Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Ég upplifði að það væri verið að misbjóða mér“

Ný­kjör­inn formað­ur Efl­ing­ar, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, hef­ur boð­að aukna rót­tækni í Efl­ingu til að berj­ast fyr­ir kjör­um þeirra sem minnst mega sín. Hún seg­ist þekkja af eig­in raun að koma heim „dauð­þreytt á sál og lík­ama“ og verða fyr­ir áfalli við að skoða heima­bank­ann.

Valdefling þeirra valdlausu var megináhersla Sólveigar Önnu Jónsdóttur þegar hún vann fyrstu formannskosningar í sögu Eflingar fyrr í ár. Á 20 ára sögu félagsins hafði aldrei komið fram mótframboð gegn sitjandi stjórn, en Efling er stærsta stéttarfélag landsins á eftir VR, með um 28 þúsund félagsmenn. Sólveig og listi hennar hlutu um 80 prósent atkvæða. Hún ræðir hér um sósíalíska stéttabaráttu, en hún segir að það hafi tekið hana mörg ár að leiðast inn í aktívisma. „Heima hjá mér var alltaf talað um stéttabaráttu af mikilli aðdáun,“ segir hún. „En ég var unglingur á 10. áratugnum og eins og flestir muna frá þeim tíma var þá ekki mjög vinsælt að vera róttæk vinstri manneskja. Ég var mjög pólitísk, en talaði ekki endilega um það.“

Sólveig segir að það hafi allt breyst þegar hún flutti 25 ára til Bandaríkjanna og sá með eigin augum gífurlega stéttaskiptingu sem var þar við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hótel Adam

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði

Nið­ur­lægð og svik­in á Hót­el Adam

Eig­andi Hót­els Adam var dæmd­ur til að greiða tékk­neskri konu, Kri­stýnu Králová, tæp­ar þrjár millj­ón­ir vegna van­gold­inna launa. Hún seg­ir frá starfs­að­stæð­um sín­um í við­tali við Stund­ina. Hún seg­ist hafa ver­ið lát­in sofa í sama rúmi og eig­and­inn þar sem hann hafi ít­rek­að reynt að stunda með henni kyn­líf. Hún seg­ir að hann hafi líka sann­fært sig um að lög­regl­an myndi hand­taka hana því hún væri ólög­leg­ur inn­flytj­andi. Eig­and­inn neit­ar ásök­un­um henn­ar og seg­ir að það sé „ekk­ert að frétta“.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu