Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Sendiherrann gagnrýnir Ísland: „Kína mun berjast þar til yfir lýkur“

He Rulong, sendi­herra Kína á Ís­landi, seg­ir að rík­ið muni berj­ast gegn því að Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar beiti sér gegn Kína vegna mann­rétt­inda­brota í Xinij­ang-hér­aði. Ís­land er eitt af þeim ríkj­um sem beit­ir sér nú fyr­ir því að Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar ræði svarta skýrslu og meinta glæpi Kína gegn mann­kyn­inu. Í við­tali við Stund­ina fer sendi­herr­ann yf­ir sam­skipti Kína og Ís­lands, refsi­að­gerð­ir þjóð­anna og af­stöðu til stríðs­ins.

Eitt það fyrsta sem gestur í sendiráði Kína í Bríetartúni tekur eftir er stærðin á húsinu. Byggingin er tæplega 4.200 fermetrar, gerólík húsakynnum gamla kínverska sendiráðsins sem var staðsett í miðju íbúðahverfi á Víðimel. Við erum leidd inn í stóran móttökusal. Á gólfinu í móttökusalnum eru tveir stólar með háu baki og breiðri sessu sem stillt hefur verið upp gegnt hvor öðrum. Tilgangur heimsóknarinnar er að taka viðtal við He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, sem tók við starfinu í febrúar. Við stól sendiherrans stendur stærðarinnar kínverskur fáni.

Um er að ræða fyrsta viðtalið sem He Rulong fer í á Íslandi eftir að hann tók við sendiherrastarfinu. Hann býður upp á kínverskt te, kaffi, vorrúllur og sætabrauð sem kokkur sendiráðsins útbjó segir sendiherrann. Meðan á viðtalinu stendur eru sex starfsmenn sendiráðsins viðstaddir. Þeir taka viðtalið upp og smella af ljósmyndum á símana sína við hvert tækifæri í þá tvo klukkutíma …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    14000milljónir deilt með 350þús= reiknið svo út hvað er traðkað á mörgum hér í boði vestrænnar spillingar á móti hverjum Íslending eru þúsundir kínverja
    -1
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Ég trúi Kínverjunum vesturlönd fela eigin mannréttindabrot og spillingu með áróðri á aðra. kannski er þetta bara góð hugmynd hjá þeim að koma þessum múslimum sem eru þúsundir ára á eftir öðrum í menningu yfir í nútíman með fræðslu. Ástandið á Íslandi litla glæparíkinu (smáþorpinu sem var yfirtekið af glæpakjánum )er mikið verra miðað við höfðatölu
    -2
  • PH
    Pétur Hilmarsson skrifaði
    Athyglisverð túlkun hans á sjálfstæðu fólki.
    1
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Eins gott að Íslendingar geri sig ekki háða þessum réttlátu og góðhjörtuðu mönnum.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár