Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Messanum lokað eftir mótmæli fyrrum starfsfólks

Sjáv­ar­rétt­ar­stað­ur­inn Mess­inn opn­aði síð­ast­lið­inn föstu­dag eft­ir eig­enda­skipti. Fyrr­um starfs­fólk sem hef­ur ekki feng­ið borg­að laun í fjóra mán­uði mót­mælti fyr­ir ut­an degi síð­ar. Við­skipta­vin­ir létu sig hverfa og staðn­um var lok­að.

Messanum lokað eftir mótmæli fyrrum starfsfólks
Fyrrum starfsfólk mótmælti Nýir eigendur hafa tekið við Messanum. Mynd: Christina Milcher

Hópur af fyrrverandi starfsfólki Messans mótmælti sölu sjávarréttarstaðarins og enduropnun hans á sjöunda tíma síðastliðinn laugardag. Eins og Stundin greindi frá í maí hefur starfsfólkið ekki fengið útborguð full laun frá því í febrúar. Það mótmælti því að nýr eigandi njóti góðs af nafni og orðstír Messans á sama tíma og starfsfólkið sem byggði upp fyrirtækið fær ekki borguð vangoldin laun sín. Fyrrverandi framkvæmdastjóri segist ekki vita hvort eða hvenær starfsfólkið muni fá borgað.

Messanum var lokað 24. mars vegna Covid-19 faraldursins, en starfsfólk hefur ekki fengið útborguð full laun frá því að staðnum var lokað. Skömmu áður en staðurinn var seldur var öllu starfsfólkinu sagt upp.

Veitingastaðurinn var opnaður að nýju þann 3. júlí, en hann er keyrður á nýrri kennitölu með nýjan eiganda sem ber því ekki fjárhagslegar skyldur til fyrrum starfsfólks. Degi síðar mætti hópur sem samanstóð af fyrrverandi starfsfólki, meðlimum róttæka verkalýðsfélagsins IWW og öðru stuðningsfólki. Það mótmælti með skiltum og dreifði bleðlum þar sem atburðarásin var rakin í stuttu máli.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar yfirgáfu viðskiptavinir veitingahúsið þegar þeir gerðu sér grein fyrir ástæðu mótmælanna og var staðnum lokað í kjölfarið.

Skipti sér ekki af stöðu fyrrverandi starfsfólks

Segist finna til með starfsfólkinuTómas Þóroddsson, nýr eigandi Messans, segir að fyrrum starfsfólkið sé í ömurlegri stöðu og að hann finni til með því. Þar sem fyrirtækið er rekið á nýrri kennitölu ber hann hins vegar engar fjárhagslegar skyldur til þeirra.

Tómas Þóroddsson, sem á og rekur Vor og Kaffi krús á Selfossi, keypti nýverið veitingastaðinn og opnaði að nýju þann 3. júlí. Í samtali við Stundina fyrir mótmælin sagði hann að Messinn hefði verið uppáhalds veitingastaður hans í borginni og því hefði hann sýnt því mikinn áhuga að kaupa hann.

Hann lýsti fundi sem hann átti með Snorra Sigfinnssyni, fyrrum framkvæmdastjóra og eiganda tíu prósent hlutar. „Snorri er frá Selfossi eins og ég, og við erum báðir kokkar, þannig að við höfum alltaf þekkst í gegn um tíðina,“ sagði Tómas. „Ég hitti hann og hann sagði mér að allt væri komið í skrúfu út af Covid og þannig.“

Hann sagði að hann hefði verið búinn að ákveða að kaupa þegar fréttir bárust af vangreiðslum til starfsfólks. „Það er alveg glatað, og ég skil starfsfólkið mjög vel að vera fúlt, að búa í eymd hér á landi með engin laun.“

„Það er alveg glatað, og ég skil starfsfólkið mjög vel að vera fúlt, að búa í eymd hér á landi með engin laun“

Aðspurður hvort hann hafi spurt Baldvin Jóhann Kristinsson, eiganda 90 prósent hlutar, um afdrif starfsfólksins í söluferlinu svaraði Tómas neitandi. „Nei, í sjálfu sér ekki. Ég hef reynt að skipta mér ekki af þessu hjá Baldvini. Það er bara þannig. Ég bauð í staðinn og við ræddum það síðan fram og aftur þangað til við féllumst á söluverð.“ Tómas vildi ekki gefa upp kaupverðið.

Tómas sagðist vonast eftir því að vanskil fyrrum eigenda við starfsfólkið mundu ekki elta hann, og að hann gæti skapað nýjan orðstír byggðan á heiðarlegri framkomu og góðri þjónustu. „Það segir sig sjálft að orðstírinn getur fylgt staðnum. En ég ætla bara að vera heiðarlegur við starfsfólkið mitt og taka vel á móti kúnnum. Ég hef mjög gott orð á mér, óflekkað mannorð, þó ég segi sjálfur frá, eins og af Kaffi krús og Vor og þannig.“

„Ég hef mjög gott orð á mér, óflekkað mannorð, þó ég segi sjálfur frá“

Tómas sagðist ekki hafa haft samband við fyrrum starfsfólkið sem ræddi við Stundina og boðið því starf.

Eigandi þarf að svara fyrir vangoldin laun

Segist eiga inni launSnorri var framkvæmdastjóri 22 niðri ehf sem rak Messann, en eftir eigendaskipti heldur hann stöðu sinni sem yfirkokkur. Hann segist ekki ráða neinu um að borga vangoldin laun fyrrum starfsfólksins og segist sjálfur eiga inni laun.

Snorri, sem var áður yfirkokkur og framkvæmdastjóri 22 niðri ehf sem rak Messann áður en veitingastaðurinn og eignir þess voru seld, starfar nú sem yfirkokkur Messans. Þrátt fyrir að hafa verið tíu prósent eigandi 22 niðri ehf segist hann ekki vita hvernig standi til að ráðstafa söluverði Messans. Aðspurður hvort hann viti hvað verði um vangoldin laun starfsfólksins svaraði hann: „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Baldvin er 90 prósent eigandi og ég hef ekki einu sinni bankaheimild. Ég hef engin yfirráð yfir þessu. Það er bara eitthvað sem Baldvin þarf að svara fyrir. Ég fæ ekki neitt, og ef það yrði eitthvað borgað út þá myndi Baldvin bara taka það til sín, þar sem fyrirtækið skuldar honum svo mikið eftir síðasta árið.“

Samkvæmt ársreikningum hagnaðist 22 niðri ehf um 74,2 milljónir króna 2017, 11,3 árið 2018, en skilaði 6,7 milljóna króna tapi árið 2019. „Mig vantar líka launin mín,“ segir Snorri. „Ég hef ekki fengið þau í fimm mánuði. Ég hef reynt að ná í Baldvin en hann er hættur að svara mér. Ég fékk eitt svar í gær, en annars hef ég sent honum fullt af „meilum“ og Facebook skilaboðum og hef ekki fengið neitt svar. Þetta er bara patt staða og ég veit ekki hvað er og verður. Ég veit bara að Tommi er búinn að opna Messann aftur og fékk mig sem yfirkokk. Ég er ánægður að vera kominn með vinnu.“

Eins og hefur áður verið greint frá fékk starfsfólkið aðeins 40 prósent launa sinna útborguð 1. apríl. Starfsfólkið fékk ekki útborgaðan hlut fyrirtækisins í hlutabótaleið ríkisins og var loksins sagt upp undir lok maí eftir umfjöllun Stundarinnar. Það hefur ekki fengið uppsagnarfrest sinn útborgaðan, en það kemst ekki á atvinnuleysisbætur fyrr en uppsagnarfrestinum er lokið.

Ragnar Ólason, aðstoðarframkvæmdastjóri Eflingar og starfandi yfirmaður kjaramálasviðs, staðfestir við Stundina að einhverjar kröfur fyrrum starfsfólks Messans séu komnar til lögmanna stéttarfélagsins, en að aðrar séu enn í vinnslu. Ef ekki verður brugðist við þeim kröfum innan ákveðins tímaramma geta lögmenn Eflingar meðal annars farið fram á gjaldþrotaskipti 22 niðri ehf og gert kröfu fyrir vangoldin laun í þrotabú fyrirtækisins.

Ekki náðist í Baldvin við vinnslu þessarar fréttar. Í samtali við DV segir Tómas að hann ætli að heyra í Baldvini og spyrja hann hvað hann ætli að gera í málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár