Þessi grein er rúmlega 10 mánaða gömul.

Mennirnir sem viku vegna ásakana

Á síð­ast­liðnu ári hafa fjöl­marg­ir menn vik­ið í kjöl­far ásak­ana um kyn­bund­ið of­beldi. Hverj­ir eru þess­ir menn, hvað voru þeir sak­að­ir um og hvað varð þess vald­andi að þeir ann­að­hvort viku sjálf­ir eða misstu stöðu sína vegna þess?

Mennirnir sem viku vegna ásakana

Á síðustu tólf mánuðum hefur að minnsta kosti 31 nafngreindur karlmaður sagt af sér, verið vikið frá störfum, stigið til hliðar, verið hafnað í ábyrgðarstöður og landsliðsverkefni eða verið afbókaðir úr verkefnum vegna ásakana á hendur þeim um ósæmilega hegðun, áreitni, kynbundið ofbeldi eða kynferðisbrot. Hið sama má segja um í það minnsta þrjá aðra karlmenn, sem ekki hafa verið nafngreindir enn sem komið er. Svo virðist sem viðhorfsbreyting sé orðin í málum af þessu tagi en hvort sú breyting muni endast eða hafa áhrif til langrar framtíðar er enn óvíst.

Mestur fjöldi slíkra mála hefur risið frá því að nýjasta bylgja #MeToo mála hófst hér á landi í maí á síðasta ári, með máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. Eitt nýjasta dæmið um karlmann sem uppvís hefur orðið að ósæmilegri hegðun af þessu tagi er Einar Hermannsson sem vék sem formaður SÁÁ með yfirlýsingu um að hann hefði gerst sekur um að svara vændisauglýsingu, þegar Stundin upplýsti að hann hefði á árunum 2016 til 2018 keypt vændi af konu sem var og er skjólstæðingur samtakanna.

Frásagnir af ofbeldi og ósæmilegri hegðun hafa þó ekki í öllum tilfellum haft afleiðingar, utan umtals og í sumum tilfellum ærumissis fyrir þá karlmenn sem um ræðir. Þannig eru þess að minnsta kosti þrjú dæmi að sagt hafi verið frá ásökunum um ofbeldi af hálfu nafngreindra karlmanna án þess að þeir hafi þurft að sæta ábyrgð með því að missa stöðu sína eða status.

Dæmi um slíkt eru til að mynda knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson, en mál hans var til rannsóknar hjá lögreglu, og tónlistarmaðurinn Megas, sem var sömuleiðis kærður til lögreglu. Frásagnir af framferði þeirra hafa að því er best er vitað ekki haft verulegar afleiðingar fyrir þá. Umræða myndaðist á Alþingi Íslendinga um réttmæti heiðurslauna Megasar en ákveðið var að hann héldi þeim þrátt fyrir frásögn Bergþóru Einarsdóttur af háttsemi hans. Þá var formaður Flokks fólksins upplýst um sögur af ofbeldi sem frambjóðandi flokksins hefði beitt en formaðurinn, Inga Sæland, kaus að aðhafast ekkert vegna þessa.

Mennirnir sem um ræðir, þeir sem hafa þurft að víkja, hafa allir verið í áhrifastöðum af ýmsu tagi, hver í sínum geira. Er um að ræða framámenn í viðskiptalífinu, í íþróttum, listum og fjölmiðlum, auk annars. Ýmist er um að ræða valdamikla menn eða áhrifamikla, í sumum tilfellum vellauðuga einnig. Hér verður ekki fjallað um menn sem hlotið hafa dóma vegna fyrrgreindrar hegðunar heldur einvörðungu um menn sem hafa vikið eða orðið að víkja vegna þess að frásagnir um hegðun þeirra urðu opinberar.

Stundin gerði tilraunir til að ná sambandi við flesta mannanna sem hér eru til umfjöllunar, ýmist símleiðis, í tölvupósti eða með skilaboðum. Í fæstum tilfellum svöruðu mennirnir. Þar sem við á verður greint frá viðbrögðum þeirra.

Sendi óviðeigandi skilaboð

Leifur S. Garðarson

 • Hvenær: Byrjun árs 2020
 • Ásökun sett fram: 27. janúar 2021
 • Afleiðingar: Tekinn af dómaraskrá KKÍ í byrjun árs 2020. Fór í ótímabundið leyfi sem skólastjóri Áslandsskóla í febrúar 2021 og hætti þar 1. apríl sama ár.

Í janúar á síðasta ári var greint frá því að körfuknattleiksdómarinn Leifur S. Garðarsson hefði verið tekinn af dómaraskrá Körfuknattleikssambands Íslands eftir að hafa orðið uppvís að því að senda óviðeigandi skilaboð til leikmanns í meistaraflokki kvenna. Leikmaðurinn kvartaði til Körkuknattleikssambandsins vegna skilaboðanna. Í samtali við Mannlíf þann 27. janúar í fyrra sagði Hannes Jón Jónsson, formaður sambandsins, að um leið og málið hefði komið upp hefði nafn Leifs verið tekið út af niðurröðun dómara á leiki og hefði hann ekki dæmt á vegum KKÍ í rúmt ár. „Við líðum enga svona hegðun,“ var haft eftir Hannesi.

Leifur, sem einnig var skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði, var sendur í ótímabundið leyfi frá störfum sínum þar í febrúar vegna málsins. Hann lét af störfum sem skólastjóri 1. apríl síðastliðinn, að eigin ósk.

Hafnað af flokksfélögum

Ágúst Ólafur Ágústsson

 • Hvenær: Sumarbyrjun 2018
 • Ásökun sett fram: 7. desember 2018
 • Afleiðingar: Vék tímabundið af þingi eftir áminningu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar í desember 2018. Náði ekki einu af efstu sætunum á lista Samfylkingarinnar og tók ekki sæti á listanum í janúar 2021.

Í janúar fór fram uppstilling á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir alþingiskosningar sem fóru fram á síðasta ári. Haldin var skoðanakönnun meðal félaga í flokknum í desember árið 2020 sem meðal annars var stuðst við þegar stillt var upp á lista flokksins. Í þeirri skoðanakönnun náði Ágúst Ólafur Ágústsson, sitjandi þingmaður, ekki einu af efstu sætunum.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • ÁHG
  Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
  Af hvaða ástæðu er Orra Páls Dýrasonar ekki getið í þessari grein er hér einungis skrifað um þá er brjóta af sér innanlands,má brjóta erlendum konum er um vina tengsl milli stundarinnar og eigin konu Orra eða hvaða önnur ástæða er fyrir þessu?
  -1
  • Lukka Sigurdardottir Mermer skrifaði
   Einmitt, en það var ekki tilfellið í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar, hans brot á sér stað á Englandi. Og ekki er það orðið "of gamalt" þar sem greinin fjallar líka um brot Egils Einarssonar. Svo mig grunar illilega þessi vinatengsl sem þú nefnir. Hann virðist vera yfir þessa umfjöllun hafinn. Hér er enn eitt dæmið um gerendameðvirkni og það af hálfu Stundarinnar. Orðatiltækið um Jón og Séra Jón á víst vel við hérna.
   -1
  • Lukka Sigurdardottir Mermer skrifaði
   María Lilja sambýliskona Orra vann á Stundinni við pistlaskrif þar til metoo bankaði uppá á heimili þeirra. Það virðist að minnsta kosti vera líklegri kostur en yfirsjón af hálfu greinarhöfundar.
   -1
  • Emm Ell Ká skrifaði
   Já einmitt. Hér er augljóslega konu sem hefur ekkert með þetta mál að gera, um að kenna. Flott vegferð hjá þér Steinunn Lukka. Kemur svo augljóslega frá réttum stað.
   5
 • Elín Kona Eddudóttir skrifaði
  Takk fyrir þessa góðu og þörfu umfjöllun.
  1
 • Kristín Sólveig Bjarnadóttir skrifaði
  Takk Freyr Rögnvaldsson og Stundin. Væntanlega þarf framhaldsgrein síðar.
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Viku vegna ásakana

Þolendur eigi að stýra endurkomu slaufaðra manna
GreiningViku vegna ásakana

Þo­lend­ur eigi að stýra end­ur­komu slauf­aðra manna

Menn sem hafa beitt kyn­bundu of­beldi eiga ekki heimt­ingu á því að koma til baka í þær stöð­ur sem þeir viku úr þrátt fyr­ir að hafa gert yf­ir­bót. Þetta segja Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir, Eyja Mar­grét Brynj­ars­dótt­ir og Ólöf Tara Harð­ar­dótt­ir.
Sex konur segja séra Gunnar Sigurjónsson hafa áreitt og beitt sig kynbundnu ofbeldi
FréttirViku vegna ásakana

Sex kon­ur segja séra Gunn­ar Sig­ur­jóns­son hafa áreitt og beitt sig kyn­bundnu of­beldi

Séra Gunn­ar Sig­ur­jóns­son, sókn­ar­prest­ur við Digra­nes- og Hjalla­prestakall, var ekki send­ur í leyfi vegna sam­starfs­örð­ug­leika held­ur vegna ásak­anna um kyn­ferð­is­legt áreiti, kyn­bund­ið of­beldi og einelti.
„Það er ekki endilega fengur að því að fá þessa menn aftur“
GreiningViku vegna ásakana

„Það er ekki endi­lega feng­ur að því að fá þessa menn aft­ur“

„Ekk­ert af þessu er þannig að þol­andi sé ein­hvers stað­ar að poppa kampa­víns­flösku,“ segja sér­fræð­ing­ar um þá þró­un að sí­fellt fleiri karl­menn víkja vegna ásak­ana um óá­sætt­an­lega fram­komu gagn­vart kon­um. Alls hafa 31 nafn­greind­ir menn þurft að sæta af­leið­ing­um á síð­asta ári, en leið­in til baka velt­ur á við­brögð­un­um og þarf að ger­ast í sam­ráði við þo­lend­ur.
„Ég er ekki með einhvern hrylling á samviskunni“
ViðtalViku vegna ásakana

„Ég er ekki með ein­hvern hryll­ing á sam­visk­unni“

Ingólf­ur Þór­ar­ins­son, Ingó veð­ur­guð, neit­ar því að hafa brot­ið gegn kon­um eða geng­ið yf­ir mörk kvenna, þrátt fyr­ir að birt­ar hafi ver­ið á fjórða tug frá­sagna þar um. Hann hef­ur ekki far­ið í nafla­skoð­un vegna máls­ins og ekki breytt sam­skipt­um sín­um við kon­ur.

Nýtt á Stundinni

Icelandair endurskoðar kolefnissamstarf og Orkan breytir markaðsefni
Fréttir

Icelanda­ir end­ur­skoð­ar kol­efn­is­sam­starf og Ork­an breyt­ir mark­aðs­efni

Icelanda­ir end­ur­skoð­ar nú sam­starf sitt við Kol­við og seg­ir kol­efn­is­bind­ingu lít­inn hluta af að­gerð­um fé­lags­ins í lofts­lags­mál­um. Ork­an boð­ar breytt mark­aðs­efni um kol­efnis­jöfn­un sem seld er við­skipta­vin­um fyr­ir­tæk­is­ins, vegna um­fjöll­un­ar um vill­andi fram­setn­ingu Ork­unn­ar og Vot­lend­is­sjóðs.
Skaupið og félag Kristjáns í Samherja: Tökur fóru fram á Selfossi að hluta
Fréttir

Skaup­ið og fé­lag Kristjáns í Sam­herja: Tök­ur fóru fram á Sel­fossi að hluta

Einn töku­dag­ur í Ára­móta­s­kaup­inu fór fram á sjúkra­hús­inu og í leik­hús­inu á Sel­fossi. Sig­ur­jón Kjart­ans­son, eig­andi fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir eng­ar tök­ur hafa far­ið fram ut­an­dyra. Guð­jón Arn­gríms­son, hjá Sig­túni, seg­ir að fast­eigna­fé­lag­ið skipti sér ekk­ert að fram­leiðslu Skaups­ins og að fyr­ir­tæk­ið hafi ver­ið stofn­að til að gera aðra sjón­varpþáttaseríu sem teng­ist Sel­fossi óbeint.
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
Viðtal

Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

„Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
Borgin hunsar borgarlögmann og brýtur á hreyfihömluðum
Fréttir

Borg­in huns­ar borg­ar­lög­mann og brýt­ur á hreyfi­höml­uð­um

Bíla­stæða­sjóð­ur Reykja­vík­ur rukk­ar hand­hafa stæð­iskorta fyr­ir hreyfi­haml­aða fyr­ir að leggja í bíla­stæða­hús­um, þrátt fyr­ir álit borg­ar­lög­manns þar sem kem­ur fram að slík gjald­taka sé óheim­il. Álit borg­ar­lög­manns hef­ur leg­ið fyr­ir í ell­efu mán­uði en eng­inn inn­an borg­ar­kerf­is­ins hef­ur brugð­ist við.
KSÍ neitar að upplýsa um tuga milljóna greiðslur Sáda fyrir landsleik
Fréttir

KSÍ neit­ar að upp­lýsa um tuga millj­óna greiðsl­ur Sáda fyr­ir lands­leik

Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands (KSÍ) neit­ar að gefa upp hversu háa greiðslu sam­band­ið fékk fyr­ir að spila lands­leik­inn við Sádi-Ar­ab­íu í byrj­un nóv­em­ber. KSÍ fékk ekki grænt ljós hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir við­skipt­un­um eða lands­leikn­um, ólíkt því sem formað­ur KSÍ hafði sagt.
Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
Líf í myrkri
Vettvangur

Líf í myrkri

Mis­heimsk­ar eld­flaug­ar hafa dun­ið á úkraínsk­um borg­um og al­menn­ingi í 270 daga. 17 eld­flauga­árás­ir hvern ein­asta dag að með­al­tali. Loft­varn­ir hafa gert mik­ið en inn­við­ir í stóru landi eru ekki svip­ur hjá sjón. Raf­magni er skammt­að. Stjórn­völd biðla til fólks sem á þess kost að fara ut­an að gera það. En á með­an læra börn­in í tón­list­ar­skól­an­um í Irp­in að spila og syngja í myrkri.
Þrjár dansmyndir frá síðustu öld
Menning

Þrjár dans­mynd­ir frá síð­ustu öld

Litlu síðra get­ur ver­ið að liggja graf­kyrr og horfa á kvik­mynd sem snýst um dans en að dansa sjálf­ur. Sér í lagi á það við um þess­ar þrjár.
Miðaldra húsmóðir í meyjargervi
GagnrýniHvað er Drottinn að drolla?

Mið­aldra hús­móð­ir í meyj­ar­gervi

Að öllu sögðu skrif­ar Auð­ur Har­alds hér hug­vekj­andi bók um mið­ald­ir og heims­far­aldra, en ekki síð­ur um all­ar ósýni­legu mið­aldra kon­urn­ar í nú­tím­an­um, seg­ir í dómi Ás­geirs H. Ing­ólfs­son­ar.
Fjórar sviðsmyndir um endalok Úkraínustríðs
GreiningÁ vettvangi í Úkraínu

Fjór­ar sviðs­mynd­ir um enda­lok Úkraínu­stríðs

Fá­ir ef nokkr­ir sáu fyr­ir þá stöðu sem nú er uppi, níu mán­uð­um eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu. Hvort held­ur sem var, van­mat á úkraínska hern­um, eða of­mat á þeim rúss­neska, er erfitt að segja til um. En er ein­hver von til þess að höm­ung­un­um linni? Og þá hvernig? Val­ur Gunn­ars­son rýn­ir í fjór­ar mögu­leg­ar leið­ir til að enda stríð.
Bókmenntapælingar: Konur í ísskápum
Menning

Bók­menntapæl­ing­ar: Kon­ur í ís­skáp­um

Aug­ljósi sögu­hvat­inn sem aldrei deyr.