Rannsókn

Norsk fyrirtæki eiga 84 prósent í íslensku fiskeldi

Norsk fyrirtæki eiga 84 prósent í íslensku fiskeldi, samkvæmt greiningu Stundarinnar. Þau færa út kvíarnar til Íslands vegna slæmra umhverfisáhrifa af fiskeldinu í Noregi. Stór norsk eldisfyrirtæki sjá sjókvíaeldi á laxi ekki sem framtíðina í greininni.

Nær allt hlutaféð frá Noregi Nær allt hlutafé íslensku fyrirtækjanna sem stunda sjókvíaeldi á laxi er komið frá norskum laxeldisfyrirtækjum. Myndin sýnir laxeldi í Berufirði, hjá Laxeldi Austfjarða, sem er í meirihlutaeigu norskra eldisfyrirtækja.

Tæplega 11 milljarða króna hlutafé af rúmlega 13 milljarða króna hlutafé í fiskeldi á Íslandi er í eigu erlendra fyrirtækja. Um er að ræða ríflega 84 prósent af öllu hlutafé tíu íslenskra fiskeldisfyrirtækja. 

Að langmestu leyti er um að ræða hlutafé frá norskum laxeldisfyrirtækjum sem fjárfest hafa í íslenskum laxeldisfyrirtækjum sem stunda sjókvíaeldi, Arnarlaxi og Arctic fish ehf. á Vestfjörðum. Af 10.442 milljóna króna hlutafé þessara tveggja fyrirtækja eru 10.296 milljónir í eigu erlendra aðila en einungis 146 milljónir í eigu íslenskra aðila. Þetta kemur fram við athugun Stundarinnar á hlutafjáreign þeirra 10 fiskeldisfyrirtækja sem starfshópur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fjallaði um í skýrslu sem hann skilaði af sér nú í ágúst. 

Auk þessara tveggja stóru og hlutafjársterku laxeldisfyrirtækja eru tvö önnur laxeldisfyrirtæki sem sérhæfa sig í sjókvíaeldi á laxfiskum í rúmlegri meirihlutaeigu norskra laxeldisfyrirtækja. Þetta eru Fiskeldi Austfjarða hf. og Laxar Fiskeldi hf. Eina fyrirtækið ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Berst gegn umgengnistálmunum en hélt sjálfur barni frá móður þess

Fréttir

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Greining

Svona verður Eyþór Arnalds borgarstjóri

Leiðari

Hér er engin spilling

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið