Losun gróðurhúsalofttegunda vegna iðnaðar á Íslandi mun aukast verulega næstu árin, meðal annars vegna stóriðjuverkefna sem núverandi stjórnarflokkar bera pólitíska ábyrgð á.
Fréttir
Tómas fékk 366 milljónir fyrir störf sín hjá eiganda álversins á Reyðarfirði
Tómas Már Sigurðsson, starfsmaður álrisans Alcoa og fyrrverandi forstjóri Alcoa á Íslandi, er orðinn þriðji launahæsti starfsmaður fyrirtækisins á heimsvísu. Álverksmiðjan á Reyðarfirði er mjög umdeild út af meðferð Alcoa á rekstrarhagnaðinum af álframleiðslunni.
FréttirÁlver
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins
Lagasetningin til að sporna við skattahagræðingu álfyrirtækjanna á Íslandi mun ekki hafa mikil áhrif á Norðurál og Alcoa. Vaxtagreiðslur Norðuráls frá Íslandi til eigin fyrirtækis í Bandaríkjunum nema rúmlega 84 milljónum, hærri upphæð en sambærilegar greiðslur hjá Alcoa.
FréttirÁlver
Alcoa: Lagasetningin hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 milljarða vaxtagreiðslur 2014 og 2015
Vaxtgreiðslur álfyrirtækisins Alcoa hafa almennt verið undir þeim viðmiðum sem kveðið er á um í nýjum lögum um tekjuskatt. Lagabreytingin sem á að koma í veg fyrir skattaundanskot slíkra fyrirtækja virðist því ekki hafa mikil áhrif. Forstjóri Alcoa segir að fyrirtækið vinni að því að kanna áhrif lagabreytingarinnar á starfsemi álfyrirtækisins.
FréttirÁlver
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Alcoa úr álverinu nema 67 milljörðum króna
Vaxtagreiðslur álversins á Reyðarfirði til félags í eigu Alcoa í Lúxemborg eru rúmlega tveimur milljörðum króna hærri en bókfært tap álversins á Íslandi. Síðasta ríkisstjórn breytti lögum um tekjuskatt til að koma í veg fyrir slíka skattasnúninga. Indriði Þorláksson segir að lagabreytingarnar séu ekki nægilega róttækar til að koma í veg fyrir skattaundanskot með lánaviðskiptum á milli tengdra félaga.
FréttirRíkisfjármál
Segir Ríkisútvarpið gefa sér forsendur í fréttaflutningi af skattamálum Alcoa
Alcoa á Íslandi hefur aldrei greitt fyrirtækjaskatt á Íslandi en vaxtagreiðslur þess til móðurfélagsins í Lúxemborg hlaupa á tugum milljarða. Fjármálaráðherra segir ekki liggja fyrir að þarna sé „verið að sjúga út vexti sem eru langt umfram markaðsvexti“ til að fyrirtækið þurfi ekki að greiða skatta.
ÚttektÁlver
Svona sleppa álfyrirtækin við að borga skatta á Íslandi
Norðurál hefur greitt 74 milljarða í fjármagnskostnað, mest til eigin móðurfélags, á sama tíma og fyrirtækið hefur skilað bókfærðum hagnaði upp á 45 milljarða króna. Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, segir fyrirtækið nota „fléttu“ til að komast hjá skattgreiðslum á Íslandi. Öll álfyrirtækin þrjú beita ýmsum aðferðum til að eiga í sem mestum viðskiptum við móðurfélög sín og önnur tengd fyrirtæki. Álfyrirtækin segja að um eðlileg lán vegna fjárfestinga sé að ræða. Unnið er að breytingum á skattalögum í fjármálaráðuneytinu sem eiga að girða fyrir óeðlileg viðskipti tengdra fyrirtækja.
Fréttir
Alcoa á Íslandi flutti 3,5 milljarða skattlaust úr landi
Vaxtagreiðslur Alcoa á Íslandi ehf. til móðurfélags síns í Lúxemborg nema nú tæplega 57 milljörðum króna frá byggingu álversins á Reyðarfirði. Á sama tíma hefur bókfært tap numið rúmlega 52 milljörðum króna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri hefur sagt tapið vera tilbúið til að komast hjá skattgreiðslum en Alcoa rekur það til mikillar fjárfestingar á Íslandi.
PistillRíkisstjórnin
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Draumurinn um verbúðina Ísland
Ísland framtíðarinnar gæti litið út eins og stækkuð útgáfa af Vestmannaeyjum árið 2015. Ef útgerðirnar Ísfélagið, Vinnslustöðin, Bergur-Huginn, Huginn og aðrar minni væru ekki í Vestmannaeyjum væri grundvöllur áframhaldandi byggðar þar tæpur nema sem einhvers konar þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. Þökk sé útgerðunum er atvinnuleysi hjá á fimmta þúsund íbúa Vestmannaeyja nánast ekkert og fasteignaverð hefur hækkað um 70 prósent á...
FréttirÁlver
Alcoa greiðir milljarða til fyrirtækis í Lúxemborg
Uppsafnað tap Alcoa á Íslandi á tíu ára tímabili er lægra en vaxtagreiðslur fyrirtækisins. Indriði Þorláksson segir vaxtagreiðslurnar í reynd vera dulbúnar arðgreiðslur. Forstjóri Alcoa segir tapreksturinn eðlilegan fylgifisk mikilla fjárfestinga Alcoa. Unnið að lagafrumvarpi sem koma í veg fyrir óeðlileg viðskipti tengdra aðila.
FréttirÁlver
Volvo sleppur við skattinn í Svíþjóð eins og Alcoa á Íslandi
Frétt um hugsanleg skattaundanskot Volvo í Svíþjóð rifjar upp ítrekaðar fréttir Kastljóssins um skattgreiðslur Alcoa á Reyðarfirði. Samstæða Volvo skilar hagnaði en framleiðslufyrirtækið í Svíþjóð skilar ítrekuðu tapi. Volvo hefur ekki greitt eina sænska krónu í fyrirtækjaskatt frá því kínverskt fyrirtæki keypti bifreiðaframleiðandann árið 2010.
ÚttektÁlver
Orkuauðlindin í vasa álrisanna
Álfyrirtækin virðast vera að græða á tá og fingri, en borga lítinn sem engan tekjuskatt til íslensks samfélags. Þegar kostnaðurinn hefur verið dreginn frá stendur eftir að 80 til 90 milljarðar króna hverfa úr landi.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.