Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hrökklaðist frá völdum eftir „besta díl Íslandssögunnar“

„Við feng­um áfall,“ sagði Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, þá borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, eft­ir fund þar sem lág­marks­upp­lýs­ing­ar í mál­efn­um REI voru loks veitt­ar. Það var ekki endi­lega efni máls­ins, sem fór þvert í kok­ið á sjálf­stæð­is­mönn­um enda var kynn­ing­in svo snaut­leg að erfitt var að leggja mat á gjörn­ing­inn. Það var miklu frem­ur að­drag­and­inn, leynd­in, skort­ur á upp­lýs­inga­gjöf og ótrú­leg­ur hraði í máls­með­ferð sem þeim gramd­ist veru­lega. Ekki leið á löngu þar til borg­ar­stjór­inn hrökkl­að­ist frá völd­um, rú­inn trausti vegna máls­ins.

Við erum stödd snemma þess einkennilega árs, 2007 – fyrir sléttum tíu árum síðan.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti að stofna hlutafélag utan um erlend verkefni fyrirtækisins, sem að tíðaranda voru kölluð útrásarverkefni.

Tillöguna flutti Guðlaugur Þór Þórðarson og hún var samþykkt samhljóða. Þetta var enda skynsamleg tillaga og hugmyndin svosem engin nýjung. Orkuveitan (OR) hafði þegar stofnað félagið Enex, einkum utan um verkefni í Kína.

Það hafði verið gert til að lágmarka ábyrgð móðurfélagsins ef einhver áföll yrðu og nú voru fleiri verkefni í augsýn víðs vegar um heiminn. Nýja félagið, Reykjavik Energy Invest (REI), átti að halda utan um þau öll.

Í þessum verkefnum átti fyrst og fremst að byggja á þeirri sérþekkingu og reynslu sem hafði byggzt upp innan Orkuveitu Reykjavíkur á mörgum áratugum.

En stofnun REI fór ekki fram í tómarúmi. FL Group undir forystu Hannesar Smárasonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafði í ársbyrjun stofnað Geysi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu