Samstarfi fyrirtækis Jakobs Valgeirs við umdeilda útgerð í Namibíu slitið
Bolvíski útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason leigði skip til namibískrar útgerðar í gegnum spænskt fyrirtæki sitt. Samstarfinu hefur nú verið slitið. Namibíska útgerðin hefur dregist inn í rannsókn Samherjamálsins.
FréttirSamherjaskjölin
Sakborningur í Samherjamálinu í Namibíu vill að ríkið greiði lögmannskostnað hans
Sacky Shangala, fyrrverandi ríkissaksóknari og dómsmálaráðherra Namibíu, vill að ríkið útvegi honum lögmann eða greiði lögmannskostnað hans. Upplýsingar hafa komið fram sem bendla forseta Namibíu við Samherjamálið og gæti krafa Shangala byggt á því að hann hafi verið að fylgja skipunum.
FréttirSamherjaskjölin
Peningar frá Samherja runnu til Swapo-flokksins sem fjárframlög
Útgerðarfélagið greiddi fé inn á reikning namibískrar lögmannsstofu sem svo rann til flokksþings SWAPO-flokksins í Namibíu. Um var að ræða ríflega 40 milljónir króna árið 2017. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá namibískum lögmanni sem var handlangari í viðskiptunum.
FréttirSamherjaskjölin
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
FréttirSamherjaskjölin
Forseti Namibíu þakkaði forsætisráðherra Noregs fyrir aðstoðina við rannsókn Samherjamálsins
Hage Geingob þakkaði Ernu Solberg fyrir að Noregur hafi hjálpað Namibíu að rannsaka spillingarmál Samherja í Namibíu. Ísland og Noregur hafa veitt Namibíu aðstoð en lönd eins og Angóla, Dubaí og Kýpur hafa ekki verið eins viljug til þess.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.