Fer með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi til Mannréttindadómstóls Evrópu
Magnús Davíð Norðdal, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að fara með brot á kosningalögum til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Fréttir
7
Bjarni taldi eðlilegt að vafi um framkvæmd kosninga ylli ógildingu 2011
Bjarni Benediktsson var harðorður í umræðum um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings árið 2011. Meðal annars sagði hann það að „ef menn fá ekki að fylgjast með talningu atkvæða“ ætti það að leiða til ógildingar. Bjarni greiddi hins vegar í gær atkvæði með því að úrslit kosninga í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum ættu að standa, þrátt fyrir fjölmarga annmarka á framkvæmdinni.
Fréttir
ÖSE ítrekað gert athugasemdir við misræmi í störfum kjörstjórna
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hefur ítrekað gert athugasemdir við að misræmi sé í störfum kjörstjórna við kosningar hér á landi. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að auðvitað ætti að samræma framkvæmd kosninga yfir allt landið og koma boðvaldi á einn stað. Það hefði að líkindum komið í veg fyrir þau vandræði sem sköpuðust við kosningarnar í Norðvesturkjördæmi.
FréttirEndurtalning í Norðvesturkjördæmi
Starfsmaður yfirkjörstjórnar: Atkvæðaseðlar voru ekki endurtaldir frá grunni
Á fundi undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sagði Karen Birgisdóttir, starfsmaður yfirkjörstjórnar sem hafði umsjón með starfsfólki talningar, að í endurtalningunni í Norðvesturkjördæmi sunnudaginn 26. september hafi atkvæðaseðlar ekki verið endurtaldir frá grunni.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Auka atkvæði fannst í vettvangsferð í Borgarnesi
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fór í aðra vettvangsferð í Borgarnes síðastliðinn miðvikudag þar sem fannst gilt atkvæði í bunka merktum auðum atkvæðum. Grunur leikur á að talning atkvæða í Norðvesturkjördæmi hafi hafist áður en kjörstöðum lokaði. Slíkt er óheimilt.
Fréttir
Oddviti Pírata búinn að kæra kosningarnar til Alþingis
Magnús Davíð Norðdahl hefur kært framkvæmd kosninganna til Alþingis og dómsmálaráðuneytisins. Krefst Magnús þess að Alþingi úrskurði kosningar í kjördæminu ógildar og fyrirskipi uppkosningu.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.