Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Arctic Fish vill þrefalda framleiðslu sína en eigandinn telur sjókvíaeldið tilheyra fortíðinni

Mynd­bands­upp­tök­ur Veigu Grét­ars­dótt­ur á af­mynd­uð­um eld­islöx­um á Vest­fjörð­um hafa vak­ið upp um­ræð­una um sjókvía­eld­ið. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arctic Fish hef­ur gagn­rýnt Veigu fyr­ir mynd­irn­ar. For­stjóri eig­anda Arctic Fish tel­ur hins veg­ar að sjóvkía­eldi við strend­ur landa sé ekki fram­tíð­ina held­ur af­l­and­seldi fjarri strönd­um landa.

Arctic Fish vill þrefalda framleiðslu sína en eigandinn telur sjókvíaeldið tilheyra fortíðinni
4000 til 5000 tonn á hafi úti Norway Royal Salmon hyggst framleiða á milli 4000 til 5000 tonn af eldislaxi með aflandseldi á hafi úti til að byrja með. Fyrirtækið telur þessa aðferð vera framtíðina. Á sama tíma vill fyrirtækið framleiða 32 þúsund tonn af eldislaxi með strandeldi við Íslands.

,,Vaxtarmöguleikarnir í fiskeldi til framtíðar eru í slíkum sjálfbærum  lausnum," segir í ársreikningi norska laxeldisfyrirtækisins Norway Royal Salmon, sem er meirihlutaeigandi í íslenska laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish. Höfuðstöðvar Arctic Fish eru á Ísafirði en fyrirtækið stundar sjókvíaeldi á eldislaxi og regnbogasilungi inni í nokkrum fjörðum á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í ársreikningi Norway Salmon sem skilað var til ársreikningarskrárinnar í Noregi í vor.

Í staðhæfingu norska laxeldisfyrirtækisins er vísað til þess að fyrirtækið þróar nú nýjar lausnir í laxeldi í Noregi þar sem sjókvíar fyrirtækisins eru staðsettar úti á rúmsjó, langt frá landi, en ekki inni í norskum fjörðum.  Þetta er gert til að ,,takmarka fótspor laxeldisins í umhverfinu" eins og segir í ársreikningi fyrirtækisins. Þessi lausn kallast Arctic Offshore Farming og segir Norway Salmon að hún tryggi ,,góða velferð fiskanna" og sé ,,sjálfbær lausn".

Ólíkar áherslurMyndin sýnir annars vegar að Norway Royal Salmon vill stunda strandeldi á Íslandi en aflandseldi í Noregi sem hafi takmörkuð umhverfisáhrif. Myndin er úr ársreikningi fyrirtækisins.

Arctic Fish og Veiga

Fyrirtækið Arctic Fish á Ísafirði hefur verið nokkuð til umræðu á liðnum dögum eftir að kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttor tók upp myndbönd af afmynduðum eldislöxum í sjókvíum fyrirtækisins, sem og í sjókvíum Arnarlax, núna í vor. Myndirnar voru sýndar á RÚV um liðna helgi.

Stjórnendur Arctic Fish voru ósáttir við Veigu og hringdu í hana, nánar tiltekið Daníel Jakobsson, og lýsu yfir óánægju sinni með uppátæki hennar. Arctic Fish telur meðal annars að Veiga hafi brotið sóttvarnarlög með myndatökunni. 

Veiga sagðist í viðtali við Stundina fyrr í vikunni hafa orðið fyrir ákveðinni hugljómun þegar hún sá afmyndaða regnbogasilunga í eldiskví í Skutulsfirði og að hún hafi í kjölfarið ákveðið að taka upp myndir í laxeldiskvíum í Dýrafirði og Arnarfirði, meðal annars hjá Arctic Fish. ,,Það sem blasti við mér var ekki fögur sjón,” sagði Veiga við Stundina en varð landsþekkt þegar hún sigldi kringum Ísland á kajak árið 2019 en með því vildi hún meðal annars vekja athygli á rusli og ástandi sjávar við Íslandsstrendur.  Myndirnar af afmynduðu löxunum sem Veiga tók eru þær fyrstu sem birtast opinberlega úr íslensku laxeldi. 

Styrki Veigu en gagnrýnir hana núArctic Fish styrki Veigu Grétarsdóttur þegar hún réri kringum landið árið 2019 en gagnrýnir hana nú eftir að hún tók upp myndir af afmynduðum eldislöxum í sjókvíum fyrirtækisins.

Athygli vekur að Arctic Fish styrkti Veigu í þeim leiðangri, ásamt fjölmörgum öðrum fyrirtækjum og notaði nafn hennar meðal annars í markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Þegar hún kom til Ísafjarðar skrifaði Arctic Fish á Facebook-síðu sína.  ,,Vinkona okkar hún Veiga Grétarsdóttir mun koma til Ísafjarðar á morgun! Mun Veiga þá ljúka við hringferð sína í kringum Ísland á kayak, en þess ber að geta að hún er bæði fyrst allra kvenna til að róa hringinn sem og fyrst allra til að klára hringinn rangsælis. Að vera á móti straumnum kallar á styrkleika, þrautseigju, og skýran koll. Allt kostir sem vinkona okkar býr svo sannarlega yfir."

Eftir að Veiga tók upp myndirnar í sjókvíum Arnarlax sendi félagið hins vegar frá sér tilkynningu þar sem það sagði að einungis lítill hluti af eldisfiskunum í sjókvíunum væru afmyndaðir og að Veiga hefði gerst sek um lögbrot.  ,,Á þeim tíma sem umrædd myndskeið eiga að hafa verið tekin upp voru sennilega um 5 milljónir fiska í kvíum á Vestfjörðum. Særðir fiskar, eins og sjást á umræddum myndum eru algjör undantekning og lýsa með engum hætti ástandi í eldiskvíum fyrirtækisins. Nánast öll framleiðsla félagsins, um 99% fer enda í hæstu gæðaflokka," sagði fyrirtækið í fréttatilkynningu.  

Umsvifin á VestfjörðumMyndin, sem tekin er úr ársreikningi Norway Royal Salmon, sýnir umsvif Arctic Fish á Vestfjörðum.

 Aflandseldi er framtíðin en vilja stóraukið eldi í fjörðum Íslands

Samtímis vinnur Arctic Fish að því að stórauka laxeldi sitt inni í fjörðum Vestfjarða jafnvel þó að Norway Royal Salmon virðist vera meðvitað um að slíkt sjókvíaeldi svo nálægt landi er ekki framtíðin.  Í ársreikningi Norway Royal Salmon kemur fram að Arctic Fish sé í dag með leyfi til að framleiða 17.100 tonn af eldislaxi á ári í Ísafjarðardjúpi, Dýrafirði og Tálkna- og Patreksfirði og að félagið hafi sótt um leyfi til að framleiða 14.800 tonn til viðbótar í þessum fjörðum sem og í Arnarfirði.  Samanlagt gæti Arctic Fish því verið með leyfi til að framleiða tæplega 32.000 þúsund tonn af eldislaxi í þessum fjörðum. 

Forstjórinn talar um aflandseldi sem framtíðinaForstjóri Norway Royal Salmon, Charles Hostlund, talar um aflandseldi á eldislaxi sem framtíðina en ekki strandeldi eins og það sem Arctic Fish stundar á Vestfjörðum.

Út frá ársreikningi Norway Royal Salmon er því ljóst að á sama tíma og félagið vinnur að því að þróa þessar aflandalausnir ætla fyrirtækið líka að halda áfram að finna ný lönd fyrir strandeldi sitt, meðal annars Arctic Fish og Vestfirðina. Á sama tíma og Norway Royal Salmon segir að möguleikar laxeldisins í heiminum á að vaxa til framtíðar séu í aflandseldinu þá séu líka vaxtamöguleikar í strandeldinu á Íslandi: ,,Arctich Fish er staðsett á Vestfjörðunum á Íslandi þar sem eru góð skilyrði fyrir fiskeldi og vaxtarmöguleikar til framtíðar eru miklir," segir í ársreikningnum. Þessir vaxtarmöguleikar eru í strandeldi en ekki aflandseldi. 

Forstjórinn: Náttúran ráði för

Fyrirtækið segir hins vegar ekki í ársreikningum  að strandeldið sem Arctic Fish stundar í sjókvíum sé ,,sjálfbært" og að þetta sé framleiðsluaðferð á eldislaxi sem feli í sér minnsta ,,fótsporið í umhverfinu". Þetta eru einkunnir sem fyrirtækið velur fyrir hina nýju framleiðsluaðferð sem það er að þróa ásamt öðrum laxeldisfyrirtækjum, meðal annars Salmar AS, norskum eiganda Arnarlax á Bíldudal. Aflandseldið. 

,, Við erum sannfærðir um að sjálfbær framleiðsla á laxi er mikilvægur liður að því að tryggja verðmætasköpun okkar til framtíðar"

Um þetta segir forstjóri Norway Royal Salmon, Charles Høstlund, í ársreikningnum: ,,Hjá Norway Royal Salmon höfum við mikinn metnað fyrir því að framleiða næringarríkan lax í hæsta gæðaflokki en með eins smá fótspori í umhverfinu og við getum eða eins og við orðum það þá erum við ,,Guided by nature". Við erum sannfærðir um að sjálfbær framleiðsla á laxi er mikilvægur liður að því að tryggja verðmætasköpun okkar til framtíðar," segir hann í erindi sínu í ársreikningnum. 

Miðað við orð fyrirtækisins sjálfs í ársreikningnum þá mun sjálfbær framleiðsla á laxi í framtíðinni byggja á því að notast við aflandseldi en ekki þess konar strandeldi sem fyrirtækið hefur stundað hingað til og sem Arctic viss er nú að byggja upp í stórum stíl á Vestfjörðum og sem fyrirtækið hefur gagnrýnt Veigu Grétarsdóttur fyrir að fjalla um.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Gagnrýni SFS leiddi til lykilbreytinga á laxeldisfrumvarpinu
SkýringLaxeldi

Gagn­rýni SFS leiddi til lyk­il­breyt­inga á lax­eld­is­frum­varp­inu

Gagn­rýni frá Sam­bandi ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja spil­aði stóra rullu í því að nýju frum­varpi um lax­eldi var breytt og við­ur­lög minnk­uð við slysaslepp­ing­um. Þetta er ann­að mest um­deilda ákvæði frum­varps­ins en hitt snýst um að gefa lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um ótíma­bund­in leyfi til sjókvía­eld­is hér við land. Mat­væla­ráð­herra vill hætta við ótíma­bundnu leyf­in í lax­eld­inu eft­ir harða um­ræðu á Al­þingi.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
8
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
3
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
7
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár