Yfirdeild MDE átelur Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fyrir þátt hennar í Landsréttarmálinu. Hæstiréttur og Alþingi, þá undir meirihluta Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, fá einnig gagnrýni. Yfirdeildin segir gjörðir Sigríðar vekja réttmætar áhyggjur af pólitískri skipun dómara.
Fréttir
223
Vill viðurkenna þjóðarmorð á Armenum nú á viðsjárverðum tímum
Alþjóðasamfélagið þrýstir á Tyrki að beita Armeníu ekki hernaði vegna deilu við Aserbaísjan. Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður telur mikilvægt að Ísland viðurkenni þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni.
FréttirKínverski leynilistinn
1063
Tengsl Kínverja inn í samfélagið aukist undanfarinn áratug
Baldur Þórhallsson prófessor segir Ísland hafa sýnt samvinnu við Kína mikinn áhuga, en afrakstur hennar hafi ekki orðið eins mikill og látið var uppi. Hann segir Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, hafa sent Íslendingum skýr skilaboð: „Hingað og ekki lengra“.
Íslenskur sendiherra segir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra líta svo á að hann geti skipað hvern sem er sem sendiherra. Nýtt frumvarp hans ógni lýðræðislegri stjórnsýslu.
Úttekt
229
Huawei, „Kínaveiran“ og gula ógnin
Bandarískir fjölmiðlar á borð við New York Times tala um að nýtt kalt stríð sé hafið, í þetta sinn á milli Bandaríkjanna og Kína. Í því stríði sé barist með hátækni, í netheimum og með áróðri og viðskiptahöftum. Eftir að hafa snúið baki sínu við alþjóðasamfélaginu í fjögur ár segist Trump Bandaríkjaforseti nú reiðubúinn að leiða Vesturlönd í baráttunni gegn heimsyfirráðum Kínverja en efasemdir eru um að hann hafi til þess burði.
Fréttir
103572
Segir sendiherrann hafa lagt sig í einelti eftir gleðigönguna
Margrét Adamsdóttir, sem starfaði í pólska sendiráðinu á Íslandi, segir Gerard Pokruszyński sendiherra hafa kallað nafntogaða diplómata niðrandi orðum um samkynhneigða, meðal annars Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sér hafi verið mismunað fyrir trúarskoðanir og fyrir að hafa birt myndir af sér á Hinsegin dögum.
Fréttir
50285
Gagnrýna sendiherra Bandaríkjanna: „Rasískt og heimskulegt rugl“
Jeffrey Ross Gunter sendiherra segir Ísland og Bandaríkin sameinuð í að sigrast á „ósýnilega Kína vírusnum“.
Fréttir
512748
Uppnám í pólska sendiráðinu vegna uppsagnar: „Hann var mjög aggressífur“
Ræðismaður í pólska sendiráðinu var sendur heim án fyrirvara. Pólsk félög á Íslandi mótmæla uppsögninni og segja að Gerard Pokruszyński sendiherra hafi öskrað og neitað að taka við bréfi um málið. Annar starfsmaður sendiráðsins er sagður hafa kvartað til ráðuneytis.
ViðtalForsetakosningar 2020
4272.970
„Ég hef einsett mér að láta embættið ekki stíga mér til höfuðs“
Guðni Th. Jóhannesson forseti er dulur maður. Hér ræðir hann um lærdóm síðustu fjögurra ára og áskoranir framtíðarinnar.
Fréttir
26218
Hvetur stjórnvöld til að gagnrýna Bandaríkin
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnvöld gagnrýni kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum og aðgerðir Donald Trump forseta. Mótmæli hafa staðið yfir í landinu undanfarna daga og hefur lögreglan beitt mótmælendur ofbeldi.
FréttirCovid-19
2247
Ferðabann ESB hafi „skelfileg áhrif“ á ferðaþjónustuna
Ferðalög til landa Evrópusambandins verða takmörkuð næsta mánuðinn. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir bannið á skjön við þá stefnu sem hefur verið mörkuð.
Fréttir
14124
Silja Dögg hefur áhyggjur af framferði pólskra stjórnvalda
Forseti Norðurlandaráðs segir aðgerðir yfirvalda í Póllandi á skjön við hugsjónir norrænna stjórnmálamanna. Valdhafar breyti dómskerfinu, skipti sér af starfi fjölmiðla og séu fordómafullir í garð hinsegin fólks.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.