Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sakborningur í Samherjamálinu í Namibíu vill að ríkið greiði lögmannskostnað hans

Sacky Shangala, fyrr­ver­andi rík­is­sak­sókn­ari og dóms­mála­ráð­herra Namib­íu, vill að rík­ið út­vegi hon­um lög­mann eða greiði lög­manns­kostn­að hans. Upp­lýs­ing­ar hafa kom­ið fram sem bendla for­seta Namib­íu við Sam­herja­mál­ið og gæti krafa Shangala byggt á því að hann hafi ver­ið að fylgja skip­un­um.

Sakborningur í Samherjamálinu í Namibíu vill að ríkið greiði lögmannskostnað hans
Vill að ríkið greiði kostnaðinn Sacky Shangala, einn af sakborningunum í Samherjamálinu, vill að namibíska ríkið greiði kostnaðinn við málsvörn hans í málinu.

Sacky Shangala, einn af sakborningunum í Samherjamálinu í Namibíu, vill að namibíska ríkið greiði  lögmannskostnaðinn sem hann hefur orðið að greiða til að taka til varna í málinu. Shangala hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í nóvember árið 2019 grunaður um að hafa skipulagt og tekið við mútugreiðslum frá íslenska útgerðarfélaginu Samherja í skiptum fyrir hestamakrílskvóta í landinu.

Ástæðuna fyrir þesari kröfu segir Sacky Shangala vera þá að það hafi verið vegna starfa hans í opinberu embætti sem hann varð innvinklaður í Samherjamálið og þar af leiðandi eigi ríkið í Namibíu að sjá honum fyrir lögmanni eða að greiða lögmannskostnað hans. Fjallað er um þessa kröfu Sacky Shangala í namibískum fjölmiðlum

Rannsókn Samherjamálsins, sem kallað er Fishrot á ensku, er í fullum gangi þar í landi og er ráðandi stjórnmálaflokkur landsins, SWAPO, í auknum mæli bendlaður við það. Komið hafa fram upplýsingar sem benda til þess að peningarnir sem Samheri greiddi til þess hóps áhrifa - og stórnmálamanna, meðal annars Sacky Shangala, sem kallast hárkarlarnir, hafi að hluta til runnið til SWAPO-flokksins til að fjármagna flokksstarfið.  

Samherji hefur, í svari til Stundarinnar, neitað því að hafa fjármagnað flokksstarf SWAPO-flokksins. „Félög tengd Samherja hafa ekki styrkt Swapo-flokkinn,“ sagði Björgólfur Jóhannsson í svari til Stundarinnar í síðustu viku. Tekið skal fram að peningarnir sem SWAPO er sagður hafa fengið frá Samherja bárust í gegnum millilið og ekki beint frá íslensku útgerðinni. Þannig er ekki ómögulegt að Samherji hafi ekki vitað að peningarnir sem komu frá félaginu hafi á endanum runnið til SWAPO-flokksins. 

Björgólfur hefur ekki svarað framhaldserindi Stundarinnar um málið. 

Neitar að hafa styrkt flokkinnBjörgólfur neitar því að Samherji hafi styrkt SWAPO-flokkinn.

Ennþá stærra spillingarmál?

Eins og Stundin hefur greint frá þá hafa tveir lögmenn sem tóku þátt í miðla peningunum sem bárust til Sackky Shangala og viðskiptafélaga hans stigið fram og greint frá því að forseti Namibíu, Hage Geingob, hafi verið aðalmaðurinn í að skipuleggja að taka við greiðslunum frá Samherja og flokkur hans, SWAPO, hafi notið góðs af þeim.

Málið er því heldur betur að hlaða utan á sig eftir því sem rannsókn þess heldur áfram í Namibíu og virðist hún ætla að opinbera enn stærri og meiri spillingu en svo að málið snúist eingöngu um að sjömenningarnir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hafi þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir fiskveiðikvóta. 

