Þessi grein er rúmlega 8 mánaða gömul.

Þetta gerðist í Norðvestur

At­burða­rás­in á því hvað gerð­ist í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sunnu­dag­inn 26. sept­em­ber er hægt og ró­lega að koma í ljós. Stund­in hef­ur sett sam­an tíma­línu út frá gögn­um frá lög­reglu, máls­at­vik­um und­ir­bún­ings­nefnd­ar um rann­sókn kjör­bréfa, gögn­um sem hafa ver­ið birt á vef Al­þing­is og sam­töl­um við að­ila sem voru á svæð­inu.

Þetta gerðist í Norðvestur

Allt frá því að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þann 26. september, degi eftir alþingiskosningarnar, hefur atburðarásin þennan örlagaríka sunnudag komið betur og betur í ljós. Alls kærðu sextán einstaklingar kosningarnar en talsverðar breytingar urðu á niðurstöðunum við endurtalningu. Málið hefur verið rannsakað af lögreglustjóranum á Vesturlandi og undirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Hvað gerðist í Norðvestur?

Tímalína atburða sunnudaginn 26. september. Tímalínan er unnin upp úr lögregluskýrslu, gögnum sem hafa birst á vef Alþingis, málsatvikum Undirbúningsnefndar um rannsókn kjörbréfa og samtölum Stundarinnar við fólk sem var á staðnum.

0

06:55

Fyrstu meðlimir yfirkjörstjórnar yfirgefa húsnæðið.

07:00

Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi kynntar í fjölmiðlum.

07:06

Starfsmaður yfirkjörstjórnar tekur mynd af talningarsvæði.

07:09

Ingi Tryggvason yfirgefur talningarsalinn og er þar með síðasti meðlimur yfirkjörstjórnar til að yfirgefa salinn. Í salnum voru kjörgögn skilin eftir óinnsigluð.

07:11

Þrír starfsmenn hótelsins sjást við vinnu inn í sal. Einn þeirra hverfur úr mynd kl. 07:14:20 og kemur aftur í mynd kl. 07:15:41.

07:11

Starfsmaður hótelsins læsir aðalhurð inn í talningarsalinn.

07:15

Talningu atkvæða lýkur samkvæmt fundargerð yfirkjörstjórnar og talningarfólk yfirgefur staðinn.

07:35

Samkvæmt fundargerð yfirkjörstjórnar var fundi frestað og ákveðið að honum yrði framhaldið kl. 13. Þá átti að ganga frá á talningarstað og skrá breytt atkvæði.

Athugasemd: Tveir fulltrúar í yfirkjörstjórn sem nefndin ræddi við skýrðu frá því að venja sé að fara frá kjörgögnum með þessum hætti til að hvílast en halda síðan vinnunni áfram á sunnudegi, þá frágangi eftir talningu og skráningu breyttra atkvæðaseðla.
Athugasemd: Ingi Tryggvason sagði við URK að hann liti svo á að þar sem fundinum hafi verið frestað á sunnudagsmorgninum væri talningu væri ekki lokið og því hefði ekki þurft að innsigla kjörgögn.

07:37

Ljós slökkt í salnum eftir frágang starfsfólks hótelsins.

07:57

Ljós í salnum kveikt og þau slökkt strax aftur. Starfsmaður hótelsins kíkir inn í sal inn um eldhúshurð og lokar strax aftur. Er allan tímann í mynd.

08:04

Starfsmaður gengur inn í fremri sal og fer á bakvið barborð. Hann gengur svo út úr mynd frá 08:05:16 til 08:05:30. Fer síðan út úr sal. Gengur um hurð í eldhúsi.

08:05

Starfsmaður kemur aftur inn í sal. Hverfur úr mynd kl 08:06:02 og birtist aftur kl. 08:07:26 í mynd. Þá er annar starfsmaður í hurðagættinni. Þau ganga svo út úr salnum kl. 08:07:32. Gengið um hurð úr eldhúsi og inn í sal.

08:07

Jón Pétursson, hótelstjóri og einn eigandi Hótels Borgarness, tók mynd innan úr salnum.

08:10

Starfsmaður hótelsins kemur inn í fremri sal og inn fyrir barborðið. Er í mynd allan tímann og gengur út úr sal kl 08:11:50

08:15

Starfsmaður hótelsins kemur inn í fremri sal og fer strax úr mynd til vinstri. Hann kemur aftur í mynd klukkan 08:17:27 og gengur þá beint út úr salnum. Hurð úr eldhúsi og inn í sal.

08:32

Starfsmaður hótelsins í hurðargættina í hurð úr eldhúsinu.

09:02

Starfsmaður kemur inn í sal úr eldhúsinu og fer aftur út kl 09:03:30. Er í mynd allan tímann.

09:17

Starfsmaður hótelsins kemur inn í fremri sal í gegnum hurð úr eldhúsi og fer aftur út skömmu síðar. Er í mynd allann tímann.

09:27

Starfsmaður hótelsins kemur inn í fremri sal úr eldhúsinu og gengur út skömmu síðar. Er í mynd allann tímann.

09:34

Starfsmaður hótelsins kemur inn í fremri sal úr eldhúsinu og gengur út skömmu síðar. Er í mynd allann tímann.

09:39

Starfsmaður hótelsins gengur inn í fremri salinn úr eldhúsi. Er úr mynd kl 09:39:19 til kl 09:39:44. Fer út úr sal 09:39:52.

09:40

Tveir starfsmenn hótelsins tóku myndir af sér og kjörgögnum innan úr auðum sal. Meðal þeirra var Sonja Blomsterberg.

Athugasemd: Þær myndir sem voru teknar inn í salnum sýna að kjörgögn voru ekki geymd í lokuðum hirslum eða undir innsigli á meðan YKS var fjarverandi. „Á myndunum sjást blýantar, pennar og strokleður á borðum við inngang salarins ásamt blaðamöppum og handbókum.“
Athugasemd: Í samantekt lögreglu kemur fram að þar sem eftirlitsmyndavélar sýni ekki svæðið þar sem kjörgögn voru geymd geti lögregla ekki fullyrt um það, af eða á, hvort farið var að svæðinu þar sem kjörgögn voru geymd á meðan YKS var fjarverandi.

10:09

Starfsmaður hótelsins gengur inn í fremri sal úr eldhúsinu, athugar með aðalhurð og gengur út skömmu síðar. Er í mynd allann tímann.

10:16

Starfsmaður hótelsins birtist í hurðargætt úr eldhúsinu og hverfur svo.

10:17

Starfsmaður hótelsins birtist í hurðargætt úr eldhúsinu og hverfur svo.

10:37

Starfsmaður hótelsins gengur inn í fremri salinn í gegnum hurð að eldhúsi, gengur inn á barinn og gengur út aftur. Er allann tímann í mynd.

11:27

Ritari landskjörstjórnar hringir í Inga Tryggvason til að láta vita að ekki hafi borist kosningaskýrsla frá kjördæminu.

11:29

Tveir starfsmenn hótelsins ganga inn í salinn og annar þeirra bendir í átt að kössum með atkvæðum. Annar þeirra athugar hvort aðalhurð að salnum sé læst. Báðir hverfa úr mynd til vinstri kl 11:29:24 og koma aftur í mynd kl. 11:29:53 og ganga út úr sal kl. 11:30:08.

11:46

Ingi mætir aftur á talningarstað samkvæmt fundargerð yfirkjörstjórnar.

Athugasemd: Í fundargerðinni skrifar Ingi að um það leiti sem hann mætti hafi Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar hringt í hann og skýrt frá því að „lítill munur væri á atkvæðafjölda að baki jöfnunarsætum í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Var því beint til yfirkjörstjórnar hvort tilefni væri til nánari skoðunar vegna þessa.“

11:59

Ingi mætir á talningarstað samkvæmt upptökum úr öryggismyndavélum hótelsins. Starfsmaður hótelsins aflæsti aðaldyrum að salnum á sama tíma og fór svo.

„Ég var bara að fara taka til og svoleiðis. Það var alveg ótengt þessu símtali,“ segir Ingi við blaðamann.

11:59

Ingi var einn í talningarsal í korter með óinnsigluðum atkvæðum.

12:15

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir meðlimur í yfirkjörstjórn mætir á talningarstað.

12:30

Guðrún Sighvatsdóttir, meðlimur yfirkjörstjórnar, mætir á talningarstað.

Athugasemd: Samkvæmt lögregluskýrslu segir Guðrún að þegar hún kom hafi hún mætt Inga og séð að Ingibjörg var komin og var farin að starfa. Ingi kom til aftur inn í rýmið nýbúinn að taka símtal. Hann hefði sagt að þau þyrfti líklega að telja aftur. Hann hefði svo farið strax í Viðreisnarbunkann og séð að þar voru rangt flokkuð atkvæði. Hann hefði sagt að það hefði ekki verið spurning um að telja þyrfti aftur.

12:30

Berglind Lilja Þorbergsdóttir, starfsmaður yfirkjörstjórnar, mætir á talningarstað.

Athugasemd: Samkvæmt vitnaskýrslum lögreglu furðar Berglind sig á því að Ingi og Ingibjörg séu að skoða atkvæði þegar hún kemur.

12:32

Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, hringir ásamt ritara landskjörstjórnar og stærðfræðingi og kemur á framfæri ábendingu um að „tveimur atkvæðum munar á atkvæðahlutfalli Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi, samkvæmt uppgefnum tölum yfirkjörstjórna til fjölmiðla, og að það gæti haft áhrif á úthlutun jöfnunarsæta“. Símayfirlit Kristínar staðfesta þetta.

Athugasemd: Á fundi landskjörstjórnar 26.október var ný tímalína um samskipti landskjörstjórnar og Inga Tryggvasonar lögð fram sem sýndi fram á nýjar upplýsingar um hvenær þetta símtal átti sér stað.

12:38

Símayfirlit Kristínar Edwald staðfestir að á þessum tímapunkti hafi Ingi Tryggvason hringt og spurt hvort það væri nóg að yfirkjörstjórnin myndi kanna atkvæði Viðreisnar.

12:55

Katrín Pálsdóttir, meðlimur yfirkjörstjórnar, mætir á talningarstað.

13:00

Ingi hringir í Karen Birgisdóttur,starfsmann YKS sem hafði umsjón með talningarfólki, og óskaði eftir því að hún tæki með sér tíu talningarstarfsmenn með sér til endurtalningar.

13:00

Fundur yfirkjörstjórnar átti að hefjast að nýju samkvæmt fundargerð yfirkjörstjórnar. Samkvæmt fundargerðinni mættu þrír meðlimir YKS á þessum tíma, þau Bragi, Katrín og Guðrún.

Athugasemd: Í fundargerð yfirkjörstjórnar kemur fram að á þessum tímapunkti hafi yfirkjörstjórnin tekið ákvörðun um að fara yfir atkvæði greidd Viðreisn vegna ábendingar Kristínar Edwald.

13:03

Bragi Rúnar Axelsson, meðlimur í yfirkjörstjórn, mætir á talningarstað.

Athugasemd: Þegar Bragi mætti á svæðið var kassi með Viðreisnar atkvæðum upp á borði. Hann sagðist ekki hafa verið viðstaddur þegar villurnar í Viðreisnarbunkanum fundust.

13:32

Ingi hefur samband við starfsfólk talningar og biður þau um að koma aftur til að telja að nýju.

13:47

Kristín Edwald hringir í Inga til að koma á framfæri ábendingu um að gæta þess að yfirkjörstjórnin upplýsi og boði umboðsmenn framboðslista.

14:00

Um þetta leiti hringir Bjarney Bjarnadóttir, frambjóðandi Viðreisnar í kjördæminu, í Þórunni Birtu Þórðardóttur, umboðsmann Viðreisnar, og tjáir henni að Ingi hafi hringt og látið hana vita að endurtalning stæði til.

Athugasemd: Bjarney var í öðru sæti á lista Viðreisnar í kjördæminu en ekki umboðsmaður. Ekki var hringt í umboðsmenn Viðreisnar og þeir látnir vita að endurtalning myndi fara fram.

14:00

Ingi hringir fjórtán símtöl í umboðsmenn framboða og lætur þá vita af endurtalningu.

14:10

Um þetta leyti hringdi Ingi í Þóru Geirlaugu Bjartmarsdóttur, umboðsmann Vinstri grænna og lét hana vita af endurtalningunni.

14:30

Starfsmaður sem vann við talningu mætti á þessu tímabili á talningarstað. Talning var hafin þegar hann mætti.

Athugasemd: Starfsmaðurinn greindi frá því bið URN að búið hafi verið að fara yfir Viðreisnar atkvæðabunkann og auða og ógilda seðla. Viðkomandi starfsmaður sagði jafnframt að við yfirferð yfir breytt atkvæði hafi hann fundið þrjú atkvæði sem áttu að vera í öðrum bunka.

14:30

Karen Birgisdóttir, starfsmaður yfirkjörstjórnar sem hefur umsjón með starfsfólki talningar kemur á talningarstað.

Athugasemd: Starfsmaðurinn sagði að yfirkjörstjórn hafi byrjað að telja nokkra listabókstafi áður en hún kom á svæðið. Búið hafi verið að telja nokkra flokka áður en starfsfólk talningar tók við.
Athugasemd: Eftir að talningarfólk var komið á staðinn fannst ein villa í atkvæðabunkum en hinar hafi áður verið komnar fram.
Athugasemd: Starfsmaðurinn tjáði YKS að hún vildi telja öll atkvæðin aftur með sínu talningarfólki. Á fundi með UKN sagði starfsmaðurinn að atkvæðaseðlar hafi ekki verið taldir frá grunni.

14:32

Um þetta leyti hringir Guðrún Vala Elísdóttir, umboðsmaður Samfylkingarinnar, í Hrönn Ríkharðsdóttur, hinn umboðsmann listans og tjáir henni að það eigi að endurtelja.

14:35

Um þetta leyti hringir Hrönn Ríkharðsdóttir, umboðsmaður Samfylkingarinnar, í Inga og spyr af hverju verið sé að telja aftur. Sjálf hafði hún ekki fengið símtal frá Inga. Hún segir honum að hún eigi erfitt með að mæta og hann svarar að endurtalningin skipti Samfylkinuna ekki máli.

Athugasemd: Ingi tjáði Hrönn að endurtalningin myndi ekki byrja að telja fyrr en klukkan þrjú.

14:37

Frétt um að endurtalning myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi birtist í Skessuhorni. Þar segir að búið sé að boða talningarfók til endurtalningar allra atkvæða í kjördæminu.

15:00

Um þetta leyti mættu Helga Thorberg, umboðsmaður Sósíalistaflokksins, og Bjarney Bjarnadóttir, frambjóðandi.

Athugasemd: Helga Thorberg sagði að Ingi hafi boðað sig til endurtalningarinnar en lagði ekki sérstaka áherslu á að hún yrði viðtstödd.

15:00

Magnús Davíð Norðdahl, frambjóðandi Pírata og annar umboðsmaður listans, sér í fjölmiðlum að endurtalning sé hafin.

15:04

Magnús Davíð Norðdahl hringir í Inga og kvartar yfir því að hafa ekki verið látinn vita af endurtalningunni.

Athugasemd: Í símtalinu fór Magnús fram á það að vera viðstaddur endurtalninguna og beðið væri meðan hann væri að keyra upp í Borgarnes. Í símtalinu kvartaði hann einnig yfir því að hvorki hann né hinn umboðsmaður Pírata voru látnir vita af endurtalningunni. Ingi segir við hann að hann hafi reynt að hringja í aðila sem hann taldi vera umboðsmann listans en sá aðili hafði ekki svarað símanum.

15:10

Endurtalning hófst samkvæmt fundargerð yfirkjörstjórnar.

Athugasemd: Samkvæmt upplýsingum lögreglu liggur fyrir að endurtalning atkvæða hafi ekki verið auglýst sérstaklega.

15:20

Magnús hringir aftur í Inga og biður hann um að bíða með endurtalninguna þangað til hann er mættur á svæðið.

15:23

Magnús sendir Inga textaskilaboð og undirstrikar kröfu sína.

15:30

Um þetta leyti mætir Þórunn Birta Þórðardóttir, annar umboðsmaður Viðreisnar á talningarstað.

Athugasemd: Þegar Þórunn mætti á svæðið segir hún að enginn umboðsmaður hafi verið kominn nema Helga og Bjarney sem var í raun ekki umboðsmaður heldur frambjóðandi.

16:28

Magnús Davíð Norðdahl, umboðsmaður Pírata, mætir á talningarstað.

Athugasemd: Þegar Magnús mætir á staðinn er endurtalningin langt komin. Magnús spyr Inga hverjir hefðu verið viðstaddir þegar innsigli kjörgagna voru rofin til þess að hefja endurtalninguna. Ingi svaraði því að kjörgögnin hefðu ekki verið innsigluð þegar talningu lauk um morguninn.

16:30

Um þetta leyti mætir Eyjólfur Ármannsson, umboðsmaður Flokk fólksins, á talningarstað.

16:59

Um þetta leyti mætir Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, umboðsmaður Vinstri grænna, á talningarstað.

17:30

Um þetta leyti mætir Guðmundur Gunnarsson frambjóðandi Viðreisnar á talningarstað.

17:47

Starfsmaður yfirkjörstjórnar sendir skýrslu til Hagstofu Íslands og talningarblað til landskjörstjórnar.

Athugasemd: Síðar kom í ljós að landskjörstjórn mat það svo að gögnin væru óskýr og ekki á því sniðmáti sem landskjörstjórn hafði sent yfirkjörstjórnum til útfyllingar.

18:05

Endurtalningu lauk samkvæmt fundargerð yfirkjörstjórnar

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • ÓGK
  Ólöf G Karlsdóttir skrifaði
  Gott að stundin hafi farið vel ofaní saumana
  0
 • Kormákur Bragason skrifaði
  Það er full ástæða til að gefa sér, að ef menn ætla að SVINDLA í kostningum hér á landi þá geri þeir það. Ég vil þakka Stundini fyrir þessa vönduðu greinargerð. Ég vona að ákærendahópurinn og lögmenn þeirra geti varið SÓMA Íslensku þjóðarinnar.
  0
 • Magnús Bjarnason skrifaði
  Það er augljóslega ekki hafið yfir vafa að hægt hafi verið að eiga við atkvæðin milli talninga.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

796. spurningaþraut: Það er kominn júlí! Árið er hálfnað!
MannlýsingSpurningaþrautin

796. spurn­inga­þraut: Það er kom­inn júlí! Ár­ið er hálfn­að!

Fyrri auka­spurn­ing: Af­mæl­is­barn dags­ins. Hvað heit­ir stúlk­an á mynd­inni hér of­an, en hún fædd­ist 1. júlí 1961.  * 1.  Fyrsti júlí er í dag, við höf­um spurn­ing­arn­ar um þá stað­reynd að mestu, en við hvað eða hvern eða hverja er júlí kennd­ur? 2.  Tveir kon­ung­ar Dan­merk­ur (og þar með Ís­lands) fædd­ust 1. júlí — ann­ar 1481 en hinn 1534. Báð­ir báru...
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Greining

Hæstrétt­ur Banda­ríkj­anna með fleiri rétt­indi í skot­sigt­inu

Ell­efu ríki Banda­ríkj­anna, und­ir for­ystu Re­públi­kana, hafa þeg­ar bann­að þung­un­ar­rof og allt að tólf til við­bót­ar gætu gert það á næstu dög­um. Íhalds­menn eru með yf­ir­burð­ar­stöðu í hæsta­rétti í fyrsta sinn í ára­tugi eft­ir þrjár skip­an­ir á for­seta­tíð Trumps. Skip­an­ir dóm­ara við rétt­inn hafa ít­rek­að breytt sögu og sam­fé­lagi Banda­ríkj­anna eft­ir að rétt­ur­inn tók sér sjálf­ur ein­vald til að túlka stjórn­ar­skrá lands­ins.
795. spurningaþraut: Hvað er Danmörk stór hluti Íslands?
ÞrautirSpurningaþrautin

795. spurn­inga­þraut: Hvað er Dan­mörk stór hluti Ís­lands?

Fyrri auka­spurn­ing: Af hverj­um er — eða öllu held­ur var — þessi stytta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað er stærst Norð­ur­land­anna? 2.  En þá næst stærst? 3.  Um það er hins veg­ar eng­um blöð­um að fletta að Dan­mörk er minnst Norð­ur­land­anna (ef Græn­land er ekki tal­ið með, vit­an­lega). En hvað telst Dan­mörk vera — svona nokk­urn veg­inn — mörg pró­sent af...
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Fréttir

Bens­ín, ol­ía og hús­næði hækka og draga verð­bólg­una með sér í hæstu hæð­ir

Verð­bólga mæl­ist 8,8 pró­sent og spila verð­hækk­an­ir á olíu og bens­íni einna stærst­an þátt auk hins klass­íska hús­næð­is­lið­ar. Það kostaði 10,4 pró­sent meira að fylla á tank­inn í júní en það gerði í maí.
794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?
ÞrautirSpurningaþrautin

794. spurn­inga­þraut: Bóf­ar, þing­menn, lög­fræð­ing­ar, hljóm­sveit eða eyj­ar?

Fyrri auka­spurn­ing: Ég ætla ekk­ert að fara í fel­ur með hvað það góða fólk heit­ir sem sjá má á sam­settu mynd­inni hér að of­an. Þau heita: Árel­ía Ey­dís Guð­munds­dótt­ir, Að­al­steinn Hauk­ur Sverris­son og Magnea Gná Jó­hanns­dótt­ir. Spurn­ing­in er hins veg­ar: Við hvað starfa þau nú upp á síðkast­ið? — og hér þarf svar­ið að vera þokka­lega ná­kvæmt. * Að­al­spurn­ing­ar: 1. ...
Skýrslan um Laugaland frestast enn
FréttirLaugaland/Varpholt

Skýrsl­an um Lauga­land frest­ast enn

Til stóð að kynna ráð­herr­um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á því hvort börn hefðu ver­ið beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi á morg­un, 29. júní. Ekki verð­ur af því og enn er alls óvíst hvenær skýrsl­an verð­ur gef­in út.
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
793. spurningaþraut: Nú er eins gott að þið þekkið heiðhvolfið
ÞrautirSpurningaþrautin

793. spurn­inga­þraut: Nú er eins gott að þið þekk­ið heið­hvolf­ið

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða skáld­sögu Hall­dórs Lax­ness má lesa um per­són­una Ástu Sóllilju? 2.  Hvað heit­ir am­er­íska teikni­myndaserí­an Pe­anuts á ís­lensku? 3.  Í hve mik­illi hæð yf­ir yf­ir­borði Jarð­ar byrj­ar heið­hvolf­ið (á ensku stratosph­ere)? 4.  Hvað hét eig­in­mað­ur Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar hinn­ar seinni? 5.  Hver gaf út hljóm­plöt­una Vespert­ine fyr­ir 21 ári?...
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
Karlmennskan#96

Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

„Það er erfitt fyr­ir mig að kjarna gagn­rýni á Jor­d­an Peter­son því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það van­hæfni hans til að setja sig í spor jað­ar­settra hópa eða kvenna.“ seg­ir Unn­ur Gísla­dótt­ir mann­fræð­ing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari. Unn­ur hef­ur les­ið all­ar bæk­ur Jor­d­an Peter­son og lík­lega inn­byrt meira magn af efni eft­ir hann held­ur en marg­ur að­dá­and­inn. Unn­ur er hins veg­ar lít­ill að­dá­andi og fær­ir okk­ur gagn­rýni sína þar sem hún varp­ar femín­ísku ljósi á mál­flutn­ing Jor­d­an Peter­son. Fyr­ir þau sem ekki kann­ast við mann­inn þá er hann af­ar um­deild­ur pró­fess­or í sál­fræði sem virð­ist ná sér­stak­lega vel til karl­manna og er vin­sæll fyr­ir­les­ari um heim all­an og kom m.a. fram í Há­skóla­bíó um liðna helgi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar, Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.