Fyrirtækin sem menga mest
FréttirHamfarahlýnun

Fyr­ir­tæk­in sem menga mest

Los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda vegna iðn­að­ar á Ís­landi mun aukast veru­lega næstu ár­in, með­al ann­ars vegna stór­iðju­verk­efna sem nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­ar bera póli­tíska ábyrgð á.
Tómas fékk 366 milljónir fyrir störf sín hjá eiganda álversins á Reyðarfirði
Fréttir

Tóm­as fékk 366 millj­ón­ir fyr­ir störf sín hjá eig­anda ál­vers­ins á Reyð­ar­firði

Tóm­as Már Sig­urðs­son, starfs­mað­ur álris­ans Alcoa og fyrr­ver­andi for­stjóri Alcoa á Ís­landi, er orð­inn þriðji launa­hæsti starfs­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins á heimsvísu. Ál­verk­smiðj­an á Reyð­ar­firði er mjög um­deild út af með­ferð Alcoa á rekstr­ar­hagn­að­in­um af álfram­leiðsl­unni.
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls úr landi tvö­falt hærri en hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins

Laga­setn­ing­in til að sporna við skatta­hag­ræð­ingu ál­fyr­ir­tækj­anna á Ís­landi mun ekki hafa mik­il áhrif á Norð­ur­ál og Alcoa. Vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls frá Ís­landi til eig­in fyr­ir­tæk­is í Banda­ríkj­un­um nema rúm­lega 84 millj­ón­um, hærri upp­hæð en sam­bæri­leg­ar greiðsl­ur hjá Alcoa.
Alcoa: Lagasetningin hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 milljarða vaxtagreiðslur 2014 og 2015
FréttirÁlver

Alcoa: Laga­setn­ing­in hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 millj­arða vaxta­greiðsl­ur 2014 og 2015

Vaxt­greiðsl­ur ál­fyr­ir­tæk­is­ins Alcoa hafa al­mennt ver­ið und­ir þeim við­mið­um sem kveð­ið er á um í nýj­um lög­um um tekju­skatt. Laga­breyt­ing­in sem á að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot slíkra fyr­ir­tækja virð­ist því ekki hafa mik­il áhrif. For­stjóri Alcoa seg­ir að fyr­ir­tæk­ið vinni að því að kanna áhrif laga­breyt­ing­ar­inn­ar á starf­semi ál­fyr­ir­tæk­is­ins.
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Alcoa úr álverinu nema 67 milljörðum króna
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Alcoa úr ál­ver­inu nema 67 millj­örð­um króna

Vaxta­greiðsl­ur ál­vers­ins á Reyð­ar­firði til fé­lags í eigu Alcoa í Lúx­em­borg eru rúm­lega tveim­ur millj­örð­um króna hærri en bók­fært tap ál­vers­ins á Ís­landi. Síð­asta rík­is­stjórn breytti lög­um um tekju­skatt til að koma í veg fyr­ir slíka skatta­snún­inga. Indriði Þor­láks­son seg­ir að laga­breyt­ing­arn­ar séu ekki nægi­lega rót­tæk­ar til að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot með lána­við­skipt­um á milli tengdra fé­laga.
Segir Ríkisútvarpið gefa sér forsendur í fréttaflutningi af skattamálum Alcoa
FréttirRíkisfjármál

Seg­ir Rík­is­út­varp­ið gefa sér for­send­ur í frétta­flutn­ingi af skatta­mál­um Alcoa

Alcoa á Ís­landi hef­ur aldrei greitt fyr­ir­tækja­skatt á Ís­landi en vaxta­greiðsl­ur þess til móð­ur­fé­lags­ins í Lúx­em­borg hlaupa á tug­um millj­arða. Fjár­mála­ráð­herra seg­ir ekki liggja fyr­ir að þarna sé „ver­ið að sjúga út vexti sem eru langt um­fram mark­aðsvexti“ til að fyr­ir­tæk­ið þurfi ekki að greiða skatta.
Svona sleppa álfyrirtækin við að borga skatta á Íslandi
ÚttektÁlver

Svona sleppa ál­fyr­ir­tæk­in við að borga skatta á Ís­landi

Norð­ur­ál hef­ur greitt 74 millj­arða í fjár­magns­kostn­að, mest til eig­in móð­ur­fé­lags, á sama tíma og fyr­ir­tæk­ið hef­ur skil­að bók­færð­um hagn­aði upp á 45 millj­arða króna. Indriði Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, seg­ir fyr­ir­tæk­ið nota „fléttu“ til að kom­ast hjá skatt­greiðsl­um á Ís­landi. Öll ál­fyr­ir­tæk­in þrjú beita ýms­um að­ferð­um til að eiga í sem mest­um við­skipt­um við móð­ur­fé­lög sín og önn­ur tengd fyr­ir­tæki. Ál­fyr­ir­tæk­in segja að um eðli­leg lán vegna fjár­fest­inga sé að ræða. Unn­ið er að breyt­ing­um á skatta­lög­um í fjár­mála­ráðu­neyt­inu sem eiga að girða fyr­ir óeðli­leg við­skipti tengdra fyr­ir­tækja.
Alcoa á Íslandi  flutti 3,5 milljarða  skattlaust úr landi
Fréttir

Alcoa á Ís­landi flutti 3,5 millj­arða skatt­laust úr landi

Vaxta­greiðsl­ur Alcoa á Ís­landi ehf. til móð­ur­fé­lags síns í Lúx­em­borg nema nú tæp­lega 57 millj­örð­um króna frá bygg­ingu ál­vers­ins á Reyð­ar­firði. Á sama tíma hef­ur bók­fært tap num­ið rúm­lega 52 millj­örð­um króna. Fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri hef­ur sagt tap­ið vera til­bú­ið til að kom­ast hjá skatt­greiðsl­um en Alcoa rek­ur það til mik­ill­ar fjár­fest­ing­ar á Ís­landi.
Draumurinn um verbúðina Ísland
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Draum­ur­inn um ver­búð­ina Ís­land

Ís­land fram­tíð­ar­inn­ar gæti lit­ið út eins og stækk­uð út­gáfa af Vest­manna­eyj­um ár­ið 2015. Ef út­gerð­irn­ar Ís­fé­lag­ið, Vinnslu­stöð­in, Berg­ur-Hug­inn, Hug­inn og aðr­ar minni væru ekki í Vest­manna­eyj­um væri grund­völl­ur áfram­hald­andi byggð­ar þar tæp­ur nema sem ein­hvers kon­ar þjón­ustumið­stöð fyr­ir ferða­menn. Þökk sé út­gerð­un­um er at­vinnu­leysi hjá á fimmta þús­und íbúa Vest­manna­eyja nán­ast ekk­ert og fast­eigna­verð hef­ur hækk­að um 70 pró­sent á...
Alcoa greiðir milljarða til fyrirtækis í Lúxemborg
FréttirÁlver

Alcoa greið­ir millj­arða til fyr­ir­tæk­is í Lúx­em­borg

Upp­safn­að tap Alcoa á Ís­landi á tíu ára tíma­bili er lægra en vaxta­greiðsl­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Indriði Þor­láks­son seg­ir vaxta­greiðsl­urn­ar í reynd vera dul­bún­ar arð­greiðsl­ur. For­stjóri Alcoa seg­ir ta­prekst­ur­inn eðli­leg­an fylgi­fisk mik­illa fjár­fest­inga Alcoa. Unn­ið að laga­frum­varpi sem koma í veg fyr­ir óeðli­leg við­skipti tengdra að­ila.
Volvo sleppur við skattinn í Svíþjóð eins og Alcoa á Íslandi
FréttirÁlver

Volvo slepp­ur við skatt­inn í Sví­þjóð eins og Alcoa á Ís­landi

Frétt um hugs­an­leg skattaund­an­skot Volvo í Sví­þjóð rifjar upp ít­rek­að­ar frétt­ir Kast­ljóss­ins um skatt­greiðsl­ur Alcoa á Reyð­ar­firði. Sam­stæða Volvo skil­ar hagn­aði en fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið í Sví­þjóð skil­ar ít­rek­uðu tapi. Volvo hef­ur ekki greitt eina sænska krónu í fyr­ir­tækja­skatt frá því kín­verskt fyr­ir­tæki keypti bif­reiða­fram­leið­and­ann ár­ið 2010.
Orkuauðlindin  í vasa álrisanna
ÚttektÁlver

Orku­auð­lind­in í vasa álris­anna

Ál­fyr­ir­tæk­in virð­ast vera að græða á tá og fingri, en borga lít­inn sem eng­an tekju­skatt til ís­lensks sam­fé­lags. Þeg­ar kostn­að­ur­inn hef­ur ver­ið dreg­inn frá stend­ur eft­ir að 80 til 90 millj­arð­ar króna hverfa úr landi.