Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum tæknilega gjaldþrota
Þrátt fyrir að barnafólk á lágmarkslaunum bæti við sig að meðaltali einum klukkutíma á dag í aukavinnu dugar það ekki til svo rekstur heimila þeirra verði jákvæður. Til þess eru lægstu laun of lág, af þeim er tekinn of hár tekjuskattur og upphæðir í bótkerfum eru of lágar.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Konan sem fórnaði sér
Sólveig Anna Jónsdóttir er stríðskonan sem láglaunafólk þurfti á að halda eftir að forysta verkalýðsins lagði meiri áherslu á eigin kjarabaráttu en umbjóðenda sinna. Barátta hennar snertir rauða þráðinn í orsakasamhengi margra af helstu vandamálum samfélagsins.
Viðtal
Kulnunin er kerfisvandi
Halla Eiríksdóttir átti langan starfsferil að baki í heilbrigðisgeiranum þegar hún fór að finna fyrir einkennum kulnunar. Fyrst um sinn áttaði hún sig ekki á því að um kulnun væri að ræða, hún hafði lofað sér að hætta áður en hún myndi brenna út. Í dag sér hún sögu sína í öðru ljósi, baráttan við niðurskurði og væntingar um aukna þjónustu hafi átt sitt að segja með að hún hafi brunnið út og kulnað.
ViðtalFramtíðin sem þau vilja
Hlutverk atvinnurekenda að sýna „auðmýkt og sanngirni“
Sólveig Anna Jónsdóttir, segir að staða félagsmanna sé mjög veik. Þar ríki mikið atvinnuleysi og um helmingur hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu síðustu sex mánuði, tæplega helmingur Eflingarkvenna eigi erfitt með að ná endum saman og fjórðungur karla hefur varla tekið sumarfrí í fimm ár. Nú þurfi að hverfa frá grimmri stefnu og innleiða auðmýkt og sanngirni á vinnumarkaði.
ViðtalFramtíðin sem þau vilja
„Leið vaxtar er farsælasta leiðin fram á við“
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, telur að besta leiðin til að auka gæði landsmanna til lengri tíma sé að bæta rekstrarskilyrði núverandi atvinnugreina og byggja upp fyrir nýjan iðnað.
ViðtalFramtíðin sem þau vilja
„Okkur vantar atvinnustefnu“
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir ekki nóg að treysta á að allt komi upp í hendurnar á okkur, hvort sem það sé síldin, loðnan eða túristinn. Nú þurfi að einblína á fjölbreyttari tækifæri, bæði í nýsköpun, landbúnaði, grænum störfum og fleira.
Fréttir
Ábyrgðasjóður launa kláraði að greiða fyrir „mistök“
Kröfur 46 fyrrverandi starfsfólks Manna í vinnu hafa verið greiddar af Ábyrgðasjóði launa. Sviðsstjóri réttindasviðs segir að afgreiðsla launakrafnanna hafi verið mannleg mistök er ólöglegur frádráttur blandaðist inn í launakröfur.
Úttekt
Máli Eflingar gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu lýkur
Ábyrgðasjóður launa féllst á að borga vangreidd laun fjögurra félagsmanna Eflingar sem unnu fyrir Menn í vinnu og Eldum rétt. Fyrirtækin unnu mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Til stóð að áfrýja dómnum en ljóst er að ekkert verður af því.
Fréttir
Vinnudeila flugmanna Bláfugls og SA: Eignarhaldið í skattaskjólinu Ras al Khaimah
Litháíski milljarðamæringurinn, Gediminas Žiemelis, varð eigandi Bláfugls í fyrra í gegnum fyrirtæki sín á Kýpur og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Bláfugl reynir nú að lækka laun flugmanna félagins um 40 til 75 prósent segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Fréttir
Ragnar Þór segir Fréttablaðið í herferð vegna verkalýðsbaráttu og gagnrýni á eigandann
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var gestkomandi á bæ á Suðurlandi þar sem ættingjar hans höfðu lagt net í sjóbirtingsá á Suðurlandi. Hann segir að umfjöllun Fréttablaðsins um málið undirstriki þá herferð sem blaðið er í. Helgi Magnússon, fjárfestir og eigandi Fréttablaðsins**, vill ekki svara spurningum um málið.
Fréttir
„Það má aldrei gefast upp á fólki“
Engin starfsendurhæfingarúrræði voru til staðar sem voru að virka fyrir ungt fólk með alvarlega geðsjúkdóma, þegar Landsspítalinn og VIRK tóku sig saman. Árangurinn hefur umbylt endurhæfingu á spítalanum, þar sem nú er farið að horfa á styrkleika fólks í stað þess að festast í veikleikunum.
Viðtal
„Afkomuöryggi er leiðin út úr kreppunni“
Drífa Snædal forseti ASÍ hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði í sviptivindum á vinnumarkaði. Covid-kreppan hefur valdið því að framleiðni hefur dregist saman um hundruð milljarða og útlit er fyrir nokkur hundruð milljarða króna minni framleiðni á næsta ári heldur en gert hafði verið ráð fyrir. Atvinnuleysi hefur náð hæstu hæðum og mikill þrýstingur hefur verið á launafólk að taka á sig kjara- og réttindaskerðingar. Hún varar við því að stjórnvöld geri mistök út frá hagfræðikenningum atvinnurekenda.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.