„Það eru ekki láglaunastéttirnar sem með kröfum sínum ógna stöðugleika hagkerfisins,“ skrifar Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri. „Sé sú ógn fyrir hendi felst hún í því að hátekjuhóparnir uni því ekki að hænuskref séu tekin í átt til launajöfnuðar og hæstu laun verði hækkuð til samræmis við lægri laun.“
Engar umræður urðu um stöðu kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi, Alexanders Moshenskys, á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, Sviatlönu Tsikhanouskayu. Katrín vill engu svara um eigin skoðun á stöðu kjörræðismannsins sem er náinn bandamaður einræðisherrans í Minsk, Alexanders Lukashenko.
2
FréttirLaugaland/Varpholt
1
Skýrslan um Laugaland frestast enn
Til stóð að kynna ráðherrum niðurstöður rannsóknar á því hvort börn hefðu verið beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á morgun, 29. júní. Ekki verður af því og enn er alls óvíst hvenær skýrslan verður gefin út.
3
Greining
2
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Ellefu ríki Bandaríkjanna, undir forystu Repúblikana, hafa þegar bannað þungunarrof og allt að tólf til viðbótar gætu gert það á næstu dögum. Íhaldsmenn eru með yfirburðarstöðu í hæstarétti í fyrsta sinn í áratugi eftir þrjár skipanir á forsetatíð Trumps. Skipanir dómara við réttinn hafa ítrekað breytt sögu og samfélagi Bandaríkjanna eftir að rétturinn tók sér sjálfur einvald til að túlka stjórnarskrá landsins.
4
Fréttir
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Verðbólga mælist 8,8 prósent og spila verðhækkanir á olíu og bensíni einna stærstan þátt auk hins klassíska húsnæðisliðar. Það kostaði 10,4 prósent meira að fylla á tankinn í júní en það gerði í maí.
5
Fréttir
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Vel á þriðja hundrað kjörinna fulltrúa, ráðherra og embættismanna hafa á síðustu árum fengið greidd of há laun frá Fjársýslu ríkisins, sem studdist við rangt viðmið við launahækkanir. Samtals nemur ofgreiðslan 105 milljónum króna. 45 þessara einstaklinga eru ekki lengur á launaskrá ríkisins. Tólf mánaða endurgreiðsluáætlun hefur verið samþykkt.
6
Rannsókn
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
7
Fréttir
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Tugir umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa beðið lengur en ár eftir að vera flutt af landi brott eftir að umsóknum þeirra hefur verið hafnað. Tuttugu og tvö börn biðu brottflutnings í byrjun mánaðar, samkvæmt svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. júlí.
Mynd: Shutterstock
Stærstu launþegasamtök landsins hafa lagt fram kröfugerðir vegna komandi kjarasamninga. Þykja þær róttækar. Mikil hækkun launataxta næstu þrjú árin og stytting vinnutíma. Þegar felmtri slegnir talsmenn launagreiðenda sögðust ófærir um að reikna út hvað þessar kröfur þýða kom heil blaðritstjórn til hjálpar og ritari Flokksins afhjúpaði af skarpskyggni Sólveigu og Drífu sem afturgengnar kommagrýlur. Lestur kröfugerðanna leiðir þó ekki í ljós ástæður óttans, engar kröfur um þjóðnýtingu eða eignaupptöku, bara óskir um mannsæmandi laun og réttlátari tekjuskiptingu. Geðstilltari gagnrýnendur kröfugerðarinnar hafa telft fram þeim rökum að hún að leiða til eftirspurnarþennslu og verðbólgu. En þarf það að vera svo?
Fyrir hverja eru kröfurnar?
Kröfugerð Starfsgreinasambandsins (SGS) er að sjálfsögðu fyrir félagsmenn stéttarfélaganna í sambandinu en ekki aðra og sama má segja um VR. Í þeim er stærsti hluti láglaunafólks á landinu. Kröfugerð þessara félaga er sniðin að þessum hópum en ekki öðrum. Samningsbundin mánaðarlaun hjá SGS eru nú hæst 310.700 fyrir skilgreint starfsheiti og 318.600 er hæsta tala í launatöflu. Hjá VR ná samningsbundnir launataxtar upp í 309.400 kr.
Kröfur stéttarfélaga láglaunafólks á ekki meta sem hlutfallslega hækkun taxtalauna. Taka verður tillit til raunverulega greiddra launa. Samkvæmt launakönnun VR voru meðaldagvinnulaun félaga í VR um 622 þús kr. á mánuði i ársbyrjun 2018 og eru væntanlega nú um 640 þús. kr. á mánuði. Jafnvel þótt sú hækkun sem VR krefst fyrir lægstu launin gengi upp allan launaskalann, sem er langt frá sjálfgefið, yrði hækkunin að meðaltali um 6,6%. Á það skal þó bent að í gögnum VR eru meðallaunin líklega verulega ofmetin.
Á síðustu árum hafa samningsbundnir launataxtar verið flattir út með þeirri hugmyndafræði að markaðurinn skuli ráða launum. Hefur það leitt til þess að stéttarfélögin hafa í reynd lítið um það að segja hver raunveruleg launakjör eru og það kemur niður á þeim hópum og einstaklingum sem hafa ekki sterka “markaðsstöðu.” Þó ekki vegna þess að þeir séu verðminni starfsmenn því ástæðan er oftast félagsleg, staðbundnar aðstæður, skortur á upplýsingum o.fl. Dæmi um þetta er staða erlends starfsfólks en vandinn er víðtækari því “markaðsstaða” fólks í láglaunastörfum felst í því að vera upp á náð síns Þríhross komin.
Kjarasamningum flestra stéttarfélaga hefur að undanförnu verið breytt í lágmarkslaunasamninga. Hin raunverulegu laun eru ákveðin í samningum milli launþegans og launagreiðandans, t.d. milli kassadömu í Hagkaup og forstjóra Haga, fiskverkakonu og forstjóra Samherja eða sérhæfðs tölvunarfræðings í samningum við forstjóra Origo eða Advania. Vígstaða þessara launþega er ólík en hugmyndafræði markaðslaunanna dæmir þá sem eru í veikri samningsstöðu til lágmarkslauna. Kröfugerðir stéttarfélaga láglaunafólks nú eru rökrétt viðbrögð þeirra við þessari þróun.
Laun þeirra sem ekki eru á umsömdum lágmarkstöxtum stéttarfélaga eru þannig ekki ákveðin af stéttarfélögum heldur af vinnuveitandanum. Þessi staðreynd setur kröfugerð stéttarfélaganna og afleiðingar af henni í það nýja ljós að hækkun lágmarkslaunanna gengur ekki upp allan launaskalann og hækkar ekki allt launastigið í samfélaginu nema launagreiðendurnir ákveði að svo verði. Ábyrgðin á boðaðri kollsteypu er því ekki hjá stéttarfélögum láglaunafólks heldur hjá launagreiðendum og öðrum sem koma að launaákvörðunum í efri hluta launaskalans. Þeir sem fengu aðsvif vegna kröfugerðarinnar og réðust með stóryrðum að forystu stéttarfélaganna ættu því að beina spjótum sínum að þeim sem með boðskap sínum eru í reynd að boða það að þeir muni láta launahækkanir láglaunastéttanna ganga upp allan launaskalann til að viðhalda þeirri misskiptingu sem þeir hafa skapað og bera ábyrgð á.
Skipting heildartekna
Til þess að átta sig á rökleysum í umræðunni er gott að setja kröfugerðina í samhengi við þjóðhagsstærðir. Grunntónn í máli hinna “ábyrgu” er í reynd það talnalega samband að ef peningaleg eftirspurn í samfélaginu vex umfram framleiðslu hækki verðlag, þ.m.t. vextir og verð á erlendum gjaldeyri sem því nemur. Það má satt vera og rétt en því til viðbótar gefa menn sér að öll laun breytist hlutfallslega eins. Það er engin rökbundin nauðsyn. En hver er raunverulegur þáttur launa og þá sérstaklega láglauna í heildareftirspurninni?
Heildareftirspurn í samfélaginu ræðst að mestu af tekjum, ekki bara launatekjum heldur öllum öðrum tekjum líka, lífeyri, rekstrarhagnaði fyrirtækja, vaxtatekjum, arði o.s.frv. Bærilega nothæfur mælikvarði á þessa heildareftirspurn er hin margfræga verga landsframleiðsla (VLF). VLF ársins 2018 er áætluð um 2.700 ma. kr. Samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Hagstofunnar er hlutur allra launa, þmt. lífeyris, í VLF um 55% eða um 1.500 ma. kr. en hlutur fjármagns, afskriftir og fl. um 45% eða um 1.200 ma. kr.
