Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Um mennskuna og úrelta færni

Um mennskuna og úrelta færni

Það er gaman að vera áhugamaður um menntamál þessa dagana. Nú virðist loks hafa ratað til Íslands umræða um rannsóknir Kristjáns Kristjánssonar og félaga við Birmingham-háskóla. Þetta eru býsna merkilegar rannsóknir um líkleg mannbætandi áhrif sums tómstundastarfs, sérstaklega lista. Þetta rannsóknarsvið mun eflaust vaxa mjög á næstu árum og áratugum. Á tímum gervigreindar (og upprennandi ofurgreindar) verður spurningin um mennskuna sífellt ágengari og við hljótum að velta upp eldgömlum grundvallarspurningum um hið góða líf og farsældina.

Og talandi um gamlar grundvallarspurningar. Nú hef ég rekið augun í tvær greinar þar sem frekar íhaldssamir karlar standa upp til varnar Písa-prófunum. Af báðum greinum að dæma er reikningur og lestur grundvöllur alls náms (ásamt náttúrufræði) og jafnvel hið eiginlega hlutverk grunnskólans. Af annarri greininni má eiginlega draga þá ályktun að grunnskólanám í reikningi og lestri sé kóróna þrjúhundruð þúsund ára þróunarsögu hins viti borna manns. Lesa má greinarnar hér og hér.

Það má hafa langt mál um Písa-prófin og árangur (eða skort á árangri) íslenskra barna á þeim. Sú umræða hefur marga agnúa og teygir sig um allt. Hún er samt býsna skemmtileg þessi hugmynd um að lestur, reikningur og skrift sé grundvöllur alls náms og svo sígildir eiginleikar að þeir verði varla úreltir næstu 300 þúsund árin eða svo.

Pisa-prófin eru að mörgu leyti ágætlega samin (mun betur en íslensku samræmdu prófin). Í þeim er mikil áhersla á lesskilning. Ég verð að játa að ég er dálítill íhaldsmaður (eins og greinarhöfundarnir báðir) þegar kemur að mikilvægi lesskilnings. Ég tel einna mikilvægast að þjálfa (upp að því marki sem það er hægt) hæfnina til að skilja, færnina til að pæla sig í gegnum texta (eða aðra miðla) og uppskera þekkingu. Ég skal meira að segja viðurkenna að þar til nýlega hélt ég að þetta yrði enn um langa hríð meginmunur á lifandi og dauðri greind. Það mætti þjálfa tölvur í skák eða upplestri – en þær myndu aldrei skilja neitt.

Þetta er samt ekki svona einfalt. 

Tökum þennan texta sem dæmi:

„Architecturally, the school has a Catholic character. Atop the Main Building's gold dome is a golden   statue of the Virgin Mary. Immediately in front of the Main Building and facing it, is a copper statue of Christ with arms upraised with the legend \"Venite Ad Me Omnes\". Next to the Main Building is the Basilica of the Sacred Heart. Immediately behind the basilica is the Grotto, a Marian place of prayer and reflection. It is a replica of the grotto at Lourdes, France where the Virgin Mary reputedly appeared to Saint Bernadette Soubirous in 1858. At the end of the main drive (and in a direct line that connects through 3 statues and the Gold Dome), is a simple, modern stone statue of Mary.“

Skoðum svo þessar spurningar: 

„To whom did the Virgin Mary allegedly appear in 1858 in Lourdes France?“

„What is in front of the Notre Dame Main Building?“

„The Basilica of the Sacred heart at Notre Dame is beside to which structure?“

„What is the Grotto at Notre Dame?“

„What sits on top of the Main Building at Notre Dame?“

Þetta er ekki af Písa-prófi. Þetta gæti vel verið það. Þetta er hinsvegar úr dæmasafni Stanford-háskóla (SQuAD). Þessi texti og þessar spurningar eru notaðar til að dæma um gæði lesskilnings tölvuforrita. Forritin eru látin lesa texta og svara spurningum og árangurinn er síðan borinn saman við venjulegt fólk. Þetta er raunar nákvæmlega sama hugmynd og með Písa-prófunum, nema í stað þess að þjóðir séu að metast um lesskilning þá keppast forritarar við að þróa læsar tölvur.

Það er ekkert launungarmál að forrit hafa átt erfitt uppdráttar á þessu sviði. Þar til alveg nýlega. Þau undur og stórmerki áttu sér stað á dögunum að ekki færri en tvö tölvuforrit reyndust jafn góð eða betri í lesskilningi en lifandi fólk. Það má smella á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá niðurstöðurnar.

Þetta eru viss vatnaskil. 

Sumt fólk hefur samt búist við þessu. Því hefur til dæmis verið spáð í nokkurn tíma að lögfræði, eins og við þekkjum hana, verði ekki til innan fárra áratuga. Sú hugmynd sem við höfum sum í kollinum um lögfræðinga sem gangandi lagasöfn með dómafordæmi á hverjum fingri verður þá einfaldlega svo hjákátleg og úrelt við hliðina á forritum sem greint geta milljónir dóma, laga og annarra texta á augabragði nánast villulaust. Það verður ennþá til fólk sem sýslar með lög og lögfræði – en færni þess mun liggja á öðrum sviðum en áður.

Það er freistandi að reyna að gera einfaldan greinarmun á mannlegri greind og gervigreind. Það væri til dæmis hægt að halda því fram að munurinn á fólki og tölvum liggi í því að fólk geti skapað en tölvur geti bara apað. Það er samt sem áður næstum örugglega rangt. Tölvur munu geta lært í framtíðinni (þær eru byrjaðar á því). Hún er t.d. nánast óhugnarleg skákvélin sem lærði mannganginn og varð ósigrandi á mettíma með því að tefla í sífellu við sjálfa sig með frumlegri hætti en hingað til. Þá kom nýlega út tónlistarbreiðskífa sem samin var af tölvu. Hún var ekki svo slæm. Það þarf ekki einu sinni verulegt ímyndunarafl til að hugsa sér forrit sem greinir tónlistarsmekk og notar síðan algrím til að þróa tónlist eða aðra list sem fellur neytendum í geð. Það þarf verulega nærsýni til að halda að forskot mannlegrar greindar á gervigreind sé óbrúanlegt.

Þess vegna eru þær svo aðkallandi spurningarnar um mennskuna og farsældina. Áður voru til risastórir vinnustaðir þar sem mörg hundruð manns unnu vinnu sem ein tölva leysti seinna af hólmi. 

Nú er ég ekki að segja að lestur og reikningur sé úreltur. Svo er alls ekki. Það blasir hinsvegar við að heimurinn er að breytast og að hugmyndir okkar um grundvallarfærni munu taka einhverjum breytingum. Skólakerfi gegna þar lykilhlutverki. Það mun í framtíðinni líklega reyna meira á aðlögunarfærni, skapandi hugsun, samskiptafærni og (dirfist ég að segja það?) siðvit. Sá er ekki lengur besti læknirinn sem man mest utanbókar heldur hinn sem kann að umgangast fólk  (tæknin leysir hitt af hólmi).  Sá er ekki besti lögmaðurinn sem kann flest dómafordæmin heldur hinn sem færastur er um að miðla málum.

Það er allavega alveg ljóst að við stöndum á tímamótum. Stefnumarkendur um heim allan vita þetta og með samfelldu átaki er hægt og rólega verið að reyna að beita opinberum kerfum (þ.á.m. menntakerfum) til að undirbúa fólk fyrir óvissa framtíð. Þetta er óhemjuflókið viðfangsefni sem krefst mikils mannauðs og sterkra innviða. Hér þurfa menntakerfi, atvinnulíf og hið opinbera að vinna saman. 

Það verður að sækja fram. Barnanna okkar munu bíða gríðarleg tækifæri og risastórar áskoranir. Við þurfum að horfast í augu við það og mæta verkefninu af ábyrgð. Eitt af því sem ekki má vanrækja er lestur og reikningur. Það er hinsvegar alveg ljóst af lestri grunnskólalaga og námskrár að mun fleira liggur undir.

Það þarf að gjalda sérstakan varhug við okkur, íhaldssömu mönnunum, sem höldum að það skólakerfi sem býr til menn eins og okkur sé á einhvern hátt krúnudjásn þróunar mannsandans. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Björn Jón sem álits­gjafi

Ég hef mik­ið álit á álits­gjaf­an­um Birni Jóni Braga­syni. Hann er góð­ur penni, mál­efna­leg­ur og rök­fast­ur. Ekki síst er hann bend­ir á aga­leysi Ís­lend­inga, á virð­ing­ar­leysi fjölda  þeirra fyr­ir móð­ur­mál­inu og ágæti þess að kunna þýsku. Hon­um mæl­ist líka vel þeg­ar hann seg­ir að í Rus­hdie­mál­inu hafi alltof marg­ir álits­gjaf­ar þag­að af ótta við að telj­ast órétt­hugs­andi. Og þeg­ar...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Eystra­salts­rík­in: Mál­stað­ur þeirra er okk­ar

Fyr­ir skömmu komu for­set­ar þjóð­anna við Eystra­salt­ið; Lett­lands, Lit­há­ens og Eist­lands hing­að til lands til að fagna því að 30 (31) ár voru lið­in frá því að þau öðl­uð­ust frelsi og losn­uðu und­an járn­hæl Sov­ét­ríkj­anna (1922-1991). Ís­land tók upp stjórn­mála­sam­band við rík­in þrjú þann 26.ág­úst ár­ið 1991. Þá var yf­ir­stað­in mis­heppn­uð vald­aránstilraun gegn þá­ver­andi leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, Mikail Gor­bat­sjov, en hann lést 30.8 2022. Ís­land, með þá­ver­andi...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Raf­magn­að­ar kosn­ing­ar í Sví­þjóð 11.sept­em­ber?

Raf­magns­kosn­ing­arn­ar? Kannski verð­ur það nafn­ið sem þing­kosn­ing­arn­ar ár­ið 2022 í Sví­þjóð verða kall­að­ar í sögu­bók­um fram­tíð­ar­inn­ar, sem fara fram næsta sunnu­dag, 11. sept­em­ber. Það er að sjálf­sögðu vegna stríðs­ins í Úkraínu og þeirra hrika­legu hækk­ana á orku­verði sem nú tröll­ríða Evr­ópu. Marg­ir Sví­ar eru komn­ir að sárs­auka­mörk­um varð­andi raf­orku­verð og það mik­ið rætt í kosn­inga­bar­átt­unni. En það er fleira sem...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

ÞRjÚ MEG­IN­VERK HUNDRAÐ ÁRA: Tractatus, Ulysses og The Waste Land

Á þessu ári eru hundrað ár lið­in síð­an þrjár af áhrifa­mestu bók­um síð­ustu ára­tuga komu út. Fyrsta skal fræga telja skáld­sögu James Joyc­se Ulysses, þá ljóða­bálk T.S.Eliots The Waste Land og að lok­um heim­spekiskruddu Ludwigs Witt­genstein, Tractatus Logico-Phi­losophicus. Tractatus eða lógíska ljóð­ið Síð­ast­nefnda rit­ið kom strangt tek­ið út ári fyrr, þá á þýska frum­mál­inu Log­isch-phi­losophische Abhandl­ung. En fræg­ust varð hún...

Nýtt á Stundinni

Gjaldskrárhækkun Strætó dugir ekki og tímabært að endurskoða rekstrarmódelið
Fréttir

Gjald­skrár­hækk­un Strætó dug­ir ekki og tíma­bært að end­ur­skoða rekstr­armód­el­ið

Hundruð millj­óna króna gat er í rekstri Strætó og hækk­un far­gjalda mun ekki fylla upp í það. Jó­hann­es Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, seg­ir við­ræð­ur við rík­ið um aukna að­komu standa fyr­ir dyr­um.
Varaþingkona Framsóknar spyr spurninga um laxeldi:  „Þetta er mín skoðun“
FréttirLaxeldi

Vara­þing­kona Fram­sókn­ar spyr spurn­inga um lax­eldi: „Þetta er mín skoð­un“

Brynja Dan Gunn­ars­dótt­ir, vara­þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, sett­ist tíma­bund­ið á þing nú í sept­em­ber og lagði þá fram fyr­ir­spurn til mat­væla­ráð­herra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur, um lax­eldi. Hún seg­ir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi hing­að til kannski ekki ver­ið gagn­rýn­inn á lax­eldi en að það fal­lega við stjórn­mál sé að all­ir megi hafa sína skoð­un.
Verðbólgan minni en enn gætu vextir hækkað
Fréttir

Verð­bólg­an minni en enn gætu vext­ir hækk­að

Verð­bólga dregst sam­an ann­an mán­uð­inn í röð og mæl­ist nú 9,3 pró­sent. Vísi­tala neyslu­verðs hækk­ar um 0,09 pró­sent, sem er minnsta hækk­un á milli mán­aða í meira en eitt og hálft ár. Seðla­bank­inn gef­ur hins veg­ar til kynna að frek­ari vaxta­hækk­an­ir gætu enn ver­ið á döf­inni.
„Ég held bara áfram að vera föst í verðtryggðum lánum“
FréttirHúsnæðismál

„Ég held bara áfram að vera föst í verð­tryggð­um lán­um“

Kona á fimmtu­dags­aldri lýs­ir því hvernig hún seg­ist vera nauð­beygð til að taka verð­tryggt hús­næð­is­lán þrátt fyr­ir að hún vilji það ekki. Kon­an stend­ur í skiln­aði og þarf að kaupa sér íbúð. Kon­an er einn af við­mæl­end­um Stund­ar­inn­ar í um­fjöll­un um hús­næð­is­mark­að­inn og stöðu lán­þega eft­ir átta stýri­vaxta­hækk­an­ir á rúmu ári.
Viljum við vera Herúlar?
Flækjusagan#51

Vilj­um við vera Herúl­ar?

Ill­ugi Jök­uls­son held­ur áfram að rekja sögu Herúla og þeirr­ar kenn­ing­ar að þessi dul­ar­fulla þjóð hafi end­að hér uppi á Ís­landi.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
Terra ætlar að axla ábyrgð fjórum árum eftir brot
FréttirPlastið fundið

Terra ætl­ar að axla ábyrgð fjór­um ár­um eft­ir brot

Plast­meng­að­ur úr­gang­ur, sem end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra los­aði á nátt­úru­m­inja­svæði, verð­ur hreins­að­ur. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð benti fyr­ir­tæk­inu á brot­ið ár­ið 2018. Terra brást ekki við fyrr en fjór­um ár­um síð­ar.
Fann frelsi og hamingju við að ganga á fjöll
ViðtalHamingjan

Fann frelsi og ham­ingju við að ganga á fjöll

Hanna Gréta Páls­dótt­ir hef­ur nokkr­um sinn­um stað­ið á kross­göt­um í líf­inu og ekki ver­ið á þeim stað sem hún hefði vilj­að vera á. Hún breytti um lífs­stíl fyr­ir um ára­tug og fór að ganga á fjöll. Þá fór hún að upp­lifa ham­ingj­una en það er jú sagt að göng­ur séu góð­ar fyr­ir lík­ama og sál. „Eft­ir 17 tíma göngu var ég ósigrandi, full af sjálfs­trausti og ham­ingju­söm,“ seg­ir hún um eina göng­una.
Sjómaður í leit að föður sínum
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.