Maurildi

Verulega vanhugsað innlegg í stöðu kjaramála

Fyrir rúmri viku hittist stjórn Sambands sveitarfélaga. Þar voru, eins og alltaf, ýmis mál til afgreiðslu. Eitt þessara mála var staða kjaramála – sérstaklega grunnskólakennara. Nú er samningur þeirra að renna út. 

Ein þeirra sem sátu fundinn var Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis. 

Viku eftir stjórnarfundinn er Aldís í fréttum. Nú fullyrðir hún að líkur séu til að grunnskólakennarar muni vera í verkfalli í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga – og þannig muni þeir stilla stjórnmálamönnum upp við vegg. Orðrétt segir hún: „Það vita það allir sveitarstjórnarmenn að það að setja okkur í þá stöðu að hafa grunnskólana mögulega í verkfalli í mars, apríl – það verður útilokað að standa gegn kröfum um launahækkanir sem verða langt, langt umfram það sem verið er að kynna hér.“

Hér er átt við þær launahækkanir – eða réttara sagt skort á launahækkunum – sem Samtök atvinnulífsins hafa gert að sérstöku keppikefli.

Bæjarstjórinn fullyrðir hér að þetta sé á allra vitorði. Það er, að hér sé að koma upp staða þar sem grunnskólakennurum sé ýtt út í verkfall ætli þeir sér að fá einhverjar hækkanir yfirleitt. 

Þetta eru ótrúlega ábyrgðarlaus ummæli á þessum tímapunkti. Sveitarfélög hafa mánuð til að landa samningum við grunnskólakennara. Ríkið á að vera búið að semja við framhaldsskólakennara. Þar er ekki lengur neinni friðarskyldu til að dreifa. 

Að gefa það í skyn að öll sveitarfélög á landinu séu að búa sig undir kennaraverkfall í vor er nánast heróp. Það er verið að gefa í skyn að sveitarfélögin ætli sér ekki að semja – en að þau séu uggandi yfir þeim afleiðingum sem það mun hafa. Það er líka verið að reyna að grafa undan kjarabaráttu grunnskólakennara og gefa í skyn að þeir séu að knýja á um verkföll í pólitískum tilgangi. Þetta gæti verið einhverskonar grunnur kröfu um að ríkið stöðvi slíkar aðgerðir með lögum.

Staðreyndin er sú að grunnskólakennara langar ekkert í verkfall. Bara alls ekki. En hér er ekki að fara að skapast það ástand að þeir sitji bara þolinmóðir mánuðum saman án samnings. Ef sveitarfélögin ætla að senda frá sér þau skilaboð að eina leið kennara til kjarabóta sé verkfall í mars eða apríl – þá vanmeta þau nærtækan kost. Kennarar geta einfaldlega sagt upp um áramót þegar samningar hafa dregist vikum saman. Þá yfirgefa þeir skólana í hópum í vor með tilheyrandi vandræðum fyrir sveitarfélögin og hverfa til annarra starfa – ganga í hóp þess helmings kennara sem gefist hefur upp á sveitarfélögunum.

Hver einasti grunnskólakennara hlýtur nú að hugsa sig um. 

Ég mæli með að samtök sveitarfélaga geri það líka.

Ástandið hefur versnað vegna þess að vondar ákvarðanir hafa rekið hverjar aðrar. Það, að láta í það skína að ekkert bíði grunnskólakennara um næstu mánaðarmót nema ögrandi bið eftir aðgerðum – er dæmi um ofsalega vonda ákvörðun sem ekki er til þess fallin að þoka málum áleiðis í rétta átt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
1

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
2

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
3

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
4

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
5

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
5

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
5

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í mánuðinum

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
1

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
1

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Bjóðum Assange vist hér

Illugi Jökulsson

Bjóðum Assange vist hér

Launin gera fólk háð maka sínum

Launin gera fólk háð maka sínum

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

„Nú verður réttlætið sótt“

„Nú verður réttlætið sótt“

Að meta menntun til launa

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Að meta menntun til launa