Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Inngróið skilningsleysi í kerfinu öllu á afleiðingum kynferðisbrota

Eft­ir fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir þing­kona að ferl­ið sem lá að baki þeirri ákvörð­un að veita Robert Dow­ney upp­reist æru sé allt of vél­rænt og end­ur­spegli skiln­ings­leysi á eðli og af­leið­ing­um kyn­ferð­is­brota gegn börn­um. Skiln­ings­leysi sem sé inn­gró­ið í allt kerf­ið og birt­ist einnig í dómi Hæsta­rétt­ar. Nefnd­in ósk­aði eft­ir gögn­um máls­ins, en eng­in efn­is­leg rök lágu fyr­ir ákvörð­un­inni.

Inngróið skilningsleysi í kerfinu öllu á afleiðingum kynferðisbrota

Ferlið að baki þessari ákvörðun endurspeglar innbyggt skilningsleysi á afleiðingum kynferðisbrota í kerfinu öllu,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði í morgun um ferlið sem liggur að baki þeirri ákvörðun um að veita uppreist æru, í kjölfar þess að Robert Downey fékk æru sína uppreista og endurheimti í kjölfarið lögmannsréttindin þrátt fyrir að hafa verið fundinn sekur um kynferðisbrot gegn fimm stúlkum.

Auk nefndarmanna sátu á fundinum ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytsins og formaður Lögmannafélagsins. Í máli hans kom fram að Lögmannafélagið lagðist gegn ákvörðun Hæstaréttar um að veita Roberti lögmannsréttindin aftur, slíkt hefði ekki komið til greina í nágrannalöndnum. Í Svíþjóð hefði til dæmis aldrei komið til álita að maður sem hefði framið glæp af þessari stærðagráðu fengi lögmannsréttindin aftur. Á fundinum óskaði nefndin eftir þeim gögnum sem liggja að baki ákvörðuninni og ráðuneytið samþykkti að afhenda þau, en Svandís segir að ferlið að baki ákvörðuninni sé allt of vélrænt.

Formleg skilyrði

„Það sem stendur eftir í mínum huga er fyrst og fremst tvennt. Annars vegar það að svo virðist sem ráðuneytið hafi innleitt vélrænt ferli á undanförnum árum og áratugum sem að mínu mati getur ekki talist til sóma í réttarríki. Það er að segja að það séu ekki efnislegar ástæður sem liggja til grundvallar svo stórri ákvörðun sem þeirri sem uppreist æra er. Það virðist eins og það þurfi bara að uppfylla formleg skilyrði til að fá afgreiðslu á þeirri beiðni hverju sinni. Við óskuðum eftir að fá þau gögn sem liggja fyrir, eða sem lágu til grundvallar, það er að segja, fyrst og fremst þessar umsagnir, það sem kallað er meðmæli. Væntanlega mun nefndin funda aftur vegna þess.

„Það virðist sem það sé inngróið skilningsleysi á djúpstæðum áhrifum kynferðisbrota í kerfinu öllu.“

Síðan finnst mér það vera hitt málið sem er almennt til umhugsunar í þessu efni að það virðist sem það sé inngróið skilningsleysi á djúpstæðum áhrifum kynferðisbrota í kerfinu öllu og kynferðisbrotum gegn börnum. Bæði hvað varðar málflutningsréttindin, að það skuli ekki vera horft til eðlis brota þar, og að Hæstiréttur skuli vísa í þennan þrönga skilning á lögunum að brotið sé ekki framið í vinnunni, að þetta sé ekki brot í starfi hjá viðkomandi lögmanni. Líka að það sé enginn áskilnaður um að viðkomandi hafi leitast við að ná einhvers konar sáttum við samfélagið og þá sem fyrir brotunum urðu á sínum tíma.“

Fjársveltur málaflokkur 

Svandís bendir á að fræðimenn og fagaðilar sem starfa með þolendum ofbeldis, í Kvennaathvarfinu, á Stígamótum og víðar, haldi því statt og stöðugt fram að það vanti skilning á eðli og afleiðingum kynferðisbrota í kerfinu öllu. Mál Roberts Downey undirstriki það. 

Mér finnst þetta tiltekna mál sýna að við þurfum að gera miklu betur á öllum vígstöðum. Það þarf að fara yfir þetta allt saman og skoða stöðu þolenda kynferðisbrota, sönnunarbyrðina og allt sem þessum málum viðkemur. Það hefur áður verið rætt en það þarf bara að gera miklu betur í þessum efnum. 

Vilji stjórnvalda endurspeglast alltaf í fjármagni. Það er svo auðvelt að láta gera skýrslur og áætlanir án þess að fylgja því eftir. Við erum til dæmis með fína áætlun um mansal á Íslandi en hún er ekki fjármögnuð. Við erum með stefnu um að leggja aukna áherslu á þessa málaflokka en það er ekki fjármagnað. Raunverulegur vilji endurspeglast fyrst og fremst í því að setja meiri peninga í þessi mál á öllum stöðum, vegna þess að þekkingin er fyrir hendi. Þess vegna höfum við undanfarin ár lagt til breytingar á fjárlagafrumvarpinu, þar sem við leggjum til sérstaka fjárhæð til lögregluembættanna um allt land til að efla þennan þátt, en það hefur ekki verið samþykkt.“

Skilningsleysi Hæstaréttar

Málsmeðferðin endurspegli fyrst og fremst þekkingarleysi á eðli kynferðisbrota og afleiðingum þeirra. „Að láta eins og þú getir bara kallað til einhverja tvo fyrrverandi kennara þína eða þetta sé bara vélræn afgreiðsla. Við vitum ekkert hvað þessir tveir einstaklingar eru að segja í sinni greinargerð eða hvað þeir hafa fyrir sér. Kemur eitthvað fram þar um breytta afstöðu viðkomandi til sinna brota eða áherslu á yfirbót? Ég bara veit það ekki. Við vitum ekkert hvort það standi kannski bara að viðkomandi hafi sýnt af sér góða hegðun í einni setningu. Þetta virkaði á mig eins og þetta væri bara rútína. Þetta væri bara formsatriði. Það væri ekkert raunverulegt innihald þarna.“

„Þetta virkaði á mig eins og þetta væri bara rútína. Þetta væri bara formsatriði. Það væri ekkert raunverulegt innihald þarna.“

Sama skilningsleysi endurspeglast í niðurstöðu Hæstaréttar, segir hún, um endurheimt lögmannsréttinda. „Þar finnst mér við enn og aftur standa frammi fyrir algjöru skilningsleysi á eðli þessara brota. Hæstiréttur vísar í lögmannalögin og segir að þar sem brotin voru ekki framin í vinnunni eigi það ekki við.“

Fyrirkomulagið á hinum Norðurlöndunum þegar uppreist æra er veitt er mun strangara en hér á landi. Þá eiga afbrotamenn mun erfiðara með að öðlast ýmis borgaraleg réttindi á ný hafi þeir gerst sekir um alvarleg brot. Í dómi Hæstaréttar Noregs sem féll árið 2009 var einstaklingi hafnað að fá lögmannsréttindi sín á nýjan leik. Maðurinn hafði gerst sekur um fjársvik og ýmis bókhaldsbrot og dæmdur í 18 mánaða fangelsi vegna þeirra.

Engin efnisleg rök

Fundurinn var skráður sem venjulegur nefndarfundur og lokaður almenningi og fjölmiðlum. Stundin hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um ferlið sem lá að baki þessari ákvörðun en fjölmörgum spurningum er enn ósvarað. Svandís segir að samskipti ráðuneytisins við fjölmiðla hafi komið til tals á fundinum en því hafi verið svarað með því að starfsmenn væru margir í fríi.

Líkt og Stundin hefur greint frá þá getur það varðað refsingu samkvæmt núgildandi hegningarlögum að rifja upp afbrot dæmdra manna sem hafa hlotið uppreist æru. Þetta var einnig rætt á fundinum, en hluti nefndarmanna vildi meina að tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskránnar hefði meira vægi en þetta ákvæði hegningarlaganna. 

Bent hefur verið á að hópur fólks hafi sótt um uppreist æru en ekki fengið, en á fundinum í morgun kom fram að í öllum tilvikum hafi því verið hafnað vegna formlegra vankanta. Þá hafi ekki verið liðinn nægilega langur tími frá því að dómur féll, viðkomandi hefur verið með annað mál til umfjöllunar í réttarvörslukerfinu eða annað slíkt. „Það eru einu dæmin um að viðkomandi hafi ekki fengið uppreist æru þegar óskað hefur verið eftir því. Það eru engin efnisleg rök sem liggja þar að baki,“ segir Svandís.

Á fundinum kom fram að ráðuneytið starfar ekki eftir neinum verklagsreglum né sé horft til leiðbeinandi sjónarmiða þegar umsóknir um uppreista æru eru teknar fyrir. Eitt af skilyrðum þess að menn hljóta uppreista æru er að þeir hafi sýnt af sér góða hegðun. „Það er einfaldlega þannig að ef einstaklingur segist hafa sýnt af sér góða hegðun þá er tekið mark á því enda gilda engar reglur um hvernig það er metið,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Velja sína valinkunnu menn sjálfir

Þá kom ekki fram hvernig valinkunnir menn eru metnir. „Það virðist vera að einstaklingurinn sjálfur sem óskar eftir uppreist æru bendi á þessa valinkunnu menn. Þetta ku oft vera kennarar, meðferðaraðilar eða einhverjir slíkir. Það eru einhver dæmi um að ráðuneytið fylgi því eftir með símtölum en þetta eru ekki aðilar sem ráðuneytið útnefnir eða neitt slíkt. Við spurðum um þetta,“ segir Svandís. Þá segir Jón Þór svar ráðuneytisins hafa verið að engar reglur væru til staðar hjá ráðuneytinu þegar meta ætti hverjir gætu talist valinkunni einstaklingar.

Svandís segir að nefndin hafi ekki enn fengið  upplýsingar um hvaða valinkunnu menn hafi mælt með því að Robert Downey myndi fá uppreist æru. „Við höfum ekki upplýsingar um það. Við óskuðum eftir gögnum og það kom fram að ráðuneytið kvaðst myndu láta okkur fá gögnin, fyrst og fremst innihald þessara umsagna.“

 „Við óskuðum eftir gögnunum og ég vænti þess að við fáum þau.“

Aðspurð hvort nöfnin muni ekki fylgja þeim gögnum ítrekar hún: „Við óskuðum eftir gögnunum og ég vænti þess að við fáum þau. Það er eina leiðin til þess að við getum ræktað okkar eftirlitsskyldu gagnvart ráðuneytinu, ráðherranum og framkvæmdavaldinu.“

Gögn sem nefndinni eru afhent eru allajafna opinber gögn og aðgengileg almenningi. „Það þarf að óska sérstaklega eftir því að þau séu afhent í trúnaði til að svo sé. Mér skilst að það sé til meðferðar mál sem varðar þessi gögn hjá úrskurðarnefnd upplýsingamála og væntanlega kemur einhver niðurstaða þar. Almennt er ég á þeirri skoðun að slíkar upplýsingar eigi að liggja fyrir og að gögn eigi að birtast almenningi. Ég held að það sé eina leiðin til þess að almenningur geti treyst valdhöfum á hverjum tíma.“

Ábyrgðin ráðherra 

Á endanum sé það alltaf ráðherra sem ber ábyrgð á þessari ákvörðun. „Samkvæmt íslenskri stjórnskipan ber ráðherra ábyrgð.“ Bjarni Benediktsson, sem var starfandi dómsmálaráðherra, í fjarveru Ólafar Nordal og kvittaði upp á veitingu uppreistar æru, hefur hins vegar hafnað þeirri ábyrgð. „Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði Bjarni í viðtali við RÚV þegar hann var spurður hvort hann hefði átt aðkomu að málinu. „Það er vegna þess að ráðuneytið hefur komið upp þessu vélræna ferli. Ég tel það ekki standast skoðun að ferlið sé svo vélrænt að undirskrift ráðherra sé bara gúmmístimpill. Það getur aldrei verið þannig,“ segir Svandís.

„Ég tel það ekki standast skoðun að ferlið sé svo vélrænt að undirskrift ráðherra sé bara gúmmístimpill“

Þá hefur forsetinn, Guðni Th. Jóhannesson, einnig hafnað því að hafa átt nokkra aðkomu að málinu, þótt hann hafi einnig skrifað undir beiðni þess efnis. Í samtali við Vísi sagðist hann ekki hafa vitað um hvaða mann var að ræða þegar hann skrifaði undir beiðnina. „Þann 16. september í fyrra fékk ég fjórar svona beiðnir. Ég fæ engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms. Svo segir. „Nú þykja skilyrði vera fyrir hendi til þess að verða við framangreindri beiðni vil ég leyfa mér að leggja til að yður, forseti Íslands, mætti þóknast að veita nefndum manni uppreist æru sinnar að því er snertir framangreindan dóm,“ sagði Guðni.

Svandís segir að til að breyta þessu þurfi að breyta stjórnarskránni, „og það eigum við að gera. Svo er spurning hvort forseti eigi ekki að leita upplýsinga varðandi hvað liggur að baki hverju sinni. Eiga ekki bæði ráðherra og forseti á hverjum tíma að fá upplýsingar um hvaða sjónarmið liggja að baki þeirri ákvörðun sem er til umfjöllunar? Það hlýtur að vera.“

Þverpólítískur hópur vinni frumvarpið

Jón Þór segir nauðsynlegt að þverpólítískur hópur vinni að lagabreytingum um veitingu uppreistar æru. Það þurfi að gera í mikilli sátt við fagaðila og borgara á landinu. Í vikunni tilkynnti Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið að hún stefndi á að leggja fram frumvarp um breytingu á uppreist æru í haust.

„Breytingarnar á löggjöfinni þarf að vinna faglega og málefnalega og þá þarf að horfa til hinna Norðurlandanna þar sem veiting uppreistar æru er bundin mun þrengri og málefnalegri skilyrðum. Þá þætti mér eðlilegra að Alþingi ætti frumkvæðið að slíkri vinnu fremur en ráðuneytið sem hefur ekki verið að sinna málflokknum vel,“ segir Jón.

Jón segir alla nefndarmenninna vera sammála um að afbrotamenn eigi að taka út refsingar sínar í betrunarkerfi og fangar eigi að hafa þann möguleika að taka á nýjan leik þátt í samfélaginu þegar þeir hafa tekið út sína refsingu. „Það er þó ekki hægt að endurveita öll borgarleg réttindi í öllum tilfellum. Slíku þarf að setja þrengri skorður en þær sem til staðar eru í dag. Það er til að mynda óeðlilegt að læknir geti fengið atvinnuréttindi sín á ný hafi hann myrt sjúkling sinn,“ segir Jón.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
7
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu