Maurildi
Ragnar Þór er heimspekingur og kennari. Hans skoðun er sú að nærtækasta leiðin til að bæta samfélagið sé að ala upp betri borgara en hingað til. Borgara sem gera meiri kröfur. Ekki bara til annarra heldur líka sín. Á blogginu er gerð tilraun til að gera slíkar kröfur.

Strípalingar hugsjónanna

Ein af reglun rökfræðinnar kveður á um að annað hvort sé tiltekin fullyrðing sönn – eða neitun hennar. Það sé enginn þriðji kostur. Eins og með aðrar hugsunarreglur á þessi það til að blása upp og teygja sig langtum lengra en hún í raun og veru nær. Þetta er einstaklega ljóst í umræðum um kennaraskort þessa dagana. Hvort sem fólk...

Trosnað vistarband

Ef manneskja kæmi á bráðamóttöku og segðist verða andstutt við líkamlega áreynslu, sundla og fá verk í bringuna yrði meðferð allra annarra, hvort sem þeir eru með flensu eða brotinn fót, ýtt á frest á meðan gengið væri úr skugga um hvort hinn nýi sjúklingur væri með mögulega banvænan kransæðasjúkdóm. Ástæðan er ekki bara sú að kransæðasjúkdómar eru til mikilla...

Stuðningsfulltrúinn ekki til starfa í haust

Ég er mjög hugsi yfir þessu máli. Viðbrögð skólans við úrskurði barnaverndar voru að birta heilmikla sigurfrétt um að skólastjórinn væri alsaklaus og laus allra mála. Nokkru seinna er stuðningsfulltrúanum kastað fyrir ljónin. Samt komst sama barnaverndarnefnd að því að ekki væri ástæða til frekari rannsóknar á störfum hans. Hinsvegar er gagnrýnt að upp komu aðstæður sem voru ómanneskjulegar...

Skólaljóðin og íslensk menning

Nú stendur yfir skemmtileg umræða um Skólaljóðin gömlu. Bláu sýnisbókina sem innihélt úrval myndskreyttra ljóða sem börnum var gert að læra utan af árum og áratugum saman. Einhverjir vilja meina að það sé bæði hollt að læra ljóð utan af og gott fyrir þjóð að eiga sameiginlegan forða orða og hugsana. Hvorttveggja held ég að sé rétt. Fyrstu barnaskólaárin mín...

Kalt stríð milli stjórnarflokkanna

Það er með ólíkindum að fylgjast með ríkisstjórninni að störfum. Á milli flokkanna (sérstaklega Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks) andar köldu – það er nánast kalt stríð. Sem ætti kannski ekki að koma á óvart þegar haft er í huga að Viðreisn er eiginlega klofningsframboð til höfuðs ákveðnum öflum innan Sjálfstæðisflokks. Fyrsta verulega stóra áfallið í sambúð flokkana var auðvitað sjómannaverkfallið þar...

Sömu mistök í Bretlandi og á Íslandi?

Það er ekki sérlega langt síðan Breski íhaldsflokkurinn virtist vera með gjörunnið spil. Verkamannaflokkurinn var kominn á þá skoðun að Corbyn væri þaulsetinn dragbítur, almenningi virtist þykja hann gamaldags og púkó – og Theresa May boðaði því til leifturkosninga sem tryggja áttu að andstæðingurinn næði ekki vopnum sínum. Það fór svo allt út um þúfur. Að einu leyti voru bresku...

Vopnuð lögregla á mannamótum

Það hlógu margir þegar hljómsveitin Kansas hætti við Evrópureisu af ótta við hryðjuverk. Hljómsveitin var hædd á samfélagsmiðlum fyrir heigulshátt. Það liðu samt ekki margar vikur uns Salman Abedi sprengdi sjálfan sig og aðra í loft upp á tónleikum í Manchester. Það var aðeins ein af þremur mannskæðum árásum í Englandi á innan við einu misseri. Það er í þessu...

Jóga í skólum

Nokkuð viðtekin er sú skoðun að leik- og grunnskóli skuli vera hlutlaus um álitamál og sérstaklega trúmál. Ítrustu kröfur um slíkt eru þó öldungis óraunhæfar. Í skólum er rekinn áróður í málum er varða allt milli himins og jarðar; frá umferðarfræðslu til kynfræðslu. Ég er ósammála því að hlutleysi eigi að vera í forgrunni skólastarfs á svipaðan hátt og er...

Skylmingamenn sannleikans

Þennan pistil skrifaði ég með Birki Frey Ólafssyni, en við brugðum okkur á fund Vakurs um möguleikann á nútímavæðingu íslams á dögunum. Það hafði verið gluggaveður fram eftir degi. Skítarok. Nú var veðrið ögn mildara sem kom sér vel fyrir mótmælendurna sem stóðu fyrir utan Grand Hótel og vörðuðu leið fólks inn á fundinn. Maðurinn á rafskutlunni sem...

Ykkur skal blæða

Menntastefna landsins er núna keyrð áfram á engu öðru en skriðþunganum. Menntamálaráðherrann segir ekki orð. Honum kemur þetta eiginleg ekkert við. Hann hefur enga menntastefnu. Fótgönguliðar fyrrverandi menntamálaráðherra sjá um allt. Hægri hönd Illuga, Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar er líklega sá maður sem næst kemst því að vera raunverulegur ráðherra menntamála á landinu. Það hefur verið tekin ákvörðun um megrun...

1. maí

Ef Fréttablaðinu er flett í morgun detta út úr því tvö glansrit. Annað er frá ASÍ, hitt frá Fasteignasölu. Þema ASÍ-blaðsins er að fólk verði að geta eignast húsnæði. Fasteignasalan kveður það hægt, t.d. sé laust fallegt hús í Vesturbæ Reykjavíkur. Það kostar rétt á annað hundrað milljóna. Fletti maður Fréttablaðinu áfram verður maður þess fljótt áskynja að lítið eða...

Kennarar í herklæðum?

Í gærkvöldi var haldinn aðalfundur Kennarafélags Reykjavíkur (KFR). Hann var býsna vel sóttur og voru á staðnum einn eða fleiri kennarar frá næstum öllum grunnskólum borgarinnar. Á fundinum vógu salt tvö sjónarmið um áframhaldandi stefnu í málefnum grunnskólans í borginni. Annað sjónarmiðið er það að ekki sé tilefni til stórra vendinga, í gangi séu hlutir sem þoki okkur öllum í...

Svör frambjóðenda til stjórnar Kennarafélags Reykjavíkur

Annað kvöld verður kosin stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Í tilefni þess sendi ég spurningar á frambjóðendur (eins og ég hef gjarnan gert þegar um er að ræða kosningar sem tengjast skólamálum). Tæpur helmingur frambjóðenda hefur sent mér svör og birtast þau hér. Þau svör sem mér berast hér eftir verða tengd hingað inn líka. Svörin veita ágæta innsýn í þá stöðu...

Svör Hjördísar Albertsdóttur, Norðlingaskóla

Hver telur þú stærstu forgangsmálin í þróun skóla- og kjaramála næstu tvö ár? Í skólamálum á vinnumatið að vera í algjörum forgangi, þ.e. niðurfelling þess. Vinnumatið er heftandi fyrir kennara að mestu leyti, steypir vinnu of margra í sama mót og gerir bæði skólaþróun (grundvöll alls skólastarfs) og teymisvinnu sérlega þunga í vöfum, þar sem kennarar og teymi hafa lítið...

Svör Bjarna Þórðar Halldórssonar, Klettaskóla

Hver telur þú stærstu forgangsmálin í þróun skóla- og kjaramála næstu tvö ár? Að grunnskólakennarar standi jafnfætis öðrum sérfræðistörfum varðandi kaup og kjör og sé þannig freistandi valkostur fyrir fólk sem er að velja sér ævistarf. Bætt kjör er forgangsatriði númer eitt og eina leiðin til þess að sátt náist og stéttin deyi ekki út á næstu árum. Hvaða tækifæri...

Svör Jóns Inga Gíslasonar, Vættaskóla

Svör Jón Inga Gíslasonar: Hver telur þú stærstu forgangsmálin í þróun skóla- og kjaramála næstu tvö ár? Ég tel að þróun skóla- og kjaramála sé samtvinnuð og óaðskiljanleg viðfangsefni. Ég tel að greina megi verkefnin niður með þessum hætti til að byrja ferlið. Kennarar þurfa nýja forystu með nýja hugmyndafræði og áherslur. Samhliða kjöri á nýrri forystu þarf að...

Sálir forsetafrúa og fleira fólks

Afar áhugavert er að lesa í þjóðmál með því að skoða hlutverk eiginmanna og -kvenna þjóðarleiðtoga. Alræmdur um þessar mundir er munurinn á fyrrverandi og núverandi eiginkonu Bandaríkjaforseta. Sá munur held ég segi þónokkuð um andlega heilsu bandarísku þjóðarsálarinnar. Það er varla tilviljun að Leyniþjónusta Bandaríkjanna notar kenninöfnin Mógúllinn um forsetaófétið og Músan um forsetafrúna. Eitt af fjölmörgu sem vakið...

Glórulausir spunamenn

Borgarstjórinn í Reykjavík var ekki fyrr búinn að gera díl við sjálfan blekkingaprinsinn Ólaf Ólafsson í því skyni að leysa húsnæðisvandann í Reykjavík þegar hann tók sér stöðu við hlið menntamálaráðherra í því skyni að varða leið úr þeirri djúpu mannauðskreppu sem grunnskólakerfið er í. Miðað við frásagnir af fundinum eru þeir félagar í fullkominni þoku. Og það sem...

Galin Gæsahúð

Nú veit ég ekki hvort það er rétt að skólasafnkennarar og bókasafnsfræðingar séu farnir að fela bækur Helga Jónssonar vegna kafla í unglingabók þar sem vampíra áreitir unglingsstelpu. Ef svo er, eru það hryggilegar fréttir. Ég hef ekki lesið hina umdeildu bók en miðað við þessa lýsingu gengur ýmislegt á: „Dæmi um þetta er bókin Villi vampíra en á...

Réttlæti af handahófi

Einn vinkill á umræðu um samræmd próf er sá að prófin megi nota til að stuðla að jafnræði meðal þeirra nemenda sem sækja um eftirsóttustu skólana. Ég vil reyndar meina að sá afmarkaði nemendahópur fái miklu meira en þá þjónustu sem þeim ber í grunnskólakerfinu enda eru áherslur og efnistök meira og minna miðuð við þá. En það eru samræmd...

Glundroðakennd málsvörn Menntamálaráðuneytisins

Það ríkir glundroði á mörkum grunn- og framhaldsskóla. Án nokkurra faglegra raka var skorið ár af framhaldsskólanum og ákveðið að hér eftir skyldu nemendur útskrifast úr grunnskóla nógu góðir í grunnfögum til að hefja nám í erfiðara framhaldsskólanámi en áður. Grunnskólamegin var ekki gerð nein grundvallarbreyting af þessu tilefni. Skyndilega fóru nemendur að útskrifast úr grunnskólum sem settir voru beint...

Glæpsamleg samræmd próf

Í próffræðum er gerður skýr greinarmunur á áhættuprófunum (high stakes test) og lághættuprófum (low stakes test). Á Íslandi hefur verið mörkuð sú stefna að samræmd próf falli í seinni flokkinn. Ástæðan er fyrst og fremst sú að áhættupróf hafa gjarnan veruleg skaðleg áhrif á skólastarf. Jafnvel þótt íslensku samræmdu prófin væru góð próf (en þau eru það alls ekki) væri...

Krafsað í Pótemkin-tjöldin í Kastljósi

Einhver kostulegasti Kastljósþáttur seinni tíma átti sér stað á dögunum. Tilefnið var það að stærstu aðilar vinnumarkaðarins höfðu stuttu áður gefið kennurum gula spjaldið og gert þá ábyrga fyrir stöðugleika á vinnumarkaði. Ástæðan er auðvitað sú spenna sem er undirliggjandi í kjaramálum kennara. Í vetur var naumlega samþykkt að grafa stríðsöxina í stuttan tíma meðan aðilar finna lausn á framtíðarskipan...

Skóli / samfélag án aðgreiningar

Skjálftar eru eðlilegir í lifandi skólakerfi. Þeir eru raunar bæði óumflýjanlegir og æskilegir. Þessi misserin er töluverður hasar þar sem tekist er á við tilteknar brotalínur. Tvö dæmi eru alveg ný: Hópur fólks safnar nú stofnfé fyrir nýjan skóla sem ætlaður er einhverfum börnum. Miðað við það sem ég hef séð hefur söfnunin (og hugmyndin á bak við skólann) mætt...

Að setja mark sitt á heiminn: Óttinn við tæknina

Í dag var haldin ráðstefna á Íslandi um skaðsemi nettengdra tækja fyrir börn. Í umræðum um ráðstefnuna birtast ýmis viðhorf, sum mjög róttæk. Ég sá t.d. eina konu halda því fram að það væru einhverskonar mannréttindi að öll opinber svæði og sérstaklega skólar ættu að vera rafsegulbylgjufrí svæði – enda þyldu ekki allir slíkar bylgjur (til dæmis ekki hún). Aðrir...