Mest lesið

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur
2

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
3

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“
4

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“
5

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn
6

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Stundin #107
Desember 2019
#107 - Desember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. desember.

Þorsteinn Már neitar því ekki að Samherji hafi greitt mútur

Forstjóri Samherja víkur vegna umræðunnar. Neitar því ekki að óeðlilegar greiðslur hafi átt sér stað. Segir ekki að Samherji sé að skella allri skuld á Jóhannes Stefánsson uppljóstrara.

Þorsteinn Már neitar því ekki að Samherji hafi greitt mútur
Segir að sér blöskri umræðan Þorsteinn Már segir að hann hafi stigið til hliðar til að stilla umræðuna um Samherja.  Mynd: Morgunblaðið/Kristinn
freyr@stundin.is

Þorsteinn Már Baldvinsson, sem vék til hliðar sem forstjóri Samherja í dag, segir að hann hafi vikið vegna þess að honum hafi blöskrað umræðan um fyrirtækið, en ekki vegna þess að hann hafi talið sig eða fyrirtæki hafa brotið gegn lögum. „Mér blöskrar orðið umræðan. Samherji er ekkert sálarlaust fyrirtæki. Það eru 800 starfsmenn á Íslandi og annað eins erlendis. Þessar árásir hér á Íslandi á starfsfólk og fjölskyldur þeirra, mér finnst þetta vera orðið fulllangt gengið. Þess vegna, með því að stíga til hliðar, er ég að vona að sú umræða geti róast eitthvað,“ segir Þorsteinn í viðtali við Stöð 2.

„Mér blöskrar orðið umræðan“

Þorsteinn segir Samherja hafa óskað eftir fundi með skattrannsóknarstjóra og að hann hafi trú á að þau mál þoli skoðun hvar sem er. Samherji hafi þá líka verið ásakað um peningaþvætti. „Ég held að menn viti ekki alveg hvað þeir eru að tala um. Við höfum verið ásakaðir um að flytja milljarða frá Afríku, það er líka rangt. Það eru þarna ákveðnar greiðslur sem að við höfum óskað eftir því að verði farið ofan í og það verði gert,“ segir Þorsteinn Már og skorar á fólk að gæta orða sinna. Spurður hvaða greiðslur hann sé að tala um segir Þorsteinn Már að það séu greiðslur sem hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum, án þess að skýra það frekar.

Spurður hvað hafi breyst frá því að Samherji gaf út yfirlýsingu, þar sem skuldinni var alfarið skellt á Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmann Samherja og heimildarmann Stundarinnar, Kveiks, Wikileaks og Al Jazeera, og þar til nú að Þorsteinn hafi séð ástæðu til að stíga til hliðar segir Þorsteinn að það séu aðrar hliðar á málinu og þeim verði komið á framfæri þegar fram í sækir. „Það er kannski ekki allt satt og rétt sem hann segir,“ segir Þorsteinn um Jóhannes. Þegar bent er á að samkvæmt gögnum hafi Samherji haldið áfram að greiða mútur eftir að Jóhannes hætti störfum og hvernig hægt sé að skella allri skuldinni á hann í því ljósi segir Þorsteinn Már: „Við skelltum ekkert allri skuld á Jóhannes. Við vorum bara að segja það að við vékum honum úr starfi vegna þess að það voru gerðir hlutir sem að við vorum ekki sammála.“

„Þetta mun koma í ljós“

Spurður hvort hann neiti því að Samherji hafi borið fé á menn í Namibíu neitar Þorsteinn því ekki heldur svarar: „Ég segi bara, þetta mun koma í ljós.“

„Sko, Kristján Þór er ekki minn maður í ríkisstjórn“

Þorsteinn var jafnframt spurður um fund Kristjáns Þórs Júlíussonar með honum og namibískum aðilum sem voru staddir hér á landi og funduðu með fulltrúum Samherja. Var Þorsteinn spurður hvort hann hefði sagt að Kristján Þór væri sinn maður í ríkisstjórn Íslands. „Sko, Kristján Þór er ekki minn maður í ríkisstjórn. Mér finnst þessi umræða, ég veit ekki hvað orð ég á að hafa um hana. Kristján Þór getur ekki gert að því að við höfum kynnst fyrir langa löngu.“ Spurður frekar hvort hann hafi verið að nota vinskap þeirra Kristjáns Þórs til að sýna Namibíumönnum pólitísk tengsl sín svaraði Þorsteinn: „Ef þú átt einhverja vini þá misnotar þú þá ekki.“

Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Samherjaskjölin

Forstjóri Samherja hafnar mútugreiðslum en útskýrir ekki orð sín. Stjórn Samherja svarar ekki spurningum um málið.

Andlegt líf á Íslandi

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Bergsveinn Birgisson
Samherjaskjölin

Bergsveinn Birgisson rithöfundur segist hafa vaknað upp við vondan draum í Samherjamálinu því það sýni að íslenskt samfélag samanstandi í raun af herrum og þrælum.

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Samherjaskjölin

Fréttamaðurinn fyrrverandi bætist í hóp þeirra aðila sem veita Samherja aðstoð í kjölfar uppljóstrana um mútugreiðslur í Namibíu.

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherjaskjölin

Samherji stundaði arðbærar veiðar í Marokkó og Máritaníu á árunum 2007 til 2013. Útgerðarfélagið keypti kvóta af fyrirtækjum sem tengdust þingmönnum í Marokkó og fundað var með syni hershöfðingja sem sagður er hafa stórefnast á sjávarútvegi. Gert var ráð fyrir mútugreiðslum sem „öðrum kostnaði“ í rekstraráætlunum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur
2

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
3

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“
4

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“
5

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn
6

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Mest lesið í vikunni

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
2

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
3

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Andlegt líf á Íslandi
4

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
6

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Mest lesið í vikunni

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
2

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
3

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Andlegt líf á Íslandi
4

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
6

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Nýtt á Stundinni

Sýnum spillingunni kurteisi

Andri Sigurðsson

Sýnum spillingunni kurteisi

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rok í Reykjavík

Rok í Reykjavík

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Í upphafi var orðið

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Í upphafi var orðið

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Reyna að bjarga jólakettinum

Reyna að bjarga jólakettinum

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Samfélagið speglað með íhygli, alvöru og prakkaraskap

Soffía Auður Birgisdóttir

Samfélagið speglað með íhygli, alvöru og prakkaraskap