Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Svona sleppa álfyrirtækin við að borga skatta á Íslandi

Norð­ur­ál hef­ur greitt 74 millj­arða í fjár­magns­kostn­að, mest til eig­in móð­ur­fé­lags, á sama tíma og fyr­ir­tæk­ið hef­ur skil­að bók­færð­um hagn­aði upp á 45 millj­arða króna. Indriði Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, seg­ir fyr­ir­tæk­ið nota „fléttu“ til að kom­ast hjá skatt­greiðsl­um á Ís­landi. Öll ál­fyr­ir­tæk­in þrjú beita ýms­um að­ferð­um til að eiga í sem mest­um við­skipt­um við móð­ur­fé­lög sín og önn­ur tengd fyr­ir­tæki. Ál­fyr­ir­tæk­in segja að um eðli­leg lán vegna fjár­fest­inga sé að ræða. Unn­ið er að breyt­ing­um á skatta­lög­um í fjár­mála­ráðu­neyt­inu sem eiga að girða fyr­ir óeðli­leg við­skipti tengdra fyr­ir­tækja.

Norðurál ehf., sem á álver Norðuráls á Grundartanga, skuldaði bandarísku móðurfélagi sínu rúmlega 90 milljarða króna í árslok í fyrra en hafði þá á síðustu fjórum árunum þar á undan greitt bandaríska fyrirtækinu afborganir og vexti upp á rúmlega 50 milljarða króna. Frá stofnun álversins á Grundartanga árið 2005 hefur fyrirtækið greitt tæpa 74 milljarða króna í fjármagnskostnað vegna lána sinna en á sama tíma nemur bókfærður hagnaður fyrirtækisins rúmlega 45 milljörðum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Álver

Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls úr landi tvö­falt hærri en hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins

Laga­setn­ing­in til að sporna við skatta­hag­ræð­ingu ál­fyr­ir­tækj­anna á Ís­landi mun ekki hafa mik­il áhrif á Norð­ur­ál og Alcoa. Vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls frá Ís­landi til eig­in fyr­ir­tæk­is í Banda­ríkj­un­um nema rúm­lega 84 millj­ón­um, hærri upp­hæð en sam­bæri­leg­ar greiðsl­ur hjá Alcoa.
Alcoa: Lagasetningin hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 milljarða vaxtagreiðslur 2014 og 2015
FréttirÁlver

Alcoa: Laga­setn­ing­in hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 millj­arða vaxta­greiðsl­ur 2014 og 2015

Vaxt­greiðsl­ur ál­fyr­ir­tæk­is­ins Alcoa hafa al­mennt ver­ið und­ir þeim við­mið­um sem kveð­ið er á um í nýj­um lög­um um tekju­skatt. Laga­breyt­ing­in sem á að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot slíkra fyr­ir­tækja virð­ist því ekki hafa mik­il áhrif. For­stjóri Alcoa seg­ir að fyr­ir­tæk­ið vinni að því að kanna áhrif laga­breyt­ing­ar­inn­ar á starf­semi ál­fyr­ir­tæk­is­ins.
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Alcoa úr álverinu nema 67 milljörðum króna
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Alcoa úr ál­ver­inu nema 67 millj­örð­um króna

Vaxta­greiðsl­ur ál­vers­ins á Reyð­ar­firði til fé­lags í eigu Alcoa í Lúx­em­borg eru rúm­lega tveim­ur millj­örð­um króna hærri en bók­fært tap ál­vers­ins á Ís­landi. Síð­asta rík­is­stjórn breytti lög­um um tekju­skatt til að koma í veg fyr­ir slíka skatta­snún­inga. Indriði Þor­láks­son seg­ir að laga­breyt­ing­arn­ar séu ekki nægi­lega rót­tæk­ar til að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot með lána­við­skipt­um á milli tengdra fé­laga.
Stjórnendur álveranna væru lögbrjótar í Noregi
FréttirÁlver

Stjórn­end­ur ál­ver­anna væru lög­brjót­ar í Nor­egi

Norsk meng­un­ar­lög­gjöf er með tals­vert öðru sniði en sú ís­lenska. Í henni eru heim­ild­ir fyr­ir því að refsa stjórn­end­um fyr­ir­tækja sér­stak­lega, fremji þau ít­rek­að það sem kall­að er „meng­un­ar­glæpi“. Reglu­legt eft­ir­lit fag­að­ila með vökt­un ál­vera og hegn­ing fyr­ir brot á meng­un­ar­lög­um, sem er við­tek­inn sið­ur í Nor­egi, þekk­ist ekki á ís­landi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár