Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
3

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
6

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
7

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Indriði Þorláksson

Skattapólitík og kjarasamningar

Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, fjallar um skattatillögur stjórnvalda og segir að það sé pólitísk ákvörðun ríkisstjórnarinnar en ekki rökbundin nauðsyn að lækka skatta hátekjufólks um sömu fjárhæð og láglaunafólks.

Indriði Þorláksson

Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, fjallar um skattatillögur stjórnvalda og segir að það sé pólitísk ákvörðun ríkisstjórnarinnar en ekki rökbundin nauðsyn að lækka skatta hátekjufólks um sömu fjárhæð og láglaunafólks.

Skattapólitík og kjarasamningar

Kynnt hafa verið viðbrögð ríkisstjórnarinnar við óskum verkalýðshreyfingarinnar um réttlátara skattkerfi. Enginn átti von á að orðið yrði að fullu við óskum hreyfingarinnar en fáir hafa líklega gert ráð fyrir jafn snautlegu svari og raun varð á. Það dapurlegasta er að stjórnvöld virðast hafa misskilið óskir verkalýðshreyfingarinnar. Hún var ekki að biðja um ölmusu, uppbót á það sem falla kann af samningsborðinu, heldur endurdreifingu kostnaðarins af því að reka hér sæmilega siðað samfélag, óskir um skattkerfi sem byggt yrði á sanngirni og réttlæti.

Það skal tekið fram að örlítið týrir á skynsemi í tillögunum með því að fjölga á skattþrepum um eitt en sú týra lýsir skammt. Í boðaðri útfærslu mun sama lækkun skatta ganga upp allan tekjustigann og bæta hag bankastjóra og forstjóra í sama mæli og  láglaunafólks. Því er haldið fram að óhjákvæmilegt sé að lækkun skatts á lágar tekjur vegna nýs lægsta skattþreps gangi upp allan tekjuskalann. Svo er ekki. Með lítilsháttar lækkun efri þrepaskilanna og/eða hækkun efri skatthlutfalla eða með því að bæta við fjórða skattþrepinu er einfalt að stýra því hvar í skattstiganum lækkunin deyr út. Það er því pólitisk ákvörðun en ekki rökbundin nauðsyn að lækka skatta hátekjufólks um sömu fjárhæð og láglaunafólks. Með því að láta lækkunina deyja út við miðgildi tekna hefði tekjutap ríkissjóðs helmingast og hægt hefði verið að nota það svigrúm til þess að hafa lækkunina í neðri hluta tekjuskalans meiri.

Því hefur einnig verið haldið fram að með þessum breytingum sé verið að endurvekja skattabreytingarnar sem vinstri stjórnin 2009 til 2013 gerði á sínum tíma. Það er rétt þegar einungis er litið á fjölda skattþrepanna. Lengra nær þessi samlíking ekki. Í fyrsta lagi er mikill eðlismunur á þeim breytingum sem gerðar voru á almenna tekjuskattinum þá og þeim breytingum sem nú eru boðaðar. Í öðru lagi voru breytingarnar á almenna tekjuskattinum þá liður í umfangsmiklum breytingum á beinum sköttum einstaklinga í heild með markvissum ásetning um tilflutning skattbyrði um leið og tekjuöflun ríkisins var tryggð. Nú er breytingin takmörkuð við almenna tekjuskattinn án teljandi áhrifa á dreifingu skatta og án þess að gerð sé grein fyrir afleiðingum tekjutapsins sem óhjákvæmilega leiðir til niðurskurðar á opinberri þjónustu eða annarrar skattheimtu í staðinn.

Breytingin á almenna tekjuskattinum 2009 til 2011 fól í sér fjölgunar á skattþrepum þ.m.t. nýju þrepi fyrir lægstu tekjur en auk þess var persónuafslátturinn hækkaður verulega og skattlutföll í efri þrepunum og þrepaskilin ákveðin þannig að skattar lækkuðu í neðri hluta tekjuskalans en hækkuðu í efri hlutanum. Þessi breyting var hluti af breytingum á öðrum beinum sköttum einstaklinga, þ.e. fjármagnstekjuskatti og eignarskatti (auðlegðarskatti), sem saman miðuðu að því að flytja skattbyrðina af fólki með lágar tekjur yfir á þá sem hæstar tekjur hafa og mestar eignir. Þessu tengdist einnig gjaldtaka fyrir aðgang að auðlindum þjóðarinnar sem afhentur hafði verið fáum útvöldum og erlendum stórfyrirtækjum. Þótt fjölgun skattþrepa sé nauðsynleg kerfisbreyting er hún ein og sér of lítil, og þó einkum vegna þess hvernig hún er útfærð, fjarri því að henni megi líkja við aðgerðir vinstri stjórnarinnar á sínum tíma.

Breytingarnar 2009 til 2011 voru ítarlega rökstuddar í ríkisfjármálaáætluninni á miðju ári 2009. Forsendur þeirra voru að endurrreisa þyrfti skattkerfið eftir áralanga niðurníðslu og bjögun í þágu hátekjufólks og fjármagnseigenda. Sívaxandi hluti skattskyldra tekna einstaklinga komu fram sem fjármagnstekjur hjá litlu broti framteljenda, sem nutu skattfrestunar og voru lágt skattlagðar. Auk var ljóst að fram hafði farið mikil eignasöfnun sem ekki byggðist á áður skattlögðum tekjum. Af þeim ástæðum var hækkun fjármagnstekjuskatts og skattur á auðlegð nauðsynlegur þáttur í að koma á sanngjarnari dreifingu skatta.

Frá 2013 hefur aftur sótt í sama horf. Auðlegarskattur var aflagður, veiðigjöldin lækkuð, álverunum gefinn eftir orkuskatturinn og geta þau því flutt út enn meiri hagnað án skatta. Skattleysismörk og skil skattþrepa, nema það efsta, voru látin dragast aftur úr launaþróun og þótt hækkun fjármagnstekjuskattsins hafi verið látin standa og í hana bætt lítillega hefur þróunin orðið sú að síaukinn hluti tekna kemur fram sem fjármagnstekjur eða er lokaður inni í eignarhaldsfélögum og kemur alls ekki til skattlagningar vegna lagaákvæða um einkahlutafélög og skattlagningu þeirra. Skattlagning raunverulegra fjármagnstekna er því bæði lítil og götótt. Við þetta bætist að sjálftaka forstöðumanna fyrirtækja, einkum fjármálastofnana, kommissara hagsmunasamtaka, svefnbæjastjóra o.fl. er að koma á áður óþekktum launamun í samfélaginu. Hin efnahagslega gliðnun sem fram kemur í söfnun auðs á fáar hendur og misskipting tekna ásamt meðvitaðri og ómeðvitari misskipting skattbyrði er baksviðið fyrir kröfum verkalýðshreyfingarinnar og kallar á róttækar breytingar á skattkerfinu. Dúsa dugar skammt.

Það hefði verið óraunsætt að vænta þess að tillögum verkalýðshreyfingarinnar yrði fagnað af valdhöfum og hrint í framkvæmd í heilu lagi. Hreyfingin þarf einnig að gæta þess að líta ekki á það sem hlutverk sitt að “semja” um skattamál við stjórnvöld. Hún á hins vegar að taka afstöðu til þeirra og móti um þau kröfur sem komið er á framfæri við stjórnvöld (sjá: Kjarasamningar, skattar og velferð). Krafa hennar nú var krafa um leiðréttingu á órétti í dreifingu skattbyrði sem aukist hefur á síðustu árum en ekki síður ákall eftir stefnumótun í skattamálum sem byggð yrði á félagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum en ekki á hentistefnu og sérhagsmunagæslu eins og verið hefur. Skilningur stjórnvalda á þessu og pólitískt skuldbindandi yfirlýsing þeirra um markmið og tímasetta áfanga til umbóta hefði trúlega skilað sér í jákvæðu viðhorfi og samningslipurð af hálfu verkalýðshreyfingarinnar.

Viljaleysi stjórnvalda til að koma á móts við þessar kröfur eru þess vegna mikil vonbrigði. Svar þeirra er ekki bara úr tengslum við þann raunveruleika sem við blasir í skattamálum heldur einnig gjörsneitt skattapólitískri og efnahagslegri hugsun. Enga slíka hugsun er að finna í rökstuðningi tillagnanna og að því leyti sem sýnt hefur verið á spil svokallaðs sérfræðingahóps sem sagður er að vinnu bak við tjöldin virðist hann upptekinn við tölvulíkan að reikna út hvort tilteknar breytingar hafi núllkomma eitthvað % meiri eða minni áhrif á einn hóp umfram annan. Þær excel æfingar eru vafalaust góð hugarleikfimi en allt virðist benda til þess að þar á bæ sé mönnum t.d. ekki kunnugt um að stígandi tekjuskattlagning er byggð á einum af hornsteinum klassiskrar hagfræði, kenningunni um fallandi jaðarnot tekna, sem auðskýrð er með því dæmi að 10.000 kr. viðbótartekjur auka lífsgæði og skipta meira máli fyrir þann sem hefur 300.000 kr. í laun á mánuði en þann sem er með 1.000.000 í laun og skiptir engu fyrir þann sem er með ofurtekjur. Í því ljósi er það óskiljanleg niðurstaða að dreifa 14 milljarða kr. skattalækkun með þeim hætti sem gert er í tillögunni. Um þetta og fleira í skattaumræðunni má lesa í grein í veftímaritinu Social Europe eftir hagfræðingana Atanas Pekanov og Miriam Rehm: The great tax debate.

Aðkoma ríkisstjórnarinnar að gerð kjarasamninga hefur verið mótsagnakennd. Þrátt fyrir langan aðdraganda og langar viðræður við „aðila vinnumarkaðarins“ tókst henni ekki að losna úr því hlutverki að veifa í lokin gulrótum sem skiptimynt fyrir „hóflega“ kjarasamninga. Betra hefði verið að kynna með góðum fyrirvara stefnu stjórnvalda og ákvarðanir um aðgerðir í þeim málum sem undir voru og láta samningsaðilum eftir að ganga frá samningum að þeim forsendum gefnum. Þær aðgerðir sem boðaðar hafa verið í málefnum vinnumarkaðarins, húsnæðismálum og fæðingarorlofsmálum er vissulega góð innlegg sem hafa jákvæð áhrif. Þegar að sköttum og ríkisfjármálum kemur er staðan allt önnur. Fyrirhugaðar aðgerðir í skattamálum eru vanhugsaðar sem kjarabót og eru ótrúverðugar því þær draga úr getu ríkissjóðs til að standa við fyrirheit í áður nefndum málaflokkum sem augljóslega verða ekki efnd án aukinna útgjalda. Það virðist sem fjármálaráðherra hafi ekki haldið takti í línudansi stjórvalda eða verið að hlusta á annan söng.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
3

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
6

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
7

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Nýtt á Stundinni

Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

·
Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann til morguns

Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann til morguns

·
Tekur eftir hatri í garð annarra

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

·
Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·