Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Oddviti Pírata búinn að kæra kosningarnar til Alþingis

Magnús Dav­íð Norð­dahl hef­ur kært fram­kvæmd kosn­ing­anna til Al­þing­is og dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins. Krefst Magnús þess að Al­þingi úr­skurði kosn­ing­ar í kjör­dæm­inu ógild­ar og fyr­ir­skipi upp­kosn­ingu.

Oddviti Pírata búinn að kæra kosningarnar til Alþingis
Vill uppkosningu Magnús Davíð dregur saman fjölda annmarka á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi í kæru til Alþingis. Mynd: Heida Helgadottir

Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur sent Alþingi og dómsmálaráðuneytinu kæru vegna framkvæmdar talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir kosningar til Alþingis um liðna helgi. Krefst Magnús þess að Alþingi úrskurði kosningar í kjördæminu ógildar og að uppkosning fari fram hið fyrsta.

Magnús krefst þess sömuleiðis að Alþingi fresti því að úrskurða um kjörbréf allra þingmanna Norðvesturkjördæmis, sem og um kjörbréf uppbótarþingmanna. Um er að ræða sextán þingmenn alls, sjö kjördæmakjörna þingmenn kjördæmisins og níu uppbótarþingmenn í öllum kjördæmum.

„Eina leiðin til að leysa úr þeim vanda sem við blasir er að skipa nýja og hæfa yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi og endurtaka kosningarnar þannig að hafið sé yfir allan vafa að farið sé eftir lögum og reglum“

Beinir Magnús kærunni til Alþingis sökum þess að samkvæmt stjórnarskrá er það Alþingis sjálfs að skera úr um hvort þingmenn séu löglega kosnir. Ástæða þess að kærunni er einnig beint til dómsmálaráðuneytisins er sú að í lögum um kosningar til Alþingis er tilgreint að kærum skuli beint til ráðuneytisins. Hins vegar segir einnig í lögunum að ráðuneytinu beri að vísa slíkri kæru til Alþingis.

Ótal annmarkar á framkvæmdinni

Magnús heldur því fram í kærunni að allir framboðslistar í kjördæminu hafi verið ólöglega kosnir vegna anmarka við framkvæmd kosningarinnar, eða öllu heldur við annmarka á talningu. Tiltekur hann helstu rök fyrir því, þau helst að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að lokinni talningu sem skylt er samkvæmt lögum; að umboðsmanni Pírata, sem í þessu tilviki var Magnús sjálfur, hafi ekki verið gert viðvart um að ákvörðun hefði verið tekin um að endurtalning atkvæða skyldi fara fram og hún hafin og henni haldið áfram þrátt fyrir mótmæli hans og að Landskjörstjórn hafi bókað að ekki hefði borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis um að meðferð og varðveisla kjörgagna hafi verið fullnægjandi.

Auk þessa bendir Magnús á að í fjölmiðlum hafi verið fluttar fréttir af því að óviðkomandi aðili hafi komist inn í talningasalinn milli talninga og tekið myndir þar án þess að neinn úr yfirkjörstjórn hafi verið sjáanlegur í salnum. Þá megi ráða það af fundargerð að aðeins formaður kjörstjórnar hafi verið viðstaddur þegar kjörgögn voru opnuð og talning hafin að nýju. Sá sami formaður, Ingi Tryggvason, hafi þá ítrekað tjáð sig um það í fjölmiðlum að fylgt hafi verið hefðum fremur en kosningalögum.

Telur Magnús að með því sem að framan er rakið hafi traust á úrslitum kosninganna tapast. „Eina leiðin til að leysa úr þeim vanda sem við blasir er að skipa nýja og hæfa yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi og endurtaka kosningarnar þannig að hafið sé yfir allan vafa að farið sé eftir lögum og reglum. Það er sanngjörn og réttmæt krafa frambjóðenda og ekki síst kjósenda í kjördæminu.“

Segir Magnús grafa undan trausti á alþingiskosningar

Í leiðara Morgunblaðsins í gær, undir heitinu „Jafnvel ákafamenn verða kunna sér hóf,“ var Magnúsi gefið að sök vera „fiska eftir því að fá fram nýjar kosningar í „sínu kjördæmi““ vegna „meintra alvarlegra mistaka“ af hálfu yfirkjörstjórnar í kjördæminu. Að mati þess sem leiðarann skrifar er Magnús að teygja sig „eins langt og hægt er“ til að tapa ekki í kosningunum. 

Þá er Magnús einnig sagður vanhæfur til að fjalla um málið. „Hann fékk 6,3% atkvæða í kosningunum og náði ekki kjöri. Nú er honum greinilega kappsmál að fá að reyna aftur og gengur harkalega og einstrengislega fram með þá kröfu sína að alþingismenn ógildi kosninguna.“

Gallarnir skipta ekki „raunverulegu“ máli

Til þess að endurtalning komi til greina segir pistlahöfundur að það þurfi að vera „verulegir“ og „alvarlegir“ gallar sem „raunverulegu máli skipta“ á framkvæmd kosninga og talningu atkvæða. „Ekkert slíkt [hefur] enn komið fram,“ segir í leiðara. 

Gert er lítið úr þeim athugasemdum að innsigla þurfi kjörgögn áður en þau eru send áfram til réttra aðila. Þá segir skýrum stöfum að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að það hafi í raun verið ágalli á vinnubrögðum yfirkjörstjórnar.

Leiðarahöfundur heldur því fram að það sé reynt að gera það tortryggilegt að einn af húsráðendum á kjörstað hafi tekið mynd af kjörgögnum óinnsigluðum í talningarsal í lok talninga og að ekkert sé athugavert við hana.

Að lokum segir að það sé „alvarlegt mál að grafa undan trausti almennings á alþingiskosningum. Það sem fram hefur komið í þessu máli gefur ekkert tilefni til að það sé gert.“

Hagsmunir einstaka frambjóðenda

Í leiðaranum er á nokkrum stöðum vísað í pistil Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem hann birti á vefsíðu sinni í gær. Þar staðhæfir Björn að Píratar og Miðflokkurinn hafi farið illa út úr kosningunum og þess vegna fari „fallkandídatar“ þeirra mikinn í því að „ala á tortryggni í garð þeirra sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninganna og talningu atkvæða í NV-kjördæmi“. 

Hann segir Magnús Davíð Norðdahl vera reyna að koma sér á þing með því að fara fram á að láta ógilda kosninguna. „Í Kastljósinu færði Magnús Davíð þetta hagsmunamál sitt í þann búning að vegna ágreinings um talningu atkvæða í NV-kjördæmi í kosningum sem leiddu til skýrrar niðurstöðu af hálfu kjósenda sé allt stjórnkerfi þjóðarinnar í húfi,“ skrifaði Björn.

Björn segir að vilji kjósenda skipti mestu máli í kosningum og Magnús sé að ganga gegn þeim vilja sem sínum röksemdarfærlsum. Hann segir Magnús gefa ekkert fyrir það að Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, hafi byggt störf sín á hefð sem „gengi framan almennum lögum, í þessu tilviki kosningalögum.“

Að lokum segir Björn að örlög frambjóðenda í jaðarsætum ráðist ekki af rannsókn lögreglu heldur „vilja kjósenda“ og að vilji kjósenda ráði ákvörðun þingmanna í þessu máli en ekki „hagsmunir einstakra frambjóðenda“.

Í öðrum pistli um sama efni segir Björn:

„Fljótræðisleg viðbrögð þeirra sem eiga um sárt að binda vegna mannlegra mistaka við atkvæðatalningu duga ekki til að kollvarpa úrslitum kosninga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Endurtalning í Norðvesturkjördæmi

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Þingmenn sem brjóta lög
Þorvaldur Gylfason
PistillEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þorvaldur Gylfason

Þing­menn sem brjóta lög

Saga helm­inga­skipta­flokk­anna og föru­nauta þeirra er löðr­andi í lög­brot­um langt aft­ur í tím­ann. Ef menn kom­ast upp með slíkt fram­ferði ára­tug fram af ára­tug án þess að telja sig þurfa að ótt­ast af­leið­ing­ar gerða sinna og brota­vilj­inn geng­ur í arf inn­an flokk­anna kyn­slóð fram af kyn­slóð, hvers vegna skyldu þeir þá ekki einnig hafa rangt við í kosn­ing­um, spyr Þor­vald­ur Gylfa­son.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þetta gerðist í Norðvestur
GreiningEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þetta gerð­ist í Norð­vest­ur

At­burða­rás­in á því hvað gerð­ist í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sunnu­dag­inn 26. sept­em­ber er hægt og ró­lega að koma í ljós. Stund­in hef­ur sett sam­an tíma­línu út frá gögn­um frá lög­reglu, máls­at­vik­um und­ir­bún­ings­nefnd­ar um rann­sókn kjör­bréfa, gögn­um sem hafa ver­ið birt á vef Al­þing­is og sam­töl­um við að­ila sem voru á svæð­inu.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
3
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
4
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
6
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
9
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Formaður BÍ: Innflutningur afurðastöðva „ekki beint í samkeppni við bændur“
10
ViðtalSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Formað­ur BÍ: Inn­flutn­ing­ur af­urða­stöðva „ekki beint í sam­keppni við bænd­ur“

Formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist treysta því að stór­fyr­ir­tæk­in í land­bún­aði muni skila bænd­um ávinn­ingi af nýj­um und­an­þág­um frá sam­keppn­is­lög­um. Hann við­ur­kenn­ir að litl­ar sem eng­ar trygg­ing­ar séu þó fyr­ir því. Það hafi þó ver­ið mat hans og nýrr­ar stjórn­ar að mæla með breyt­ing­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu