Maurildi
Ragnar Þór er heimspekingur og kennari. Hans skoðun er sú að nærtækasta leiðin til að bæta samfélagið sé að ala upp betri borgara en hingað til. Borgara sem gera meiri kröfur. Ekki bara til annarra heldur líka sín. Á blogginu er gerð tilraun til að gera slíkar kröfur.

Nú þarf menntamálaráðherra að hugsa hratt

„Hægt verður að fá styrki til kennaranáms og eitt ár þess verður launað starfsnám, samkvæmt tillögum sem sveitarfélögin og háskólarnir lögðu fyrir menntamálaráðherra í dag. Ráðherrann tók vel í tillögurnar og skilar umsögn um þær í sumar. Formaður Sambands sveitarfélaga segir fundinn marka tímamót.“ Þannig hófst frétt á vef Rúv í kvöld. Það er vissulega jákvætt að nú sé...

Um leyndarhyggju menntakerfisins

Sif Sigmarsdóttir skrifaði pistil á Vísi um það hvernig gagnasöfnun bjargaði hverfisskóla dóttur hennar í London. Hún segir það vanvirðingu við börn að draga í efa mikilvægi þess að stýra stefnumótun í skólamálum með árangri eða árangursleysi á Písa-prófunum. Hún gefur í skyn að það sé leyndarhyggja að birta ekki opinberlega niðurstöður einstakra skóla hér á landi. Popúlsimi, ekki...

Um mennskuna og úrelta færni

Það er gaman að vera áhugamaður um menntamál þessa dagana. Nú virðist loks hafa ratað til Íslands umræða um rannsóknir Kristjáns Kristjánssonar og félaga við Birmingham-háskóla. Þetta eru býsna merkilegar rannsóknir um líkleg mannbætandi áhrif sums tómstundastarfs, sérstaklega lista. Þetta rannsóknarsvið mun eflaust vaxa mjög á næstu árum og áratugum. Á tímum gervigreindar (og upprennandi ofurgreindar) verður spurningin um...

Ögn um bundna viðveru

Í dag var kosinn nýr formaður Félags grunnskólakennara. Mikil spenna einkenndi kosningarnar enda voru þær í fyrsta skipti haldnar meðal allra grunnskólakennara. Yfirburðakosningu hlaut Þorgerður L. Diðriksdóttir. Hún er þrautreyndur kennari og baráttukona fyrir kjörum stéttarinnar. Tekið var við hana viðtal í Kastljósinu í kvöld sem ég sé að hefur vakið nokkra umræðu. Til umræðu var m.a. bundin viðvera grunnskólakennara...

Rútuslysið og fjölmiðlar

Góður vinur sagði mér sögu af því nýlega hvernig hann hefði rætt fréttir og fréttamat við þrautreyndan blaðamann. Umræðuefnið var hvort fréttir þyrftu að vera svona neikvæðar. Fjölmiðlamaðurinn taldi það nánast liggja í eðli frétta. Þær fjölluðu um hið óvenjulega. Áföll og hörmungar væru stórt hlutmengi þess. Ég er sammála því að það liggi nánast í skilgreiningu á frétt að...

Í tilefni af fullyrðingum Guðríðar Arnardóttur formanns FF

Guðríður Arnardóttir, formaður FF, ritaði bloggfærslu þar sem hún sakaði mig um dylgjur og lygar. Alvarlegustu ásakanirnar sem fram koma eru þessar: „Ragnar Þór og hans helstu stuðningsmenn reyna að klína þessu ömurlega máli á mig og stjórn KÍ.“ Hér gefur hún í skyn að ég haldi því fram að málið sé að undirlagi hennar eða stjórnar KÍ. Ekkert í...

Formannsstaðan í KÍ

Í kvöld var auglýstur fundur með frambjóðendum til varaformanns KÍ. Ég komst því miður ekki. Ég frétti þó að í kvöldfréttum Rúv hefði komið fram að ég yrði til umræðu. Ég hefði gjarnan viljað vita það fyrir, þá hefði ég breytt skipulaginu til að komast. Ég fékk síðan í kvöld sendan póst um það að stjórn KÍ ætlaði að funda...

Grunsamlega lítið hefnigjarn?

Við búum í ofbeldissamfélagi. Síðustu dagar og vikur hafa staðfest endanlega hve gegnsýrt samfélagið er af áreitni og ógeði. Það er stórt verkefni framundan við að laga til – og draga lærdóm af þeim fjölmörgu sögum hugrakks fólks sem nú stígur fram. Það var fyrst árið 2010 sem ég man eftir fyrst því að opinberlega hafi verið fjallað um þá...

UTÍS 2017

Ég er nýkominn heim af menntaráðstefnunni UTÍS (Upplýsingatækni í skólastarfi) sem fram fer árlega á Sauðárkróki. Að þessu sinni tóku þátt tæplega 130 kennarar, stjórnendur og annað skólafólk frá öllum lands- (og heims-) hornum. Að mörgu leyti er Utís orðið að árshátíð þess skólafólks sem þróar kennsluhætti með tækni, hápunktur ársins. Aðsóknin hefur vaxið ár frá ári og færri komast...

Ég er þakklátur

Síðasti sólarhringur er búinn að vera tilfinningarússíbani. Þar sem ég sat á Skólaþingi sveitarfélaga í gær fékk ég þær hörmungarfréttir að kær fjölskyldumeðlimur hefði dáið fyrr um daginn þegar ekið var á hann. Hann var einn af þessum sterku persónuleikum, heiðvirður og jafnlyndur. Það er mikil sorg í hjarta mínu eins og okkar allra sem þekktum hann. Ofan í þessar...

Verulega vanhugsað innlegg í stöðu kjaramála

Fyrir rúmri viku hittist stjórn Sambands sveitarfélaga. Þar voru, eins og alltaf, ýmis mál til afgreiðslu. Eitt þessara mála var staða kjaramála – sérstaklega grunnskólakennara. Nú er samningur þeirra að renna út. Ein þeirra sem sátu fundinn var Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis. Viku eftir stjórnarfundinn er Aldís í fréttum. Nú fullyrðir hún að líkur séu til að grunnskólakennarar muni vera...

Vísað til heimilda

Ég hélt ýmsu fram á kynningarfundi okkar frambjóðenda í gær. Hér eru heimildir fyrir því sem vísað var til sem staðreynda. 1. Það er ekkert loforð um hækkun launa kennara. Aðeins hefur verið lofað að laun hópa sem samkeppni er um á milli almenna markaðarins og hins opinbera séu jöfnuð að einhverju marki. Hér er ég að vísa í...

Það voru kennararnir

Í gærkvöldi fór fram opinn fundur með frambjóðendum til formanns KÍ. Áhugasamir geta horft á hann hér. Hver frambjóðandi fékk fimm mínútur til að kynna sig eða hugmyndir sínar í upphafi. Hér er mín kynning: Það voru kennararnir Það voru kennararnir sem gerðu mig að kennara. Það var ekki litla gula hænan sem ég stautaði mig í gegnum í...

Um málfrelsi

Í gærkvöldi hélt Félag áhugafólks um heimspeki viðburð í Hannesarholti um málfrelsið. Þar hélt Róbert H. Haraldsson fyrst erindi og svo voru pallborðsumræður og spurningar úr sal. Erindi Róberts snerist um að gera grein fyrir klassískum röksemdum um mikilvægi málfrelsis og vangaveltum um takmarkanir þess. Hann benti á að hægt væri að bregðast við tjáningu með þrennum neikvæðum...

Nokkrir punktar um menntun

Gunnar J. Straumland er snjall kennari í Borgarnesi. Hann skrifaði þessa áminningu á fésbókina í gær sem ég birti hér með hans leyfi: „Nokkrir punktar um menntun: Nemandi í leikskóla er ekki þar til að undirbúa sig undir grunnskóla. Nemandi í grunnskóla er ekki þar til að undirbúa sig undir framhaldsskóla.Nemandi í framhaldsskóla er ekki þar til að undirbúa sig...

Kynningarmyndband – KÍ kosning

Hér er myndbandið aftur fyrir KÍ-kosninguna. Hér er það með íslenskum texta fyrir þá sem þurfa. Hér er myndband Guðríðar. Hér er myndband Ólafs.Endilega kynnið ykkur þau líka.

Kosningaumræða um menntamál

Það leit lengi út fyrir að stjórnmálamenn yrðu ekki neyddir til að ræða menntamál fyrir þessar kosningar. Raunar fór svo að sjálfsprottinn hópur hafði samband við stjórnmálaflokkana til að reyna að fá opinn fund. Eftir það vöknuðu KÍ og Menntavísindasvið og boðuðu til fundar. Það var heldur fámennt á fundinum svo það segist alveg eins og er. Það var dálítið...

Hinseginbréf, eða þegar ég kom út úr skápnum í kennslustund

Ég auglýsti hér á blogginu eftir hinseginbréfum fyrir stuttu síðan. Ég fékk dálítið af bréfum og er innilega þakklátur fyrir þau. Takk! Takk! Ég setti þau saman í litla rafbók sem mig langar að deila með ykkur. Þið getið sótt hana hér. Þið megið endilega gauka þessu að samfélagsfræðikennurum – sem mega svo endilega nota þetta í kennslu. Ef...

Stjórnmálafundur í skólanum

Fyrir nokkrum dögum gekk ég fram á rökræður í námsstund. Tvær stúlkur í 10. bekk voru að rökræða pólitík. Rökræðurnar héldu áfram næstu daga og svo fór á endanum að nokkrar stúlkur tóku sig til og buðu öllum flokkunum sem bjóða fram að mæta til fundar við nemendur og kynna sig. Þær vissu sem var að þar sem grunnskólanemendur hafa...

Söguendirinn sem aldrei var skrifaður

Í kvöld fékk ég að vita nokkuð sem ég hafði beðið í mörg ár eftir að heyra. Ég get líka núna skrifað sögulok sem ég vissi ekki hvort ég ætlaði nokkru sinni að gera. Léttirinn er gríðarlegur. Snemma árs 2013 var mér tilkynnt af skólastjórnanda mínum að yfirmenn skólamála í Reykjavík hefðu fengið ábendingu um að ég væri hættulegur barnaníðingur....

Kosningabaráttan er hafin

Þá er kosningabaráttan um formanninn Í KÍ formlega hafin. Búið er að opna vef með kynningu á frambjóðendum. Og auglýsa opinn fund þann 30. október. Ég hvet alla áhugasama til að mæta á fundinn. Á föstudaginn var tekið upp myndband sem bíður birtingar á vef KÍ. Það ætti að detta þar inn á morgun eða í síðasta lagi hinn....

Frábær vefur Sigurðar Hauks

Sigurður Haukur, kennsluráðgjafi í Kópavogi, hefur opnað hreint frábæran vef fyrir sveitarfélög og skóla sem hyggja á spjaldtölvuvæðingu. Hann hefur verið einn af lykilmönnum Kópavogsbæjar í þessum málaflokki síðustu misseri – og splæsti saman meistaraverkefni sitt og starfið.Þetta þurfa allir þeir sem koma að stefnumörkun í upplýsingatækni að skoða vel.

Félagsmálaráðherra getur ekki verið alvara

Að sumu leyti er Bretland það land í okkar heimshluta sem á verstri leið er í menntamálum. Það kann enda að vera erfitt að tryggja framgang kröfu um jafn almennt réttlætismál og menntun í svo gersamlega stéttskiptu þjóðfélagi – þar sem ein og sama stéttin fer með flesta þræði valdsins. Nú hafa stjórnvöld í Bretlandi stigið skref sem margir hafa...

Sannleikurinn, réttlætið og listin.

Þegar grunnskólakennarar stóðu í sinni kjarabaráttu síðasta vetur vakti það töluverð viðbrögð í samfélaginu. Stuðningsyfirlýsingum rigndi yfir kennara og smám saman byggðist upp nægur þrýstingur til að afstýra ósköpum (eða slá þeim á frest). Mín eftirlætisstund í ferlinu öllu var frekar lágstemmd. Þann 28. nóvember mættu nokkuð innan við hundrað manns í Iðnó. Þar hafði verið boðaður fundur til stuðnings...

Takk fyrir stuðninginn en...

Ég er hrærður yfir þeim stuðningi sem framboð mitt til formennsku í KÍ hefur hlotið. Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er nánast við ofurefli að etja. Ég er einn af um tíu þúsund óbreyttum kennurum á landinu og ég er að keppa við tvo þrautreynda frambjóðendur sem hafa þéttriðið net á bak við sig. Ég hef...