Veiga afþakkaði fjórar milljónir: „Ég ætla að standa með náttúrunni“
Veiga Grétarsdóttir kajakræðari varð landsþekkt þegar hún leiðrétti kyn sitt og réri rangsælis í kringum Ísland. Hún er einn af háværari gagnrýnendum laxeldis á Vestfjörðum og hefur birt myndir af afskræmdum eldislöxum. Í viðtali við Stundina ræðir hún um nýtt myndband sem hún tók undir eldiskvíum í Dýrafirði, baráttu sína gegn laxeldinu og hvernig það er að vera gagnrýnin rödd í litlu samfélagi fyrir vestan.
GreiningLaxeldi
Arctic Fish vill þrefalda framleiðslu sína en eigandinn telur sjókvíaeldið tilheyra fortíðinni
Myndbandsupptökur Veigu Grétarsdóttur á afmynduðum eldislöxum á Vestfjörðum hafa vakið upp umræðuna um sjókvíaeldið. Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefur gagnrýnt Veigu fyrir myndirnar. Forstjóri eiganda Arctic Fish telur hins vegar að sjóvkíaeldi við strendur landa sé ekki framtíðina heldur aflandseldi fjarri ströndum landa.
FréttirLaxeldi
Starfsmaður Arctic Fish hringdi í Veigu og snupraði hana fyrir myndir af afmynduðum eldislöxum
Kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir tók upp söguleg myndskeið af afmynduðum eldislöxum í sjókvíum í Arnarfirði og Dýrafirði. Starfsmaður Arctic Fish og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, Daníel Jakobsson, hringdi í Veigu og snupraði hana eftir að RÚV birti frétt um málið um helgina.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.