefðu notað áfengi eða aðra vímugjafa með skaðlegum hætti fyrir heilsufar þeirra eða samskipti. Þegar þeir lýstu ofbeldinu sem þeir höfðu beitt sögðust aðeins um 18 prósent gerenda hafa drukkið áfengi eða verið undir áhrifum vímuefna þegar þolandi varð hræddur við ofbeldið.

Reyndar töldu nokkrir gerendur að líkurnar á því að þeir beittu ofbeldi á ný myndu aukast ef þeir færu aftur að drekka áfengi og aðrir töldu áfengismeðferð lausn sinna mála.

Tengsl áfengis og ofbeldis  

Í ritgerð Ingibjargar er vísað í fyrri rannsóknir sem hafa gefið vísbendingar um að neysla áfengis og ofbeldis í parasamböndum tengist, þótt erfitt sé að meta hvort áfengisneysla auki líkur á ofbeldi eða öfugt.

Í úttekt frá árinu 2010 sem var gerð á útköllum lögreglunnar vegna heimilisofbeldis kom fram að rúmur helmingur gerenda var undir áhrifum vímuefna.

Í rannsókn sem var unnin fyrir Dóms- og kirkjumálaráðuneytið árið 1997 kom fram að um 70 prósent kvenna töldu að áfengisneysla væri orsök ofbeldisins, en nánast jafn margar nefndu afbrýðissemi sem aðra ástæðu, auk þess sem beiðni um skilnað og ágreiningur um fjármál voru á meðal líklegra orsakaþátta.  

„Þeir sem beiti ofbeldi undir áhrifum áfengis telji sig frekar „komast upp með“ að beita því drukknir en þegar þeir eru ódrukknir“

Aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á þessi tengsl, og bent hefur verið á að stærstur hluti þeirra sem glíma við alvarlegan áfengsisvanda beita konurnar sínar ekki ofbeldi.  „Jafnvel þó rannsóknir hafi sýnt að áfengi og ofbeldi tengist með einhverjum hætti, eru ekki allir á einu máli um hvernig þau tengsl séu. Bent hefur verið á að viðurkenning á ofbeldishegðun undir áhrifum áfengis sé lærð í samfélaginu og að þegar fólk er undir slíkum áhrifum slævist dómgreind manna til að meta aðstæður og hegðun, bæði sína og annarra.

Niðurstöður sumra rannsókna hafa gefið til kynna að þeir sem beiti ofbeldi undir áhrifum áfengis telji sig frekar „komast upp með“ að beita því drukknir en þegar þeir eru ódrukknir,“ segir í ritgerðinni.

Líklegri til þess að hafa þunglyndiseinkenni

Þá hafa rannsóknir ítrekað sýnt fram á að karlar sem beita ofbeldi í nánum samböndum séu líklegri til að hafa þunglyndiseinkenni en karlar sem beita ekki slíku ofbeldi, óháð áfengisneyslu. Þunglyndi hefur mælst hærra hjá körlum sem beita konurnar sínar ofbeldi og eins körlum sem beita aðra ofbeldi en karla sem beita ekki ofbeldi.

Rannsóknir hafa líka gefið til kynna að karlar sem beiti konur sínar ofbeldi hafi lægra sjálfsmat en karlar sem gera það ekki. Aðrar rannsóknir hafa gefið til kynna að þeir sýni merki um meiri reiði og fjandskap heldur en karlar almennt, meiri árásargirni og andfélagslega hegðun en almennt. Í langtímarannsókn frá árinu 1994 kom fram að ósjálfstæði og árásargirni fyrir hjónaband juku líkur á andlegu ofbeldi eftir eitt og hálft ár í hjónabandi, sem auk síðan líkur á líkamlegu ofbeldi ári síðar.

Engin einföld leið til að útskýra ofbeldið

Niðurstaða Ingibjargar var sú að engin einföld leið væri til þess að útskýra af hverju menn beita konurnar sínar ofbeldi, heldur bendi niðurstöður rannsóknarinnar þvert á móti til þess að ofbeldi karla gegn konum í parasamböndum sé flókið ferli, sem í sumum tilfellum heldur áfram þótt gerandi fari úr einu sambandi í annað.

Vísbendingar séu um að gerendur beiti ofbeldi á fleiri sviðum lífsins, séu líklegir til að eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða og séu líklegir til þess að hafa upplifað ofbeldi í æsku, hvort sem þeir hafi verið beittir því sjálfir eða orðið vitni að ofbeldi innan fjölskyldunnar.

Áhrif ofbeldisins voru víðtæk og höfðu neikvæð áhrif á líðan gerenda og samskipti þeirra við annað fólk, að þeirra sögn. Þeir upplifðu vanlíðan, skömm, sektarkennd og ótta, sem getur mögulega aukið líkurnar á endurteknu ofbeldi, þar sem lágt sjálfsmat, stjórnleysi og valdaleysi eru á meðal þeirra þátta sem eru taldir auka líkur á ofbeldi í parasamböndum. Gerendurnir sjálfir sögðust líta svo á að reiði þeirra, vanmáttur og léleg stjórn á skapinu væru ástæður þess að þeir beittu maka sinn ofbeldi.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár