Fréttir

Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins

Lagasetningin til að sporna við skattahagræðingu álfyrirtækjanna á Íslandi mun ekki hafa mikil áhrif á Norðurál og Alcoa. Vaxtagreiðslur Norðuráls frá Íslandi til eigin fyrirtækis í Bandaríkjunum nema rúmlega 84 milljónum, hærri upphæð en sambærilegar greiðslur hjá Alcoa.

Áhrifalítil lagasetning Lagasetning síðustu ríkisstjórnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, hefur hvorki mikil áhrif á skattgreiðslur Alcoa né Norðuráls á Grundartanga.

Álfyrirtækið Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga, hefur greitt rúmlega 84 milljarða króna í vexti, fjármagnskostnað til móðurfélags síns í Bandaríkjunum á þeim tólf árum sem  fyrirtækið hefur  verið starfandi á Íslandi. Á sama tímabili, 2005 til 2016, nemur bókfærður hagnaður fyrirtækisins tæplega 36 milljörðum króna. Þetta kemur fram við athugun Stundarinnar á ársreikningum Norðuráls ehf.  á tímabilinu en Norðurál skilaði nýlega ársreikningi fyrir árið 2016. Þessar vaxtagreiðslur frá Íslandi og til tengds félags í Bandaríkjunum, Nordurall US LCC, eru óskattlagðar vaxtagreiðslur og þarf Norðurál því ekki að greiða af þeim neina skatta til íslenska ríkisins.  

Skattur af arði enginn út af vaxtagreiðslum

Stundin, og fleiri fjölmiðlar, hafa oft áður fjallað um vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi en með þeim nær Norðurál að koma hagnaðinum af rekstri álversins úr landi með hagstæðum hætti. Lánið við félag Norðuráls í Bandaríkjunum stóð í rétt rúmlega 640 milljónum dollara í lok árs 2016. Norðurál ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina

Fréttir

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga

Fréttir

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins

Fréttir

Sinfóníuhljómsveitin neitar að opinbera styrktarsamning sinn við GAMMA

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vill ekki að „duglega fólkið“ haldi uppi sjúklingum sem keppast við að vera veikir

Viðtal

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

Úttekt

Stjórn Íbúðalánasjóðs réði forstjórann óupplýst um vitnisburði um kynferðislega áreitni

Fréttir

Athafnamaður telur umfjöllun um ójöfnuð einkennast af öfund

Fréttir

Jón Páll sagði starfslok sín „hafa bara ekkert með þetta mál að gera“

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“