Maurildi
Ragnar Þór er heimspekingur og kennari. Hans skoðun er sú að nærtækasta leiðin til að bæta samfélagið sé að ala upp betri borgara en hingað til. Borgara sem gera meiri kröfur. Ekki bara til annarra heldur líka sín. Á blogginu er gerð tilraun til að gera slíkar kröfur.

Þekking eða færni?

Jón Pétur Zimsen gagnrýndi menntastefnu á Íslandi og hjá Reykjavíkurborg sérstaklega í Silfrinu um nýliðna helgi. Hann telur að í framkvæmd núgildandi stefnu sé of mikil áhersla á færni og of lítil áhersla á þekkingu. Þekking sé undirstaða færni – og leið til hennar þurfi að varða í námskrá. Hann telur rétthugsun einkenna menntaumræðu á landinu þar sem nýjungagirni...

Um (væntanlega) áskorun á þingi KÍ

Í aðdraganda KÍ þings fyrir nokkrum vikum fékk ég fyrstu ábendingarnar um að til stæði að reyna að koma í veg fyrir að ég tæki við formennsku í KÍ á yfirstandandi þingi. Mér var sagt að verið væri að reyna að smala á þingið. Ég var hvattur til að gera hið sama. Það gerði ég ekki. Enginn er á þinginu...

Yfirlýsing vegna yfirlýsingar

Í tilefni af bréfi sem birt hefur verið í fjölmiðlum (sjá hér). Í bréfinu kemur fram að RÞM hafi ásamt einhverjum bekkjarsystkinum komið í heimsókn til mín og sambýliskonu minnar þegar við kenndum á Tálknafirði. Ekkert kemur fram um að neitt óeðlilegt hafi verið við þær heimsóknir – enda var það ekki. Þessu var líka haldið fram í desemberí...

Þannig ætla ég að vinna

Í dag hefst sjöunda þing Kennarasambands Íslands. Þinginu er ætlað að marka stefnu félagsins næstu árin. Á þingið mæta um 2% félagsmanna, úr öllum aðildarfélögum, til skrafs, ráðagerða og ákvarðana. Viðbúið er að margar niðurstöðurnar verði keimlíkar fyrri niðurstöðum, ýmislegt hefur sóst mjög hægt og illa. Annað verður nýtt. Það er til dæmis nauðsynlegt að taka ákvarðanir um stefnu og...

Starfsnám kennaranema

Það á ekki við alla að starfa við kennslu. Margir misskilja hrapalega hvað kennari þarf að hafa til að bera. Þeir halda að nóg sé að kunna til að kenna. Þannig geti hver sá sem liðtækur er í algebru kennt stærðfræði og nóg sé að vera syndur til að geta kennt sund. Kennari þarf að kunna. En hann þarf líka...

Þjóðarsátt um menntun

Hveitibrauðsdagarnir á enda Þegar núverandi menntamálaráðherra tók við embætti mátti greina töluverðan létti hjá skólafólki. Síðasti menntamálaráðherra þótti áhuga- og kraftaus og sá þar á undan var af mörgum talin skaðlegur. Margir bjuggust við og búast við miklu af Lilju. Nú fer hveitibrauðsdögunum að ljúka og á næstu mánuðum kemur í ljós hvort henni auðnast að hrinda af stað nauðsynlegum...

Framsóknarflokkurinn hafði ekkert með þetta að gera

Kjarasamningur grunnskólakennara kolféll. Ég held að fæstir hafi reiknað með jafn afgerandi niðurstöðu. Það var eitt og annað í samningnum sem gat gert það freistandi að bíða í eitt ár eftir betri samningi. Grunnskólakennarar sýnist mér flestir fagna niðurstöðunni – upp að því marki sem hægt er að fagna slíku. Þetta er auðvitað ömurleg staða. Ábyrgð á henni liggur alfarið...

Kjarasamningur grunnskólakennara: Stöðumat

Í dag hófst atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning grunnskólakennara. Fyrstu viðbrögð flestra voru vonbrigði, jafnvel reiði. Næstu viðbrögð voru varfærnari. Samningurinn kveður á um róttækar breytingar á nokkrum þáttum. Þriðju viðbrögð margra voru þau að reyna að máta samninginn inn í hið stærra samhengi hlutanna, þ.á.m. hina pólitísku stöðu í landinu og ástandið á vinnumarkaði. Allt er þetta býsna flókið. Það...

Um samræmd próf og fótbolta

Enn eru samræmd próf til umræðu. Og enn er Menntamálastofnun í brennidepli. Það skapaðist undarlegt ástand í morgun þegar þúsundir barna lentu í vandræðum í íslenskuprófinu. Spennan varð þeim mun meiri vegna þess að fyrir ári var eðli samræmdra prófa breytt án umræðu og þau gerð að inntökuprófum fyrir nokkra eftirsótta framhaldsskóla. Fram að því hafði prófunum verið ætlað annað...

Nú þarf menntamálaráðherra að hugsa hratt

„Hægt verður að fá styrki til kennaranáms og eitt ár þess verður launað starfsnám, samkvæmt tillögum sem sveitarfélögin og háskólarnir lögðu fyrir menntamálaráðherra í dag. Ráðherrann tók vel í tillögurnar og skilar umsögn um þær í sumar. Formaður Sambands sveitarfélaga segir fundinn marka tímamót.“ Þannig hófst frétt á vef Rúv í kvöld. Það er vissulega jákvætt að nú sé...

Um leyndarhyggju menntakerfisins

Sif Sigmarsdóttir skrifaði pistil á Vísi um það hvernig gagnasöfnun bjargaði hverfisskóla dóttur hennar í London. Hún segir það vanvirðingu við börn að draga í efa mikilvægi þess að stýra stefnumótun í skólamálum með árangri eða árangursleysi á Písa-prófunum. Hún gefur í skyn að það sé leyndarhyggja að birta ekki opinberlega niðurstöður einstakra skóla hér á landi. Popúlsimi, ekki...

Um mennskuna og úrelta færni

Það er gaman að vera áhugamaður um menntamál þessa dagana. Nú virðist loks hafa ratað til Íslands umræða um rannsóknir Kristjáns Kristjánssonar og félaga við Birmingham-háskóla. Þetta eru býsna merkilegar rannsóknir um líkleg mannbætandi áhrif sums tómstundastarfs, sérstaklega lista. Þetta rannsóknarsvið mun eflaust vaxa mjög á næstu árum og áratugum. Á tímum gervigreindar (og upprennandi ofurgreindar) verður spurningin um...

Ögn um bundna viðveru

Í dag var kosinn nýr formaður Félags grunnskólakennara. Mikil spenna einkenndi kosningarnar enda voru þær í fyrsta skipti haldnar meðal allra grunnskólakennara. Yfirburðakosningu hlaut Þorgerður L. Diðriksdóttir. Hún er þrautreyndur kennari og baráttukona fyrir kjörum stéttarinnar. Tekið var við hana viðtal í Kastljósinu í kvöld sem ég sé að hefur vakið nokkra umræðu. Til umræðu var m.a. bundin viðvera grunnskólakennara...

Rútuslysið og fjölmiðlar

Góður vinur sagði mér sögu af því nýlega hvernig hann hefði rætt fréttir og fréttamat við þrautreyndan blaðamann. Umræðuefnið var hvort fréttir þyrftu að vera svona neikvæðar. Fjölmiðlamaðurinn taldi það nánast liggja í eðli frétta. Þær fjölluðu um hið óvenjulega. Áföll og hörmungar væru stórt hlutmengi þess. Ég er sammála því að það liggi nánast í skilgreiningu á frétt að...

Í tilefni af fullyrðingum Guðríðar Arnardóttur formanns FF

Guðríður Arnardóttir, formaður FF, ritaði bloggfærslu þar sem hún sakaði mig um dylgjur og lygar. Alvarlegustu ásakanirnar sem fram koma eru þessar: „Ragnar Þór og hans helstu stuðningsmenn reyna að klína þessu ömurlega máli á mig og stjórn KÍ.“ Hér gefur hún í skyn að ég haldi því fram að málið sé að undirlagi hennar eða stjórnar KÍ. Ekkert í...

Formannsstaðan í KÍ

Í kvöld var auglýstur fundur með frambjóðendum til varaformanns KÍ. Ég komst því miður ekki. Ég frétti þó að í kvöldfréttum Rúv hefði komið fram að ég yrði til umræðu. Ég hefði gjarnan viljað vita það fyrir, þá hefði ég breytt skipulaginu til að komast. Ég fékk síðan í kvöld sendan póst um það að stjórn KÍ ætlaði að funda...

Grunsamlega lítið hefnigjarn?

Við búum í ofbeldissamfélagi. Síðustu dagar og vikur hafa staðfest endanlega hve gegnsýrt samfélagið er af áreitni og ógeði. Það er stórt verkefni framundan við að laga til – og draga lærdóm af þeim fjölmörgu sögum hugrakks fólks sem nú stígur fram. Það var fyrst árið 2010 sem ég man eftir fyrst því að opinberlega hafi verið fjallað um þá...

UTÍS 2017

Ég er nýkominn heim af menntaráðstefnunni UTÍS (Upplýsingatækni í skólastarfi) sem fram fer árlega á Sauðárkróki. Að þessu sinni tóku þátt tæplega 130 kennarar, stjórnendur og annað skólafólk frá öllum lands- (og heims-) hornum. Að mörgu leyti er Utís orðið að árshátíð þess skólafólks sem þróar kennsluhætti með tækni, hápunktur ársins. Aðsóknin hefur vaxið ár frá ári og færri komast...

Ég er þakklátur

Síðasti sólarhringur er búinn að vera tilfinningarússíbani. Þar sem ég sat á Skólaþingi sveitarfélaga í gær fékk ég þær hörmungarfréttir að kær fjölskyldumeðlimur hefði dáið fyrr um daginn þegar ekið var á hann. Hann var einn af þessum sterku persónuleikum, heiðvirður og jafnlyndur. Það er mikil sorg í hjarta mínu eins og okkar allra sem þekktum hann. Ofan í þessar...

Verulega vanhugsað innlegg í stöðu kjaramála

Fyrir rúmri viku hittist stjórn Sambands sveitarfélaga. Þar voru, eins og alltaf, ýmis mál til afgreiðslu. Eitt þessara mála var staða kjaramála – sérstaklega grunnskólakennara. Nú er samningur þeirra að renna út. Ein þeirra sem sátu fundinn var Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis. Viku eftir stjórnarfundinn er Aldís í fréttum. Nú fullyrðir hún að líkur séu til að grunnskólakennarar muni vera...

Vísað til heimilda

Ég hélt ýmsu fram á kynningarfundi okkar frambjóðenda í gær. Hér eru heimildir fyrir því sem vísað var til sem staðreynda. 1. Það er ekkert loforð um hækkun launa kennara. Aðeins hefur verið lofað að laun hópa sem samkeppni er um á milli almenna markaðarins og hins opinbera séu jöfnuð að einhverju marki. Hér er ég að vísa í...

Það voru kennararnir

Í gærkvöldi fór fram opinn fundur með frambjóðendum til formanns KÍ. Áhugasamir geta horft á hann hér. Hver frambjóðandi fékk fimm mínútur til að kynna sig eða hugmyndir sínar í upphafi. Hér er mín kynning: Það voru kennararnir Það voru kennararnir sem gerðu mig að kennara. Það var ekki litla gula hænan sem ég stautaði mig í gegnum í...

Um málfrelsi

Í gærkvöldi hélt Félag áhugafólks um heimspeki viðburð í Hannesarholti um málfrelsið. Þar hélt Róbert H. Haraldsson fyrst erindi og svo voru pallborðsumræður og spurningar úr sal. Erindi Róberts snerist um að gera grein fyrir klassískum röksemdum um mikilvægi málfrelsis og vangaveltum um takmarkanir þess. Hann benti á að hægt væri að bregðast við tjáningu með þrennum neikvæðum...

Nokkrir punktar um menntun

Gunnar J. Straumland er snjall kennari í Borgarnesi. Hann skrifaði þessa áminningu á fésbókina í gær sem ég birti hér með hans leyfi: „Nokkrir punktar um menntun: Nemandi í leikskóla er ekki þar til að undirbúa sig undir grunnskóla. Nemandi í grunnskóla er ekki þar til að undirbúa sig undir framhaldsskóla.Nemandi í framhaldsskóla er ekki þar til að undirbúa sig...

Kynningarmyndband – KÍ kosning

Hér er myndbandið aftur fyrir KÍ-kosninguna. Hér er það með íslenskum texta fyrir þá sem þurfa. Hér er myndband Guðríðar. Hér er myndband Ólafs.Endilega kynnið ykkur þau líka.