Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka
Indriði Þorláksson
Aðili
Skattapólitík og kjarasamningar

Indriði Þorláksson

Skattapólitík og kjarasamningar

Indriði Þorláksson
·

Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, fjallar um skattatillögur stjórnvalda og segir að það sé pólitísk ákvörðun ríkisstjórnarinnar en ekki rökbundin nauðsyn að lækka skatta hátekjufólks um sömu fjárhæð og láglaunafólks.

Stjórnmálastéttin velti tugmilljarða skattbyrði yfir á lágtekju- og millitekjufólk

Stjórnmálastéttin velti tugmilljarða skattbyrði yfir á lágtekju- og millitekjufólk

·

Stjórnmálamenn töluðu um skattalækkanir og „minni álögur á heimilin“ um leið og skattbyrði lágtekjufólks jókst meira en í nokkru vestrænu OECD-ríki. Stefán Ólafsson og Indriði Þorláksson útskýra „stóru skattatilfærsluna“ í ítarlegri skýrslu fyrir Eflingu stéttarfélag.

Svona vilja Stefán og Indriði breyta skattkerfinu: Lágtekjufólk greiði minna en hátekjufólk meira

Svona vilja Stefán og Indriði breyta skattkerfinu: Lágtekjufólk greiði minna en hátekjufólk meira

·

Stefán Ólafsson og Indriði Þorláksson unnu skýrslu fyrir Eflingu þar sem lagðar eru fram ítarlegar tillögur til að vinda ofan af stóru skattatilfærslunni, ferlinu þar sem tugmilljarða skattbyrði var létt af tekjuhæstu hópum íslensks samfélags og velt yfir á þá tekjuminni.

Svigrúm til launahækkana og ábyrgð á stöðugleika

Indriði Þorláksson

Svigrúm til launahækkana og ábyrgð á stöðugleika

Indriði Þorláksson
·

„Það eru ekki láglaunastéttirnar sem með kröfum sínum ógna stöðugleika hagkerfisins,“ skrifar Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri. „Sé sú ógn fyrir hendi felst hún í því að hátekjuhóparnir uni því ekki að hænuskref séu tekin í átt til launajöfnuðar og hæstu laun verði hækkuð til samræmis við lægri laun.“

Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu

Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu

·

Fjármálaráðuneytið svarar ekki spurningum um viðskipti Bjarna Benediktssonar í Glitnisskjölunum. Óljóst hvort eða með hvaða hætti Bjarni greiddi skatta af 67 milljóna króna skuldaniðurfellingu. Bjarni er æðsti yfirmaður skattamála á Íslandi.

Glitnisskjölin: Skuldaniðurfelling Bjarna vekur spurningar um skattgreiðslur

Glitnisskjölin: Skuldaniðurfelling Bjarna vekur spurningar um skattgreiðslur

·

Tveir sérfræðingar í skattamálum segja mögulegt að skuldayfirfærsla Bjarna Benediktssonar sé gjöf í skilningi skattalaga. Bjarni losnaði við 67 milljóna kúlulán þegar félag föður hans, sem Bjarni stýrði, yfirtók persónulega skuld hans.

Um 16 prósent auðlindarentunnar runnu til almennings

Um 16 prósent auðlindarentunnar runnu til almennings

·

Frá 2010 til 2015 greiddu eigendur útgerðarfyrirtækja sér samtals um 54,3 milljarða í arð. Um leið runnu að meðaltali 15,8 prósent auðlindarentunnar í sjávarútvegi til ríkisins í formi veiðigjalda.

Indriði segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vanfjármagnaða og lækkun veiðigjalda óráð

Indriði segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vanfjármagnaða og lækkun veiðigjalda óráð

·

„Ríkisfjármálaáætlunartillagan er vanfjármögnuð og mun ekki standa undir þeim umbótum í velferðarmálum og uppbyggingu innviða sem boðuð voru í stjórnarsáttmálanum. Lækkun veiðigjaldanna mun enn auka á þann vanda,“ skrifar Indriði H. Þorláksson.

Svona var 12 milljarða skattbyrði færð yfir á lágtekju- og millitekjufólk

Svona var 12 milljarða skattbyrði færð yfir á lágtekju- og millitekjufólk

·

Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, rýnir í áhrif skattkerfisbreytinga undanfarinna ára á grundvelli nýrra gagna sem ná til ársins 2016. „Hinir tekjulægri greiða fyrir hina tekjuhærri.“

Indriði segir trú framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins byggja á sandi

Indriði Þorláksson

Indriði segir trú framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins byggja á sandi

Indriði Þorláksson
·

Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, gagnrýnir málflutning Halldórs Benjamíns Þorbergssonar í Silfrinu og segir hann draga kolrangar ályktanir af fyrirliggjandi gögnum.

Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins

Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins

·

Lagasetningin til að sporna við skattahagræðingu álfyrirtækjanna á Íslandi mun ekki hafa mikil áhrif á Norðurál og Alcoa. Vaxtagreiðslur Norðuráls frá Íslandi til eigin fyrirtækis í Bandaríkjunum nema rúmlega 84 milljónum, hærri upphæð en sambærilegar greiðslur hjá Alcoa.

Alcoa: Lagasetningin hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 milljarða vaxtagreiðslur 2014 og 2015

Alcoa: Lagasetningin hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 milljarða vaxtagreiðslur 2014 og 2015

·

Vaxtgreiðslur álfyrirtækisins Alcoa hafa almennt verið undir þeim viðmiðum sem kveðið er á um í nýjum lögum um tekjuskatt. Lagabreytingin sem á að koma í veg fyrir skattaundanskot slíkra fyrirtækja virðist því ekki hafa mikil áhrif. Forstjóri Alcoa segir að fyrirtækið vinni að því að kanna áhrif lagabreytingarinnar á starfsemi álfyrirtækisins.