Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vilhjálmur segir Sjálfstæðisflokkinn enga skírskotun hafa til kjósenda

Vil­hjálm­ur Bjarna­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fer hörð­um orð­um um flokk­inn sinn og spyr hvort hann sé á leið með að verða eins máls flokk­ur ut­an um fisk­veið­i­stjórn­un­ar­kerf­ið. Vil­hjálm­ur seg­ir jafn­framt Sam­fylk­ing­ar­fólk leið­in­legt, Pírata á „ein­hverju rófi“ og Mið­flokk­inn trú­ar­hreyf­ingu.

Vilhjálmur segir Sjálfstæðisflokkinn enga skírskotun hafa til kjósenda
Tætir í sig stjórnmálaflokkana Vilhjálmur sparar hvergi stóru orðin. Mynd: xd.is

Sjálfstæðisflokkurinn hefur úthýst fjölbreytni í innra starfi sínu og hefur enga skírskotun til kjósenda. Með því hefur flokkurinn smættað sig og heldur áfram á sömu braut, meðal annars með því að „viðhalda óskiljanlegri umræðu um fullveldi á plani frá 1918,“ að mati Vilhjálms Bjarnasonar, fyrrverandi þingmanns flokksins. Vilhjálmur spyr sig jafnframt hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að verða „eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fiskveiðistjórnunarkerfisins fæður för“.

Vilhjálmur skrifar grein í Morgunblaðið í dag og sparar hvergi stóru orðin. Yfirskrift greinarinnar er ,,Eru stjórnmálaflokka í öngstrætum?". Í henni skýtur Vilhjálmur föstum skotum í allar áttir innan íslenska flokkakerfisins. Þannig segir Vilhjálmur að sér sé fyrirmunað að skilja fyrir hvað Miðflokkurinn standi. „Eins manns flokkur án málefnis, en leitar þó að „kosningamálefninu“. Í eins manns flokknum verður til „trúarhreyfing“, trú á hinn óskeikula foringja, þar sem orðaflaumurinn gusast út eins og tómatsósa, en að öðru leyti algerlega innihaldslaust blaður,“ skrifar Vilhjálmur og gefur lítið fyrir snilld Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins, sem hann segir að hafi orðið til fyrir slysni í kosningu til formanns í Framsóknarflokknum.

„Meðlimir þess flokks virðast flestir hverjir vera á einhverju rófi sem engir skilur, ekki einu sinni þeir sjálfir“

Vilhjálmur heldur áfram og sendir því næst Pírötum pillu. „Meðlimir þess flokks virðast flestir hverjir vera á einhverju rófi sem engir skilur, ekki einu sinni þeir sjálfir, því þar þarf að kalla til vinnustaðasálfræðing til að fundir fúnkeri, og fúnkera þó ekki.“

Samfylkingin segir Vilhjálmur að hafi eðli Kvennalista, án allrar útgeislunar og sé einskis máls flokkur. „Að auki, þeir sem tala fyrir þessa fylkingu eru fjandanum leiðinlegri og skapvondir.“ Vinstri græn segir Vilhjálmur að séu uppfull af hugsjónafólki, sem hafi þó ekki meiri hugsjón en þá að hlaupa yfir í aðra flokka fái það ekki alls sem það krefjist.

Enginn leiðtogi í sjónmáli

Mest púður fer þó í það hjá Vilhjálmi að gagnrýna sinn eigin flokk og ljóslega er hann ekki hrifinn af því sem þar fer fram nú um stundir. Þar hafi fjölbreytni verið úthýst og meðal annars hafi forysta flokksins tekið þá afstöðu árið 2014 að afturkalla aðild að Evrópusambandinu sem hafi þá legið í svefni og engan skaðað. Það hafi hins vegar valdið því að stór hópur í atvinnurekendadeild flokksins sagt skilið við hann og gengið til liðs við nýjan smáflokk, skrifar Vilhjálmur og vísar þar til Viðreisnar.

„Hvernig má það vera að flokkur, sem var með 40% kjörfylgi, telur það ásættanlegt að fá 25% kjörfylgi,“ spyr Vilhjálmur svo og segir einnig að endingartími formanna flokksins hafi verið um tíu ár og nýr leiðtogi hafi ávallt verið í augsýn. „Nema núna!“

„Þetta fólk hefur orðið til í kosningamaskínunni inni í Sjálfstæðisflokknum!“

Vilhjálmur segir svo að lokum að hann sjálfur hafi lokið afskiptum sínum af stjórnmálum og sé því frjáls að því að láta ýmislegt frá sér fara eftir að hafa spurt sig áleitinna spurninga. Þannig spyrji hann sig hvort að prófkjör Sjálfstæðisflokksins hafi skilað sigurstranglegum listum. „Horfandi á mál utan frá og spurt þá sem ekki eru innmúraðir, segja kjósendur: Þetta fólk höfðar ekki til mín! Þetta fólk hefur enga skírskotun til mín! Þetta fólk hefur orðið til í kosningamaskínunni inni í Sjálfstæðisflokknum! Engin skírskotun til almennra kjósenda!“

Hafnað í síðasta prófkjöri

Vilhjálmur sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013 til 2017. Hann sat í fimmta sæti lista flokksin fyrir kosningarnar 2017 en náði ekki kjöri. Hann gaf kost á sér í prófkjöri flokksins í kjördæminu fyrr á þessu ári en hafði ekki árangur sem erfiði og varð ekki meðal sex efstu. 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár