Veiga afþakkaði fjórar milljónir: „Ég ætla að standa með náttúrunni“
Veiga Grétarsdóttir kajakræðari varð landsþekkt þegar hún leiðrétti kyn sitt og réri rangsælis í kringum Ísland. Hún er einn af háværari gagnrýnendum laxeldis á Vestfjörðum og hefur birt myndir af afskræmdum eldislöxum. Í viðtali við Stundina ræðir hún um nýtt myndband sem hún tók undir eldiskvíum í Dýrafirði, baráttu sína gegn laxeldinu og hvernig það er að vera gagnrýnin rödd í litlu samfélagi fyrir vestan.
FréttirLaxeldi
3
Eigandi Arctic Fish segir 300 til 400 þúsund eldislaxa hafa drepist í Dýrafirði
Á milli 300 og 400 þúsund eldislaxar hafa drepist í sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði síðustu vikurnar. Eigandi fyrirtækisins, norska eldisfyrirtækið Norway Royal Salmon, sendi frá sér tilkynningu vegna þessa í gær. Tilkynningin kom í kjölfar þess að myndir voru birtar af dauðu löxunum. Laxadauðinn mun hafa áhrif á ársafkomu og sláturtölur fyrirtækisins.
FréttirLaxeldi
3
Ljósmyndir sýna stórfelldan laxadauða hjá Arctic Fish á Þingeyri
Myndir sem teknar voru á Þingeyri í gær sýna laxadauðann sem fyrirtækið Arctic Fish glímir við þar í kjölfar veðursins sem geisað hefur á Vestfjörðum. Fjölmörg kör af mismunandi illa förnum og sundurtættum eldislaxi eru tæmd í norskt skip sem vinnur dýrafóður úr eldislaxinum. Arctic Fish hefur sagt að laxadauðinn í sjókvíum fyrirtækisins kunni að nema 3 prósentum en ljóst er að hann er miklu meiri en það.
FréttirLaxeldi
2
Talsverður laxadauði í Dýrafirði vegna vetrarkulda
Talsverður laxadauði hefur verið í eldiskvíum Arctic Fish í Dýrafirði vegna vetrarkulda síðustu vikur. Daníel Jakobsson, starfsmaður Arctic Fish, segir að afföllin séu meiri en þau 3 prósent sem fyrirtækið gerði ráð fyrir. Skip frá norska fyrirtækinu Hordafor hefur verið notað til að vinna dýrafóður úr dauðlaxinum.
GreiningLaxeldi
Arctic Fish vill þrefalda framleiðslu sína en eigandinn telur sjókvíaeldið tilheyra fortíðinni
Myndbandsupptökur Veigu Grétarsdóttur á afmynduðum eldislöxum á Vestfjörðum hafa vakið upp umræðuna um sjókvíaeldið. Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefur gagnrýnt Veigu fyrir myndirnar. Forstjóri eiganda Arctic Fish telur hins vegar að sjóvkíaeldi við strendur landa sé ekki framtíðina heldur aflandseldi fjarri ströndum landa.
FréttirLaxeldi
Starfsmaður Arctic Fish hringdi í Veigu og snupraði hana fyrir myndir af afmynduðum eldislöxum
Kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir tók upp söguleg myndskeið af afmynduðum eldislöxum í sjókvíum í Arnarfirði og Dýrafirði. Starfsmaður Arctic Fish og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, Daníel Jakobsson, hringdi í Veigu og snupraði hana eftir að RÚV birti frétt um málið um helgina.
FréttirLaxeldi
Tveir starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish eru formenn bæjarráða á Vestfjörðum
Formenn bæjarráða Ísafjarðar og Bolungarvíkur eru nú báðir orðnir starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish sem ætlar að framleiða 25 þúsund tonn fyrir 2025. Þeir Baldur Smári Eiríksson og Daníel Jakobsson hafa báðir vikið af fundum vegna þessara tengsla.
Fréttir
Segir ráðningu Orkubússtjóra opinbera klíkuskap, blekkingarvef og spillingu
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, gagnrýnir ráðningu nýs Orkubússtjóra harðlega og talar um Orkubúsránið.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.