Íslendingar kaupa meira og meira af einræðisríkinu Kína
Jóhanna og Xi Jinping Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra innsigluðu fríverslunarsamning við eins flokks ríkið Kína árið 2013 fyrir hönd Íslands 15. apríl 2013. Xi Jinping þykir valdamesti leiðtogi Kína frá tíð Maós formanns, á sama tíma og Kína er að taka sér stöðu sem mesta efnahagsveldi heims. Mynd: YOHSUKE MIZUNO / POOL / AFP
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Íslendingar kaupa meira og meira af einræðisríkinu Kína

Kína hef­ur far­ið fram úr helstu við­skipta­lönd­um Ís­lend­inga í inn­flutn­ingi. Á móti flytja Ís­lend­ing­ar lít­ið út til Kína. Ís­lend­ing­ar gerðu fríversl­un­ar­samn­ing við Kína 2013 og hafa auk­ið inn­flutn­ing það­an um 40 millj­arða, eða 84%, frá því samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­að­ur.

Frá því að Ísland varð fyrst Vestur-Evrópuríkja til þess að undirrita fríverslunarsamning við Kína hefur innflutningur frá ríkinu aukist meira en frá nokkru öðru ríki heimsins, eða um 40 milljarða króna á ári. Nú er svo komið að Kína er komið fram úr Bandaríkjunum, Danmörku og Þýskalandi á lista yfir þau ríki sem flytja mest af vörum til Íslands. Aðeins Noregur flytur meira til Íslands en Kína, og ástæðan fyrir því er einföld: Við kaupum nánast allt okkar eldsneyti í gegnum Noreg.

Af einræðisríkjum eru mestu viðskiptin við Kína

Innrás Rússlands í Úkraínu hefur afhjúpað grundvallarmun á afstöðu vestrænna lýðræðisríkja og einræðisríkja. Þannig hefur Rússland færst lengra í áttina að alræði, með því að skerða rétt almennings til mótmæla og tjáningar. Á sama tíma hafa kínversk stjórnvöld lýst yfir hlutleysi gagnvart innrásinni, en þó hafnað því að um innrás sé að ræða og kennt útþenslu varnar- eða hernaðarbandalagsins NATÓ um …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    Íslendingar þurfa að vita að svokallaður "fríverslunarsamningur" við Kína virkar aðeins í aðra áttina. Ef íslensk fyrirtæki vilja flytja vörur inn í Kína mætir þeim fjall af skrifræði og óskilgreindum hömlum á innflutningi sem þessi samningur nær ekki yfir. Hvar er Össur?
    1
  • Omar Sigurjónsson skrifaði
    Ef kínverja eru að styðja innràsina og þjóðernishreinsun í Úkraínu þà er hættan à því að fólk um allan heim hætti að versla við kínverja, þeir mega ekki við því, þeir verða að halda sig utan við þetta en neyðast sjàlfsagt til að kaupa olíu og gas frà þeim því miður en sjàum hvert þetta stefnir.
    0
  • Loftur Hjálmarsson skrifaði
    kína tekur flóttamenn frá norður kóreu og sendir þá tilbaka þar sem bíður fangelsi með pyn tingum eða dau ði. og hefur stundað útrýmingu á uigurum segja fróðir . leyfði ekki erlent eftirlit með aðgerðum gegn uigurum og þess vegna sýnst manni að fólk ætti ekki að kaupa kínverskar vörur.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu