Rannsókn

Norsk fyrirtæki eiga 84 prósent í íslensku fiskeldi

Norsk fyrirtæki eiga 84 prósent í íslensku fiskeldi, samkvæmt greiningu Stundarinnar. Þau færa út kvíarnar til Íslands vegna slæmra umhverfisáhrifa af fiskeldinu í Noregi. Stór norsk eldisfyrirtæki sjá sjókvíaeldi á laxi ekki sem framtíðina í greininni.

Nær allt hlutaféð frá Noregi Nær allt hlutafé íslensku fyrirtækjanna sem stunda sjókvíaeldi á laxi er komið frá norskum laxeldisfyrirtækjum. Myndin sýnir laxeldi í Berufirði, hjá Laxeldi Austfjarða, sem er í meirihlutaeigu norskra eldisfyrirtækja.

Tæplega 11 milljarða króna hlutafé af rúmlega 13 milljarða króna hlutafé í fiskeldi á Íslandi er í eigu erlendra fyrirtækja. Um er að ræða ríflega 84 prósent af öllu hlutafé tíu íslenskra fiskeldisfyrirtækja. 

Að langmestu leyti er um að ræða hlutafé frá norskum laxeldisfyrirtækjum sem fjárfest hafa í íslenskum laxeldisfyrirtækjum sem stunda sjókvíaeldi, Arnarlaxi og Arctic fish ehf. á Vestfjörðum. Af 10.442 milljóna króna hlutafé þessara tveggja fyrirtækja eru 10.296 milljónir í eigu erlendra aðila en einungis 146 milljónir í eigu íslenskra aðila. Þetta kemur fram við athugun Stundarinnar á hlutafjáreign þeirra 10 fiskeldisfyrirtækja sem starfshópur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fjallaði um í skýrslu sem hann skilaði af sér nú í ágúst. 

Auk þessara tveggja stóru og hlutafjársterku laxeldisfyrirtækja eru tvö önnur laxeldisfyrirtæki sem sérhæfa sig í sjókvíaeldi á laxfiskum í rúmlegri meirihlutaeigu norskra laxeldisfyrirtækja. Þetta eru Fiskeldi Austfjarða hf. og Laxar Fiskeldi hf. Eina fyrirtækið ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Fréttir

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Fréttir

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Fréttir

Júlíus Vífill veitti lögmanni meðmæli

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu