Saga helmingaskiptaflokkanna og förunauta þeirra er löðrandi í lögbrotum langt aftur í tímann. Ef menn komast upp með slíkt framferði áratug fram af áratug án þess að telja sig þurfa að óttast afleiðingar gerða sinna og brotaviljinn gengur í arf innan flokkanna kynslóð fram af kynslóð, hvers vegna skyldu þeir þá ekki einnig hafa rangt við í kosningum, spyr Þorvaldur Gylfason.
FréttirEndurtalning í Norðvesturkjördæmi
6
Ingi Tryggvason var einn með kjörgögnum í rúman hálftíma
Samkvæmt uppfærðri málsatvikalýsingu undirbúningsnefndar um rannsókn kjörbréfa var Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis einn með kjörgögnum frá 11.59 til 12.35 eða í 36 mínútur en ekki korter eins og áður hafði komið fram.
GreiningEndurtalning í Norðvesturkjördæmi
3
Þetta gerðist í Norðvestur
Atburðarásin á því hvað gerðist í Norðvesturkjördæmi sunnudaginn 26. september er hægt og rólega að koma í ljós. Stundin hefur sett saman tímalínu út frá gögnum frá lögreglu, málsatvikum undirbúningsnefndar um rannsókn kjörbréfa, gögnum sem hafa verið birt á vef Alþingis og samtölum við aðila sem voru á svæðinu.
FréttirEndurtalning í Norðvesturkjördæmi
Starfsmaður yfirkjörstjórnar: Atkvæðaseðlar voru ekki endurtaldir frá grunni
Á fundi undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sagði Karen Birgisdóttir, starfsmaður yfirkjörstjórnar sem hafði umsjón með starfsfólki talningar, að í endurtalningunni í Norðvesturkjördæmi sunnudaginn 26. september hafi atkvæðaseðlar ekki verið endurtaldir frá grunni.
Fréttir
Ætlar ekki að skoða upptökur úr öryggismyndavélum
Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að hann ætli ekki að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum á Hótel Borgarnesi til að vera viss um að enginn starfsmaður hótelsins hafi farið inn í talningasalinn þegar enginn annar var viðstaddur. Þar að auki segir hann að hann myndi ekki fá aðgang að gögnunum vegna persónuverndarlaga
Fréttir
Birti mynd af óinnsigluðum atkvæðum eftir að talningu lauk
Kona, með tengsl við hótelið í Borgarnesi þar sem talning atkvæða fór fram, birti mynd á Instagram eftir að talningu var lokið af óinnsigluðum atkvæðum. Konan sem tók myndina virtist vera ein í salnum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.