Ef þessar upplýsingar sem komið hafa fram reynast réttar þá má segja að vandamálið sem rannsóknaraðilar í Namibíu standa frammi fyrir sé töluvert stærra en ef málið hefði bara snúist um að spillingin hefði verið einskorðuð við þá einstaklinga sem áttu í beinum samskiptum við Samherja og tóku við fjármunum frá útgerðinni. Meðal annars Sacky Shangala, Bernhard Esau og þeir James og Tamson Hatuikulipi. Ef SWAPO-flokkurinn hefur sem slíkur, og með vitund og vilja Hage Geingob forseta, komið að því að ákveða og skipuleggja múturnar til að fjármagna flokkinn og hjálpa honum að halda völdum í landinu þá verður snúnara og flóknara fyrir ákæruvaldið að taka á málinu en ef spillingin hefði bara verið bundin við nokkra einstaklinga.

SWAPO-flokkurinn hefur fengið meirihluta í öllum þingkosningum í landinu allt frá sjálfstæði þess fyrir þremur áratugum og hafa skilin á milli ríkislvaldsins sjálfs og SWAPO-flokksins orðið nokkuð óskýr með tímanum ef marka má hina nýju vitnisburði í málinu. Þannig virðast liðsmenn SWAPO-flokksins hafa litið á gæði ríkisins, eins og fiskveiðikvóta, sem gæði sem SWAPO-flokkurinn og ráðamenn hans hafa getað notið  góðs af. 

„SWAPO-flokkurinn hefur, með aðkomu sinni að því að stela frá okkur við fiskveiðiauðlind þjóðarinnar, eyðilagt orðspor landsins og þetta leiðir til þeirrar spurningar hvort SWAPO-flokkurinn geti yfirleitt stýrt þessu landi.“
Yfirlýsing frá PDM

Skorað á SWAPO-flokkinn að leggja spilin á borðið

Þessar fréttir um aðkomu SWAPO-flokksins að peningagreiðslunum frá Samherja hafa leitt til mikillar umræðu í Namibíu. Enda er það líka talsvert stærri frétt ef flokkurinn sjálfur og forsetinn eru viðriðnir málið. Staða SWAPO í Namibíu er svipuð og staða helsta valdaflokksins í Suður-Afríku, ANC, sem Nelson Mandel tilheyrði. Báðir flokkarnir eru frelsishreyfingar sinna landa sem áttu stóran þátt í að losa ríkin undan rasísku aðskilnaðarstjórninni í Suður-Afríku fyrir 30 árum síðan og komast til valda. Þannig má segja að um sé að ræða valdaflokka sem sækja mátt sinn til aðkomu sinnar að sjálfstæðisbaráttunni í löndunum tveimur. 

Einn af stjórnmálaflokkunum í Namibíu, Popular Democratic Movement, sendi meðal annars frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem skorað var á SWAPO-flokkinn að segja satt og rétt frá um aðkomu sína að Samherjamálinu þar sem Namibía væri nú land sem væri þekkt fyrir spillingu og þetta hefði áhrif á erlenda fjárfestingu í landinu. „Nú er Namibía land sem er tengt við spillingu. SWAPO-flokkurinn hefur, með aðkomu sinni að því að stela frá okkur við fiskveiðiauðlind þjóðarinnar, eyðilagt orðspor landsins og þetta leiðir til þeirrar spurningar hvort SWAPO-flokkurinn geti yfirleitt stýrt þessu landi,“ segir í yfirlýsingunni. 

Af þessu sést að byrjað er að spyrja þeirrar spurningar í Namibíu hvort SWAPO-flokkurinn sé yfirleitt stjórntækur í ljósi Samherjamálsins. 

Shangala gefur í skyn að hann hafi unnið fyrir forsetann

Vitnisburður veldur ólguVitnisburður Marén de Klerk um aðkomu Hage Geingob forseta að Samherjamálinu hefur vakið ólgu.

Þessi umræða um möguleg tengsla forsetans Haga Geingob og SWAPO-flokksins við peningagreiðslurnar frá Samherja fyrir hestmakrílskvótann skiptir máli varðandi þá beiðni Sacky Shangala að namibíska ríkið greiði lögmannskostnað hans. Shangala var ríkissaksóknari í Namibíu hluta þess tíma sem mútugreiðslurnar frá Samherja áttu sér stað og þar a undan starfsmaður embættis ríkissaksóknara og síðar dómsmálaráðherra. Krafa hans um greiðslu lögmannskostnaðar frá namibíska ríkinu byggir á því að hann hafi verið að starfa sem opinber embættismaður þegar hann kom að því að skipuleggja umræddar greiðslur. Með þessu gæti Shagnala meðal annars verið að gefa í skyn að hann hafi fengið skipanir um að koma að málinu frá hærra settum manni eða mönnum innan ríkisins. 

„Shangala og Hatuikulipi útskýrðu fyrir mér að þeim hafi verið fyrirskipað, af Hage Geingob forseta,“
Marén de Klerk

Þarna gæti Shangala mögulega verið að tala um Hage Geingob forseta en í yfirlýsingu sinni til namibísku spillingarlögreglunnar í fyrra sagði lögmaðurinn Marén de Klerk, sem kom að því að miðla greiðslunum frá Samherja fyrir „hákarlana“, að Shangala og James Hatuikulipi hefðu tjáð honum að Geingob væri með í ráðum. „Shangala og Hatuikulipi útskýrðu fyrir mér að þeim hafi verið fyrirskipað, af Hage Geingob forseta, sem þeir kölluðu „stjórann“, að setja upp félaganet til að sjá um útdeilingu fjárframlaga sem greidd höfðu verið til Swapo og ríkisstjórnarinnar af stuðningsmönnum þeirra,“ sagði hann í yfirlýsingu sinni. 

Í svörum frá ríkissaksóknarnum í Namibíu sem vitnað er til í namibískum fjölmiðlum kemur fram að ekki sé búið að taka afstöðu til beiðni Sacky Shangala.  Í namibíska blaðinu The Namibian Sun kemur fram að embættismenn í Namibíu eigi rétt á að ríkið greiða lögmannskostnað þeirra ef um er að ræða málaferli út af opinberum embættisfærslum þeirra sem með beinum hætti snerta störf þeirra en að þeir eigi hins vegar ekki rétt á slíku ef þeir eru að misnota aðstöðu sína eða skara eld að eigin köku.

Hvað úr verður á eftir að koma í ljós í tilfelli Sacky Shangala og kann þá að skipta máli hvort hann hafi fengið skipanir að ofan, frá Geingob forseta, að skipuleggja greiðslurnar frá Samherja þannig að þær myndu gagnast SWAPO-flokknum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Mest lesið

Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
1
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
2
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
4
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.
Orðræðan bendir til þess að þjóðinni líði ekki vel
10
ViðtalForsetakosningar 2024

Orð­ræð­an bend­ir til þess að þjóð­inni líði ekki vel

Halla Tóm­as­dótt­ir veit að hún fær ekki neina for­gjöf um traust hjá kjós­end­um. Halla hef­ur enda alla tíð þurft að leggja hart að sér, kom­in af for­eldr­um sem þurftu að rísa úr sárri fá­tækt og hef­ur upp­lif­að að tapa öllu sínu. Hún hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af traust­leys­inu í sam­fé­lag­inu og seg­ir blasa við að það þurfi kerf­is­breyt­ing­ar til að sigr­ast á þeim vanda. Þær breyt­ing­ar verði ekki inn­leidd­ar af ein­um for­seta sem þyk­ist hafa öll svör­in held­ur nýj­an sam­fé­lags­sátt­mála.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
3
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
7
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
8
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
10
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár