Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Félög Samherja greiddu 680 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti

Sam­herji hef­ur síð­ast­lið­inn mán­uð ít­rek­að hald­ið því fram að Jó­hann­es Stef­áns­son hafi einn bor­ið ábyrgð á mútu­greiðsl­um fé­lags­ins í Namib­íu. Óút­skýrt er hvernig Jó­hann­es á að hafa getað tek­ið þess­ar ákvarð­an­ir einn og geng­ið frá mút­un­um út úr fé­lög­um Sam­herja, bæði með­an hann starf­aði þar og eins eft­ir að hann hætti, sem mill­i­stjórn­andi í Sam­herja­sam­stæð­unni.

Félög Samherja greiddu 680 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti
Tengslin óútskýrð Eitt af því sem liggur ekki fyrir er hvernig Samherji útskýrir náin og ítrekuð tengsl fyrirtækisins og forstjóra þess, Þorsteins Más Baldvinssonar, við áhrifamennina í Namibíu sem fengu mútugreiðslurnar frá fyrirtækinu út frá þeirri kenningu að Jóhannes Stefánsson hafi verið einn að verki og dregið fyrirtækið inn í spillingarmál. Þorsteinn Már sést hér á mynd með þremur af áhrifamönnunum í Hafnarfjarðarhöfn árið 2015.

Félög í eigu Samherja greiddu tæplega 680 milljónir króna í mútur til áhrifamanna í Namibíu til að fá aðgang að hestamakrílskvóta í landinu eftir að Jóhannes Stefánsson lét af störfum hjá fyrirtækinu. Jóhannes var framkvæmdastjóri yfir starfsemi Samherji í Namibíu á árunum 2012 þar til í lok júlí árið 2016. Þessar tæplega 680 milljónir voru greiddar út á tímabilinu ágúst 2016 þar til í janúar árið 2019, samkvæmt reikningum og banka- og reikningsyfiritum sem liggja fyrir í Samherjamálinu.

280 milljónir af þessum 680 milljónum voru greiddar frá félögum Samherja á Kýpur, sem voru með bankareikninga í norska DNB-bankanum sem Jóhannes stýrði aldrei og var ekki með prókúru eða boðvald yfir. Hvorki meðan hann starfaði hjá Samherja né eftir að hann lét af störfum. Framkvæmdastjóri félaga Samherja á Kýpur heitir Ingvar Júlíusson en hann hefur ekkert tjáð sig um Samherjamálið.

Segja Jóhannes hafa verið einan að verki

Samherji hefur síðastliðinn mánuð ítrekað reynt að halda því fram að Jóhannes Stefánsson hafi verið einn að verki í því að skipuleggja og ganga frá mútugreiðslum til áhrifamannanna í Namibíu í skiptum fyrir kvótann.

Í tilkynningu, eftir að birtar voru uppýsingar um mútugreiðslurnar í Kveik og Stundinni á grundvelli gagna frá Wikileaks, fyrir mánuði síðan sagði Þorsteinn Már Baldvinsson: „Það voru okkur mikil vonbrigði að komast að því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu, virðist hafa tekið þátt í gagnrýniverðum viðskiptaháttum og hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt.“

Samherji svarar ekki spurningum

Á þessum mánuði sem liðinn er hefur Samherji hvorki útskýrt hvernig mútugreiðslurnar, sem í heildina nema vel á annan milljarð króna hið minnsta, gátu átt sér stað frá fyrirtækjum í rekstri og eigu Samherja eftir að starfsmaðurinn sem þeir reyna að kenna alfarið um mútugreiðslurnar var hættur að starfa hjá fyrirtækinu.

Þá er einnig óútskýrt hvernig millistjórnandi hjá Samherja á að hafa getað tekið ákvarðanir um það einn og án samráðs og samþykkis yfirboðara sinna eins og Aðalsteins Helgasonar og Þorsteins Más Baldvinssonar að greiða mútur upp á mörg hundruð milljónir króna til áhrifamanna í Namibíu sem tryggðu Samherja aðgang að fiskveiðikvótum. 

Einnig er óútskýrt af hverju og hvað hagsmuni Samherji telur að Jóhannes hafi haft af því að greiða mútur svo Samherji fengi kvóta, án þess að aðrir innan Samherja hafi vitað það.  Mútuféð kom frá Samherja og það var Samherji sem naut góðs kvótunum.

Fyrst eftir að greint var frá mútugreiðslunum opinberlega neitaði Þorsteinn Már því ekki að slíkar greiðslur hefðu átt sér stað út úr fyrirtækinu. Raunar voru fyrstu yfirlýsingar Samherja staðfesting á því að slíkar greiðslur hefðu sér stað en fyrirtækið reyndi að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um að hafa „flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt,“ eins og sagði í yfirlýsingu fyrirtækisins þann 12. nóvember. 

Samherji neitar því nú í svörum sínum til Stundarinnar að félagið hafi greitt mútur en kýs að svara ekki efnislegum spurningum um þessar mútugreiðslur og vísar í það sem fyrirtækið kallar rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á Namibíumálinu. „Samherji og þá er vísað til samstæðunnar hefur aldrei greitt mútur, þess vegna var slíkt mál aldrei rætt í stjórn fyrirtækisins. Að öðru leyti fjallar spurningin um atriði sem eru til rannsóknar hjá norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein og verður upplýst um þegar niðurstöður liggja fyrir. Samherji hefur þegar upplýst að félagið muni vinna með hlutaðeigandi stjórnvöldum og veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar, sé þess óskað,“ segir í svari frá Samherja sem Björgólfur Jóhannssson er skrifaður fyrir. 

„Gentlemen, We are in business. Sacky.“

Jóhannes áfram sagður bera ábyrgðina einn

Í Fréttablaðinu í dag er ýjað að því, á grundvelli upplýsinga frá Samherja, að Jóhannes Stefánsson hafi einn tekið ákvarðanir  um mútugreiðslur upp á 16,5 milljónir króna sem runnu til félagsins ERF 1980 og þaðan til Sacky Shangala, sem síðar varð dómsmálaráðherra Namibíu, og James Hatukulipi. Í fréttinni er haft eftir „Samherja“ að félagið hafi ekki vitað af þesssum mútugreiðslum til Sacky Shangala sem fóru í gegnum félagið ERF 1980 og voru byggðar á fölskum leigusamningi. Um þetta segir í frétt Fréttablaðsins: „Er það afstaða Samherja að ef fyrirtækið hefði vitað um mútugreiðslur til Shang­hala hefði leigusamningurinn við félagið fylgt með í yfirliti Jóhannesar til Örnu og þá hefði Egill Helgi ekki þurft að spyrja Ingólf um saminginn.“

Fyrirsögnin á fréttinni er: „Hafna vitneskju um mútur til Shanghala“ og er sagt í henni að Samherji „birti tölvupósta máli sínu til stuðnings“. Ekkert er hins vegar fjallað um aðrar mútugreiðslur í fréttinni. 

Sacky Shangala er einn sexmenninganna sem hefur verið handtekinn í Namibíu grunaður um mútuþægni, peningaþvætti, meinsæri og fleiri brot í Samherjamálinu.

Hann var lykilmaður í skipulagningu Namgomar-dílsins svokallaða sem gekk út á að búa til milliríkjasamkomulag á milli Namibíu og Angóla gagngert til þess að hægt væri að úthluta Samherja kvóta sem Samherji greiddi mútur fyrir til aflandsfélags í Dubaí. Þegar þau viðskipti voru í höfn sagði Shangala í tölvupósti  til Jóhannesar Stefánssonar, Sigurðar Ólasonar og James Hatuikulipi þar sem hann fagnaði því og sagði að díllinn væri í höfn. „Gentlemen, We are in business. Sacky.“ Namgomar-díllinn er sá þáttur málsins sem lögreglan í Namibíu einbeitir sér mest að í rannsóknum sínum.

Fréttina í Fréttablaðinu má skilja þannig að það sé túlkun Samherja, sem Fréttablaðið miðlar, að Jóhannes Stefánsson hafi einn borið ábyrgð á þessum tilteknu mútugreiðslum upp á 16,5 milljónir króna til ERF 1980 og Sacky Shangala og James Hatuikulipi. 

Hver ber ábyrgð á mútugreiðslum upp á meira en milljarð?

Umræddar greiðslur nema innan við 2 prósentum af þeim mútugreiðslum sem sagt hefur verið frá í fjölmiðlum að Samherji hafi greitt til áhrifamannanna í Namibíu.

Í fréttinni í Fréttablaðinu er „Samherji“ ekki spurður að því hvernig og á hvaða forsendum fyrirtækið útskýri mútugreiðslurnar upp vel á annan milljarð króna sem ekki runnu til ERF 1980 heldur til annarra félaga sem áhrifamennirnir í Namibíu áttu eða stýrðu.

Ekki er heldur leitað svara við þeirri spurningu hjá Samherja hver bar ábyrgð á þeim mútugreiðslum upp á 680 milljónir sem áttu sér stað eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja í Namibíu um sumarið 2016 og þeirri spurningu er ekki svarað hvernig Jóhannes á að hafa getað staðið fyrir mútugreiðslum upp á 280 milljónir frá félögum á Kýpur sem hann stýrði aldrei. 

Samherji vill heldur ekki svara slíkum spurningum en fyrirtækið tjáir sig hins vegar um mútugreiðslur sem það fullyrðir að það hafi ekki vitað um, eins og þær til ERF 1980. Af hverju fyrirtækið hefur ekki tjáð sig með sambærilegum hætti  um meira en 95 prósent af mútugreiðlsunum, ef fyrirtækið hvorki vissi um þær né bar ábyrgð á þeim, liggur ekki fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár