Þessi grein er rúmlega 2 mánaða gömul.

Þetta gerðist í Norðvestur

At­burða­rás­in á því hvað gerð­ist í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sunnu­dag­inn 26. sept­em­ber er hægt og ró­lega að koma í ljós. Stund­in hef­ur sett sam­an tíma­línu út frá gögn­um frá lög­reglu, máls­at­vik­um und­ir­bún­ings­nefnd­ar um rann­sókn kjör­bréfa, gögn­um sem hafa ver­ið birt á vef Al­þing­is og sam­töl­um við að­ila sem voru á svæð­inu.

Þetta gerðist í Norðvestur

Allt frá því að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þann 26. september, degi eftir alþingiskosningarnar, hefur atburðarásin þennan örlagaríka sunnudag komið betur og betur í ljós. Alls kærðu sextán einstaklingar kosningarnar en talsverðar breytingar urðu á niðurstöðunum við endurtalningu. Málið hefur verið rannsakað af lögreglustjóranum á Vesturlandi og undirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Hvað gerðist í Norðvestur?

Tímalína atburða sunnudaginn 26. september. Tímalínan er unnin upp úr lögregluskýrslu, gögnum sem hafa birst á vef Alþingis, málsatvikum Undirbúningsnefndar um rannsókn kjörbréfa og samtölum Stundarinnar við fólk sem var á staðnum.

0

06:55

Fyrstu meðlimir yfirkjörstjórnar yfirgefa húsnæðið.

07:00

Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi kynntar í fjölmiðlum.

07:06

Starfsmaður yfirkjörstjórnar tekur mynd af talningarsvæði.

07:09

Ingi Tryggvason yfirgefur talningarsalinn og er þar með síðasti meðlimur yfirkjörstjórnar til að yfirgefa salinn. Í salnum voru kjörgögn skilin eftir óinnsigluð.

07:11

Þrír starfsmenn hótelsins sjást við vinnu inn í sal. Einn þeirra hverfur úr mynd kl. 07:14:20 og kemur aftur í mynd kl. 07:15:41.

07:11

Starfsmaður hótelsins læsir aðalhurð inn í talningarsalinn.

07:15

Talningu atkvæða lýkur samkvæmt fundargerð yfirkjörstjórnar og talningarfólk yfirgefur staðinn.

07:35

Samkvæmt fundargerð yfirkjörstjórnar var fundi frestað og ákveðið að honum yrði framhaldið kl. 13. Þá átti að ganga frá á talningarstað og skrá breytt atkvæði.

Athugasemd: Tveir fulltrúar í yfirkjörstjórn sem nefndin ræddi við skýrðu frá því að venja sé að fara frá kjörgögnum með þessum hætti til að hvílast en halda síðan vinnunni áfram á sunnudegi, þá frágangi eftir talningu og skráningu breyttra atkvæðaseðla.
Athugasemd: Ingi Tryggvason sagði við URK að hann liti svo á að þar sem fundinum hafi verið frestað á sunnudagsmorgninum væri talningu væri ekki lokið og því hefði ekki þurft að innsigla kjörgögn.

07:37

Ljós slökkt í salnum eftir frágang starfsfólks hótelsins.

07:57

Ljós í salnum kveikt og þau slökkt strax aftur. Starfsmaður hótelsins kíkir inn í sal inn um eldhúshurð og lokar strax aftur. Er allan tímann í mynd.

08:04

Starfsmaður gengur inn í fremri sal og fer á bakvið barborð. Hann gengur svo út úr mynd frá 08:05:16 til 08:05:30. Fer síðan út úr sal. Gengur um hurð í eldhúsi.

08:05

Starfsmaður kemur aftur inn í sal. Hverfur úr mynd kl 08:06:02 og birtist aftur kl. 08:07:26 í mynd. Þá er annar starfsmaður í hurðagættinni. Þau ganga svo út úr salnum kl. 08:07:32. Gengið um hurð úr eldhúsi og inn í sal.

08:07

Jón Pétursson, hótelstjóri og einn eigandi Hótels Borgarness, tók mynd innan úr salnum.

08:10

Starfsmaður hótelsins kemur inn í fremri sal og inn fyrir barborðið. Er í mynd allan tímann og gengur út úr sal kl 08:11:50

08:15

Starfsmaður hótelsins kemur inn í fremri sal og fer strax úr mynd til vinstri. Hann kemur aftur í mynd klukkan 08:17:27 og gengur þá beint út úr salnum. Hurð úr eldhúsi og inn í sal.

08:32

Starfsmaður hótelsins í hurðargættina í hurð úr eldhúsinu.

09:02

Starfsmaður kemur inn í sal úr eldhúsinu og fer aftur út kl 09:03:30. Er í mynd allan tímann.

09:17

Starfsmaður hótelsins kemur inn í fremri sal í gegnum hurð úr eldhúsi og fer aftur út skömmu síðar. Er í mynd allann tímann.

09:27

Starfsmaður hótelsins kemur inn í fremri sal úr eldhúsinu og gengur út skömmu síðar. Er í mynd allann tímann.

09:34

Starfsmaður hótelsins kemur inn í fremri sal úr eldhúsinu og gengur út skömmu síðar. Er í mynd allann tímann.

09:39

Starfsmaður hótelsins gengur inn í fremri salinn úr eldhúsi. Er úr mynd kl 09:39:19 til kl 09:39:44. Fer út úr sal 09:39:52.

09:40

Tveir starfsmenn hótelsins tóku myndir af sér og kjörgögnum innan úr auðum sal. Meðal þeirra var Sonja Blomsterberg.

Athugasemd: Þær myndir sem voru teknar inn í salnum sýna að kjörgögn voru ekki geymd í lokuðum hirslum eða undir innsigli á meðan YKS var fjarverandi. „Á myndunum sjást blýantar, pennar og strokleður á borðum við inngang salarins ásamt blaðamöppum og handbókum.“
Athugasemd: Í samantekt lögreglu kemur fram að þar sem eftirlitsmyndavélar sýni ekki svæðið þar sem kjörgögn voru geymd geti lögregla ekki fullyrt um það, af eða á, hvort farið var að svæðinu þar sem kjörgögn voru geymd á meðan YKS var fjarverandi.

10:09

Starfsmaður hótelsins gengur inn í fremri sal úr eldhúsinu, athugar með aðalhurð og gengur út skömmu síðar. Er í mynd allann tímann.

10:16

Starfsmaður hótelsins birtist í hurðargætt úr eldhúsinu og hverfur svo.

10:17

Starfsmaður hótelsins birtist í hurðargætt úr eldhúsinu og hverfur svo.

10:37

Starfsmaður hótelsins gengur inn í fremri salinn í gegnum hurð að eldhúsi, gengur inn á barinn og gengur út aftur. Er allann tímann í mynd.

11:27

Ritari landskjörstjórnar hringir í Inga Tryggvason til að láta vita að ekki hafi borist kosningaskýrsla frá kjördæminu.

11:29

Tveir starfsmenn hótelsins ganga inn í salinn og annar þeirra bendir í átt að kössum með atkvæðum. Annar þeirra athugar hvort aðalhurð að salnum sé læst. Báðir hverfa úr mynd til vinstri kl 11:29:24 og koma aftur í mynd kl. 11:29:53 og ganga út úr sal kl. 11:30:08.

11:46

Ingi mætir aftur á talningarstað samkvæmt fundargerð yfirkjörstjórnar.

Athugasemd: Í fundargerðinni skrifar Ingi að um það leiti sem hann mætti hafi Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar hringt í hann og skýrt frá því að „lítill munur væri á atkvæðafjölda að baki jöfnunarsætum í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Var því beint til yfirkjörstjórnar hvort tilefni væri til nánari skoðunar vegna þessa.“

11:59

Ingi mætir á talningarstað samkvæmt upptökum úr öryggismyndavélum hótelsins. Starfsmaður hótelsins aflæsti aðaldyrum að salnum á sama tíma og fór svo.

„Ég var bara að fara taka til og svoleiðis. Það var alveg ótengt þessu símtali,“ segir Ingi við blaðamann.

11:59

Ingi var einn í talningarsal í korter með óinnsigluðum atkvæðum.

12:15

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir meðlimur í yfirkjörstjórn mætir á talningarstað.

12:30

Guðrún Sighvatsdóttir, meðlimur yfirkjörstjórnar, mætir á talningarstað.

Athugasemd: Samkvæmt lögregluskýrslu segir Guðrún að þegar hún kom hafi hún mætt Inga og séð að Ingibjörg var komin og var farin að starfa. Ingi kom til aftur inn í rýmið nýbúinn að taka símtal. Hann hefði sagt að þau þyrfti líklega að telja aftur. Hann hefði svo farið strax í Viðreisnarbunkann og séð að þar voru rangt flokkuð atkvæði. Hann hefði sagt að það hefði ekki verið spurning um að telja þyrfti aftur.

12:30

Berglind Lilja Þorbergsdóttir, starfsmaður yfirkjörstjórnar, mætir á talningarstað.

Athugasemd: Samkvæmt vitnaskýrslum lögreglu furðar Berglind sig á því að Ingi og Ingibjörg séu að skoða atkvæði þegar hún kemur.

12:32

Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, hringir ásamt ritara landskjörstjórnar og stærðfræðingi og kemur á framfæri ábendingu um að „tveimur atkvæðum munar á atkvæðahlutfalli Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi, samkvæmt uppgefnum tölum yfirkjörstjórna til fjölmiðla, og að það gæti haft áhrif á úthlutun jöfnunarsæta“. Símayfirlit Kristínar staðfesta þetta.

Athugasemd: Á fundi landskjörstjórnar 26.október var ný tímalína um samskipti landskjörstjórnar og Inga Tryggvasonar lögð fram sem sýndi fram á nýjar upplýsingar um hvenær þetta símtal átti sér stað.

12:38

Símayfirlit Kristínar Edwald staðfestir að á þessum tímapunkti hafi Ingi Tryggvason hringt og spurt hvort það væri nóg að yfirkjörstjórnin myndi kanna atkvæði Viðreisnar.

12:55

Katrín Pálsdóttir, meðlimur yfirkjörstjórnar, mætir á talningarstað.

13:00

Ingi hringir í Karen Birgisdóttur,starfsmann YKS sem hafði umsjón með talningarfólki, og óskaði eftir því að hún tæki með sér tíu talningarstarfsmenn með sér til endurtalningar.

13:00

Fundur yfirkjörstjórnar átti að hefjast að nýju samkvæmt fundargerð yfirkjörstjórnar. Samkvæmt fundargerðinni mættu þrír meðlimir YKS á þessum tíma, þau Bragi, Katrín og Guðrún.

Athugasemd: Í fundargerð yfirkjörstjórnar kemur fram að á þessum tímapunkti hafi yfirkjörstjórnin tekið ákvörðun um að fara yfir atkvæði greidd Viðreisn vegna ábendingar Kristínar Edwald.

13:03

Bragi Rúnar Axelsson, meðlimur í yfirkjörstjórn, mætir á talningarstað.

Athugasemd: Þegar Bragi mætti á svæðið var kassi með Viðreisnar atkvæðum upp á borði. Hann sagðist ekki hafa verið viðstaddur þegar villurnar í Viðreisnarbunkanum fundust.

13:32

Ingi hefur samband við starfsfólk talningar og biður þau um að koma aftur til að telja að nýju.

13:47

Kristín Edwald hringir í Inga til að koma á framfæri ábendingu um að gæta þess að yfirkjörstjórnin upplýsi og boði umboðsmenn framboðslista.

14:00

Um þetta leiti hringir Bjarney Bjarnadóttir, frambjóðandi Viðreisnar í kjördæminu, í Þórunni Birtu Þórðardóttur, umboðsmann Viðreisnar, og tjáir henni að Ingi hafi hringt og látið hana vita að endurtalning stæði til.

Athugasemd: Bjarney var í öðru sæti á lista Viðreisnar í kjördæminu en ekki umboðsmaður. Ekki var hringt í umboðsmenn Viðreisnar og þeir látnir vita að endurtalning myndi fara fram.

14:00

Ingi hringir fjórtán símtöl í umboðsmenn framboða og lætur þá vita af endurtalningu.

14:10

Um þetta leyti hringdi Ingi í Þóru Geirlaugu Bjartmarsdóttur, umboðsmann Vinstri grænna og lét hana vita af endurtalningunni.

14:30

Starfsmaður sem vann við talningu mætti á þessu tímabili á talningarstað. Talning var hafin þegar hann mætti.

Athugasemd: Starfsmaðurinn greindi frá því bið URN að búið hafi verið að fara yfir Viðreisnar atkvæðabunkann og auða og ógilda seðla. Viðkomandi starfsmaður sagði jafnframt að við yfirferð yfir breytt atkvæði hafi hann fundið þrjú atkvæði sem áttu að vera í öðrum bunka.

14:30

Karen Birgisdóttir, starfsmaður yfirkjörstjórnar sem hefur umsjón með starfsfólki talningar kemur á talningarstað.

Athugasemd: Starfsmaðurinn sagði að yfirkjörstjórn hafi byrjað að telja nokkra listabókstafi áður en hún kom á svæðið. Búið hafi verið að telja nokkra flokka áður en starfsfólk talningar tók við.
Athugasemd: Eftir að talningarfólk var komið á staðinn fannst ein villa í atkvæðabunkum en hinar hafi áður verið komnar fram.
Athugasemd: Starfsmaðurinn tjáði YKS að hún vildi telja öll atkvæðin aftur með sínu talningarfólki. Á fundi með UKN sagði starfsmaðurinn að atkvæðaseðlar hafi ekki verið taldir frá grunni.

14:32

Um þetta leyti hringir Guðrún Vala Elísdóttir, umboðsmaður Samfylkingarinnar, í Hrönn Ríkharðsdóttur, hinn umboðsmann listans og tjáir henni að það eigi að endurtelja.

14:35

Um þetta leyti hringir Hrönn Ríkharðsdóttir, umboðsmaður Samfylkingarinnar, í Inga og spyr af hverju verið sé að telja aftur. Sjálf hafði hún ekki fengið símtal frá Inga. Hún segir honum að hún eigi erfitt með að mæta og hann svarar að endurtalningin skipti Samfylkinuna ekki máli.

Athugasemd: Ingi tjáði Hrönn að endurtalningin myndi ekki byrja að telja fyrr en klukkan þrjú.

14:37

Frétt um að endurtalning myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi birtist í Skessuhorni. Þar segir að búið sé að boða talningarfók til endurtalningar allra atkvæða í kjördæminu.

15:00

Um þetta leyti mættu Helga Thorberg, umboðsmaður Sósíalistaflokksins, og Bjarney Bjarnadóttir, frambjóðandi.

Athugasemd: Helga Thorberg sagði að Ingi hafi boðað sig til endurtalningarinnar en lagði ekki sérstaka áherslu á að hún yrði viðtstödd.

15:00

Magnús Davíð Norðdahl, frambjóðandi Pírata og annar umboðsmaður listans, sér í fjölmiðlum að endurtalning sé hafin.

15:04

Magnús Davíð Norðdahl hringir í Inga og kvartar yfir því að hafa ekki verið látinn vita af endurtalningunni.

Athugasemd: Í símtalinu fór Magnús fram á það að vera viðstaddur endurtalninguna og beðið væri meðan hann væri að keyra upp í Borgarnes. Í símtalinu kvartaði hann einnig yfir því að hvorki hann né hinn umboðsmaður Pírata voru látnir vita af endurtalningunni. Ingi segir við hann að hann hafi reynt að hringja í aðila sem hann taldi vera umboðsmann listans en sá aðili hafði ekki svarað símanum.

15:10

Endurtalning hófst samkvæmt fundargerð yfirkjörstjórnar.

Athugasemd: Samkvæmt upplýsingum lögreglu liggur fyrir að endurtalning atkvæða hafi ekki verið auglýst sérstaklega.

15:20

Magnús hringir aftur í Inga og biður hann um að bíða með endurtalninguna þangað til hann er mættur á svæðið.

15:23

Magnús sendir Inga textaskilaboð og undirstrikar kröfu sína.

15:30

Um þetta leyti mætir Þórunn Birta Þórðardóttir, annar umboðsmaður Viðreisnar á talningarstað.

Athugasemd: Þegar Þórunn mætti á svæðið segir hún að enginn umboðsmaður hafi verið kominn nema Helga og Bjarney sem var í raun ekki umboðsmaður heldur frambjóðandi.

16:28

Magnús Davíð Norðdahl, umboðsmaður Pírata, mætir á talningarstað.

Athugasemd: Þegar Magnús mætir á staðinn er endurtalningin langt komin. Magnús spyr Inga hverjir hefðu verið viðstaddir þegar innsigli kjörgagna voru rofin til þess að hefja endurtalninguna. Ingi svaraði því að kjörgögnin hefðu ekki verið innsigluð þegar talningu lauk um morguninn.

16:30

Um þetta leyti mætir Eyjólfur Ármannsson, umboðsmaður Flokk fólksins, á talningarstað.

16:59

Um þetta leyti mætir Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, umboðsmaður Vinstri grænna, á talningarstað.

17:30

Um þetta leyti mætir Guðmundur Gunnarsson frambjóðandi Viðreisnar á talningarstað.

17:47

Starfsmaður yfirkjörstjórnar sendir skýrslu til Hagstofu Íslands og talningarblað til landskjörstjórnar.

Athugasemd: Síðar kom í ljós að landskjörstjórn mat það svo að gögnin væru óskýr og ekki á því sniðmáti sem landskjörstjórn hafði sent yfirkjörstjórnum til útfyllingar.

18:05

Endurtalningu lauk samkvæmt fundargerð yfirkjörstjórnar

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd.
 • ÓGK
  Ólöf G Karlsdóttir skrifaði
  1. janúar 2022 20:02
  Gott að stundin hafi farið vel ofaní saumana
 • Kormákur Bragason skrifaði
  13. nóvember 2021 14:35
  Það er full ástæða til að gefa sér, að ef menn ætla að SVINDLA í kostningum hér á landi þá geri þeir það. Ég vil þakka Stundini fyrir þessa vönduðu greinargerð. Ég vona að ákærendahópurinn og lögmenn þeirra geti varið SÓMA Íslensku þjóðarinnar.
 • Magnús Bjarnason skrifaði
  12. nóvember 2021 14:50
  Það er augljóslega ekki hafið yfir vafa að hægt hafi verið að eiga við atkvæðin milli talninga.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

SÁÁ sendi Sjúkratryggingum gríðarlegt magn af tilhæfulausum reikningum
Fréttir

SÁÁ sendi Sjúkra­trygg­ing­um gríð­ar­legt magn af til­hæfu­laus­um reikn­ing­um

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands segja að ekk­ert í svör­um SÁÁ breyti þeirri nið­ur­stöðu að sam­tök­in hafi sent gríð­ar­legt magn af til­hæfu­laus­um reikn­ing­um. SÍ hafi lengi ver­ið í „al­geru myrkri“ um til­urð þeirra og eðli og þeir því ver­ið greidd­ir í góðri trú. Þá sé með­ferð SÁÁ á sjúkra­skrám „aug­ljós brot á lög­um“.
Héraðssaksóknari rannsakar SÁÁ
Fréttir

Hér­aðssak­sókn­ari rann­sak­ar SÁÁ

Ólaf­ur Þór Hauks­son, hér­aðssak­sókn­ari stað­fest­ir að eft­ir­lits­deild Sjúkra­trygg­inga Ís­lands hafi sent mál sem varð­ar SÁÁ til embætt­is­ins þar sem það verði rann­sak­að. Mál­ið hef­ur einnig ver­ið til­kynnt til Per­sónu­vernd­ar og land­læknisembætt­is­ins.
Tonga á fleira en eldfjöll, það er líka eina ríkið í Eyjaálfu sem hefur alltaf verið sjálfstætt
Illugi Jökulsson
Pistill10 af öllu tagi

Illugi Jökulsson

Tonga á fleira en eld­fjöll, það er líka eina rík­ið í Eyja­álfu sem hef­ur alltaf ver­ið sjálf­stætt

Eld­gos­ið í Tonga hef­ur vak­ið gríð­ar­lega at­hygli, ekki síst vegna merki­legra gervi­hnatta­mynda sem náð­ust af af­leið­ing­um sprengigoss­ins í neð­an­sjáv­ar­eld­fjall­inu Hunga Tonga.  Fram að því er óhætt að segja að eyrík­ið Tonga hafi ekki kom­ist í heims­frétt­irn­ar en það á sér þó sína merku sögu, eins og raun­in er um öll ríki. Á Tonga búa Pó­lý­nes­ar en for­feð­ur og -mæð­ur þeirra...
Norwegian Gannet slátraði á Reyðarfirði eftir að eldislaxar sýktust af blóðþorra
FréttirLaxeldi

Norweg­i­an Gann­et slátr­aði á Reyð­ar­firði eft­ir að eld­islax­ar sýkt­ust af blóð­þorra

Um­deilt slát­ur­skip kom til Ís­lands og hjálp­aði til við slátrun í Reyð­ar­firði eft­ir að fiski­sjúk­dóm­ur­inn blóð­þorri kom upp. Gísli Jóns­son hjá MAST seg­ir skip­ið hafa slátr­að tæp­lega 740 tonn­um. MAST seg­ir komu skips­ins hafa ver­ið í smit­varn­ar­skyni, til að koma í veg fyr­ir frek­ari út­breiðslu blóð­þorr­ans.
1.400 milljónir úr innviðasölu til eigenda
Fréttir

1.400 millj­ón­ir úr inn­viða­sölu til eig­enda

Eig­end­ur 7,7 pró­senta hlut­ar í fjöl­miðla- og fjar­skipta­fé­lag­inu Sýn nýttu tæki­fær­ið og seldu fyr­ir­tæk­inu sjálfu hluta­bréf í því. Stjórn­in hafði sett sér markmið um að koma sölu­hagn­aði vegna sölu óvirkra inn­viða fé­lags­ins til er­lendra fjár­festa til eig­enda sinna.
631. spurningaþraut: Bach, Hafdís Hrönn, Guðrún Helga ... og margt fleira
Þrautir10 af öllu tagi

631. spurn­inga­þraut: Bach, Haf­dís Hrönn, Guð­rún Helga ... og margt fleira

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir kon­an sem hér má sjá að of­an þeg­ar hún var á barns­aldri? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Dom­inic Cumm­ings — hver er það nú aft­ur? 2.  Johann Sebastian Bach var lengst af starfsævi sinni org­an­isti í ... hvaða borg? 3.  Hann samdi röð af konsert­um sem kennd­ir eru við ... hvaða stað í Þýskalandi? 4.  Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir...
„Eitt andartak glitti í svona litrík heimsslit“
Menning

„Eitt and­ar­tak glitti í svona lit­rík heimsslit“

Hversu samdauna er­um við orð­in aug­lýs­ing­um í al­manna­rými? Marg­ir héldu að aug­lýs­inga­skilti borg­ar­inn­ar væru bil­uð, en það reynd­ist vera Upp­lausn, lista­sýn­ing Hrafn­kels Sig­urðs­son­ar. Fyr­ir suma var sýn­ing­in „frí“ frá stans­lausri sölu­mennsku. Fyr­ir aðra áminn­ing um hversu ná­lægt við er­um brún­inni.
Utan klefans: Um vináttu og vinaleysi karlmanna
Stefán Ingvar Vigfússon
Pistill

Stefán Ingvar Vigfússon

Ut­an klef­ans: Um vináttu og vina­leysi karl­manna

Þeg­ar Stefán Ingvar Vig­fús­son var að al­ast upp sagð­ist fað­ir hans ekki eiga neina vini. Sjálf­ur hef­ur hann minni þörf fyr­ir fé­lags­skap held­ur en kon­an hans. Hann leit­ar hér til föð­ur síns og ým­issa sér­fræð­inga í leit á skýr­ing­um hvað veld­ur, hvers vegna þeir séu ut­an klef­ans.
Misstu móður sína nóttina eftir að faðir þeirra var jarðaður
Viðtal

Misstu móð­ur sína nótt­ina eft­ir að fað­ir þeirra var jarð­að­ur

Bræð­urn­ir Elías Aron Árna­son, Gunn­laug­ur Örn Árna­son og Brynj­ar Pálmi Árna­son misstu báða for­eldra sína á að­vent­unni. Fað­ir þeirra, Árni Helgi Gunn­laugs­son, lést úr krabba­meini sex mán­uð­um eft­ir að hann greind­ist og nótt­ina eft­ir jarð­ar­för­ina lést móð­ir þeirra, Jenný Bára Hörpu­dótt­ir, 39 ára göm­ul. Dánar­or­sök er enn ókunn. „Það er skrít­in til­finn­ing að eiga hvorki mömmu né pabba,“ segja strák­arn­ir.
Ár byrjandans
Birnir Jón Sigurðsson
Pistill

Birnir Jón Sigurðsson

Ár byrj­and­ans

Í ár ætla ég að stinga mér í allt sem ég tek mér fyr­ir hend­ur, sama hversu góð­ur, ör­ugg­ur eða óör­ugg­ur ég er í því.
Blæbrigðamunur á reglum um sóttkví og einangrun
Úttekt

Blæ­brigða­mun­ur á regl­um um sótt­kví og ein­angr­un

Eft­ir breyt­ing­ar á lengd ein­angr­un­ar og mild­un reglna um sótt­kví hér á landi eru sótt­varn­ar­að­gerð­ir orðn­ar lík­ari því sem tíðk­ast á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Ekki er eðl­is­mun­ur á þeim regl­um sem gilda milli land­anna en ein­hver blæ­brigða­mun­ur þó.
630. spurningaþraut: Fræg tvíeyki, um þau er nú spurt
Þrautir10 af öllu tagi

630. spurn­inga­þraut: Fræg tví­eyki, um þau er nú spurt

Þar sem núm­er þraut­ar end­ar á núlli, þá er spurt um fræg tví­eyki af öllu mögu­legu tagi. Fyrri auka­spurn­ing: Hvaða tví­eyki er á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Tommi og ... 2.  Gil­bert og ... 3.  Batman og ... 4.  Barbie og ... 5.  Bald­ur og ... 6.  Fred Astaire og ... 7.  Mario og ... 8.  Simon...