Það eru því ekki launin ein sem hafa áhrif á heildareftirspurnina og hækkun þeirra skilar sér ekki sem hlutfallsleg hækkun heildareftirspurnar nema fjármagnstekjur og annað hækki í sama takti. Kjarabarátta er alltaf að hluta barátta á milli hagsmunahópa í samfélaginu, barátta um skiptingu tekna milli vinnu og fjármagns. Hækkun launa sem gengur á hagnað og aðrar fjármagnstekjur eykur ekki heildareftirspurn
Annar þáttur í málflutningi hinna “ábyrgu” er að hækkun launa megi ekki vera umfram hækkun VLF á mann. Þetta er tæknilegt skilyrði þegar litið er til lengri tíma sem ekki þýðir að afneita. Gagnrýni á Seðlabankann fyrir að taka mið af þessu og láta það í ljós í umræðu um svigrúm til launahækkana er ómakleg. Ámælisvert væri að hann leyndi upplýsingum sem þessum sem þurfa að liggja fyrir og eiga erindi til þeirra sem um efnahagsmál þmt. kjarasamninga fjalla. Fram hefur komið að Seðlabankinn telur að hækkun heildarlauna um 1,5% umfram verðbólgumarkmið bankans samræmist að hans mati vaxtargetu hagkerfisins án þess að skapa aukna verðbólguáhættu.
Sé gengið út frá því að mat Seðlabankans sé rétt geta laun því alls hækkað um allt að 60 ma. kr. á ári án þess að raska jafnvægi og breyta hlutdeild launa í VLF og gætu hækkað eitthvað meira á kostnað hagnaðar, fjármagnstekna og rentu. Spurningin er því hvort kröfur stéttarfélaga láglaunafólks geti rúmast innan þessa ramma. Til þess að fá svar við spurningunni þarf að skoða dreifingu launatekna. Í því sambandi verður að hafa í huga að kröfur þeirra eru einnig kröfur um aukinn jöfnuð, sem flestir hafa tekið undir, en aukinn jöfnuður næst ekki nema þeir launalægstu hækki umfram aðra eða hinir launahærri hækki minna en láglaunafólk.
Skipting launatekna
Úr gögnum RSK fyrir tekjur ársis 2016 má sjá að heild launa og lífeyristekna hjóna og annarra samskattaðra var um 756 ma. kr. og um 511 ma.kr. hjá einhleypum eða alls 1.267 ma. kr. Skipting launatekna samskattaðra eftir tekjufimmtungum er sýnd í töflu hér á eftir. Hafa þarf í huga að flokkun, fjöldi, tekjur og meðaltekjurnar er allt miðað við samanlagðar tekjur hjóna og annarra samskattaðra. Getur það leitt til vanmats á fjölda einstaklinga með lágar tekjur en aðrir þættir svo sem fjöldi þeirra sem eru tekjulágir á skattapappírum í skjóli veikleika í skattalögum leiðir á móti til ofmats. Við útreikning meðallauna er auk þess áætlað að atvinnuþáttaka sé 75% í lægsta flokknum vegna fjölda í hlutastörfum, námsmanna o.fl. 85% í efri flokkunum. Ekki er ástæða til að ætla að skekkjur í framangreindum áætlunum breyti heildarmyndinni verulega.
Lægstu 20% samskattaðra fékk í sinn hlut 9% heildarlaunanna. Næsti fimmtungur fékk 14,3% sá þriðji 18,6%. Næst efsti fimmtungur fékk 23,4% og efstu 20% samskattaðra fengu 34,6% heildarlaunanna. Þau fengu reyndar líka 79% allra fjármagnstekna samskattaðra í sinn hlut, 67 ma. kr., eða nánast sömu fjárhæð og allar launatekjur lægsta fimmtungsins. Hafa þarf í huga að í launatölum þessum eru lífeyris- og eftirlaunagreiðslur meðtaldar en reikna má með að hækkun á þeim fylgi í kjölfar hækkunar lægst launa.
Þjóðhagsleg áhrif af hækkun lægst launa
Þegar þessar tölur eru skoðaðar er erfitt að finna innistæðu fyrir áhyggjur af vegferð efnahagslífsins. Þau laun sem ætla má að yrðu fyrir áhrifum af kröfugerð stéttarfélaga láglaunafólks eru í tveimur lægstu tekjuflokkunum og eitthvað upp í þann þriðja. Í þeim hópi eru 40 – 50% samskattaðra einstaklinga með 175 til 250 ma. kr. í heildartekjur sem er um 23% heildartekna allra samskattaðra. Með því að bæta við einhleypum og áætla tekjuskiptingu þeirra svipaða er alls um að ræða 80 til 100 þúsund einstaklinga með 280 til 400 ma,kr. heildartekjur af þeim 1.267 ma. kr. sem í heild voru taldar fram. Eru það 22 til 30% heildarteknanna. Hinn hlutinn 870 til 1.000 ma.kr. eru laun sem ekki eru greidd á grundvelli kjarasamninga láglaunastéttanna heldur að hluta til samkvæmt öðrum kjarasamningum en líklega að mestu “markaðslaun” ákveðin af launagreiðendum.
Framangreind greining sýnir að unnt er að verða við kröfum láglaunafólks án þess að setja efnahagslífið á hliðina eða raska meintum stöðugleika. Til þess verða þeir sem notið hafa uppgangsins á undanförnum árum í meira mæli en aðrir að sætta sig við að hægja á ferðinni og þeir sem hagnast hafa mest á aukinni misskiptingu tekna að sætta sig við að skila einhverju af þeim feng til baka. Eftirfarandi tafla varpar enn frekar ljósi á þetta. Í henni er áætlað hvað það myndi kosta að hækka lægstu laun í samræmi við kröfur SGS að því gefnu að sú hækkun myndi aðeins hafa bein áhrif á sambærileg laun. Sú hækkun er áætluð 13% að meðaltali í lægsta fimmtungi töflunnar og 8% í öðrum fimmtungi. Þá er áætlað að laun upp að því marki að 60% launþega er náð myndu hækka um 4%, þ.e. í samræmi við ætlað áhættulaust svigrúm, en laun þar fyrir ofan og að 80% markinu hækki um 2,5%, þ.e. um áætlaða verðbólgu. Laun þeirra 20% hæstu yrðu óbreytt.
Niðurstaða þessara útreikninga er að launasumma samskattaðra myndi hækka um 27,5 ma. kr. eða um 3,6% af heildarlaunasummu þeirra. Að einhleypum meðtöldum má áætla að hækkunin væri um 44 ma.kr.. Til samanburðar við þá tölu er að hækkun allara launa, 1.267 ma. kr. um 4% væri 51 ma. kr. Launahækkun sú sem með réttu má heimfæra á kröfugerð stéttarfélaga láglaunafólks og annarra í sambærilegri launalegri stöðu og að meðtöldum sambærilegum lífeyrisgreiðslum er vel innan þeirra marka sem gefið hefur verið út að séu þolmörk hagkerfisins.
Hver er ábyrgur?
Það eru ekki láglaunastéttirnar sem með kröfum sínum ógna stöðugleika hagkerfisins. Sé sú ógnun fyrir hendi felst hún í því að hátekjuhóparnir uni því ekki að hænuskref séu tekin í átt til launajöfnuðar og hæstu laun verði því hækkuð til samræmis við lægri laun. Þau laun eru beint eða óbeint ákveðin af launagreiðendum eða eru sjálftökulaun þeirra sem stýra atvinnureksti og meðreiðarsveina þeirra.
Það á ekki að koma neinum á óvart að krafa stéttarfélaga láglaunafólks er ekki einungis krafa um bætt lífskjör heldur einnig krafa um aukinn jöfnuð. Þeirri kröfu er nú svarað með gömlu tuggunni um hagvöxt fyrir alla. Sá boðskapur hefur verið leiðarljós ójafnaðar síðustu áratuga og myndi nú þýða að af 50 milljarða svigrúmi til hækkunar á launum yrðu 20 ma. kr. eyrnarmerktir þeim 20% sem mestar tekjur hafa en þau 40% sem lægstu launin hafa að meðtöldum lífeyrisþegum fengju að bítast um 12 ma. kr.
Aukinn jöfnuður í samfélaginu og krafa um aukinn launalegan jöfnuð felur óhjákvæmilega í sér að há laun hækki minna en lægri laun. Þessa staðreynd þurfa þeir sem berjast í einlægni fyrir auknum jöfnuði að viðurkenna og hafa í huga. Aðrir ættu að að minnsta kosti að leggja frá sér sauðargæruna.
__________________
PS. Ójöfnuður launa á síðustu áratugum hefur verið ýktur með pólitískri stefnu sem dregið hefur úr jöfnunaráhrifum skattkerfisins. Það er eðlileg krafa launþegasamtakanna til stjórnvalda að horfið verði af þeirri braut og það sem aflaga hefur farið verði leiðrétt. Slík krafa á þó ekki að vera undir í viðræðum um kjarasamnninga heldur eiga stjórnvöld að leggja spil sín á borðið áður en gengið er til samninga. Um þessa hlið málsins verður fjallað síðar.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
FréttirÓlígarkinn okkar
3
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
Engar umræður urðu um stöðu kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi, Alexanders Moshenskys, á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, Sviatlönu Tsikhanouskayu. Katrín vill engu svara um eigin skoðun á stöðu kjörræðismannsins sem er náinn bandamaður einræðisherrans í Minsk, Alexanders Lukashenko.
2
FréttirLaugaland/Varpholt
1
Skýrslan um Laugaland frestast enn
Til stóð að kynna ráðherrum niðurstöður rannsóknar á því hvort börn hefðu verið beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á morgun, 29. júní. Ekki verður af því og enn er alls óvíst hvenær skýrslan verður gefin út.
3
Greining
2
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Ellefu ríki Bandaríkjanna, undir forystu Repúblikana, hafa þegar bannað þungunarrof og allt að tólf til viðbótar gætu gert það á næstu dögum. Íhaldsmenn eru með yfirburðarstöðu í hæstarétti í fyrsta sinn í áratugi eftir þrjár skipanir á forsetatíð Trumps. Skipanir dómara við réttinn hafa ítrekað breytt sögu og samfélagi Bandaríkjanna eftir að rétturinn tók sér sjálfur einvald til að túlka stjórnarskrá landsins.
4
Fréttir
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Verðbólga mælist 8,8 prósent og spila verðhækkanir á olíu og bensíni einna stærstan þátt auk hins klassíska húsnæðisliðar. Það kostaði 10,4 prósent meira að fylla á tankinn í júní en það gerði í maí.
5
Fréttir
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Vel á þriðja hundrað kjörinna fulltrúa, ráðherra og embættismanna hafa á síðustu árum fengið greidd of há laun frá Fjársýslu ríkisins, sem studdist við rangt viðmið við launahækkanir. Samtals nemur ofgreiðslan 105 milljónum króna. 45 þessara einstaklinga eru ekki lengur á launaskrá ríkisins. Tólf mánaða endurgreiðsluáætlun hefur verið samþykkt.
6
Rannsókn
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
7
Fréttir
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Tugir umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa beðið lengur en ár eftir að vera flutt af landi brott eftir að umsóknum þeirra hefur verið hafnað. Tuttugu og tvö börn biðu brottflutnings í byrjun mánaðar, samkvæmt svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi.
Mest deilt
1
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
3
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
4
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
5
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
6
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
7
Aðsent
1
Bjarni Thor Kristinsson
Um Íslensku óperuna
„Staðreyndir þessa máls eru þær að stjórn óperunnar og óperustjóri hafa fengið flesta íslenska söngvara upp á móti sér, þau hafa gerst sek um að brjóta kjarasamninga og þau hafa bara ekki verið að setja upp óperur undanfarið,“ skrifar Bjarni Thor Kristinsson, óperusöngvari, í pistli um málefni Íslensku óperunnar.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
3
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
4
Eigin Konur#93
„Það bara hrundi allt“
Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram í þættinum og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess. Hún segir að allt hafi hrunið þegar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að maður sem stóð til að myndi flytja inn til fjölskyldunnar, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kristín Sóley segir mikilvægt að öll fjölskyldan fái viðunandi aðstoð eftir svona áföll því fjölskyldur skemmist þegar börn eru beitt ofbeldi. Hún segir að samfélagið hafi brugðist Lilju og allri fjölskyldunni.
5
Pistill
4
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
6
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
7
GreiningLaxeldi
Laxeldiskvótakóngarnir sem hafa grætt á sjókvíaeldi á Íslandi
Nú stendur yfir þriðja bylgja laxeldis á Íslandi en hinar tvær tilraunirnar fóru út um þúfur á árum áður. Þessi tilraun til að koma laxeldi á hér á landi hefur gengið betur en hinar. Fyrir vikið hafa nokkrir fjárfestar selt sig út úr laxeldisiðnaðnum fyrir metfé eða halda nú á hlutabréfum sem eru mjög mikils virði.
Mest lesið í mánuðinum
1
Rannsókn
8
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
2
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
3
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
4
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
5
FréttirSamherjaskjölin
5
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
Ríkissaksóknari Namibíu og yfirmaður namibísku spillingarlögreglunnar, hafa verið á Íslandi frá því fyrir helgi og fundað með hérlendum rannsakendum Samherjamálsins. Fyrir viku síðan funduðu rannsakendur beggja landa sameiginlega í Haag í Hollandi og skiptust á upplýsingum. Yfirmenn namibísku rannsóknarinnar hafa verið í sendinefnd varaforsetans namibíska, sem fundað hefur um framsalsmál Samherjamanna við íslenska ráðherra.
6
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
7
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
Nýtt á Stundinni
Fréttir
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
Rannsókn
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
Fréttir
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Vel á þriðja hundrað kjörinna fulltrúa, ráðherra og embættismanna hafa á síðustu árum fengið greidd of há laun frá Fjársýslu ríkisins, sem studdist við rangt viðmið við launahækkanir. Samtals nemur ofgreiðslan 105 milljónum króna. 45 þessara einstaklinga eru ekki lengur á launaskrá ríkisins. Tólf mánaða endurgreiðsluáætlun hefur verið samþykkt.
Fréttir
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Tugir umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa beðið lengur en ár eftir að vera flutt af landi brott eftir að umsóknum þeirra hefur verið hafnað. Tuttugu og tvö börn biðu brottflutnings í byrjun mánaðar, samkvæmt svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi.
MannlýsingSpurningaþrautin
796. spurningaþraut: Það er kominn júlí! Árið er hálfnað!
Fyrri aukaspurning: Afmælisbarn dagsins. Hvað heitir stúlkan á myndinni hér ofan, en hún fæddist 1. júlí 1961. * 1. Fyrsti júlí er í dag, við höfum spurningarnar um þá staðreynd að mestu, en við hvað eða hvern eða hverja er júlí kenndur? 2. Tveir konungar Danmerkur (og þar með Íslands) fæddust 1. júlí — annar 1481 en hinn 1534. Báðir báru...
Greining
2
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Ellefu ríki Bandaríkjanna, undir forystu Repúblikana, hafa þegar bannað þungunarrof og allt að tólf til viðbótar gætu gert það á næstu dögum. Íhaldsmenn eru með yfirburðarstöðu í hæstarétti í fyrsta sinn í áratugi eftir þrjár skipanir á forsetatíð Trumps. Skipanir dómara við réttinn hafa ítrekað breytt sögu og samfélagi Bandaríkjanna eftir að rétturinn tók sér sjálfur einvald til að túlka stjórnarskrá landsins.
ÞrautirSpurningaþrautin
795. spurningaþraut: Hvað er Danmörk stór hluti Íslands?
Fyrri aukaspurning: Af hverjum er — eða öllu heldur var — þessi stytta? * Aðalspurningar: 1. Hvað er stærst Norðurlandanna? 2. En þá næst stærst? 3. Um það er hins vegar engum blöðum að fletta að Danmörk er minnst Norðurlandanna (ef Grænland er ekki talið með, vitanlega). En hvað telst Danmörk vera — svona nokkurn veginn — mörg prósent af...
FréttirÓlígarkinn okkar
3
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
Engar umræður urðu um stöðu kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi, Alexanders Moshenskys, á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, Sviatlönu Tsikhanouskayu. Katrín vill engu svara um eigin skoðun á stöðu kjörræðismannsins sem er náinn bandamaður einræðisherrans í Minsk, Alexanders Lukashenko.
Fréttir
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Verðbólga mælist 8,8 prósent og spila verðhækkanir á olíu og bensíni einna stærstan þátt auk hins klassíska húsnæðisliðar. Það kostaði 10,4 prósent meira að fylla á tankinn í júní en það gerði í maí.
ÞrautirSpurningaþrautin
794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?
Fyrri aukaspurning: Ég ætla ekkert að fara í felur með hvað það góða fólk heitir sem sjá má á samsettu myndinni hér að ofan. Þau heita: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Spurningin er hins vegar: Við hvað starfa þau nú upp á síðkastið? — og hér þarf svarið að vera þokkalega nákvæmt. * Aðalspurningar: 1. ...
FréttirLaugaland/Varpholt
1
Skýrslan um Laugaland frestast enn
Til stóð að kynna ráðherrum niðurstöður rannsóknar á því hvort börn hefðu verið beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á morgun, 29. júní. Ekki verður af því og enn er alls óvíst hvenær skýrslan verður gefin út.
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir