Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sólveig Anna útilokar ekki verkföll ef ríkisstjórnin gerir launþjófnað ekki refsiverðan

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, hef­ur birt op­ið bréf til rík­is­stjórn­ar­inn­ar með ákalli um að hún standi við lof­orð sem voru gerð með Lífs­kjara­samn­ingn­um um að gera launa­þjófn­að refsi­verð­an.

Sólveig Anna útilokar ekki verkföll ef ríkisstjórnin gerir launþjófnað ekki refsiverðan
Verkföll möguleg Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, útilokar ekki verkföll ef Lífskjarasamningurinn verður felldur í haust. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki útiloka verkföll eða aðrar aðgerðir ef stjórnvöld standa ekki við loforð sín um að gera launaþjófnað refsiverðan. Hún birti í dag opið bréf þess efnis sem hún sendi á fimm ráðuneyti. Þar vísar hún í yfirlýsingu stjórnvalda frá 3. apríl 2019 um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings Lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins, en þar er lofað að auka heimildir til refsinga fyrir ákveðin kjarasamningsbrot.

Í bréfinu skorar hún á meðlimi ríkisstjórnarinnar að standa við gefin loforð. „Berist ekki skriflegar skýringar á því hvernig þið hyggist gera það innan skamms áskil ég mér fullan rétt til að gera það sem í mínu valdi stendur sem formaður Eflingar til að knýja á um að þið standið við orð ykkar. Ég og félagar mínir í stétt verka- og láglaunafólks munum ekki sætta okkur við meira af þessu ótrúlega rugli sem viðgengist hefur.“

Stundin hafði samband og spurði Sólveigu hvað hún meinti með þessum orðum. Hún sagði að ef stjórnvöld stæðu ekki við gefin loforð mundi Lífskjarasamningurinn svokallaði falla, og að þá fái verkalýðsfélög landsins ýmis verkfæri í hendurnar.

„Allir vita að það kemur núna að endurskoðun Lífskjarasamningsins í haust,“ segir Sólveig. „Þetta hefur verið vitað frá undirritun samningsins, þannig að það ætti ekki að koma neinum á óvart að við í Eflingu erum orðin mjög óþreyjufull að sjá enda á þessu atriði vegna þess að þetta er eitt af þeim málum sem við settum á oddinn í viðræðunum. Við munum aldrei sætta okkur við annað en að þetta loforð verði uppfyllt.“

Aðspurð hvort til stæði að efla til verkfalla ef ríkisstjórnin dregur lappirnar ef samningurinn fellur svaraði Sólveig að allt komi til greina. „Á þessum tímapunkti útiloka ég ekki neitt.“

Launakröfur upp á 345 milljónir í fyrra

Í bréfinu segir hún að þúsundir félagsmanna hafi leitað til Eflingar á síðustu árum vegna „ógreiddra launa, launaþjófnaðar, stulds á desember- og orlofsuppbót og annarar glæpahegðunar atvinnurekenda.“

Hún segir að félag sitt hafi gert 700 launakröfur fyrir félagsfólk sitt upp á 345 milljónir króna. Meðalupphæð kröfu er 492.000 krónur, sem hún segir að sé mun meira en láglaunamanneskja fær fyrir fulla vinnu. „Lögmenn Eflingar tóku svo að sér 370 mál til frekari innheimtu fyrir hönd meðlima í Eflingu. Þetta eru staðreyndir úr tilveru verka- og láglaunafólks á íslenskum vinnumarkaði.“

Bréfið er stílað eins og hefðbundið kröfubréf frá Eflingu, en það var sent á forsætisráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, en þau áttu öll aðkomu að Lífskjarasamningnum svokallaða.

Launaþjófnaður ekki refsiverður

Í Facebook færslu sem fylgdi bréfinu spyr Sólveig Anna: „Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“

Samkvæmt núverandi reglugerð er ekki ólöglegt fyrir vinnuveitanda að borga vinnufólki sínu ekki full laun. Eina afleiðing slíkrar hegðunar er að þurfa að borga vangoldin laun.

Þegar verkalýðsfélög hafa sótt mál fyrir hönd félagsmanna sinna hefur lögreglan ekki gripið inn í, heldur borið fyrir sig skort á lagaheimildum til að ákæra vinnuveitenda sem borga ekki laun. Krafa hefur verið uppi hjá verkalýðsfélögum landsins að bæta úr þessu og skapa refsiramma fyrir óheiðarlega vinnuveitendur.

Krafan kom meðal annars upp í sam­starfs­hópi fé­lags- og barna­mála­ráð­herra sem var skipaður 14. september 2018. Þar náðist ekki einhugur um að gera kjarasamningsbrot refsiverð, en krafan var endurómuð þegar kom að Lífskjarasamningnum og stjórnvöld skuldbundu sig við að þróa hana áfram í samráði við aðila vinnumarkaðarins.

Þann 3. apríl birtist frétt á síðu stjórnarráðs Íslands þar sem tilkynntar voru 38 væntanlegar aðgerðir stjórnvalda til að stuðla að Lífskjarasamningnum. Í kaflanum sem er merktur Félagsleg undirboð má finna ýmis áform um úrræði til að taka á því óréttlæti sem Sólveig lýsir og stéttarfélög hafa barist gegn á þessari öld. 22. liður segir: „Heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.“

Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hafa stjórnvöld ekki enn kynnt frekari áform þótt ár hafi liðið.

Í samtali við Stundina árið 2017 sagði yf­ir­mað­ur man­sals­rann­sókna í Dan­mörku að á Íslandi væri reyndar til lagaheimild sem lögreglan ætti að getað notað. Vísaði hann þá í 253. grein almennra hegningarlaga Íslands, sem bannar einstaklingum að nýta sér „bágindi annars manns, einfeldni hans, fákunnáttu“ til að féfletta hann. Hann sagði að Danmörk hefði notað slík lög ítrekað í baráttu landsins gegn mansali.

Lesa má bréf Eflingar og færslu Sólveigar hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu